Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 C 43HeimiliFasteignir Einbýlis-, rað-, parhús GOÐATÚN - SVEITASTÍLL Vorum að fá í sölu 130 fm einbýli m. 40 fm bílskúr. Fallegur 660 fm garður. Náttúrusteinn og parket á gólfum. Nýuppgert að innan ásamt nýrri eldhús- innr., flísar á baði. Áhv. 6,6 m. V. 20,5 m. (3011) SOGAVEGUR Virkilega skemmtilegt 145 fm einbýlishús. Parket og flísar. Gott skipulag. Eign sem býður uppá mikla möguleika. 4-5 svefnh. Fallegur garður. Áhv. 4,8 m. V. 15,5 m. (3381) 5-7 herb. og sérh. BREKKULAND - MOS. Góð 5 her- bergja 122,5 fm efri sérhæð á góðum stað í Mos- fellsbæ. 3 svefnherbergi. Nýlegt eldhús. Stór garð- ur. Nýr sólpallur. V. 14,9 m. Áhv.10,5 m. (3277) GULLENGI 23 Glæsileg 87,5 fm þriggja herbergja jarðhæð. Björt og góð stofa. Mjög rúm- gott hjónaherbergi. Sérgarður. Sameiginlegur bíl- skúr til þrifa. V. 11,9 m. Áhv. 7,5 m. (2384) GRETTISGATA Nýk. á sölu 117 fm 5 herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. 3-4 svefn- herbergi. Stór stofa, eldhús með nýlegri innrétt., baðherb. með sturtu. Gestasalerni. Stutt í alla þjónustu. Hús nýlega múrviðgert og nýlegt þak. Áhv. 6,6 millj. V. 12,8 millj. (3338) 4 herbergja LANGHOLTSVEGUR Glæsileg 105,7 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi á þessum frá- bæra stað. Algjörlega endurnýjuð, nýjar lagnir, raf- magn, innréttingar, gluggar, gólfefni o.s.frv. V. 14,9 m. Áhv. 7,4 m. (3395) FANNBORG Falleg 4ra herb. 96,5 fm íbúð á 4. hæð í litlu, ný- viðgerðu fjölbýli. Stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni. Sam. bílskýli. Stutt í alla þjónustu. V. 11,9 m. Áhv. 6,8 m. (3006) VEGHÚS Falleg 4ra herb. 107 fm íbúð ásamt 13,5 fm geymslu. Glæsilegt útsýni. Þrjú svefnherbergi. Stór stofa með mikilli lofthæð. Suð- ursvalir. V. 14,2 m. Áhv. 6,1 m. í bygg.sj. (3391) RAUÐALÆKUR Vorum að fá 124 fm íbúð á efstu hæð í litlu fjöl- býli. 3 góð svefnherbergi. Tvær samliggjandi stof- ur. Hátt til lofts. Rúmgott eldhús. Þvottah. innan íbúðar. Góðar suðursvalir. Áhv. 3,9 m. V. 15,9 m. (3020) REYKJAHLÍÐ Glæsil. endurn. ca 135 fm 4ra herb. íbúð á jarðh. í Hlíðunum. Stór parketlögð stofa. Glæsil. eldhús með nýrri innr. og tækjum. V. 14,9 m. (3326) SÓLVALLAGATA Vorum að fá góða 79 fm 3ja herb. íbúð á jarðh. Sérinng. 2 góð svefn- herbergi. Eldhús með ágætri innréttingu. 2 sam- liggjandi stofur. Áhv. 4,2 m. V. 9,9 m. (3307) SUÐURHÓLAR 8 Vorum að fá mjög góða 4ra herbergja 105 fm íbúð á 1. hæð. Þrjú rúmgóð herbergi. Parket á gólfi. Flísalagt baðherb. Nýl. stands. blokk að utan. V. 11,8 m. (3460) BERGSTAÐASTRÆTI Mjög góð 4 herb. 102 fm íbúð á jarðhæð í Þingholtunum. Flís- ar og nýlegur linoleum-dúkur á gólfum. Íbúð sem býður uppá mikla möguleika. Íbúð sem þarfnast smá lagfæringar. V. 10,9 m. (2925) KÓNGSBAKKI Vorum að fá í einkasölu virkilega góða 4ra herb. 104,4 fm íbúð á 3. hæð. Parket og flísar. Skemmtilegt skipulag. Frábær að- staða fyrir börn. Áhv. 3,0 m. V. 10,9 m. (3372) 3 herbergja HRAUNBÆR Til sölu 85,5 fm íb. á 2. h. í klæddu fjölb. Nýl. beyki- innr. í eldh. Þv.hús innaf eldhúsi. Suðursvalir. LAUS FLJÓTL. V. 10,6 m. Áhv. 3,5 m. (3396) KLEIFARSEL Skemmtileg og björt íbúð á 2. hæð, 84,1 fm. Parket á gólfum, flísalagt baðherb., 2 svefnh., stór stofa, eldhús og borðkrókur, stór geymsla. Laus strax. Áhv. 6,6 m. V. 10,9 m. (3019) FLÉTTURIMI - LAUS STRAX Afar skemmtileg 91 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt sérmerktu stæði í bílageymslu. Sérþvottahús innan íb. Hvít eldh.innrétting. