Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 06.10.1980, Blaðsíða 32
A •v Mánudagur 6. október 1980 síminnerðóóll Veðurspá dagsins B Um 800 km suðsuövestur af Vestmannaeyjum er vaxandi 980 mb lægð á leið austur eða austnorðaustur i stefnu milli Færeyja og Skotlands. Lægðardrag fyrir austan land, heldur kólnar. Suðurland til Breiðafjarðar: austan kaldi eða stinnings- kaldi, viða smáél i fyrstu, en siðan allhvass norðaustan og birtir heldur upp viðast hvar. Vestfiröir: vaxandi norðaust- an átt, viða stinningskaldi, eða allhvasst i fyrstu, siðan hvass- viðri eða stormur; él. Strandir og Norðurland vestra: hægviðri eða norðan gola i fyrstu, siðan norðan eða norðaustan stinningskaldi, dá- litil él. Norðurland eystra og Austur- land að Glettingi: norðaustan kaldi eða stinningskaldi i fyrstu, en siðan allhvass; vax- andi éljagangur. Austfirðir: norðaustan kaldi eða stinningskaldi, og siðan allhvass norðan eða norðaust- an, él, sennilega nokkuð sam- felld bleytuhrið eða rigning undir nóttina. Suðausturland: norðaustan kaldi og siðan austan stinn- ingskaldi eða allhvass, él. Norðlægari með kvöldinu. VeOriöhér ogDar Klukkan sex i morgun: Akureyri alskýjaö 1, Bergen skúr 16, Helsinki skýjað 8, Kaupmannahöfn alskýjað 10, Osló rigning 8, Reykjavik slydda 2, Stokkhólmur skýjað 10, Þórshöfn skýjað 7. Klukkan átján I gær: Aþena léttskýjað 20, Berlín skýjað 11, Chicago skýjað 11, Feneyjar þokumóða 20, Frankfurt skýjað 10, Godt- liaab léttskýjað 0, London skýjað 13, Luxemburg létt- skýjað 8, Las Palmas léttskýj- að 24, Mallorka léttskýjað 23, Montreal léttskýjað 10, New Yorkskýjað 17, Paris skýjað 13, Róm skýjað 22, Malaga skýjað 21, Vin léttskýjað 11, Winnipeg skýjað 10. Loki segir Tollgæslan cr allt I einu far- in að finna smygl i hverju skipinu á fætur öðru. Ætli það sé vegna þess, að menn séu allt I einu farnir að taka upp á þeim fjanda aö smygla, eða eru tollverðir loksins farnir aö leita af krafti? m ff/. m m ■ m, m ■ I 9 Boeing 727-200 var aðeins 4 klst. á leiðinni að vestan: Hraðamel frá Hew Vork lii Keflavfkuri Hin nýja Boeing 727-200 þota Flugleiða fór sannkaUaða hrað- ferð frá New York tU Keflavikur I gær. Ekki liðu nema fjórar klukkustundir og 10 minútur frá flugtaki á Kennedyflugvelli þar til lent var I Keflavlk, langt á und- an áætlun. Meöan DC-8 þotur Flugleiöa „Það tókust I fyrra samningar milli skiöadeildar Fram og for- ráðamanna Bláf jallasvæðisins um svæðiö i Eidborgargiii, þann- ig að við höfum tryggt okkur at- hafnasvæði þarna til fram- búðar,” sagði Magnús Guöjóns- son, formaöur sklðadeiidar Fram i samtali við VIsi, en Fram er aö reisa skiðaiyftu mikla I Eld- borgargili. annast pllagrlmaflugiö hefur Boeingþotan verið notuð á flug- leiðinnv yfir Norður-Atlantshafið. Þotan er gerö fyrir millivega- lengdirog þarf þvl að millilenda á leiöinni vestur og að vestan I Goose Bay á Nýfundnalandi. í umræddri ferð að vestan var meðvindur mikill og var flogiö Magnús sagði, að allri jarð- vegsvinnu við lyftuna væri lokiö, en nú ætti eftir að reisa hana. Framkvæmdir við lyftuna hófust um mánaöamótin ágúst — september og gengi allt sam- kvæmt áætlun væri vonast