Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 12
12 C ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mánud.–föstud. frá kl. 9–18 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 4-7 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 5 herb. - Bíl- skúr Björt og skemmtileg 150 fm íbúð á fjórðu hæð. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Rjúpufell - 4ra herb. Góð íbúð í nýlega álklæddu húsi með yfirbyggðum svölum, nýtt parket og nýleg eldhúsinn- rétting. Góð kaup. Verð 10,9 millj. Póstnr. 111 Nýbýlavegur Glæsileg 3ja-4ra. herb. íbúð. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. Stórt baðherb. með hornkeri. Fallegt eldhús með vönduðum tækjum. Laus fljótlega. Verð 13,5 millj. Póstnr. 200 2ja - 3ja. herbergja Bergþórugata - Miðbær Snyrtileg 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð 8,3 millj. Póstnr. 101 Bergþórugata - Góð íbúð. Vorum að fá á sölu snyrtilega og ný- stands. 3ja herb. íbúð. Góðar innréttingar og gólfefni. Verð 11,6 millj. Póstnr. 101 Kirkjusandur - lyftuhús - bíl- geymsla. Vorum að fá á sölu 3ja herb. íbúð á jarðhæð á þessum skemmti- lega stað. Laus fljótlega. Póstnr. 105 Meistaravellir - Vel staðsett. Mjög hugguleg og snyrtileg 2ja herb. íbúð. Verð 7,7 millj. Laus strax. Póstnr. 107 Til sölu vandaðar og rúmgóðar 3ja og 4ra herb. íbúðir í 10 og 12 hæða álklæddum lyftuhúsum. Mjög fallegt útsýni. Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upp- lýsingar hjá sölumönnum. Til afhendingar nú þegar. Ársalir 1-3 - Glæsileg álklædd lyftuhúsEinbýli-, par- og raðhús Sogavegur - Einbýlishús - 5 herb. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris. Verð 15,5 millj. Póstnr. 108 Strýtusel - einbýlishús. Eru með í sölu ca 180 fm einbýlishús á einni hæð. Arinn. Húsið er staðsett í lokaðri götu. Rúmgóður bílskúr Verð 21,9 millj. Póstnr. 109 Brúnastekkur - einbýlishús - arinn. Erum með í sölu ca 200 fm ein- býlishús á rólegum og góðum stað. Glæsilegt eldhús, nýlegt parket á öllu. Góður bílskúr. Sólpallur. Verð 23 millj. Póstnr. 109 Tungubakki - Raðhús. Ákaflega vel viðhaldið raðhús á góðum stað í Bökk- unum. Innbyggður bílskúr. 3 svefnh. stór stofa og sjónvarpsh. Verð 18,9 millj. Póstnr. 109 Melbær - raðhús - bílskúr. Gott raðhús á tveimur hæðum ásamt aukaíbúð í kjallara. Suðurgarður - heitur pottur. Póstnr. 110 Vesturberg - Einbýli - At- vinnutækifæri. Mjög gott pallabyggt einbýlishús með 30 fm bílskúr. Hentugt til að leigja út að hluta. Einnig er hægt að hafa séríbúð í kjallara. Gott útsýni yfir bæ- inn. Miklir möguleikar. Póstnr. 111 Vesturberg. Gott endaraðhús 254 fm á tveimur hæðum með aukaíbúð. Verð 18,5 millj. Póstnr. 111 Funafold - Einbýli m. tvöföld- um bílskúr. 300 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Vandaðar beykiinnr. og gólfefni. Fullfrágenginn garður og sól- verönd. Póstnr. 112 Hrauntunga - Raðhús með aukaíbúð. Gott tveggja hæða raðhús á þessum vinsæla stað í Kópavogi með innb. bílskúr. Stórar stofur, 3 svefnh. og ca 40 fm flísalagðar svalir. Hús í góðu ástandi utan sem innan. Ágæt aukaíbúð á jarðhæð. Verð 22,5 millj. Póstnr. 200 Birkihvammur - einbýlishús - bílskúr. Mjög gott pallabyggt einbýlis- hús á góðum stað. Fallega gróinn garður. Póstnr. 200 Bergstaðastræti - Nýtt Fjallalind - Raðhús. Mjög gott raðhús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Þetta er góð eign á vinsælum stað. Póstnr. 201 Hæðir og sérhæðir Melabraut - Efri sérhæð - Bílskúr. Vorum að fá á sölu skemmti- lega íbúð með frábæru útsýni. Verð 18,5 millj. Póstnr. 170 Til sölu nokkrar nýjar 2ja-4ra herb. íbúðir á besta stað í miðbæ Reykja- víkur. Íbúðirnar verða afhentar full- búnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign verður frágengin. Möguleiki á viðbótarláni frá byggingaraðila á eftir húsbréfum. Til afhendingar í september 2002. Dvergabakki - 2ja herbergja - aukaherbergi. Húsið er allt ný- standsett að utan. Sameign í mjög góðu standi og snyrtileg. Verð 7,9 millj. Póstnr. 