Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 24
VÍSIR Laugardagur 20. september 1980. LÁN- LAUSI LIÐ- ÞJÁLF- INN Þaö var svo sannarlega ekki ást viö fyrstu sýn þegar Glenys Carney og Matthew Mulvenna hittust fyrsta sinn. Fyrir honum var eins komið og brennda barninu sem forðast eldinn. Hann var tvígiftur en hjónaböndunum haföi báöum lokið með skilnaði vegna framhjáhalds eiginkvennanna. Mulvenna var 19 ára gamall óbreyttur hermaður þegar hann gekk i fyrsta skipti i hjónaband 1958. Eiginkonan var sautján ára gömul liðsforingjadóttir Cecilia Filson. Foreldrum hennar fannst þau vera allt of ung til þess að ganga í hjónaband en Cecilia var þegar orðin barnshafandi svo að ekki var um annað að ræða. Ungu hjónin hófu búskap sinn i herbúðunum og fljótlega fékk Mulvenna að heyra þaö hjá eigin- konu sinni að hann væri ekki eini karljnaðurinn i heiminum. Vist var um það að hann var ekki eini hermaðurinn i herstööinni en að hann deildi konu sinni meö hinum hermönnunum hvarflaði ekki að honum. Smátt og smátt tóku hon- um þó að berast til eyrna sögur af ástarsambandi konunnar við hina og þessa i herdeildinni. Hjónabandiö varð stutt og stormasamt. Cecilia fór ekkert i launkofa með karlastand sitt og tilkynnti Mulvenna að ef hann væri ekki sáttur við sinn hlut þá væri henni sama þó svo hann skildi við hana. Mulvenna valdi' þann kostinn, en hann var varla fluttur úr húsi þeirra þegar sá á- kafasti af elskhugum eiginkonu hans flutti inn. Til að kóróna niðurlæginguna urðu svo upp- lýsingar herlæknisins þegar Mulvenna mætti i skoöun skömmu siðar og fékk að vita að hann væri ófrjór og heföi alltaf verið það vegna sjúkdóms i æsku. Mulvenna sleikti sár sin fram til sumarsins 1966 en þá kynntist hann hinni glæsilegu Evu Adri- önnu Seymour. Hún var einu ári yngri en hann og það var ekkert hik á henni þegar hann bað henn- ar eftir skömm kynni. Mulvenna sagði henni að hann væri ófrjór en það breytti i engu ákvörðun henn- ar. Cecilia Filson, fyrsta eiginkona Mulvenna. Hún eignaðist barn sem útilokað var að Mulvenna væri faðir að. ófrjór tveggja barna fað- ir Arið 1969 færði Eva svo manni sinum gleðitiðindi. Hún var barnshafandi. Það væri greinilegt aö hann væri ekki eins ónýtur og hann hefði haldið. Mulvenna var ekki alveg reiðu- búinn til þess að taka þátt i gleði- látum konu sinnar vegna væntan- legrar komu erfingja þeirra. Hann grunaði að ekki væri allt með felldu og hóf á nýjan leik göngu sina i gegnum rannsóknar- stofur herlæknanna. Niðurstaða rannsrfknarinnar var sú að full- vist var að hann gat ekki verið faðir barns þess sem kona hans gekk með. Að fenginni fyrri reynslu hóf Mulvenna nú að fylgj- ast með feröum konu sinnar og fljótlega komst hann að hinu sanna i málinu. Kona hans átti sér elskhuga sem hún heimsótti reglulega. Mulvenna lagði sannanirnar á boröið fyrir konuna og þá var henni allri lokiö. Hún viðurkenndi strax aö hún hefði staðið i ástar- sambandi við annan mann i mörg ár og hann væri faðir barnsins. Mulvenna sótti þegar um skilnað og fékk hann. Þegar hann var aftur orðinn einn sór hann þess dýran eið að gifta sig aldrei aftur. ,,AÖ láta