Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 12
Laugardagur 20. september 1980. 12 helgarpopp Umsjón: Jónatan Garöarsson Barátturokk I Höllinni Um siðustu helgi voru haldnir tónleikar i Höllinni undir yfirskriftinni „Rokk gegn her”. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir að flestu leyti, skipulagið pottþéttgóð tónlist og áheyrendur ágætlega með á nótunum. Táragas Allt skipulag og undirbúningur þessara tónleika virtistmeö besta móti enda hátt i 100 manns sem tóku þátt i þvi starfi. Samtök her- stöðvaandstæöinga tóku nokkuö öðruvisi á málum en þeir hafa áður gert og beindu spjótum sin- um aö hernaöi og hernaðar- bandalögum almennt um allan heim, hvort sem er austan eöa vestan járntjalds og noröan eöa sunnan miöbaugs. Einkennisklæddir hermenn i leikhópnum Táragas tóku á móti fólki viö trööina niöur aö Laugar- dalshöll og einnig léku þeir sér I snú, snú og ýmiskonar barna- leikjum. Þetta vakti allt mikla at- hygli og kátinu. Tónleikarnir sjálfir hófust með þvi aö Mezzoforte þrykktu jazz- rokki i gegnum rafmögnuö hljóö- færisinoghljómkerfi. Mezzoforte eru greinilega i mikilli framför og var tónlist þeirra mun liflegri og kraftmeiri en hún hefur veriö um langt skeiö. Þaö sem dró Ur gildi annars góörar tónlistar, var isköld framkoma meölimanna. Engar kynningar voru viöhaföar, heldur var prógrammiö keyrt áfram, hvert lagið af ööru. Dagskráin var mjög þétt og eftir aö Mezzoforte höföu lokið leik sinum koma Karl Sighvats son fram i lögreglubúningi og hóf aö leika Táragas ásamt Mezzo- forte.verk tileinkað mótmælunum viö Alþingishúsiö fyrir 31 ári siöan. Gasreykur liðaðist um sviöiö og hermannavofur liðu um fremst á sviðinu. Kvikmynd frá atburöunum á Austurvelli byrjaöi siðan aö rúlla en i miöri mynd slitnaði filman og Táragas varö aö ljúka leik sinum myndalaust. Þursapönk Eftir aö Táragas haföi yfirgefiö sviöiö birtist Egill „þurs”, af- klæddist jakka sinum og sprang- aöi um sviöiö ber aö ofan eins og poppurum er gjarnt. Þursar, sem nú eru aöeins fjórir aö tölu, þvi Karl Sighvats- son og RUnar Vilbergsson eru hættir, byrjuðu siöan aö leika hálf sundurlausa lagasmiö, sem sett var saman fyrir þessa tónleika. Næst á eftir fylgdi önnur svipuð smiö, sem fjallaði um kjarnorku- sprengjuna og þar næst lag Ur leikverkinu „Gúmmi-Grettir” sem Þursar vinna aö þessa dag- ana ásamt Þórarni Eldjárn, Ólafi Hauk Simonarsyni o.fl.. I þessu lagi þótti mér Þursunum takast best upp. Hljómsveitin hljómaöi þéttari en áöur, trúlega vegna þess aö þeir eru eingöngu meö einföldustu hljóöfæra- skipan — gitar — bassi — trommur — pianó. Hvert hljóö- færi fékk sitt sóló og stuðið i saln- um jókst nokkuö. Eftir þetta lag hurfu Þursar af sviðinu en voru klappaöir upp og nú tóku þeir ,,pönk”lag Tómasar Tómassonar viö texta Jónasar Arnasonar. „Jón var kræfur karl” og allt ætl- aði vitlaust aö veröa. Þaö var greinilegt aö Þursarnir náöu betur til fólksins með þéttri gamaldags rokk tónlist en þeirri tónlist sem þeir hafa veriö aö byggja upp á tveim fyrstu plötum sinum. Ef til vill var það húmor- inn sem oröinn er svo rikjandi i framkomu þeirra og spilverki sem gerði gæfumuninn, en þó segir mér svo hugur að þeir veröi aö færa sig i átt aö hreinu rokki á næstu plötu sinni. Siðasta blómið Utangarbsmenn komu fram á eftir Þursunum og i staö þess að keyra beint úti rokk, byrjuðu þeir prógrammiö á kvæöi James Thurber um „Siöasta blómiö”, sem Magnús Asgeirsson þýddi svo snilldar- vel, meö