Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verð og gæði við allra hæfi Lítið inn og kynnið ykkur vöruvalið 50 tegundir af íslenskum ELGO múrvörum Forysta í framförum í 30 ár Afmæliskaffi á könnunni Starfsfólk Steinprýði 30 ára 10. júní 2002 Allt til steypu- og múrviðgerða fyrir leikmenn og lærða Stangarhyl 7, Reykjavík Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Klippið út auglýsinguna Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður til gönguferða á fimmtudagskvöldum í júní og júlí 13. júní Jónas Hallgrímsson og Þingvellir. Páll Valsson, rithöfundur og íslenskufræðingur. 20. júní Fornleifarannsóknir á Þingvöllum. Dr. Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. 27. júní Í fótspor Jóns Hreggviðssonar. Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós. 4. júlí Gengið á Arnarfell. Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðsvörður. 11. júlí Daglegt líf á nítjándu öld. Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og landvörður. 18. júlí Um dauðadjúpar gjár. Sveinn Klausen M.A. og landvörður. 25. júlí Helladýr úr forneskju. Bjarni Kr. Kristjánsson, líffræðingur á Hólum í Hjaltadal. 1. ágúst Brennudómar á Þingvöllum. Dr. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og skólameistari Menntask. á Ísafirði. Gönguferðirnar hefjast klukkan 20.00. Nánari upplýsingar um gönguferðirnar, upphafsstaði og aðra dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum má fá á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is eða í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og 482 3609. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum UPPBOÐI á einu af verkum Línu Rutar Wilberg í Galleríi Lands- bankans-Landsbréfa á vefnum lauk á dögunum. Hæsta boð í málverkið, sem ber titilinn Heimur lítillar stúlku, var 100.000 kr. og ánafnaði listamaðurinn Styrktarsjóði blindra barna andvirði verksins. „Allir listamenn sem taka þátt í þessari sýningu á vegum Lands- bankans-Landsbréfa velja eitt verk af sýningunni, sem svo eru gerð til- boð í á Netinu,“ útskýrir Lína Rut í samtali við Morgunblaðið. „Ég fékk að velja sjálf málefnið sem ágóðinn af uppboðinu rynni til og valdi þetta málefni meðal annars vegna þess að litli strákurinn okk- ar er sjónskertur. Það er auðvitað erfitt að velja á milli málefna, mann langar mest til að styrkja alla, en á móti kemur að lítið hefur farið fyrir þessu félagi. Þannig að ég vildi gjarnan veita því minn stuðning.“ Málverk eftir Línu Rut eru nú til sýnis á Laugavegi 77, í húsakynn- um Landsbankans-Landsbréfa, auk þess sem hægt er að skoða verkin í Galleríinu á Netinu. Selur verk á uppboði í Galleríi Lands- bankans-Landsbréfa á vefnum Lína Rut, ásamt framkvæmdastjóra Landsbréfa, Sigurði Atla Jónssyni, afhendir forsvarsmönnum Styrktarsjóðs blindra barna gjafabréfið. Gaf andvirðið til styrktar blindum börnum UNDIRRITAÐUR var á dögunum samningur Þjóðminjasafns Íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugvits hf. um höfundarrétt og hagnýtingu á upplýsingakerfinu Sarpi og sam- komulag um áframhaldandi sam- vinnu um þróun kerfisins. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Bjarni Guðmundsson framkvæmda- stjóri undirrituðu samningana. Samkvæmt höfundarréttarsamn- ingnum er forrit Sarps sameiginleg eign Þjóðminjasafns og Hugvits. Sarpur er alhliða upplýsingakerfi sem unnið hefur verið að á vegum Þjóðminjasafnsins undanfarin ár í samvinnu við Hugvit. Verið er að leggja síðustu höndu á aðra útgáfu kerfisins. Heildarkostnaður við þróun þeirrar útgáfu eru um 30 milljónir króna sem aðilar hafa lagt fram sam- eiginlega með 12 milljón króna styrk frá Rannís. Öðrum minja- og myndasöfnum, stofnunum og fyrirtækjum, bæði op- inberum og einkareknum, sem skrá og varðveita menningarsögulegt efni, verður boðinn aðgangur að Sarpi í þeim tilgangi að samræma skráningu sambærilegra heimilda á landsvísu. Nokkrar stofnanir og söfn hafa þegar tekið kerfið í notkun, þar má nefna Örnefnastofnun og Húsafriðunar- nefnd og rúmlega 10 minjasöfn. Sarpur þróaður áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.