Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir E LDHÚSIÐ hefur löngum verið einn helsti mið- punktur heimilislífsins. Um tíma var það helsti samkomustaðurinn á heimilinu og jafnvel var gengið beint inn í eld- húsið á fyrri hluta síðustu aldar. En svo komu þeir tímar að eldhúsin skruppu saman og urðu mjög lítil. Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt FAÍ, hefur fengist mikið við hönn- un á eldhúsum og innréttingum í þau. Hún var spurð hver væri helsta stefnan í þeim málum núna. „Það eru nokkur atriði sem ber að nefna í þessu sambandi,“ segir Halldóra. „Fyrst vil ég nefna hlutverk eld- hússins sem heild í húsi. Í þeim efn- um er stefnan sú að eldhúsin eru að verða í æ ríkari mæli eins konar al- rými. Þá má segja að eldhúsin séu að nálgast það að verða „hjarta hússins“. Frank Lloyd Wright, hinn frægi bandaríski arkitekt, byggði oft húsin sín á þann veg að miða við hjarta hússins, hjá honum var hjartað oft heimilisarinninn. Segja má að hönnun eldhúsa þurfi að byggjast á tvennu, annars vegar útliti og hinsvegar notkun. Ég er á þeirri skoðun að góð hönn- un sameini þetta tvennt. Ég gef lít- ið fyrir útlitið ef nýtingarmöguleik- ar eru ekki í góðu samræmi við það.“ Eldhús sem alrými „Eldhúsið er vinnustaður allra meðlima fjölskyldunnar í dag. Það er ólíkt því sem gerðist fyrir nokkr- um áratugum, þegar eldhúsin voru hönnuð fyrir eina manneskju, sem oftast var húsmóðirin. Þá var mikið gert úr hinum svokallaða þríhyrn- ingi, þar sem manneskjan gat stað- ið á einum stað – við vaskinn t.d. og snúið sér að eldavélinni og ísskápn- um á sama punktinum. Í dag þarf aftur á móti að gera ráð fyrir fleirum við vinnu í eldhús- inu. Það gerir kröfur um meira borðpláss en áður. Fólk þarf að geta gengið um og unnið í eldhús- inu án þess að vera sífellt fyrir næsta manni. Ég hef stundum endurhannað eldhús í gömlum húsum og einn kúnninn hafði við orð að hann hefði áttað sig á í hverju mesta breyt- ingin væri fólgin – það var að eld- húsið var opnað og þar með skap- aðist rými fyrir bæði hjónin og jafnvel börnin til þess að vinna saman í eldhúsinu á þess að vera fyrir hvert öðru.“ Gera þarf ráð fyrir öllum í fjölskyldunni „Í barnafjölskyldum þarf að gera ráð fyrir öllum í fjölskyldunni í eld- húsinu. Ég hef t.d. eina skúffu í eldhúsinu hjá mér sem sonurinn minn, á öðru ári, geymir dótið sitt í. Þeir sem eiga eldri börn sem eru komin í skóla vilja gjarnan að börn- in geti lært við borð í eldhúsinu. Leikskólabörnin vilja á sama hátt eiga sinn stað til að föndra við í eld- húsinu, það þarf að taka mið af þessu strax við frumhönnun húsa. Í eldri húsunum er erfiðara að gera það sem hugurinn býður í þessum efnum, stundum má þó rífa niður veggi og skapa þannig betra rými. Eitt er það sem ég hef verið að gera talsvert af undanfarið, það er að hanna svolitla aðstöðu þar sem fólk getur verið með vísi að heima- skrifstofu – smá vinnuaðstöðu. Þar má hafa lítið borð og skúffur fyrir reikninga og hillur fyrir heimilis- bókhald og matreiðslubækur. Inni í þessari aðstöðu getur líka verið rúm fyrir tölvu og jafnvel sjónvarp. Stundum er einingin notuð til að skipta upp rými, skilja að borðstofu og eldhús – þá er einingin lokuð fram en opin inn í eldhúsið.“ Hvað með útlitið í eldhúsum – hefur það verið að breytast? „Já, það hefur breyst mjög mikið undanfarin tvo til þrjú ár. Einfald- ar línur eru ráðandi í dag, það er helsta breytingin. Þá er ég að tala um mjög einfaldar línur. Háar inn- réttingar, skápa upp í loft með inn- byggðum veggofnum og ísskáp og lágum borðum – jafnvel eru engir efri skápar eða mjög lágir. Maður gerir ráð fyrir að glös og diskar séu í útdregnum skúffum þannig að litla fólkið á heimilinu geti sjálft bjargað sér. Þessar einföldu línur eru gjarnan með innbyggðum tækjum, þar sem varla er hægt að greina hvar ís- skápar og uppþvottavélar eru stað- settar, þær eru klæddar eins og skáparnir. Það er sem sagt ekki gert mikið úr innréttingunum sem slíkum, heldur eiga þær að falla inn í heildarmynd hússins. Þessi þróun helst í hendur við opnari eldhús.“ Hnéstýrðar einingar Hvað með nýjungar? „Þess má geta að vaskaskápar hafa gjörbreyst. Nú hanna ég slíka skápa þannig að í þeim eru flokk- arar fyrir rusl – þá eru kannski fjórar ruslafötur í einni einingu og eru einingarnar ýmist hnéstýrðar eða útdregnar. Kosturinn við þær hnéstýrðu er sá að maður getur hent rusli þótt maður sé óhreinn á höndunum og þannig sóðast ekki umhverfið út. Í báðum þessum einingum er full dýpt skápsins nýtt. Skúffur eru núna allsráðandi í lægri einingum. Þær eru misháar, alveg frá þessum grynnstu sem eru kryddskúffur yfir í þær dýpstu sem taka stóra morgunkorns-pakka og stærstu gerð af gosflöskum. Allt miðast við að hafa þægindin sem mest. Þá ber að geta hinna sér- stöku tækjaskápa sem raunar hafa verið nokkuð lengi á markaðinum. Þeir eru hafðir ofan á borðplötu þannig að tækin renni inn í þá.