Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
M
ÖRGUM finnast timbur-
hús hlýlegri en stein-
hús. Það er sagt að þau
andi betur og loftið þar
sé heilnæmara en í steinhúsum. Þá
eru þau öruggari í jarðskjálftum.
Síðast en ekki sízt þá eru timb-
urhús hagkvæm og byggingar-
kostnaður þeirra yfirleitt lægri en
nýrra steinhúsa.
Timburhús hafa því ávallt notið
vinsælda hér á landi og gera það
enn, því að talsvert hefur verið
byggt af íbúðarhúsum úr timbri hér
á undanförnum árum, jafnt í þétt-
býli sem annars staðar að ógleymd-
um öllum sumarhúsunum, sem
byggð eru nær eingöngu úr timbri.
Timbrið í þessi hús hefur komið frá
mörgum löndum og sumt er fram-
leitt hér á landi.
Nú hafa fasteignasalan Eignaval
og Jón Hjörleifsson, umboðsmaður
hér á landi fyrir finnsku fyrirtækin
Finndomo og Rantasalmi, hafið
samstarf um sölu á timburhúsum
frá þessum fyrirtækjum.
„Þetta er áherzlubreyting hjá
okkur, þar sem þessi hús eru raun-
verulega lausafé, þar til þau hafa
verið reist á viðkomandi lóð,“ segir
Sveinn Óskar Sigurðsson hjá
Eignavali. „Ég tel samt, að þessi
samvinna sé í senn raunhæf og
skynsamleg.
Fólk leitar til fasteignasala, ef
það ætlar sér að kaupa eign.Við
höfum sérþekkingu á kerfinu og
getum aðstoðað fólk við lántökur og
og margt annað, sem þarf til þess
að koma sér upp húsi af þessu tagi.
Allt ferlið verður mun auðveldara
fyrir kaupendur. Markmiðið er að
sýna sem mesta ábyrgð á ferlinu
frá því að efnið er flutt inn sem
lausafé og þar til húsið er risið og
orðið að fasteign.“
Bjálkahúsin nálgast fjörutíu
Jón Hjörleifsson er rafvirki og
starfaði lengi sem slíkur. Bjálkahús
frá Finnlandi, sem hann hefur selt
hér á landi nálgast nú fjörutíu og
einingahúsin eru orðin átta og fjög-
ur á leiðinni. Að hans sögn er áhugi
á timburhúsum mikill og greinilegt,
að markaðurinn fyrir þau er langt
frá því að vera mettaður.
„Ég er umboðsmaður en um leið
starfsmaður þessara finnsku fyrir-
tækja, sem eru mjög stór og ábyrg
fyrirtæki í sínu heimalandi,“ segir
Jón Hjörleifsson. „Kaupendur
kaupa því húsin beint af þeim.
Hlutverk mitt er að aðstoða kaup-
endur í hvívetna, en ég sel bara
efnið í húsunum.
Mitt verkefni er ekki að koma
húsunum upp og selja þau síðan.
En ég aðstoða kaupendur með alla
flutninga, útvega þeim arkitekta,
smiði og aðra iðnaðarmenn. Ég get
meira að segja útvegað þeim afslátt
á húsgögnum og innréttingum, þeg-
ar að því kemur að kaupa þær í
húsið.“
Sjálfur hefur Jón komið sér upp
bjálkahúsi frá Rantasalmi og stend-
ur það við Reykjamel 11 í Mos-
fellsbæ. Húsið er alls 230 ferm. og
á tveimur hæðum og stendur í halla
á 5.000 ferm. lóð. Steyptur sökkull
er undir húsinu, auk þess sem það
er að nokkru leyti steypt inn í hall-
ann.
„Ég og kona mín, Sigrún Ágústs-
dóttir, keyptum fyrir 13 árum lög-
býlið Blómvang í Mosfellsbæ, sem
eftir því sem ég veit bezt er fyrsta
garðyrkjubýli landsins,“ segir Jón.
„Því fylgdu 10.000 m2 af landi og 25
mínútulítrar af heitu vatni.
Við bjuggum í gamla íbúðarhús-
inu í fjögur ár, en það var draumur
okkar að koma upp bjálkahúsi á
lóðinni og árið 1994 létum við til
skarar skríða og héldum til Finn-
lands til þess að finna rétt hús. Við
fengum frábærar móttökur hjá fyr-
irtækinu Rantasalmi, sem hefur sitt
aðalaðsetur inni í miðju Finnlandi
og okkur leizt svo vel á húsin frá
þessu fyrirtæki, að við ákvaðum að
kaup hús frá því.
Fluttu inn 1997
Efnið í þetta hús kom til Íslands
með skipi í október sama ár. Við
tókum okkur góðan tíma til þess að
reisa húsið og fluttum inn 1997. Það
þarf ekki að orðlengja það, að húsið
hefur staðið sig frábærlega vel og
við hjónin erum afar ánægð með
það.
Eins og að framan segir, stendur
húsið á stórri lóð, þannig að það er
vel rúmt um það og á meðan við
hjónin bjuggum í gamla húsinu
höfðum við plantað grenitrjám, ösp
og fleiri trjátegundum á lóðinni um-
hverfis, sem hafa dafnað vel.
