Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 C 5HeimiliFasteignir . F a s te ig n a m ið lu n in B e rg F a s te ig n a m ið lu n in B e rg Hannes Jóna Pétur Sæberg Þekking - öryggi - þjónusta Sími 588 55 30 • Fax 588 55 40 Netfang: berg@berg.is • Heimasíða: www.berg.is Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 9-17 Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali ur Eigendur fasteigna athugið! Vantar allar gerðir eigna á skrá, skoðum og verðmetum samdægurs Fasteignamiðlunin Berg, Háaleitisbraut 58, www.berg.is Mosfellsbær Helgaland.Til sölu. 90 fm sérhæð auk 26 fm bílskúrs. Parket á gólfum. Fallegt útsýni og góður garður. Rólegt og fallegt umhverfi. V. 13,2 m. 2278 Lindarbyggð.Til sölu glæsilegt 164 fm parhús auk 22 fm bílskúrs við þessa fallegu götu. Parket og flísar á gólfum. Upptekin loft og mikil lofthæð. Sólskáli tengdur stofu. 4 svefnherbergi. Fallegur garður. Örstutt í leikvöll og leikskóla. Lok- uð gata í yndislegu umhverfi. Myndir á netinu. V. 19,8 m. 2277 HRAÐASTAÐIR - Lögbýli. Miklir möguleikar.Nýkomið í einkasölu landareignin Hraðastaðir í Mosfellsdal. Afar vel staðsett ásamt einbýlishúsi og bílskúr. Gróðurhús, iðn- aðarhúsnæði og hesthús. Ath. hægt að fá leyfi til byggingar tveggja einbýlis- húsa á jörðinni. Landareignin er í næsta nágrenni við Gljúfrastein. Fallegt umhverfi og útsýni yfir dalinn. 3ja hekt- ara eignarland. Kjörið til skógræktar og útivistar. Allar nánari uppl. veitir Pétur. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 1966 Land miðsvæðis í Mosfells- bæ. Til sölu 3,9 ha. af landi í nágrenni Reykjalundar. Upplýsingar á skrifstofu hjá Sæberg Þórðarsyni. 2251 MOSFELLSBÆR Bjargartangi - Mos. Í einkasölu fallegt 188 fm einbýlishús auk 35 fm bíl- skúrs. Húsið er allt hið glæsilegasta. Parket og flísar á gólfum. Stórt og fallegt eldhús. Úr eldhúsi er útgengt í sól- stofu,sem er með flísum á gólfi. Glæsileg stofa með parketi og fallegum arni. Vand- að hús og vel viðhaldið. V. 22,7 m. Áhv. 12 m. 2242 Brekkuland - Mos Höfum fengið í einkasölu 170 fm einbýlishús á tveim hæðum auk innb. 28,7 fm bílskúrs. Þrjú stór herbergi með góðum skápum. Parket á gólfum. Gróðurhús 26 fm með hita í gólfi. Glæsilegt útsýni í rólegu umhverfi. V.21,0 m. 2221 Land við Leirvogsá Nýkomið í sölu vel gróið 6 hektara beitarland við Leirvogsá. Landið er afgirt. Hagstætt verð. 2271 Bjartahlíð.-Mos. Mjög vandað 145 fm einbýlishús auk 31 fm bílskúrs. Gegnheilt parket og vandaðar innrétt- ingar. Falleg kamína í stofu. 2 snyrting- ar. 4 góð svefnherbergi. Útgegnt úr þvottahúsi í bílskúr. Sólpallur með skjólveggjum. Stór garður. Þetta er falleg eign í barnvænu hverfi. Lokuð gata. 2214 Bugðutangi - Mos Nýkomið í sölu 172 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 32 fm bílskúr.Fjögur svefnherbergi, rúmgóð stofa og borð- stofa. Parket og teppi á gólfum. Mætti útbúa séríbúð á neðri hæð. Stór ver- önd ásamt heitum potti. Vel ræktaður garður. Þetta er eign í rólegu umhverfi. V. 19.6 m. 2244 Í smíðum Raðhús Snekkjuvogur - aukaíbúð Til sölu falleg 257 fm 3ja hæða endaraðhús ásamt sérbyggðu aukahúsi. Húsið er innst í botnlanga. Eignin hefur verið mikið end- urnýjuð að undanförnu. V. 24,5 m. Áhv. 9,2 m. 2257 Hæðir 4ra-6 herb. Dúfnahólar. Nýtt á skrá. Ný- komin í einkasölu mjög góð 117 fm íbúð á fimmtu hæð í vönduðu lyftuhúsi, fjögur svefnherbergi. Hálf yfirbyggðar svalir með stórkostlegu útsýni yfir höf- uðborgasvæðið frá Esju til