Morgunblaðið - 25.06.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 C 15HeimiliFasteignir
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur,
lögg. fasteigna- og skipasali
Ásmundur Skeggjason. lögg. fasteigna- og skipasali.
3JA HERB.
Eyrarholt Hf. Einkalóð, glæsi-
íbúð!
Vorum að fá til sölu stórglæsilega 100 fm íbúð á
jarðhæð m. sérgarði til suðurs. Húsið stendur
hátt og er því flott útsýni. 1. flokks innréttingar,
sérþvottaherb. Ekki missa af þessari! (2586)
Birkihlíð Hf. - sérgarður til suð-
urs!
Mjög góð 82 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði.
Rúmgóð svherb. og stofa, þvottaherb. í íbúð,
góð hellul. sérverönd til suðurs, stutt í skóla fyrir
börnin svo og alla þjónustu. V. 10,9 millj. (2588)
Hvammabraut Hf. - Útsýni!
Hörkugóð 3ja herb. 91 fm „penthouse“ íbúð á
tveimur hæðum. Íbúðin er mjög björt og rúm-
góð, parket og dúkar á gólfum, góð sameign.
Glæsilegt útsýni vestur yfir Hafnarfjörðinn. Íbúð-
in er laus. V. 10,7 millj. (2583)
Miðvangur Hf. Nýklætt með
áli!
Erum með á skrá stóra og rúmgóða 3-4ra herb.
rúmlega 100 fm íbúð á 1. hæð í húsi sem verið
er að klæða að utan með glæsilegri sléttri ál-
klæðningu. Kr. 0 viðhald næstu áratugina að ut-
an!? Góð kaup! V 11,9 millj. (2506)
4-6 HERB.
Suðurbraut Hf. - Flott íbúð!
Falleg 101 fm íbúð í glæsilegu fjölbýli á gamla
holtinu í Hafnarfirði. Þrjú rúmgóð svefnherb.,
björt og stór stofa. Þvottahús í íbúð. Gott útsýni.
Þú gætir misst af þessari nema þú bjallir í okkur
strax!! V. 11,9 millj. (2582)
Hrísmóar Gbæ.
Falleg 4ra herbergja rúmlega 100 fm íbúð á
tveimur hæðum við Garðatorg. Sérinngangur af
svölum. Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu.
Verð 13,5 millj. (2461)
Guðjón Guðmundsson,
viðskiptafræðingur,
sölustjóri.
Guðmundur Karlsson,
sölumaður.
Þórey Thorlacius,
skjalavarsla.
Hafnarfjörður
SUMARHÚS
Sumarhús Borgarfirði - Heils-
árshús!
Þau gerast ekki glæsilegri sumarhúsin heldur en
þessi! - Rétt við Munaðarnes á friðsælum frá-
bærum stað. 4 svefnherb., 1. flokks innréttingar,
stór lóð, stór verönd. Einstaklega vandað hús!
Talaðu við Guðjón á Höfða.
NÝBYGGINGAR
Svöluás Hf. - Glæsilegt parhús -
Útsýni!
Parhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í
Áslandinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vest-
ur yfir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinn-
ar, fjögur rúmgóð svefnherb. og tvær stórar stof-
ur, svalir á efri hæð og gengt út á verönd frá
borðst. á j.hæð. Hafðu samb. sem fyrst! (2054)
Erluás Hf. - Ekki missa af þess-
ari!
Frábært 191 fm endaraðhús í 3ja raðhúsalengju á
góðum útsýnisstað í Áslandi. Húsið er á 2 hæðum
og er gott útsýni af efri hæðinni. Tilbúið til
afhendingar fjótlega fokhelt að innan, fullbúið að
utan. V. 13,4 millj.
Vogar Vatnsleysuströnd
Parhús á einni hæð m. skúr. V. 8,9 millj.
Kríuás Hf.- Afh. fulleinangruð!
Falleg 240 fm miðraðhús á 2. hæðum í fjögurra
raðhúsalengju, innst í efsta botnlanganum í Kríu-
ásnum í Hafnarf. V. 13,3 millj.
Þrastarás Hf.