109 Gyðufell. Skemmtileg 2ja herb. íbúð á 2. hæð með yfirbyggðum svölum í við- haldsfríu húsi. Verð 8,5 millj. Póstnr. 111 Breiðavík - 3ja herb. Sem ný og falleg 3ja herb. íbúð á vinsælum stað í Grafarvogi. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. Stæði í opinni bílageymslu. Póstnr. 112 Barðastaðir - 3ja herb. Lyftu- hús Glæsileg íbúð sem ný. Vandaðar maghóny- innréttingar. Korkur á allri íbúð- inni. Suður-svalir. Póstnr. 112 Ársalir - 3ja herb. Rúmgóð 100 fm íbúð í nýju álklæddu lyftuhúsi. Sérsmíð- aðar innréttingar frá Brúnási, flísalagt bað- herbergi og vönduð tæki. Til afhendingar nú þegar. Verð 12,950 Póstnr.201 Garðatorg 7 - Lyfta - Sérinn- gangur. Glæsileg 3ja herb. íbúð á besta stað í Garðabæ. Verslanakjarni er við hliðina með alla þjónustu. Póstnr. 210 ELDRI BORGARAR Árskógar - 2ja. Erum með í sölu fal- lega 2ja herbergja íbúð á 9. hæð. Glæsi- legt útsýni. Stæði í bílageymslu. Hægt er að selja íbúð með eða án bílgeymslu Margvísleg þjónusta í húsinu. Húsvörður og öryggishnappur Póstnr. 109 Sumarbústaður Sumarbústaður Til sölu nýlegur A- bústaður á góðum stað í Eilífsdal í Kjós rúmlega 7.000 fm lóð. Bústaðurinn er ekki full kláraður. Nánari upplýsingar hjá sölu- mönnum Fjárfestingar. Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús/ein- býli Til afhendingar þegar. Skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bílskúr. Húsin standa á útsýnisstað og afhendast tilbúinn til innréttinga. Fullfrágengið að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu. Verð frá kr. 19.2 millj. Póstnr.113 Ólafsgeisli - Raðhús með út- sýni.Fyrir ofan Gólfskálann. Skemmti- lega hönnuð rúmlega 200 fm raðhús á tveimur hæðum og innbyggðum bílskúr. Afhendist tilbúið til innréttinga og frágeng- ið að utan með grófjafnaðri lóð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu. AÐEINS TVÖ HÚS EFTIR. Verð 19,9 millj. Póstnr.113 Kaupandi á alltaf að gæta sín Það er ævagömul regla í kauparétti, að á kaupanda hvíli sérstök aðgæzluskylda og hann verði sjálfur að gæta hagsmuna sinna. Þetta er reglan um caveat emptor. Seljandi hefur vissulega skyldur líka, t.d. upplýsingaskyldu og skyldu til þess að hafa þær upplýsingar, sem hann veitir, réttar. Á síðustu áratugum, reyndar allt frá því fyrir miðja síðustu öld, hef- ur fjöldi mála vegna meintra galla í fasteignum komið til kasta dómstóla. Þessi málaflokkur hefur verið fyrirferðarmikill í dómasafni Hæstaréttar og skipta dómarnir mörgum hundruðum á síðustu 50 árum eða svo. Þessi málarekstur er mjög kostnaðarsamur fyrir báða málsaðilja, kaupanda og seljanda og þeg- ar upp er staðið er afraksturinn oftast lítill, líka hjá þeim sem telst hafa unnið málið. Oft hefur verið á það bent, að gallahugtakið eins og það hefur verið skýrt af dómstólum í fast- eignakaupum væri of kaupendavænt og það leiddi til þess að væntingar kaupenda til ástands fasteigna, jafnvel gamalla eigna, væru óraunhæfar. Slíkar væntingar hafa ósjaldan verið tilefni deilna og málaferla. Ný lög, nýjar áherzlur Í nýjum lögum um fasteignakaup, sem tóku gildi 1. júní s.l., er leitazt við að skipa reglum svo, að slíkum málum fækki, a.m.k. þegar litið er til lengri tíma. Það er gert með því að þrengja kosti kaupanda við mat á því hvað sé galli og hve- nær hann eigi að hafa uppi kröfu vegna galla og annarra vanefnda. Í ýmsum öðrum efnum er staða kaupanda þó styrkt verulega frá því sem var, miðað við eldri regl- ur. Það felst einkum í því, að skil- yrði kaupanda til skaðabóta eru rýmkuð, þegar um raunveruleg- an galla eða afhendingardrátt er að ræða, auk þess sem settar eru sérstakar reglur um heimildir hans til að hafa uppi kröfur á hendur fyrri eigendum. Í þessari grein verður farið lauslega yfir þau atriði, sem þrengja kosti kaupanda