Keflavíkur. Góð sameign og vandaður bakgarður með leiktækjum fyrir börn. V. 14,2 m. 2279 Hjallabrekka - Kóp. Vorum að fá í einkasölu 111 fm efri sérhæð ásamt 29 fm bílskúr. Þrjú svefnher- bergi, stofa og borðstofa með parketi á gólfi og lituðu gleri. Hellulögð inn- keyrsla. Þetta er eign í rólegt umhverfi í grónu hverfi. V.15,9 m 2249 Bræðratunga-Raðhús Vorum að fá í sölu raðhús á tveim hæðum, sem er 114,4 fm auk 20,7 fm geymslu. Bílskúrsréttur. Eignin skiptist þannig: Stofa ásamt borðstofu og tveim svefn- herbergjum Fataherbergi og tvö bað- herbergi. Barnvænt umhverfi og stutt í skóla. V. 15,9 m. 2263 ÓLAFSGEISLI - M/ BÍLSKÚR Höfum í einkasölu nýbyggt einbýlishús á tveimur hæðum 211 fm ásamt 28 fm bílskúr. Húsið selst frágengið að utan fokhelt að innan möguleiki á 4 til 5 hebergjum og lítilli íbúð á 1. hæð. FAL- LEG OG VEL SKIPULÖGÐ EIGN MEÐ FRÁBÆRU ÚTSÝNI V. 17,5 m. 2029 3ja herb. Möðrufell. Vorum að fá í sölu 3ja her- bergja 78 fm íbúð á annari hæð. Parket og flísar á gólfum,eldhús innrétting frá Ikea. Baðherbergi allt ný uppgert með nudd- baðkari. Fallegt útsýni í austur. V. 9,9 m. 2276 Snorrabraut. Nýkomin í sölu 73 fm kjallaraíbúð við Snorrabraut. Gengið inn frá Guðrúnargötu. Nýtt parkett á gólfum. Nýlegt gler og opnanleg fög. Nýlegt þak. Áhv, byggingasj. 4,2 m. V. 8,9 m 2252 Engjasel Vorum að fá í sölu fallega 3ja herbergja 83 fm Íbúð á 4.hæð ásamt 31 fm stæði í bílageymsluhúsi. Parkett á gólf- um. Þvottahús innaf snyrtingu. Mjög gott skipulag. Barnvænt umhverfi. Laus strax. V. 10,5 m. 2109 Njálsgata. Til sölu 57 fm íbúð á annari hæð við Njálsgötuna. tvö góð herbergi. nýleg eldhúsinnrétting. Út- gegnt í garð á baklóð. V. 7,7 m. Áhv. 4,8 m húsbréf. 2224 Skaftahlíð Nýkomið í einkasölu 109 fm 3ja herbergja íbúð í kjallara fallegu húsi. Rúmgóð stofa með frönskum út- dregnum gluggum, nýleg eldhúsinn- rétting með náttúruflísum á gólfi. Fal- legur garður. V. 13,5 2269 Dúfnahólar Í einkasölu 3ja her- bergja 71,4 fm íbúð á 7. hæð í lyftu- húsi. Parket og flísar á gólfum. Stórar svalir sem eru yfirbyggðar að hluta með frábæru útsýni. Barnvænt um- hverfi. V. 9,8 2265 Þórufell Vorum að fá í einkasölu 3ja herbergja íbúð 73 fm á 3ju hæð, park- et, flísar og dúkur á gólfum. Íbúðin skiptist í gott eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og stofu með frábæru út- sýni af góðum svölum. V. 9,6 2272 Háaleitisbraut Nýkomin í sölu afar skemmtileg og falleg 74 fm íbúð á jarð- hæð í þessu vinsæla hverfi. Parket og flísar á gólfum. Hagstæð áhv. lán. kr. 4,7 m. V. 9,9 m. 2ja herb. GRÝTUBAKKI Höfum í einkasölu rúmgóða 2ja herbergja íbúð 73 fm, á 1. hæð. Parket, sér garður með timbur ver- önd og garðlýsingu. EIGN Á GÓÐUM STAÐ MEÐ GÓÐU AÐGENGI. LAUS STRAX V. 8,5 m 2268 Snorrabraut. Í einkasölu skemmtileg 2ja. herb. 55 fm íbúð á 3. hæð. Hagstæð byggsj. lán. 3,6 m. Stór stofa og svefn- hebergi. V.7,5 m. 1977 Atvinnuhúsnæði AKRALIND - KÓPAVOGI Til sölu eða leigu nýtt glæsilegt 300 fm at- vinnuhúsnæði með þremur innkeyrslu- dyrum ásamt gönguhurð. Esjumelar - Mos Erum með í sölu 109 fm iðnaðarhúsnæði, mikil loft- hæð, stórar innkeyrsludyr ásamt göng- uhurð. Búið er að útbúa 30 fm milliloft. Góð staðsetning í nýju iðnaðarhverfi. V. 6,5 m. 2210 Flugumýri. Mos. Nýkomið í sölu 545 fm iðnaðar-og skrifstofuhúsnæði í Mosfellsbæ. Afar vandaður frágangur. Þrjár vinduhurðir með 4,5 m. hæð. Mikil lofthæð í vinnusal. Húsið er full- búið að utan.Vinnusalur og stigagangur tibúið að innan. Stór lóð með góðri að- komu. Byggingaréttur á lóð. V. 33, 0 m. 2245 Þarabakki. Nýtt í sölu 60 fm snyrti- legt atvinnuhúsnæði á þessum vinsæla stað. Afar góður frágangur. Góð sam- eign. Hagtætt áhv. lán með 5 % vöxt- um. V. 6,0 m. 2267 Grettisgata. einstaklings- íbúð. Snyrtileg 32 fm íbúð í kjallara við Grettisgötuna. Nýtt eldhús og ný eldhústæki. Parket á gólfum. V. 3,8 m. 2223 Þórsgata- einstaklingsíbúð Nýkomin í sölu snyrtileg, ósamþykkt einstaklingsíbúð. 