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf m. baðkari. Nýmáluð blokk. Áhv. 6,8 m. V. 11,7 m. (3386) GULLENGI - M. BÍLSKÚR Afar falleg 92 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt 23 fm bílskúr. Mahóní-parket og hurðir, vandaðar innrétt- ingar. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Suðursvalir. ÍBÚÐIN GETUR VERIÐ LAUS STRAX. V. 12,6 m. (3002) GULLENGI - M. SÉRINNGANGI Mjög góð 85 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð með sérinn- gangi og sérmerktu bílastæði. Linoleum-dúkur og flísar á gólfum. Hvítar innréttingar. Stórt leiksvæði í bakgarði. Sérþvottahús innan íb. Áhv. 6,7 m. V. 10,8 m. (3387) LAUFENGI - M. SÉRINNGANGI 75 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð með sérinngangi á góð- um stað. Stutt í alla þjónustu. Linoleum-dúkur á gólfum, rúmgóðir skápar í öllum herbergjum. Falleg eldhúsinnrétting. Áhv. 7,4 m. V. 10,8 m. (3054) REYRENGI Mjög falleg 82 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Linoleum-dúkur á gólf- um og góðar innréttingar. Góð hvít eldhúsinnrétt- ing. Austursvalir. Mjög skemmtileg og vel skipulögð eign. V. 11,6 m. (3058) VALLARHÚS Sérinngangur, sérgarður, 1. hæð í 2 hæða fjölbýli, 68,2 fm, 2-3 herb., snyrtileg íbúð. Var áður 2 herb. Geymsla og þvottah. innan íb. V. 9,2 m. (3017) RÓSARIMI Falleg 72,2 fm íb. með 22,8 fm bílskúr í 2. h. í fjölb. Eldh. og stofa opið, rými bjart og rúmgott. Fjölskylduvænt umhverfi, stutt í þjón- ustu og skóla. V. 11,9 m. (3016) DYNGJUVEGUR Vorum að fá góða 93 fm 3ja herb. íbúð með sérinngangi á jarðhæð. 2 rúmgóð svefnh. og stór stofa. Parketlagt eldhús. Íbúð með mikla möguleika. Stór suðurgarður. V. 11,6 m. (3371) LJÓSAVÍK Rúmg. 3ja herb. íb. á 3ju hæð í litlu fjölb. 2 herb., glæsil. beykiinnr. Glæsil. útsýni. Þvottaherbergi í íbúð. Áhv. 7 m. V. 12,8 m. (3456) RAUÐÁS Vorum að fá mjög glæsilega 3ja herbergja 80 fm íbúð á 2. hæð. 2 góð svefnher- bergi. Svalir í 2 áttir. Parket á gólfum. Rúmgott baðherbergi, tengi f. þvottav. Áhv. 7,3 m. V. 11,5 m. (3383) TRÖLLABORGIR Glæsil. jarðh. ca 100 fm með sérinng. Tvö svefnherb., stórt sjónvarps- herb., rúmg. baðherb. og stór stofa og borðstofa, útgengt í garð. Rúmg. eldhús. Tvö bílst. V. 14,8 m. (3320) UGLUHÓLAR - LAUS STRAX Mjög góð 3ja herb. 65 fm íbúð á jarðhæð. 2 góð herb. Stór stofa, útgengt í garð. Parket á gólfi. Mikið endurnýjuð. Íbúðin er laus strax. Áhv. ca 6 m. V. 8,9 m. (3374) BARÓNSSTÍGUR Vorum að fá í einka- sölu virkilega góða 2-3ja herb. 82,9 fm íbúð á 3. hæð. Góðar innréttingar. Parket og flísar. Eign í mjög góðu ástandi. V. 10,5 m. (3382) BERJARIMI Vorum að fá í sölu virkilega góða 3ja herb. 86,1 fm íbúð á 3. hæð ásamt bílskýli. Parket og flísar. Góðar innréttingar. Skemmtilegt skipulag. V. 11,9 m. (3001) TORFUFELL Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. 79,8 fm íbúð á 3. hæð. Gott skipulag. Dúkur og flísar. Eign í góðu ástandi. V. 8,7 m. (3373) 2 herbergja LANGHOLTSVEGUR Glæsileg 54,4 fm íb. á jarðh. auk 6 fm geymslu, samtals 60,4 fm í 4ra íbúða húsi með sérinngangi. Allt nýtt innan stokks og hús nýtekið í gegn að ut- an. V. 9,3 m. Áhv. húsbr. 