til, að lyftan yröi tilbúin i október. Þetta er toglyfta með diskum og af- kastageta hennar er 800 manns á klukkustund. rakleitt til Keflavíkur á þessum mettima án millilendingar með fulla vél af farþegum og vörum. Hraðinn miðað við jörð hefur ver- iö um 1200 kllómetrar á klukku- stund. Þá voru enn liðlega þrjú tonn af eldsneyti á tönkum þot- unnar sem hefði nægt til flugs til Akureyrar og aftur til baka, ef þvi „öll vinna við uppsetningu lyft- unnar er unnin I sjálfboðavinnu”, sagði Magnús, ,,og gengið hefur veriö frá öllum greiöslum, nema söluskatti, en hann er 26 prósent af innkaupsverði.” Magnús sagði ennfremur, að framkvæmdum á svæðinu yrði haldið áfram, þegar lyftunni hefði veriö komiö upp, en næsta skref væri aö reisa þarna skála, —KÞ. hefði verið aö skipta. Flugstjóri I þessari ferð var hinn gamalreyndi flugmaður Viktor Aðalsteinsson. Sem fyrr segir er Boeingþotan notuð á þessari flugleið um ákveðinn tlma og hefur hún reynst I alla staði mjög vel I þessu verkefni. — SG Sýningu í sjón- varpinu frestað: Gosmyndin fannst ekki A slðustu stundu varð að fresta sýningu myndarinnar um gosið og uppbygginguna I Vestmanna- eyjum sem átti að vera á dagskrá sjónvarpsins I gærkvöldi. Astæð- an var sú að filman fannst ekki i tæka tið. „Þegar farið var að gá i dósina sem merkt var þessari filmu kom I ljós að þar var allt önnur filma. Sú rétta fannst ekki i tæka tið og þvi var ekki um annað að gera en setja inn annað efni” sagði Björn Baldursson dagskrárfulltrúi hjá sjónvarpinu i morgun. Vestmannaeyjafilman er hins vegar komin i leitirnar núna og verður eflaust sýnd i sjónvarpinu á næstunni. __________________—SG wagner komínn fil Grænlands: KvartaDl um Kidda Flugkappinn Wagner, sem „stendur” sig vel á leiðinni yfir Atlantshafið, hélt héðan klukkan 10.10 i gær, áleiðis til Grænlands. Vegna veðurskilyröa varð vél hans að fara i töluverða hæö og kvartaöi flugkappinn standandi um kulda af þvi tilefni. Annars mun hann enn vera við góða heilsu. Wagner lenti klukkan 18.23 I gær i Narssarssuaq I Grænlandi, siðan hefur flugumsjón á Reykja- vlkurflugvelli ekki heyrt af ferö- um hans. — ÁS Félagar I Sklðadeild Fram unnu um helgina við undirstöður fyrir sklðalyftuna, sem væntanlega verður tekin I notkun I vetur. Visismynd: GVA Reisa sKíðalyltu I Eldborgargili: FLYTUR 800 Á KLUKKUSTUND BHrelt steypnst tram al Tormnelsbrygglu: Björguöust úr bifreið- inni áður en hún sökk Bifreiö með tveimur farþegum steyptist I gærkvöldi I sjóinn út af Torfunefsbryggju á Akureyri. Farþegar náðu að komast út úr bifreiðinni áöur en hún sökk og þegar lögreglan var komin á staöinn stuttu eftir atburðinn höfðu farþegarnir komist upp á bryggjuna. Bifreiöin sem var af geröinni Honda, varsiöan hlfð upp úr sjón- um með krana. Atvikið átti sér þannig stað að um hálf tiu I gærkvöldi hafði bil- stjórinn stöövaö bifreiðina og brugöiö sér út úr henni, með hreyfilinn i gangi. Farþegi I framsæti rakst I sjálfskiptinguna á bifreiöinni með þeim afleiðing- um að hún fór stjórnlaust af staö og endaði sem fyrr segir i sjón- um. Farþegana mun ekki hafa sakað, —-AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.