25 fm m. sérinngangi. Ný eldhúsinnrétting. Flísar á baði. V. 3,9 m. 2264 ÞÓTT fréttaflutningur und-anfarinna daga af útgáfuhúsbréfa hafi gefið tilkynna „sprengingu“ í út- gáfu húsbréfa Íbúðalánasjóðs er sannleikurinn sá að óveruleg fjölgun varð á umsóknum hjá Íbúðalána- sjóði í maí 2002 samanborið við maí 2001. Reyndar varð nokkur samdráttur í fjölda samþykktra skuldabréfa- skipta í maímánuði milli ára. Eru tölur þessar nokkuð í samræmi við það sem Íbúðalánasjóður hafði gert ráð fyrir í áætlunum sínum þó svo að þær séu örlítið hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þróun í samræmi við áætl- anir Í byrjun ársins 2002 hafði verið gert ráð fyrir að þróun umsókna á fyrstu 5 mánuðum þessa árs yrði í nokkru samræmi við það sem gerð- ist á fyrstu 5 mánuðum ársins 2001. Hefur þetta gengið nokkuð eftir þrátt fyrir að umsóknir yfirstand- andi árs séu um 4,3% fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlanir Íbúðalánasjóðs gera síð- an ráð fyrir að umsóknir næstu mánaða verði nokkru færri en á síð- asta ári. Mun því þróun næstu mán- aða leiða í ljós hvort áætlanirnar muni standast eða ekki. Hafa ber þó í huga að þótt fjöldi afgreiddra umsókna hjá Íbúðalána- sjóði sé á svipuðu róli og á síðasta ári, þá er meðalfjárhæð fasteigna- veðbréfs nokkru hærra í ár en í fyrra þar sem hámarkslán voru hækkuð á vordögum árið 2001. Sú hækkun er þó langt frá því að vera „sprenging“ í húsbréfaútgáfu. Meðalfjárhæð hækkar lítillega Meðalfjárhæð fasteignaveðbréfa á árinu 2002 er um 3.300 þúsund krón- ur sem er örlítið hærra en áætlanir Íbúðalánasjóðs gera ráð fyrir, en gert var ráð fyrir að meðalfjárhæðin yrði um 3.250 þúsund krónur. Skipting lánsfjárhæða á einstaka lánaflokka sýnir að enn er þó nokk- uð afgreitt af lánum til nýbygginga. Þannig eru lán til nýbygginga um 34,5%, en lán til kaupa á notuðu hús- næði er hins vegar ekki nema 62,96% af heildarlánunum. Er þetta hæsta hlutfall til nýbygginga og um leið lægsta hlutfall til kaupa á not- uðu húsnæði, sem orðið hefur í hús- bréfakerfinu um langt árabil. Áhrif viðbótarlána Viðbótarlánin hafa áhrif á útgáfu húsbréfa en viðbótarlánum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að þau hófu göngu sína í byrjun árs 1999. Í maí 2002 samþykkti Íbúðalána- sjóður skuldabréfaskipti í hús- bréfakerfinu vegna 709 umsókna vegna notaðs húsnæðis á sama tíma og 182 umsóknir voru afgreiddar með viðbótarláni. Hlutfallið er um 25,7% og því má reikna með að af tæplega 2ja millj- arða útgáfu húsbréfa í maí séu á bilinu 500 til 600 milljónir samhang- andi við afgreiðslu viðbótarlána. Því er ljóst að afgreiðsla viðbótarlána hefur dregið úr þeim samdrætti í út- gáfu húsbréfa sem ýmsir höfðu spáð. Á árinu 2002 er hlutfall umsókna sem afgreidd hafa verið með viðbót- arláni hins vegar tæp 28% þannig aðnokkuð hefur dregið úr afgreiðslu viðbótarlána í maí 2002 miðað við fyrri mánuði ársins. Engin sprenging í húsbréfaútgáfu! Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.