5,1 m. (3007) DVERGABAKKI Virkilega glæsileg 2ja herb. 49 fm íbúð á 1. hæð, 8,4 fm aukaherbergi í kj. auk 5,5 fm geymslu. Nýlegt merbau-parket og flísar. Húsið er allt nýstandsett að utan. V. 7,9 m. LAUS. (3393) ENGJASEL Mjög góð 47 fm 2-3ja herb. íb. á jarðhæð í góðu fjölbýli. Parket á gólfum, ágætar innréttingar. Gott barnvænt umhverfi. Áhv. 5 m. V. 7,8 m. (3388) VEGHÚS 2-3ja herb. íb. á 2. hæð í nýmál- aðri lyftublokk. Linoleum-dúkur á gólfum. Bað- herb. með baðkari og tengi f. þvottavél. Vest- ursvalir með góðu útsýni. V. 9,7 m. (3059) AUSTURBERG - 2-3 HERB. Sérinng. Nýuppg. 74,6 fm íb. 3. h. Rúmg. eldh. m. nýrri innr. Rúmg. stofa. Suðursvalir. Rúmg. herb. m. skápum auk leikherb. V. 9,5 m. HAGAMELUR Mjög góð 70 fm 2ja her- bergja kjallaraíbúð. Stórt svefnherbergi með renni- hurð í stóra stofu. Rúmg. baðherbergi. Parket á gólfi. Áhv. V. 9,9 m. (3308) SNORRABRAUT Bráðfalleg 54 fm íb. á 2. h. í snyrtil. fjölb. Stofa og svefnh. með spóna- parketi á gólfi. Baðh. með sturtu og nýl. tækjum. Áhv. 3,3. m. byggingasj. V. 7,5 m. (2185) ÁSVALLAGATA Vorum að fá í sölu góða 44,5 fm íbúð á 1. hæð ásamt góðu herb. í kjallara. Parket og flísar. Eign í mjög góðu ástandi bæði að innan sem utan. Áhv. 3,2 m. byggsj. V. 8,5 m. (3039) Ýmislegt KRINGLAN - VEITINGA- STAÐUR Vorum að fá góðan skyndibita- stað til sölu. Góðir tekjumöguleikar. Vinsæll stað- ur. Góð langtímalán. V. 8,5 m. Í smíðum JÓRSALIR Vorum að fá 198 fm einbýlis- hús ásamt 57 fm tvöf. bílskúr. 3 góð svefnher- bergi. 44 fm stofa og borðstofa. 24 fm turnher- bergi. Fullb. að utan. Fokhelt að innan. Góð stað- setning. V. 21,9 m. (3497) TUNGUÁS Vel hannað 162 fm einbýlishús ásamt 39 fm innb. bílskúr. Möguleiki á 2 auka- íbúðum á neðri hæð. Afhendist fullbúið að utan og rúmlega fokhelt að innan. Glæsilegt útsýni. Teikningar hjá Eignavali. V. 20 m. (3212) KRÍUÁS - HAFNARF. Nýk. á sölu tveggja h. raðh. ca 200 fm ásamt 28 fm bílsk. Húsið skilast rúmlega fokhelt með grófjafnaðri lóð. V. 13,9 m. (2743) Landið NJÁLSGERÐI - HVOLSVELLI Einlyft 133 fm einbýlishús ásamt 80 fm bílsúr. 4 góð svefnherbergi, fataherbergi. Eldhús með ný- legri eikarinnr., trespo-park. á gólfum. Fallega gróinn garður, sólpallur. V. 14,9 m. (450) Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Sveinn Óskar Sigurðsson lögg. fasteignasali Þórarinn Thorarensen sölustjóri Bjarni Ólafsson sölumaður Halldór Gunnlaugsson sölumaður Kristbjörn Sigurðsson sölumaður Svanhvít Sunna Erlendsdóttir þjónustufulltrúi ALLIR eigendur í fjöleign-arhúsum eiga óskoraðanrétt á að eiga og takaþátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina, bæði innan húss og utan og um sameiginleg málefni, sem snerta hana, beint og óbeint. Á þetta m.a. við um fyr- irkomulag, útlit, breytingar, hvers kyns framkvæmdir, endurbætur, rekstur, viðhald og um hagnýtingu sameignar. Til smávægilegra breytinga, endurnýjana og framkvæmda nægir alltaf samþykki einfalds meirihluta miðað við eignarhluta í húsi. Sé hins vegar um að ræða byggingu, endurbætur eða fram- kvæmdir á sameign, t.d. garði og bílaplani, sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi, verður ekki ráðist í hana nema allir eigendur sam- þykki ef um er að ræða verulega breytingu á sameign, þar á meðal útliti og heildarsvip húss. Ef um er að ræða breytingar sem