Morgunblaðið - 25.06.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 C 27HeimiliFasteignir
Ístórum garði geta tröppurverið eitthvað sem setur mik-inn svip á einstaka hluta hans.Það eru til ótal útfærslur af
tröppum sem nota má til þess að
fegra garðinn og bæta aðgengi.
Þetta á sérstaklega við þar sem
hæðarmismunur er mikill. Í þessari
grein verður fjallað um tröppur í
garðinum og hvernig megi gera þær
bæði nytsamar og skemmtilegar út-
lits.
Algengast er að tröppur í görðum
séu steyptar, hlaðnar úr steyptum
einingum eða smíðaðar úr timbri.
Einnig eru til útfærslur af óform-
legri tröppum hlöðnum úr grjóti eða
steinum.
Tröppur hafa oft verið tilefni til
þess að gefa hugmyndafluginu laus-
an tauminn því útfærslumöguleik-
arnir eru ótal margir. Algengt er að
nota stórt grjót í görðum bæði sem
skraut og til þess að halda við jarð-
veg til að koma í veg fyrir að hann
skríði fram.
Ef tröppur koma á milli þessara
stóru steina geta tröppurnar minnt á
flúðir eða foss á milli steinanna. Á
öðrum stöðum geta tröppur verið
hluti af ævintýraupplifun þess sem
gengur um garðinn því þegar farið
er upp eða niður tröppur blasir við
nýtt sjónarhorn. Þannig má gefa
svæðunum fyrir ofan og neðan
tröppurnar hvorum sinn stíl.
Stærð og lögun á tröppum
Til þess að þægilegt sé að ganga
um tröppur eru flestar tröppur í
samræmdum stærðum. Venjulegar
tröppur innandyra hafa uppstig í
kringum 18 cm og framstigið um 28
cm. Í garðinum er þó oft miðað við
að uppstigið sé 15 cm og innstigið
um 32 cm. Þó þetta séu hefðbundnar
stærðir og rétt sé að hafa þær til við-
miðunar er langt frá því að þessar
stærðir séu algildar.
Þar sem tilgangur trappnanna er
misjafn getur verið heppilegra að
nota óhefðbundnar stærðir. Ef halli
brekkunnar er lítill er hægt að hafa
frekar „letilegar“" tröppur en með
því er átt við að auðvelt sé að ganga
upp þær. Þá gæti uppstigið td. verið
12 cm og framstigið milli 70 og 90
cm. Þannig eru tekin tvö skref í
hverju þrepi og því auðvelt að ganga
um tröppurnar. Slíkar tröppur er
einnig hættuminni.
Þess ber þó að geta að uppstig
þrepa má ekki verða minna en 10 cm
þar sem hætta er á að dottið sé um
þær. Einnig getur verið varasamt að
hafa bara eitt þrep af sömu ástæðu.
Það sem ber þó helst að varast er að
nota misháar og mislangar tröppur í
sama stiganum en auðvelt er að mis-
stíga sig í slíkum tröppum.
Steyptar tröppur
Ef umhverfi hússins er hannað
um leið og húsið getur verið hag-
kvæmt að steypa tröppurnar um leið
og húsið. Í slíku tilfelli er líka auð-
velt að koma fyrir hitalögn í þrepin
en það á sérstaklega við um tröppur
sem nota á allan ársins hring.
Flísalögn utandyra er yfirleitt
mjög falleg en hún býður upp á að
tengja saman úti og inni. Þetta er
meðal annars hægt að gera með því
að nota flísar í tröppurnar upp að
húsinu og í pall fyrir framan að-
aldyrnar, í anddyrið og jafnvel
áfram inn á gang eða inn í stofu.
Það eru til margar tegundir af
steyptum kantsteinum, tröppu-
steinum og sérmótuðum þrepein-
ingum en slíkar einingar má fá hjá
þeim aðilum sem framleiða og selja
hellur og innkeyrslusteina.
Þegar slíkar tröppur eru hlaðnar
skiptir máli að undirlag þrepanna sé
vel þjöppuð ófrostvirk grús þannig
að þrepin aflagist ekki með tím-
anum. Flestir kantsteinarnir eru
einnig þannig að það borgar sig að
steypa á bak við þá.
Ef kantsteinar eru notaðir í
tröppunefið þá eru yfirleitt hafðar
steyptar hellur eða möl í innstiginu.
Í stað kantsteinanna má einnig nota
timburbjálka en þá skiptir máli að
nota timbur sem er slitsterkt. Ef
notað er óheflað timbur er það ekki
jafn sleipt í bleytu og það hrindir
einnig betur frá sér vatni.
Tröppur sem hluti
af dvalarsvæði
Ef hæðarmismunur er í trépalli þá
eru ýmsir útfærslumöguleikar á
þrepunum milli einstakra svæða.
Þar sem tröppur snúa mót suðri
geta þær verið upplagðar til þess að
tylla sér á og einnig getur þetta ver-
ið upplagt svæði fyrir börnin að leika
sér með dúkkur, bíla og önnur leik-
föng.
Ef um fáar tröppur er að ræða þá
getur verið sniðugt að miða uppstig
og framstig við að gott sé að setjast í
tröppurnar. Slíkar tröppur hafa þá
lengra framstig og hærra uppstig,
en 50 cm framstig og 25 cm uppstig
býður upp á að hægt sé að setja litl-
ar dýnur til að setjast á í þrepin. Slík
þrep ættu þó ekki að vera fleiri en
fjögur til að koma í veg fyrir óþarfa
fallhættu.
Hvíldarpallar í
löngum tröppum
Ef þrep fara upp um meira en 150
cm hæð þá er ráðlegt að vera með
hvíldarpalla með jöfnu millibili en
þeir eru þrep með lengra innstigi en
önnur þrep í tröppunum. Þetta er
gert bæði til þess að þeir sem erfitt
eiga með gang geti hvílt sig á leið-
inni og til að minnka slysahættu.
Að lokum þarf að skoða vel hvort
þörf sé á handriði en það getur verið
breytilegt eftir aðstæðum á hverjum
stað. Handrið geta sett mikinn svip á
hús og garð og hjálpað til við að
skapa samræmda heildarmynd.
Til eru ótal útfærslur af tröppum til þess að fegra garðinn.
Ef tröppur koma á milli stórra steina geta þær minnt á flúðir eða foss á milli steinanna.
Gróður og garðar
eftir Björn Jóhannsson
landslagsarkitekt/landslags-
arkitekt@landslagsarkitekt.is
Tröppur
í görðum