draga sig á asna- eyrunum i tvigang er meira en nóg” sagði hann við félaga sinn. ,,Ég ætla ekki að láta hafa mig aö fifli i þriðja sinn.” 011 hin góðu áform fuku samt út i veður og vind þegar hina glæsi- legu Glenys Carney bar fyrir augu Mulvenna tveimur árum eftir að siðara hjónabandi hans lauk. Hann lét eigin viðvaranir eins og vind um eyru þjóta og hálfu ári siöar gekk hann sæll og glaður upp að altarinu i þriðja sinn. Mulvenna hafði verið hækkaður i tign og var nú oröinn liðþjðlfi. Hann hafði fengið sig fullsaddan af þvi aö búa með eiginkonum sinum i herbúðum. Hjónin settust að i smáþorpijlurringtonxétt hjá Salisbury. I þetta skipti ætlaði Mulvenna að sjá til þess að ekkert færi úrskeiðis. Hann fór akandi daglega til herbúðanna og heim aftur á hverju kvöldi. A daginn vann Glenys á skrifstofu i um átta kilómetra fjarlægð þaðan sem þau bjuggu. Sagan endurtekur sig 1 átta ár leit út fyrir að Mulvenna hefði loksins dottið i lukkupottinn og allt ætlaði nú að blessast. Á ytra borðinu rikti frið- ur og ró. En Mulvenna vissi heldur ekkert um það að kona hans var byrjuð að halda við annan mann. Enn einu sinni var um hermann að ræöa. Elskhugi Glenys hét Derek Basset. Skötu- hjúin fóru mjög dult með sam- band sitt vegna þess að Derek átti von á stööuhækkun og vildi allt til þess vinna að komast hjá þvi að valda hneyksli. Hann var giftur og þriggja barna faðir og Glenys fór i engar grafgötur um það aö Derek myndi aldrei yfirgefa fjöl- skyldu sina hennar vegna. Glenys var sannast að segja alveg sátt viö þessa tilhögun og hún og Derek áttu leynilega ástarfundi tvisvar i viku. Ariö 1979 var Mulvenna leystur frá störfum fyrir herinn. Þessu hafði hann beöið eftir. Hann var orðinn ágætlega stæður og nú gat hann snúið sér að þvi að sinna konu sinni eins og hún átti skilið. Hannákvaðað búa áfram á sama staö. Glenys hafði alltaf verið svo hrifin af aö búa i litla þorpinu. En dagarnir sem fóru i hönd uröu ekki þeir dýrðardagar sem Mul- venna haföi vænst. Heimkoma hermannsins raskaði nefnilega heldur betur daglegum önnum húsmóðurinnar. Glenys var allt annað en hlý i viðmóti viö eigin- mann sinn. Hún gerðist honum fráhverf og sifellt kuldalegri. Ekki vöknuöu neinar grun- semdir hjá Mulvenna um að ekki væri allt með felldu. Honum datt það helst i hug aö breytingaraldur konu hans væri snemma á ferð- inni og væri orsök þessarar breyttu framkomu hennar. Loks var þó þolinmæði Mul- vennas á þrotum. Hjónin rifust heiftarlega og endaði rifrildið meö handalögmálum. Frúin pakkaði þá niður sinu hafurtaski, gekk út og flutti heim til foreldra sinna sem bjuggu i Bristol. Gömlu hjónin urðu ekkert yfir- máta hrifin af tiltektum dóttur- innar og sögöu henni að snúa aftur heim tii manns sins. Faðir hennar ök henni heim og þegar þangað var komið lofaði hún manni sínum bót og betrun. Hún ætlaði aldrei oftar að vera honum til angurs og ama. Þó svo honum væri það þvert um geð samþykkti Mulvenna að hún flytti aftur til hans. Þriöja barnið Sambúðin hafði ekki staðið nema i nokkrar vikur þegar Glen- ys sagði manni sinum að hún ætti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.