ekki teljast verulegar þarf samþykki 2/3 hluta eigenda bæði miðað við fjölda og hlutfallstölur. Deilt um smíði sólpalls Sem dæmi um verulegar breyt- ingar á sameign mætti benda á niðurstöðu kærunefndar fjöleign- arhúsamála í máli þar sem deilt var um byggingu sólpalls. Nefndin taldi að ákvörðun um að byggja sólpall á sameiginlegri lóð hefði þurft að taka á löglega boðuðum húsfundi og með hliðsjón af útliti sólpallsins, stærðar hans og gerð- ar svo og stærð lóðar taldi nefndin að um væri að ræða verulega breytingu á sameign og að sam- þykki allra hefði þurft til að reisa pallinn. Kærunefndin komst þann- ig að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið tekin lögleg ákvörðun um sólpallinn og því var aðilum gert að fjarlægja hann. Þrátt fyrir að sú meginregla gildi að allar ákvarðanir verði að taka á húsfundi varðandi fram- kvæmdir á lóð þá getur húsfélag í vissum tilvikum tekið ákvarðanir í umboði íbúðareigenda sem eru bindandi fyrir þá. Þessi tilvik sem um ræðir lúta að venjulegum rekstri og hagsmunagæslu vegna umhirðu lóðar. Kærunefnd fjöleignarhúsamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að niðurfelling trjáa á sameig- inlegri lóð sé eiganda óheimil án samþykkis sameigenda. Hins veg- ar taldi nefndin að hefðbundnar garðframkvæmdir eins og t.d. garðsláttur, snyrting og klipping trjáa, þrif á lóð og önnur samsvar- andi verkefni séu heimil hverjum og einum eiganda án þess að hald- inn sé sérstakur húsfundur til að afla samþykkis annarra eigenda. Hafi eigendur farið út í stærri framkvæmdir á lóð án þess að boðað hafi verið til fundar eru aðr- ir eigendur almennt ekki bundnir við slíka ákvörðun og geta að viss- um skilyrðum uppfylltum neitað að greiða hlutdeild í kostnaði vegna hennar og krafist þess að framkvæmdir verði stöðvaðar. Skipting kostnaðar Meginreglan er sú að sameig- inlegur kostnaður vegna lóðar- framkvæmda skiptist á eigendur eftir hlutfallstölu viðkomandi eig- enda í sameign. Það er því hlut- fallstala séreignar sem segir til um hve stóran hluta af sameiginlegum kostnaði eigandi hennar á að bera vegna framkvæmda á lóð. Frá meginreglunni eru und- antekningar og eru þær tæmandi taldar í lögunum þannig að allur kostnaður sem ekki fellur ótvírætt undir undantekningarnar skiptist eftir hlutfallstölum séreigna. Meginreglan gildir almennt um allan stofn- og viðhaldskostnað lóðar og má nefna sem dæmi girð- ingar, hellulagnir, kaup og viðhald leiktækja, kaup á trjám og plöntum og sláttuvél. Sem dæmi um kostnað sem skiptist jafnt á eigendur og er þar af leiðandi undantekning frá meg- inreglunni er allur rekstrarkostn- aður og kostnaður við umhirðu lóðar, s.s. garðsláttur, trjáúðun og trjáklippingar. Nefna má að kostnaður við gerð, viðhald og rekstur sameiginlegra óskiptra bílastæða skiptist að jöfnu. Í húsreglum skal m.a. fjallað um hvernig umhirðu lóðar skuli háttað og hverjar séu skyldur eigenda í þeim efnum. Húsreglur skulu settar í öllum fjöleignarhúsum og sú skylda hvíl- ir á stjórn húsfélags að semja og leggja fyrir húsfund til sam- þykktar reglur um hagnýtingu sameignar. Á öllum íbúum hvílir sú skylda að virða húsreglurnar. Lóðaframkvæmdir Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing Húseigenda- félagsins/huso2@islandia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.