Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hafnaði í gær kröfu Útgáfufélagsins
DV ehf. um að staðfest yrði með
dómi lögbann sem fulltrúi sýslu-
mannsins í Reykjavík lagði við því,
að Fréttablaðið ehf. seldi og birti
smáauglýsingar í Fréttablaðinu und-
ir heitinu „flokkaðar auglýsingar“.
Málið snýst um ákvæði í kaup-
samningi Fjárfestingarfélagsins
ESÓB ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar
frá því í desember á síðasta ári þegar
fyrrnefnda félagið keypti 60% hluta-
fjár í DV. Deilt var um túlkun á 7.
grein samningsins sem hljóðar svo:
„Með samningi þessum skuldbindur
FF [Frjáls fjölmiðlun] sig, sem og
dótturfélög eða hlutdeildarfélög sín,
til þess, allt frá því er samningur
þessi kemur í gildi og til ársloka
2004, að stofna ekki til samkeppni
með beinum eða óbeinum hætti við
kaupanda með útgáfu nýs dagblaðs,
sérstaks helgarblaðs, helgarútgáfu á
Fréttablaðinu, meðan það er í eigu
ofangreindra aðila eða með sölu smá-
auglýsinga. Með smáauglýsingu er
átt við slíkar auglýsingar, eins og
þær eru skilgreindar í DV. Sveinn
Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson
hluthafar í FF árita þennan samning
og skuldbinda sig með sama hætti.“
Útgáfufélagið DV hélt því fram að
brotið hefði verið gegn kaupsamn-
ingnum þar sem Fréttablaðið hefði
selt og birt smáauglýsingar frá und-
irritun samningsins. Féllst sýslu-
maðurinn í Reykjavík í mars sl. á
kröfu um lögbann við því að Frétta-
blaðið seldi og birti smáauglýsingar
eins og þær birtust undir heitinu
„flokkaðar auglýsingar“, gegn 10
milljóna króna tryggingu.
Í kjölfarið höfðaði útgáfufélagið
staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Helgi. I. Jónsson hér-
aðsdómari féllst hins vegar ekki á
lögbannskröfuna og segir m.a. í nið-
urstöðum dómsins að stefnanda hafi
ekki tekist að sýna fram á með nægi-
lega órækum hætti, að auglýsingar
þær, sem Fréttablaðið birti, áður en
áðurnefnt lögbann var lagt á þær,
séu smáauglýsingar „eins og þær
eru skilgreindar í DV.“ Þá verði
heldur ekki talið, að þótt sölu og birt-
ingu nefndra auglýsinga í Frétta-
blaðinu hafi verið breytt, hvað varð-
aði stærð og framsetningu, hafi falist
í því viðurkenning á sjónarmiðum
Útgáfufélagsins DV. Fréttablaðið
ehf. var því sýknað af öllum kröfum.
Málskostnaður var felldur niður.
Hreinn Loftsson hrl. flutti málið
f.h. Útgáfufélagsins DV en Helgi Jó-
hannesson hrl. fyrir Fréttablaðið.
Fréttablaðið ehf. sýknað af kröfum Útgáfufélagsins DV
Leyft að birta og selja
„flokkaðar auglýsingar“
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir að ekki sé tímabært
að huga að frekari jarðgangagerð en
nú sé á vegaáætlun. Í Morgun-
blaðinu í gær kom fram að um
helgina voru stofnuð samtök um
jarðgangagerð á Mið-Austurlandi.
Þau vilja vekja athygli á hugmynd-
inni um svokölluð T-göng, sem
myndu tengja Seyðisfjörð, Mjóa-
fjörð, Norðfjörð, Eskifjörð og Hér-
að.
Sturla segir að hugmyndin sé í
sjálfu sér ágæt, enda stytti göngin
leiðir milli byggða. Framkvæmdin sé
hins vegar óraunhæf, í ljósi þeirra
áætlana sem unnið sé eftir núna.
„Nú er verið að vinna eftir sam-
þykktri jarðgangaáætlun, sem er
hluti af vegaáætlun. Á meðan þær
framkvæmdir eru ekki hafnar er
óraunhæft að gera ráð fyrir fram-
kvæmdum af þeirri stærðargráðu
sem þarna um ræðir,“ segir ráð-
herra.
Framtíðaráform sem
halda þarf til haga
Samkvæmt þingsályktun frá 2000
er nú á vegaáætlun að leggja göng
milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
annars vegar og Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar hins vegar. „Þetta
eru framtíðaráform sem auðvitað
þarf að halda til haga, en eru ekki
inni í þessari áætlun,“ segir Sturla.
