Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 8

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Færeyskir dagar um helgina Færeyskt fjör í Ólafsvík ÓLAFSVÍK munsannarlega skrýð-ast hátíðarbúningi um næstu helgi, en þá verða haldnir þar Fær- eyskir dagar í fimmta sinn. Von er á þúsundum gesta á hátíðina, og það er ekkert smáræði að taka á móti þeim fjölda fyrir bæ eins og Ólafsvík. Morgun- blaðið ræddi við Katrínu Ríkharðsdóttur, sem er einn af forvígismönnum hátíðarinnar, af því tilefni, til að forvitnast um und- irbúninginn og sögu dag- anna. Hvers vegna eru haldn- ir Færeyskir dagar í Ólafsvík? „Jú, þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum ár- um datt nokkrum einstaklingum hér í bæ í hug að gera eitthvað fyrir bæjarfélagið, sem stuðlað gæti að líflegra mannlífi og til- breytingu yfir sumartímann. Mörg önnur bæjarfélög halda ár- lega sumarhátíð, og má þá nefna Dönsku dagana í Stykkishólmi. Hugmyndin um færeyska daga fæddist í kjölfarið, og ekki að ástæðulausu. Fjöldi Færeyinga bjó í Ólafsvík á árum áður, sér- staklega milli 1950 og 1960, og af- komendur þeirra búa margir enn hér í bænum, til dæmis er ég hálf- færeysk. Okkur langaði til að rifja upp færeyska menningu og rækta tengslin milli Íslands og Færeyja með þessum hætti.“ Og upp frá þessu hafa hjólin farið að snúast? „Já, hugmyndin fréttist um bæinn og við tókum höndum sam- an um að drífa þetta af stað. Nú erum við að undirbúa fimmtu há- tíðina og eigum von á milli sjö og níu þúsund manns, sem er mikill mannfjöldi fyrir bæjarfélagið. Við höfum verið þrjár fjölskyldur við stjórnvölinn í undirbúningnum ásamt Pétri S. Jóhannssyni, sem við viljum sérstaklega þakka, og einnig njótum við mikillar hjálpar bæjarbúa.“ Hvaðan koma gestirnir? „Þeir koma alls staðar að af landinu. Fjölmargir Færeyingar, búsettir hér heima, hafa lagt leið sína hingað, enda er þetta nokk- urs konar þjóðhátíð þeirra hér á landi, og einnig þjóðhátíðin okkar í Ólafsvík. Að síðustu höfum við notið þess heiðurs að taka á móti fjölda Færeyinga frá Færeyjum sem koma til landsins sérstaklega á hátíðina, til dæmis fengum við um 200 færeyska ferðamenn í heimsókn í fyrra.“ Dagskráin er mjög fjölbreytt. „Já, eftir hádegi á föstudaginn 5. júlí hefst hátíðin með götu- markaði, og eftir það rekur hvert atriðið annað. Við bjóðum upp á tjaldstæði um allan bæ, jafnvel á kirkjutúninu, einnig gistingu í heimahúsum og á gistiheimilum. Einnig settum við leiktæki fyrir börnin og höldum söngvakeppni fyrir þau. Stærstu at- burðirnir eru bryggju- ballið á föstudagskvöld og stórdansleikur í stórglæsilega félags- heimilinu okkar á Klifi á laugardagskvöldið, en þar leik- ur færeyska hljómsveitin Moon- shot fyrir dansi.“ Þið fáið semsagt færeyska listamenn til að taka þátt? „Já, að sjálfsögðu. Við fáum fyrrnefnda hljómsveit, einnig færeyska kántrýsöngvarann Ragnar í Vík, höldum myndlist- arsýningu færeyskra listamanna og bjóðum upp á færeyskan mat handa öllum að smakka.“ Hvernig matur er það? „Við bjóðum meðal annars upp á færeyska rúllupylsu, frikkadell- ur og knetti (fiskibollur), sem við fáum sent frá Færeyjum með leyfi heilbrigðisnefndar. Skerpu- kjötið látum við verka fyrir okkur á Álftanesi og svo höfum við líka boðið upp á færeyska súpu, rast- kjötsuppu, sem hefur verið af- skaplega vinsæl líkt og allt hitt. Það er um að gera að grípa tæki- færið og smakka.“ Undirbúningurinn hlýtur að vera mikill síðustu dagana? „Það er allt á fullu, við erum að snyrta, snurfusa og undirbúa. Hátíð sem þessi er algjör lyfti- stöng fyrir bæjarlífið, og þess vegna er allur undirbúningurinn kærkominn. Við höfum fengið í lið með okkur fjölda bæjarbúa sem eru mjög virkir í undirbúningi. Þess vegna eru dagarnir sannar- lega sameiginlegt verkefni bæj- arbúa. Gestirnir fara strax að streyma að á fimmtudagskvöld og reisa tjöldin sín, og verður hér hin myndarlegasta tjaldborg inn- an skamms.“ Fjármögnun hátíðarinnar hef- ur einnig verið í ykkar höndum. „Já, fyrirtæki í Snæfellsbæ og Reykjavík hafa stutt okkur dyggilega við undirbúninginn, og hefur sú fjáröflunarvinna einnig sýnt í verki þann samhug sem sveitarfélagið býr að. Stórdans- leikurinn á Klifi á laugardag er hins vegar eina alvöru fjáröflunin á hátíðinni sjálfri, annars höfum við haft þá stefnu að rukka sem minnst fyrir þjónustu og aðstöðu til þess að sem flestir sjái sér fært að koma.