Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 28

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verð og gæði við allra hæfi Lítið inn og kynnið ykkur vöruvalið 50 tegundir af íslenskum ELGO múrvörum Forysta í framförum í 30 ár Afmæliskaffi á könnunni Starfsfólk Steinprýði 30 ára 10. júní 2002 Allt til steypu- og múrviðgerða fyrir leikmenn og lærða Stangarhyl 7, Reykjavík Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Klippið út auglýsinguna Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður til gönguferða á fimmtudagskvöldum í júní og júlí 13. júní Jónas Hallgrímsson og Þingvellir. Páll Valsson, rithöfundur og íslenskufræðingur. 20. júní Fornleifarannsóknir á Þingvöllum. Dr. Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. 27. júní Í fótspor Jóns Hreggviðssonar. Dr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós. 4. júlí Gengið á Arnarfell. Sigurður K. Oddsson, þjóðgarðsvörður. 11. júlí Daglegt líf á nítjándu öld. Arna Björg Bjarnadóttir, sagnfræðingur og landvörður. 18. júlí Um dauðadjúpar gjár. Sveinn Klausen M.A. og landvörður. 25. júlí Helladýr úr forneskju. Bjarni Kr. Kristjánsson, líffræðingur á Hólum í Hjaltadal. 1. ágúst Brennudómar á Þingvöllum. Dr. Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og skólameistari Menntask. á Ísafirði. Gönguferðirnar hefjast klukkan 20.00. Nánari upplýsingar um gönguferðirnar, upphafsstaði og aðra dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum má fá á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is eða í þjónustumiðstöð í síma 482 2660 og 482 3609. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum UPPBOÐI á einu af verkum Línu Rutar Wilberg í Galleríi Lands- bankans-Landsbréfa á vefnum lauk á dögunum. Hæsta boð í málverkið, sem ber titilinn Heimur lítillar stúlku, var 100.000 kr. og ánafnaði listamaðurinn Styrktarsjóði blindra barna andvirði verksins. „Allir listamenn sem taka þátt í þessari sýningu á vegum Lands- bankans-Landsbréfa velja eitt verk af sýningunni, sem svo eru gerð til- boð í á Netinu,“ útskýrir Lína Rut í samtali við Morgunblaðið. „Ég fékk að velja sjálf málefnið sem ágóðinn af uppboðinu rynni til og valdi þetta málefni meðal annars vegna þess að litli strákurinn okk- ar er sjónskertur. Það er auðvitað erfitt að velja á milli málefna, mann langar mest til að styrkja alla, en á móti kemur að lítið hefur farið fyrir þessu félagi. Þannig að ég vildi gjarnan veita því minn stuðning.“ Málverk eftir Línu Rut eru nú til sýnis á Laugavegi 77, í húsakynn- um Landsbankans-Landsbréfa, auk þess sem hægt er að skoða verkin í Galleríinu á Netinu. Selur verk á uppboði í Galleríi Lands- bankans-Landsbréfa á vefnum Lína Rut, ásamt framkvæmdastjóra Landsbréfa, Sigurði Atla Jónssyni, afhendir forsvarsmönnum Styrktarsjóðs blindra barna gjafabréfið. Gaf andvirðið til styrktar blindum börnum UNDIRRITAÐUR var á dögunum samningur Þjóðminjasafns Íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugvits hf. um höfundarrétt og hagnýtingu á upplýsingakerfinu Sarpi og sam- komulag um áframhaldandi sam- vinnu um þróun kerfisins. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Bjarni Guðmundsson framkvæmda- stjóri undirrituðu samningana. Samkvæmt höfundarréttarsamn- ingnum er forrit Sarps sameiginleg eign Þjóðminjasafns og Hugvits. Sarpur er alhliða upplýsingakerfi sem unnið hefur verið að á vegum Þjóðminjasafnsins undanfarin ár í samvinnu við Hugvit. Verið er að leggja síðustu höndu á aðra útgáfu kerfisins. Heildarkostnaður við þróun þeirrar útgáfu eru um 30 milljónir króna sem aðilar hafa lagt fram sam- eiginlega með 12 milljón króna styrk frá Rannís. Öðrum minja- og myndasöfnum, stofnunum og fyrirtækjum, bæði op- inberum og einkareknum, sem skrá og varðveita menningarsögulegt efni, verður boðinn aðgangur að Sarpi í þeim tilgangi að samræma skráningu sambærilegra heimilda á landsvísu. Nokkrar stofnanir og söfn hafa þegar tekið kerfið í notkun, þar má nefna Örnefnastofnun og Húsafriðunar- nefnd og rúmlega 10 minjasöfn. Sarpur þróaður áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.