Hann bætir við að Fjarðarheiðin sé
orðin mjög vel uppbyggð og greið
leið sé til Seyðisfjarðar af Héraði.
„Ég tel að það sé ekki rétt að vekja
óraunhæfar vonir með fólki. Áður en
lengra er haldið skulum við ljúka
þessum framkvæmdum sem næstar
eru á dagskrá,“ segir ráðherra.
Samgönguráðherra um jarðganga-
tillögu á Mið-Austurlandi
Ágæt hugmynd
en óraunhæf
ÆFINGUNNI Samverði 2002 lauk
á sunnudag, en hún hafði staðið
frá 24. júní. Í tilkynningu frá
Landhelgisgæslunni segir að
skipulag æfingarinnar hafi geng-
ið upp að mestu leyti þrátt fyrir
að veður hafi á köflum sett strik í
reikninginn hvað þyrluflug varð-
ar. Stjórnendur og þátttakendur
hafi þannig fengið þjálfun í að
bregðast við breyttum aðstæðum
og mál manna sé að af æfingunni
megi draga mikilvægan lærdóm.
Á lokadegi æfingarinnar var
innlendu og erlendu fjölmiðla-
fólki boðið að kynnast æfingunni
af eigin raun, en meðal annars
var farið í Chinook-þyrlu þjóð-
varðliðsins í Pennsylvaníu frá
Þorlákshöfn til Vestmannaeyja og
sýnd rústabjörgun í fiskvinnslu-
húsi niður við höfn í Vest-
mannaeyjum. Forstjóri Landhelg-
isgæslunnar og aðmírállinn á
Keflavíkurflugvelli, fram-
kvæmdastjórar æfingarinnar,
kynntu sér aðstæður og varnar-
málaráðherra Belgíu var með
þeim í för og heilsaði upp á sam-
landa sem voru þar að störfum.
Að sögn Friðþórs Eydal, upp-
lýsingafulltrúa varnarliðsins, er
það samdóma álit manna að æf-
ingin hafi tekist vel.
„Meginmarkmiðið var að sam-
ræma aðgerðir ólíkra aðila við
framandi aðstæður og það náðist
mjög vel. Menn eru ánægðir með
skipulagningu og framkvæmd æf-
ingarinnar og margir þátttak-
endur höfðu orð á því á fundi
sem haldinn var eftir æfinguna
hversu raunverulegar aðstæður
þeim hefðu verið skapaðar, til
dæmis hvað varðar ástand slas-
aðra. Við erum þakklát öllum
þeim fjölmörgu sem tóku þátt í
æfingunni og stuðluðu að því að
hún tókst svona vel,“ segir Frið-
þór Eydal.
Samvörður 2002
heppnaðist vel
SKÓLASTJÓRAR eru ekki á eitt sáttir um sam-
þykkt Fræðsluráðs Reykjavíkur, sem kveður á
um að einni kennslustund á dag skuli bætt við
stundaskrá sjö til níu ára barna.
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekku-
skóla, segist óttast að kennslustundir séu orðnar
of margar fyrir börn á þessum aldri. Árni Magn-
ússon, skólastjóri Hlíðaskóla, segist heldur hafa
viljað að eitt hefði verið látið yfir alla ganga, en
ráðgert er að breytingin taki gildi í áföngum.
Hún gerir ráð fyrir að börnunum standi til boða
að vera í skólanum til u.þ.b. 14.30 í stað 13.30.
Breytingin tekur gildi í áföngum; fyrst í Breiðholti
og Vesturbæ næsta haust. Fleiri hverfi bætast við
haustið 2003 og þau sem eftir eru árið 2004. Ekki
verður um mætingarskyldu að ræða fyrr en breyt-
ingin hefur tekið gildi hjá öllum skólum borgar-
innar.
Kallar á endurskipulagningu
Ragna Ólafsdóttir, skólastjóri Melaskóla, sem
er einn af skólunum sem fyrstir fá að bæta við
kennslustundinni, segir að sér lítist nokkuð vel á
hugmyndina. „Þetta er auðvitað heilmikil breyting
sem kallar á vissa endurskipulagningu,“ segir
hún. Að sögn Rögnu verður reynt að nýta viðbót-
artímann til óhefðbundinnar kennslu. „Ég held að
hefðbundnir kennslutímar séu orðnir alveg nógu
margir fyrir þennan aldurshóp,“ segir hún. Hún
segist vera samþykk því sem kemur fram í sam-
þykktinni um að draga eigi úr heimavinnu sam-
hliða breytingunni, enda sé vinnudagurinn orðinn
nógu langur hjá þessum bekkjum.