En þetta varð líka upphafið að
starfi mínu sem umboðsmaður fyrir
Rantasalmi hér á landi, því að fyr-
irtækið hafði engan slíkan hérlendis
á þeim tíma, en ég taldi víst, að hér
væri markaður fyrir bjálkahús frá
þessu fyrirtæki, eins og líka hefur
orðið raunin.
Þess má geta, að eftir að við vor-
um flutt inn í bjálkahúsið okkar,
kom það iðulega fyrir og gerir enn,
að fólk, sem á leið þarna um, bank-
ar upp hjá okkur yfir sig hrifið af
þessu húsi og vill fá að vita sem
flest um það. Þetta var að sjálf-
sögðu mikil hvatning fyrir okkur og
það má segja, að þannig hafi æv-
intýrið byrjað og við tókum að selja
þessi hús.“
Jón segir erfitt að segja fyrir um
nákvæmt verð á bjálkahúsum. „Þau
geta verið einföld eða flókin, eftir
því sem hver vill og verðið fer eftir
því,“ bætir hann við. „Það er mjög
misjafnt, hvað í þessi hús er borið.
Það fer algerlega eftir óskum fólks
og verðið er að sjálfsögðu misjafnt
eftir því. Sjálf unnum við hjónin
mikið í okkar húsi og kynntumst
þessum byggingarmáta afar vel. En
með þessu spöruðum við líka mikla
peninga.“
Einingahúsin ódýr kostur
Auk bjálkahúsanna flytur Jón
Hjörleifsson inn einingahús úr
timbri frá finnska fyrirtækinu
Finndomo. „Þessi hús koma tilbúin
í einingum og eru sett saman eins
og mekkanó á steyptan sökkul,“
segir Jón. „Einangrunin er í út-
veggjum.
Að utan koma húsin grunnmáluð
með standandi klæðningu, en auð-
vitað geta kaupendur sett aðra
klæðningu á, ef þeim sýnist svo en
þá verður húsið auðvitað dýrara.
Það tekur mjög skamman tíma
að reisa þessi hús, eftir að sökkull-
inn er kominn. Fjórir til fimm
menn ljúka því á innan við mánuði.“
Jón segir Finndomo vera stærsta
framleiðanda timburhúsa á Norð-
urlöndum og fyrirtækið hafi um 60
ára reynslu í framleiðslu á eininga-
húsum, bjálkahúsum og öðrum
hefðbundnum timburbyggingum.
Jón fullyrðir að þetta sé afar
ódýr kostur miðað við gæði húsa og
sparnaðurinn sé ekki hvað sízt fólg-
inn í því, hvað það tekur skamman
tíma að klára húsin. „Margir hlutir
í þessum húsum er forunnir og allt
upp í það að vera algerlega tilbúnir,
þegar þeir koma,“ segir hann.
Vistvæn hús
„Það var erfitt að byrja og kom-
ast inn á markaðinn,“ heldur Jón
áfram. „En þessi finnsku hús hafa
sannað gildi sitt og smám saman
hefur markaðurinn fyrir þau hér á
landi verið að stækka. Þess má
geta, að húsin eru eingöngu byggð
úr vistvænum efnum, það er þau
geta brotnað niður í náttúrunni.
Þetta á við um límingar, einangrun
og annað, svo að það er engin
hætta á að þau mengi út frá sér.
Þetta er kostur, sem er mikils
metinn víða um lönd, en tilfinningin
fyrr vistvænum efnum fer nú ört
vaxandi. Við Íslendingar erum því
miður langt á eftir í þessu tilliti, en
hér á landi er enn mikið notað af
mengandi efnum, þrátt fyrir mikinn
áróður fyrir hinu gagnstæða og
bættu umhverfi yfirleitt.“
Ég tel reynsluna hafa sýnt, að
þessi finnsku hús eru mjög raun-
hæfur kostur hér á landi miðað við
verð og gæði,“ sagði Jón Hjörleifs-
son að lokum. „Það þarf því ekki að
koma á óvart, að þau hafa hlotið
mjög góðar viðtökur.“
Finnsk bjálkahús og ein-
ingahús úr timbri eftirsótt
Fasteignasalan Eignaval
og Jón Hjörleifsson, um-
boðsmaður fyrir finnsku
fyrirtækin Rantasalmi og
Finndomo, hafa tekið
höndum saman um sölu
á timburhúsum. Magnús
Sigurðsson kynnti sér
þessi hús, en þau hafa
verið að vinna sér sess
hér á landi á síðustu ár-
um.
Morgunblaðið/Golli
Framhlið bjálkahússins Reykjamelur 11. Húsið stendur í
halla á 5.000 ferm. lóð. Steyptur sökkull er undir húsinu,
auk þess sem það er að nokkru leyti steypt inn í hallann.
Séð inn í arinstofu á neðri hæð og borðstofu á efri hæð.
Hjónin Sigrún Ágústsdóttir og Jón Hjörleifsson fyrir fram-
an bjálkahús þeirra við Reykjamel 11 í Mosfellsbæ. Húsið er
alls 230 ferm. og á tveimur hæðum.
Nýtt einingahús frá Finndomo, samtals um 220 ferm. með innbyggðum bílskúr.
Húsið stendur við Jónsgeisla í austurhluta Grafarholts.
Leikskólinn Undraland í Kópavogi er byggður úr timbureiningum frá Finndomo.