reggae undirleik. Myndskreytingu Thur- bers við ljóðið var varpað á tjald að baki Utangarðsmanna á sviöinu og jók þaö á áhrif ljóðsins. Áfram héldu Utangarðsmenn aö leika reggae-rokk með kjarnorku- og hernaðartexta aö leibarljósi þar til þeir brutust áfram úti rokkið. Fólkið i salnum vildi greinilega rokk, þvi aö það komst allt á hreyfingu um leiö og rokkið skall á. Samt náðist aldrei upp hámarksstemmning eins og við hefði mátt búast-Söngur Bubba datt Ut ööru hvoru og þó aö hljóm- sveitin léki mjög vel datt allt hálf- partinn niður um leiö og röddin týndist. Þegar Utangarösmenn komu fram á nýjan leik eftir uppklapp, léku þeir gamalt lag eftir Jónatan Ölafsson, „Siguröur var sjó- maöur”, meö nokkuö breyttum texta. Þetta féll i góðan jarðveg og vildi fólkiö greinilega meira þegar Utangarösmenn hurfu af sviðinu til aö Táragasiö kæmist aö til að sýna kvikmyndina frá Alþingisslagnum til enda. 1 þetta sinn gekk allt ab vonum og þessi endir róaöi hina rúmlega 30Ö0 áheyrendur algerlega niður i lokin. „Rokk gegn her” voru einir best skipulögöu rokktónleikar sem ég hef fariö á og öllum til sóma sem að þeim stóöu. — jg Police Zenyatta Mondatta A&M ANLH 64831. Police er ein af minum uppá- halds hljómsveitum og þess vegna er Utkoma þriöju plötu þeirra mér mjög aö skapi. ZenyattaMondatta er mun betri plata en sú siðasta, Regatta De Blanc, bæöi vegna þess aö Police hafa vandaö meira til laganna og eins vegna þess aö þeir leita nokkuö á ný og þyngri miö. I fyrstu virkaöi þessi plata ekki alveg nógu vel á mig en meö jafnri og þéttri hlustun, hefur hún unniö á. Lögin eru flest eftir Sting, en þó eiga Summers og Copeland einnig nokkur lög á plötunni. Mest grip andi eru Don’t Stand So Close to Me, sem komiö er út á litilli plötu, Canary in á Coalmine og De Do Do Do, De Da Da Da. Einnig vinna lögin Man in a Suitcase og Driven to Tears, vel á. Gitarleikur Andy Summers nýtur sin betur en nokkru sinni fyrr og þétt samspil milli bassa og tromma, er lipurt og iit- skrúöugt. Sting er mjög sér stæöur söngvari og skapar hann Police sannarlega nokkra sér- stööu. Þaö sem helst dregur Ur svip plötunnar er instrumental” lagið Behind My Camel, sem minnir of mikiö á Pink Floyd, en þrátt fyrir þetta er Zenyatta Mondatta jafnbesta plata Police til þessa. 8,5 6,5 Dexys Midnight Runners. Searching For the Young Soul Rebels EMI PCS 7213. Dexys Midnight Runners hafa sagt bresku popppressunni strið á hendur vegna þeirra skrifa sem birst hafa um hljómsveit- ina i breskum blöðum, en Dexys hafa veriö rifnir niöur, eins og reyndar ýmsar fleiri góöar breskar híjómsveitir, i þessum blööum. Dexys Midnight Runners er 8 manna soul hljómsveit og er tónlistin undir nokkrum skaáhrifum. Leiötogi Dexys heitir Kevin Rowland, en ásamt A1 Archett hóf hann leit aö mönnum i soul hljómsveit strax áriö 1978. Fyrsta litla plata þeirra, Dance Stance — fjallar um N-Irlandfvakti strax nokkra athygli og er þaö lag á þessari plötu undir nafninu Burn it Down. Þaö var hinsvegar lagið Geno sem kom þessari hljóm- sveit frá Birmingham á toppinn i Bretlandi og þar meö voru Dexys komnir útá dlgusjó poppsins. Geno er gott lag og fjallar þaö um Geno Washington, einn van metnasta tónlistarmann siöasta áratugs að mati þeirra sem til hans þekkja. Þaö er trú Rowland aö soul- tónlist i þeirri mynd sem Dexys flytja, muni breyta ásjónu poppsins. Hvort það tekst, skal ósagt látið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.