Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 20.09.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 20. september 1980. hœ kiakkar! Ljódió í dag Ásdis Jenna Ástráðsdóttir. LJÓÐIÐ i dag velur Ásdis Jenna Ástráðsdóttir, 10 ára, Vesturbergi 132. Hún velur sér ljóðið DANSI DANSI DtJKKAN MÍN, en það hefur um marga áratugi verið vinsælt barnaljóð. Gunnar Egilson (d. 1927) orti það upp úr ljóði eftir H.C Andersen. Dansi, dansi, dúkkan min. dæmalaust er stúlkan fin. Voða-fallegt hrokkið hár, hettan rauð og kjóllinn blár, Svo er hún með silkiskó, sokka hvita eins og snjó. Heldurðu ekki, að hún sé fin? Dansi, dansi, dúkkan min. En það er annað erindi af Dansi, dansi dúkkan min, sem fáir kunna. Guðrún Egilson, sonar- dóttir Gunnars Egilsonar, segir seinna erindið svona: Dansi, dansi, dúkkan min, Dæmalaust er stúlkan fin. Kanntu ekki óla skans? Ekki heldur stifudans? Langar þig i galópað? Litt’á, hvernig ég fer að. Dansi, dansi, dúkkan min, dastu nú þarna, stelpan þin. Klippimynd eftir H.C. Andersen Uppskerutíð Venjulega þegar Binni og Jói heimsóttu afa og ömmu, þurftu þeir ekkert að gera annað en að leika sér. En nú voru þeir komnir til að vinna. Afi og amma voru að taka upp kartöflur og rófur i garðinum sinum. „Þetta er skemmti- legt”, sagði Binni þegar þeir Jói höm- uðust við að taka upp kartöflur. Kartöflurnar voru stórar og fallegar og það var svo spenn- andi að sjá, hve margar voru undir hverju grasi. Föturnar voru ekki lengi að fyll- ast. Afi og amma fylltu hvern kartöflupokann á fætur öðrum. Þegar á daginn leið voru strákarnir orðnir svangir. „Ég held að við ættum að fara inn og fá okkur eitthvað að borða”, sagði afi. Amma hafði farið á undan þeim inn og nú beið þeirra á mat- borðinu indælis kvöld- matur, sem amma hafði eldað. Og strák- arnir voru svo svangir, að þeim fannst þeir aldrei hafa borðað betri mat. Já, það var svo sannarlega gaman að taka upp kartöflur með afa og ömmu. Þeir sofnuðu snemma þetta kvöld og þá dreymdi kartöflur, litlar og stórar. Kross- gáta Lárétt. I. Verur 4. ilát til að sjóða í 7. Á fæti 8. Verkfæri (þf). 9. Svima II. Klukka 12. Verkfæri 13. regla. Lóðrétt 2. Nafn 3. Fornafn (þf). 4. Dýr 5. Fæðir 6. Strákur 10. Andstæða við nótt. GÁTUR 1. Hvaða höfuð hefur hvorki augu, nef né munn? 2. Hver á horn og gefur okkur mjólk? 3. Hvaða hundar bíta aldrei? 4. Á mynd sjáum við ömmu, tvær mömmur, tvær systur, eitt barna- barn, eina móðursystur og eina systurdóttur. Hver margir eru á mynd- inni? 5. Þegar nóttin kemur koma þær án þess að nokkur biðji þær að koma, og þegar dagar fara þær, án þess að nokkur biðji þær að fara. Hverjar eru þær? ■JKujniuofjs ‘S 'jepunq jiQney (g uiJ-ÍM (Z QnjqqipM (I •lUniB§ QIA JOA§

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.