Raðhús á flottum ÚTSÝNISSTAÐ á besta stað í Ás-
landinu í Hafnarfirði. Útsýni frá efri hæð vestur yf-
ir Hafnarfjörð og norður til höfuðborgarinnar.
Erluás Hf.
Sérlega glæsilegt einbýlishús á einni hæð á góð-
um stað í vesturhlíðinni í Áslandinu. (2433)
Svöluás Hf.
Fallegt 208 fm parhús á tveimur hæðum á góðum
stað í Áslandinu í Hf. V. 13,7 millj. (2420)
Kríuás Hf.
Fallegt 218 fm miðjuraðhús á tveimur hæðum,
þ.a. 36,5 fm bílskúr, í fjögurra raðhúsalengju efst í
botnlanga. V. 12,8 millj.
K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s
Bæjarhraun 22
Fax 565 8013 Sími 565 8000
Opið kl. 9-17 virka daga www.hofdi.is
Fyrir fólk í Firðinum
Álfholt Hf.
Rúmgóð og vel skipulögð 100 fm íbúð á 3. hæð.
Útsýni. Íbúðin er laus. V. 11,6 millj. (2459)
SÉRHÆÐ
Borgarás Gbæ. - Sérinngangur!
- Laus!
Hörkugóð efri sérhæð með sérinngangi í Ása-
hverfinu í Garðabænum. Þrjú svefnherb. og tvær
stofur. Útsýni og stór og góð lóð til suðurs.
Laus! V. 11,5 millj. (1298)
EINBÝLI
Súlunes Gbæ - Sérlega vandað
hús!
Fallegt og vandað einbýlishús á góðum stað.
Stórar stofur, sjónvarpshol og þrjú svefn-
herbergi. Merbau parket og flísar á gólfum, stórt
eldhús, nýtt baðherbergi. Sólpallar sitt hvoru
megin við húsið. Hús sem er vert að skoða! Verð
29,9 millj. (2434)
Draumahæð Gbæ-Glæsieign!
Glæsilegt 150 fm raðhús með innb. bílskúr á vinsælum stað. Jatoba parket á
gólfum, mahóni hurðir og innréttingar. Flísalagt baðherb. með hornbaðkari
og sturtu. Hátt til lofts að hluta í íbúð. Kíktu á þessa! (2409)
Skráðu íbúðina hjá okkur þér að kostnaðarlausu
mikil eftirspurn - mikil sala!
ÁÐUR fyrr gengu púkarljósum logum í öllumprentsmiðjum, illgjarnirskrattar sem kallaðir voru
prentvillupúkar. Þessir skratta-
kollar eiga ekki eins hægt um vik og
áður, tölvutæknin ætti að gera þeim
erfitt fyrir. En þeir eru ótrúlega líf-
seigir, þótt efni sé sent rafrænt og
ekki ætti nokkur hönd eða hugur að
komast til að breyta texta eða orð-
um gerist það samt af og til.
Í síðasta pistli var þessi undirfyr-
irsögn „Hvaða snjóbræðslurör?“ og
síðan var lagt út af því, en einhvers-
staðar á leiðinni frá tölvu pistilhöf-
undar og inn á síður Morgunblaðs-
ins tókst einhverjum púkanum að
breyta þessum tveimur orðum í
„Hvaða snjóbræðslukerfi?“
Púkinn finnst hvergi, hann situr á
einhverjum bitanum og hlær dátt og
við skulum snúa okkur að efninu.
Það er búið að velja snjó-
bræðslurörin, það var gert í síðasta
pistli, eindregið mælt með polyeten-
rörum sem annaðhvort eru nefnd
PEM eða PE-RT.
Undirlagið
Það er sama hvort leggja skal
snjóbræðslukerfi undir hellur, mal-
bik eða steypu, það á aldrei að
leggja sandlag undir rörin, en því
miður sjást slík fyrirmæli oft frá
virtum hönnuðum. Undirlagið á að
vera slétt og vel þjappað úr „sta-
bílu“ efni, engan lausan sand. Þetta
undirlag þarf að vanda, þjappa það
vel og umfram allt að hæðin sé rétt.