“ Framtíð eldhúsinnréttinga „Í erlendum tímaritum er mikið um færanlegar einingar, þ.e. ein- ingar á fótum og jafnvel á hjólum. Þetta á uppruna sinn í Þýskalandi en þar tekur fólk innréttingar sínar gjarnan með sér þegar það flytur. Þetta er líka gert með tilliti til að þetta eru dýrustu rými hússins. Ég hef ekki séð að þetta sé mjög að ryðja sér til rúms hér á Íslandi enn sem komið er. Þetta þarfnast líka oft meira rýmis en fastar og sér- smíðaðar innréttingar sem nýta hvern sentimetra af eldhúsinu.“ Hvað með ný efni – hvað er vin- sælast þar? „Dökkur viður er vinsæll um þessar mundir en einnig mjög ljós viður. Þá eru sprautulakkaðar inn- réttingar einnig algengar. Ég hef t.d. verið að gera nokkrar alveg hvítar sem ég tel sígildar. Stundum er gegnheill viður í borðplötur hafður með í bland við stein eða granít. Það má líka geta þess að nú færist í vöxt að nota gerviefni þar sem vaskurinn og borðplatan eru „samvaxin“.“ Hvað með gólfefni? „Flísar eru alltaf mikið notaðar. Ég nota oft samhliða flísar og park- et, mér finnst sjálfri erfitt að standa mjög lengi á flísum, þá er gott að geta hvílt fæturna með því að hafa tré á hluta af vinnuaðstöð- unni.“ Einkenni góðrar hönnunar Hvað einkennir góða hönnun? „Það að hún haldi gildi sínu og sé jafnframt sveigjanleg, geti tekið við misstórum fjölskyldum og hent- að þörfum þeirra á hverjum tíma. Ég á þá við að vinnuaðstaðan geti hentað til mismunandi þarfa, þar sé hægt á einum tíma að föndra, á öðr- um tíma að færa heimilisbókhaldið o.s.frv. Vel hönnuð rými eiga að geta svarað ólíkum þörfum. – Góð hönnun borgar sig.“ Eldhúsið – hjarta hússins! Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Vífilsdóttir við eldunareyjuna. Þær eru þægilegar því hægt er að vinna báðum megin við þær. Rúmgóður og notalegur borðkrókur gerir það að verkum að fjölskyldan er þar mikið. Vinnuaðstaða er hentugt fyrirbæri í eldhúsi. Tækjaskápar eru þægilegir því þeir loka tækin af. Séð inn í borðkrókinn, einfaldar línur eru allsráðandi. Þeir sem eru farnir að búa sjálfir vita að eldhúsið skiptir miklu máli á heimilinu, en eins og flest annað í umhverfi okkar eru tískustraumar ráðandi í hönnun eldhúsa. Um þetta efni ræðir Guðrún Guðlaugsdóttir við Halldóru Vífilsdóttur, arkitekt FAÍ, sem hefur mikið fengist við hönnun eldhúsa í nýjum jafnt sem gömlum húsum. Ruslaflokkun er að ryðja sér til rúms. Kryddskúffa. Efnisyfirlit Austurbær ................................5 32 Ás ........................................5 36-37 Ásbyrgi .....................................5 48 Berg ................................................. 5 Bifröst ........................................... 31 Borgir ........................................... 30 Brynjólfur Jónsson ..................... 4 Eign.is .......................................... 45 Eignaborg .................................... 44 Eignamiðlun ........................ 32-33 Eignaval ....................................... 43 Fasteign.is ..................................... 6 Fasteignamarkaðurinn ............... 3 Fasteignamiðlunin .................... 23 Fasteignamiðstöðin ................... 17 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 35 Fasteignasala Íslands .............. 29 Fasteignastofan .......................... 16 Fasteignaþing ............................ 47 Fjárfesting ................................... 12 Fold ................................................. 11 Foss .............................................. 40 Garðatorg .................................... 39 Garður .......................................... 38 Gimli ...................................... 29-29 Híbýli ............................................. 17 Holt ................................................ 18 Hóll ........................................ 34-35 Hraunhamar ......................... 20-21 Húsakaup ...................................... 10 Húsavík ........................................ 37 Húsið .............................................. 8 Húsin í bænum ........................... 42 Höfði .............................................. 14 Höfði Hafnarfirði ........................ 15 Kjöreign ........................................ 19 Lundur .................................. 24-25 Lyngvík ........................................ 48 Miðborg ........................................... 7 Óðal & Framtíðin ........................ 13 Skeifan ............................................ 9 .Smárinn .......................................... 8 Stakfell ........................................ 38 Valhöll ................................... 22-23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.