í fasteignakaupum samkvæmt hin- um nýjum lögum, en einnig yfir þau atriði sem rýmka heimildir hans. Í heild er leitast við að halda jafnvægi milli hagsmuna kaupanda ann- ars vegar og seljanda hins vegar. Atriði, sem þrengja kosti kaupanda – smávægilegir ágallar Veigamesta atriðið í því sambandi er, að lög- in kveða á um, að til þess að ágalli eða van- kantar á notaðri fasteign geti talizt gallar, þurfi þeir að rýra verðmæti hennar svo nokkru varði. Í þessu felst að smávægilegir ágallar, sem hver raunsær kaupandi má gera ráð fyrir að séu á notaðri eign, teljast ekki gallar og veita því kaupanda ekki rétt til þess að krefja seljanda um skaðabætur eða afslátt. Sú und- antekning er gerð frá þessu að þetta eigi ekki við ef seljandinn hefur sýnt af sér saknæma háttsemi. Stærðarfrávik, sem ekki eru veruleg Annað atriði, sem er í þessum dúr, er, að stærðarfrávik á fast- eign, hvort heldur um fermetra- eða rúmmetramál er að ræða, teljast ekki gallar nema frávikið sé verulegt, þ.e. fasteign sé veru- lega minni en seljandi upplýsti fyrir kaup. Sem fyrr er gerð und- antekning frá þessari reglu ef seljandinn hefur sýnt af sér mikla sök (stórfellt gáleysi). Þessi efnisregla er reyndar ekki ný, því dómstólar hafa iðulega lagt slík sjónarmið til grundvall- ar í dómum sínum. Almennir fyrirvarar Þriðja atriðið, sem skiptir máli, er að ef fast- eign er seld með almennum fyrirvara, svo sem eins og þeim, að ,,eignin sé seld í því ástandi sem hún er í og kaupandi hafi kynnt sér og sættir sig við að öllu leyti“ þá hefur slíkur fyr- irvari samkvæmt lögunum meira vægi en eftir eldri reglum. Í raun var óljóst, hvað þessi fyr- irvari þýddi samkvæmt eldri reglum. Hann var þó í öllum kauptilboðs-, kaupsamnings- og afsalseyðublöðum, sem notuð hafa verið í fast- eignaviðskiptum hér á landi í mörg herrans ár. Það er óþolandi ástand að hafa svo víðtækan fyrirvara í skjölum, sem alls er óvíst hvað þýð- ir. Samkvæmt reglum hinna nýju laga hefur fyrirvarinn nú merkingu samkvæmt orðanna hljóðan, en í því felst að hann getur svipt kaup- anda rétti til þess að hafa uppi kröfur vegna galla. Frá þessu eru gerðar þrjár undantekn- ingar, þ.e. ef seljandi hefur veitt rangar upp- lýsingar um eign, hann hefur ekki fullnægt skyldu sinni til að veita þær upplýsingar, sem hann á að veita eða ástand fasteignar er til muna lakara en kaupandi hafði ástæðu til að ætla er kaupin voru gerð. Vandleg skoðun eftir afhendingu Fjórða atriðið, sem segja má að auki skyld- ur kaupanda eru fyrirmæli í lögunum um skyldu hans til þess að skoða eign vandlega þegar eftir að hann hefur fengið hana afhenta. Þessi skylda er lögð á hann vegna þess að þá eru aðstæður til skoðunar beztar, þ.e. ekkert sem hindrar vandlega skoðun hans á eigninni og mat á því hvort hún uppfylli ekki þær kröf- ur sem hann gerir. Þessi skylda dregur ekki úr aðgæzluskyldu hans fyrir kaupin m.a. til að skoða eign þegar við á. Þessi skylda er lögð á hann til þess að hann verði fyrr áskynja um hugsanlega galla og setji fyrr fram kröfur vegna þeirra. Ríkari tilkynningarskylda Fimmta atriðið er, að það eru í ýmsum ákvæðum laganna lagðar þær skyldur á kaup- anda að tilkynna svo fljótt sem kostur er um galla eða aðra meinta vanefnd seljanda og skýra frá því hvort hann ætli að bera hana fyr- ir sig eða ekki. Með þessum reglum er leitast við að þvinga kaupanda til þess að gera sem fyrst reka að því að hafa uppi kröfur í stað þess að draga það að óþörfu, e.t.v. alveg fram að endanlegu uppgjöri. Slíkt er afar óheppilegt. Skylda til að takmarka tjón sitt Loks eru í lögunum skráðar reglur um skyldu kaupanda (og seljanda) til þess að tak- Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands Kaupendur gæti sín! Viðar Már Matthíasson Breytt staða kaupanda og seljanda samkvæmt nýjum lögum um fast- eignakaup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.