Ragna segist eiga von á að langstærstur hluti
nemenda komi til með að nýta sér möguleikann.
Árni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla, segist
vera ánægður með ákvörðunina í sjálfri sér, en
helst hafa viljað að hún tæki gildi um leið fyrir alla
skólana. „Mér finnst þetta fyrirkomulag fela í sér
svolitla mismunun,“ segir hann, „sennilega hefði
verið betra að bíða í eitt ár og veita þá hærri upp-
hæð í verkefnið.“
Árni segist reikna með að langflestir komi til
með að nýta sér möguleikann. „Já, því margir
krakkanna eru í heilsdags gæslu. Lengri tími í
skólanum, frekar en annars staðar, felur í sér
sparnað fyrir heimilin,“ segir hann.
Að sögn Árna mun breytingin að öllum líkindum
gera skólum auðveldara að búa til fullar stöður
fyrir kennara. „Við í Hlíðaskóla höfum að vísu ekki
átt við þann vanda að etja, en ég hef heyrt að hann
sé til staðar hjá öðrum skólum,“ segir hann.
35 tímar á viku nóg
Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekku-
skóla, segist óttast að bein kennsla fyrir sjö til níu
ára börn sé þegar orðin heldur of mikil, ef eitthvað
sé. „Það er mín persónulega skoðun að 35 tímar á
viku, sem kennslutíminn er núna, séu ef til vill ívið
of margir,“ segir hann, „þessi börn eru auðvitað
afskaplega mismunandi að þroska og gerð.“ Hann
segist því vera efins um að rétt sé að lengja
kennslutímann frá því sem nú er.
Sigurjón segir að vafalaust verði foreldrar
ánægðir með breytinguna, enda geti þeir haft
börnin í skólanum lengur en ella. Því megi búast
við að möguleikinn verði almennt vel nýttur.
Breytingin verði líka til þess að auðveldara verði
að gera umsjón með einum bekk að fullri kenn-
arastöðu. „Sumir umsjónarkennarar hafa þurft að
kenna tvo til þrjá tíma annars staðar til að ná heilli
stöðu, en með þessu gerist varla þörf á því.“
Skiptar skoðanir um viðbótartíma fyrir sjö til níu ára börn
Óttast að kennslustundir
séu orðnar of margar
Morgunblaðið/Sigurgeir
Á lokadegi æfingarinnar var meðal annars æfð björgun mannfólks úr hrundum húsum, en fjöldi Vestmanna-
eyinga, meðal annars úr leikfélagi í Eyjum, tók að sér hlutverk slasaðra og þótti takast vel til.
SAMKVÆMT könnun rannsókna-
og hugbúnaðarfyrirtækisins Manna
og músa ehf. tekur nær helmingur
vinsælustu vefsvæða á Íslandi óþarfa
áhættu í Internet-uppsetningum hjá
sér með því að hafa uppsetningu
nafnamiðlara (DNS) ranga, þ.e. ann-
aðhvort er aðeins einn nafnamiðlari í
notkun eða allir nafnamiðlarar eru
vistaðir á sama hlutnetinu.
Eins og fram kemur í frétt frá fyr-
irtækinu eru nafnamiðlarar hugbún-
aður sem virkar eins og einskonar
símaskrá sem breytir netslóðum eins
og mbl.is, ruv.is eða cnn.com, í talna-
runu sem tölvur skilja.
Þar kemur einnig fram að sé ein-
göngu litið til fyrirtækja í fjármála-
þjónustu hér á landi sé staðan slæm.
„Hættan er í raun sú að ef eitthvað
kemur upp á hverfur fyrirtækið af
Netinu í lengri eða skemmri tíma.
Afleiðingarnar eru þá alvarlegastar
fyrir fyrirtækið sjálft, t.d. vegna tap-
aðra viðskipta eða vegna þess að
tölvupóstur sem því er sendur kemst
ekki á leiðarenda og fer til baka til
sendandans,“ sagði Fjalar Sigurðs-
son markaðs- og kynningarstjóri
Manna og músa við Morgunblaðið.
Óþörf
áhætta tekin
á Netinu