Þannig verða snjóbræðslurörin
hvarvetna á sama dýpi og bræðslan
jöfn.
Ef lagður er laus sandur, sem
ekki er hægt að þjappa, segjum 5
cm sandlag, er engin leið að tryggja
að rörin verði hvarvetna á sama
dýpi.
Tengingar innanhúss
Ekki nota varmaskipti (forhitara)
nema í ítrustu neyð. Sú neyð kemur
aðeins upp ef snjóbræðslukerfið er
innsteypt í plötu eða tröppum. Ef í
slíkum rörum frýs er voðinn vís. Þá
hefur vatnið enga möguleika til
þenslu, sprengir steypuna og rörin
eyðileggjast.
Í slíkum tilfellum er ekki hægt að
komast hjá því að nota varmaskipti
og hafa frostlagarblöndu á snjó-
bræðslukerfinu.
Það fylgir því margvíslegt óhag-
ræði að nota varmaskipti og frost-
lög. Í fyrsta lagi eykur það kostnað
og í öðru lagi gerir það snjóbræðslu-
kerfið miklu erfiðara og viðkvæmara
í rekstri.
Svo mikið lán sem jarðhitinn er
fylgja honum ýmsir agnúar svo sem
útfellingar ýmiss konar efna sem
setjast í kerfi og lagnahluta. Ekkert
tæki er eins viðkvæmt fyrir útfell-
ingum eins og varmaskiptir með sín-
ar þröngu vatnsrásir, sem engin leið
er að komast að því núverandi
varmaskiptar eru heillóðaðir; þá er
ekki hægt að taka í sundur.
Það er veruleg óhagkvæmni að
því að neyðast til að nota varma-
skipti vegna þess að í snjó-
bræðslukerfi, sem er að mestu undir
hellum, eru einnig tröppur með
innsteypum rörum.
Rör-í-rör kerfi í tröppur
Það sem vantar er að rör í tröpp-
um hafi þenslumöguleika ef í þeim
frýs og það er hægt að gera og hefur
verið gert með ágætum árangri.
Snjóbræðslurör, sem eru 25 mm
að þvermáli, eru þá dregin í bárað
rör, barka, sem er 35 mm að þver-
máli, síðan er þessi barki með
ídregnum snjóbræðslurörum lagður
í tröppurnar eftir þeim lögmálum
sem þar gilda og eru mjög mikilvæg.
Margir fróðir menn hafa haft
vantrú á að þetta geti gengið en
reynslan sýnir annað, sýnir jafnvel
betri bræðslu en ef rörin eru lögð
beint í steypuna. Á því eru einfaldar
skýringar sem ekki er rúm til að
rekja hér.
Þessi útfærsla á snjóbræðslulögn
í tröppur sparar einnig mikla fjár-
muni og gerir snjóbræðslukerfið
miklu öruggara í rekstri, þökk sé því
að hægt er að losna við varmaskipti,
frostlög og annað sem því fylgir.
Skoða þarf hverja tengingu
fyrir sig
Það einfaldasta er oftast það
besta, það er fyrsta reglan. En það
verður að skoða hverja tengingu
fyrir sig; hvað er húsið stórt, hvað
gefur það mikið afrennslisvatn, hvað
er snjóbræðslukerfið stórt, nægir
afrennslisvatnið eingöngu eða þarf
beint rennsli til að bæta við þegar
þörfin er mest.
Þetta innbyrðishlutfall getur ver-
ið þannig að rétt sé að setja dælu á
snjóbræðslukerfið til að beina inn-
spýtingin og afrennslisvatnið bland-
ist betur saman og bræðsla verði
jafnari á svæðinu.
Þess vegna á það að vera regla að
þegar lagt er snjóbræðslukerfi (þá
er auðvitað verið að meina hin minni
kerfi), á að gera sér grein fyrir kerf-
inu í heild, ekki aðeins fleygja niður
einhverjum metrafjölda af rörum og
vona að svo komi einhver með viti að
málinu og hnýti alla lausa enda.
Svolítið meira um snjóbræðslukerfi
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is
Einföld tenging snjóbræðslukerfis.