“ Þess má geta að með kaupum á aðgöngumiða á stór- dansleikinn lendir viðkomandi í potti þar sem dregnir verða úr vinningar, flugferðir til Færeyja með Flugfélagi Íslands og Flug- félagi Færeyja. Nánar má kynna sér dagskrána með því að hringja í upplýsingamiðstöðina, Pakkhús- inu í Ólafsvík, s. 436 1543, eða á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is. Katrín Ríkharðsdóttir  Katrín Ríkharðsdóttir er fædd í Ólafsvík 17. janúar 1956. Hún lauk grunnskólaprófi frá Grunn- skólanum í Ólafsvík og starfar sem matráðskona á leikskól- anum í Ólafsvík. Hún hefur setið í menningarnefnd bæjarins og er í Lionsklúbbinum Rán á staðn- um, að ógleymdu forystu- hlutverki í færeysku dögunum. Eiginmaður Katrínar er Stefán Ragnar Egilsson, yfirvélstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH, og eiga þau eina dóttur, Hafdísi Björk. Færeyingar fjölmenna á hátíðina Sími 525 3000 • www.husa.is Þráðlaussími Þráðlaus sími + aukatæki. Með númerabirti. Símaskrá (10 númer), endurval. Hægt að hringja og senda á milli tækja. Kynningarverð 13.950 kr. Úr því að stofnunin er komin í sjónvarpsrekstur verður vonandi boðið upp á í beinni að fylgjast með "súpu-sápu" flokksins um björgun landsbyggða Nonna og Gunnu, eftir að Dóri rændi þau lífsbjörginni. „ANNA Bretaprinsessa kemur til Íslands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, fimmtudag- inn 4. júlí næst- komandi og verða þau heið- ursgestir á Landsmóti hesta- manna á Vind- heimamelum um helgina. Anna Bretaprinsessa er víðkunn fyrir þekkingu sína á hestaíþróttum og er nú forseti bresku Ólympíu- nefndarinnar og á sæti á Alþjóðaól- ympíunefndinni,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá forsetaemb- ættinu. „Að morgni föstudagsins 5. júlí mun hún fyrst heimsækja Breska sendiráðið og afhjúpa þar nýtt listaverk eftir Hannes Lár- usson. Þaðan liggur leiðin í Lista- safn Íslands þar sem frumflutt verður tónverk eftir Oliver Kent- ish. Anna prinsessa mun síðan skoða safnið í leiðsögn Ólafs Kvar- an safnstjóra og hitta að máli ís- lenskar hjúkrunarkonur og hjálp- arliða sem störfuðu við hlið Breta að líknarmálum á Balkanskaga. Skömmu fyrir hádegi verður haldið í skoðunarferð um Suður- land. Fyrst verður staldrað við í orkuverinu á Nesjavöllum og þaðan haldið að Almannagjá. Í hádeginu situr Anna prinsessa hádegisverð í boði Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og frú Ástríðar Thorarensen. Síðdegis verður farið að Gullfossi og Geysi. Að morgni föstudagsins 6. júlí halda Anna prinsessa og forseti Ís- lands norður í Skagafjörð þar sem þau verða heiðursgestir á Lands- móti hestamanna á Vindheimamel- um. Þau taka m.a. þátt í hópreið hestamanna við upphaf hátíðardag- skrár að kvöldi laugardags og sitja kvöldverðarboð Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra á Löngumýri. Meðan á dvöl Önnu prinsessu í Skagafirði stendur mun hún jafnframt fara heim að Hólum og skoða Byggðasafnið í Glaumbæ,“ segir þar ennfremur. Anna Breta- prinsessa til Íslands Anna prinsessa HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt mann á fimmtugsaldri í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ráðast á annan mann og slá hann m.a. tvö högg í höfuðið með 80 cm löngu járnröri. Sá sem á var ráðist fékk skurð á hnakka og heila- hristing og marðist einnig víða á lík- amanum. Ákærði bar fyrir dómi að ástæða árásarinnar hefði verið sú að hann hefði talið hinn manninn hafa stolið frá sér veiðarfærum að verðmæti ein og hálf milljón króna. Þegar maður- inn neitaði að afhenda þau hefði hann reiðst mjög og misst stjórn á skapi sínu. Lýsti ákærði mikilli iðrun vegna verknaðarins og var það talið honum til málsbóta, auk þess sem hann játaði brot sitt greiðlega. Dómurinn taldi hins vegar ekki skilyrði til að fella refsingu niður þar sem brotið hefði verið mjög alvarlegt og við árásina hefði verið beitt hættulegu verkfæri. Hending ein réð því að afleiðingar verknaðarins urðu ekki alvarlegri en raun var á. Ingv- eldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Skipaður verjandi mannsins var Guðjón Ægir Sigurjónsson en Ásta Stefánsdóttir sótti málið fyrir hönd sýslumannsins á Selfossi. Missti stjórn á skapi sínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.