Morgunblaðið - 03.07.2002, Page 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin,
WHO, kynnti áætlun og leiðbein-
ingar um krabbameinsvarnir sem
ætlaðar eru heilbrigðisyfirvöldum
sem líkan til að hefja sókn til að
draga úr nýgengi og dauðsföllum af
völdum krabbameins. Segir í skýrsl-
unni að hægt væri að bjarga millj-
ónum mannslífa ár hvert ef menn
nýttu sér þá þekkingu og aðferðir
sem þegar eru fyrir hendi til að
forðast krabbamein og meðhöndla
það.
Gro Harlem Brundtland, yfir-
maður Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar, kynnti áætlunina á
blaðamannafundi í tengslum við
átjándu alþjóðlegu krabbameins-
ráðstefnunni sem stendur í Osló
þessa viku. Segir hún heilbrigðisyf-
irvöld geta byggt á upplýsingum og
aðferðafræði sem kynnt er í áætl-
uninni. Alþjóða heilbrigðisstofn-
unin mun aðstoða einstök aðild-
arlönd við að hrinda verkefnum af
stað og sagði Brundtland-áætlunina
vera samkvæmt þeirri stefnu WHO
að virkja þekkingu manna til for-
varna, krabbameinsleitar og með-
ferðar krabbameinssjúkdóma. Hún
sagði augu ráðamanna þjóða opnast
æ meira fyrir því hversu fyrirferð-
armikil heilbrigðismál væru í nú-
tímaþjóðfélagi en ríkisstjórnir gætu
þó ekki einar og sér borið hita og
þunga af forvarnarstarfi, þar yrðu
einnig að koma til félagasamtök og
einstaklingar. Hún sagði einnig að
þrátt fyrir að mörg lönd væru vel
stödd á vegi forvarna og meðferðar
væri án efa hægt að bæta um betur.
Forðast má um þriðjung
krabbameinstilfella
Gro Harlem Brundtland flutti
einnig ávarp við setningu þingsins í
Osló og sagði m.a. að meirihluti
fólks með krabbamein byggi í þró-
unarlöndum. „Um það bil 10 millj-
ónir manna greinast árlega með
krabbamein. Búist er við að fjöldi
tilfella muni aukast um 50%, í 15
milljónir árið 2020. Samt er margt
sem við getum gert í hverju landi til
að forðast, lækna og lina þján-
inguna. Með núverandi þekkingu er
unnt að forðast um það bil þriðjung
tilfella sem upp koma ár hvert um
heim allan. Þar sem aðstæður eru
fyrir hendi hvetur þekking okkar til
greiningar krabbameinssjúkdóma
sem fyrst og við þekkjum leiðir til
árangursríkrar meðferðar á einum
þriðja sjúkdómanna. Síðan þarf að
beita líknandi meðferð til að auka
lífsgæði krabbameinssjúklinga og
fjölskyldna þeirra, og henni er hægt
að beita jafnvel þar sem efnahagur
stendur ekki styrkum fótum.“
Í ávarpi sínu sagði Brundtland
einnig að krabbameinsforvarnir og
lækningar væru meðal mikilvæg-
ustu rannsókna- og heilbrigðisverk-
efna nútímans. Verkefnið væri að
draga úr dánartíðni af völdum
krabbameins og bæta lífsgæði
krabbameinssjúklinga. Sagði hún
að vel skipulagðar krabbameins-
varnir leiddu til lægra nýgengis
krabbameins og að með nýju áætl-
uninni væri WHO að setja fram tæki
sem einstök lönd, ekki síst þróunar-
lönd, gætu notað til að bæta stöðu
sína. Sérfræðingar WHO myndu að-
stoða við að hrinda verkefnum í
framkvæmd.
Aðgerðaáætlun WHO bendir á
fjölmargar leiðir til að hafa stjórn á
sjúkdómum og leiðir til meðferðar.
Lögð er áhersla á forvarnir og
greiningu á fyrstu stigum. Hún á
líka að verða til að bæta líðan og líf
sjúklinga sem langt eru leiddir og
lagði yfirmaður WHO áherslu á
líknarmeðferðina, hún væri til þess
fallin að lina þjáningar krabba-
meinssjúklinga og hún væri mikil-
vægur hluti af allri krabbameins-
meðferð.
Helmingur nýrra tilfella
í þróunarlöndunum
„Ár hvert horfir heimurinn upp á
dauða sex milljóna manna vegna
krabbameins,“ segir í frétt frá
WHO um nýju aðgerðaáætlunina.
Gerir stofnunin ráð fyrir að eftir 20
ár muni um 10 milljónir manna
deyja árlega af völdum sjúkdómsins
og að 15 milljónir manna greinist
árlega. Í dag eru um það bil 20
milljónir krabbameinssjúklinga á
lífi og er gert ráð fyrir að þeir verði
orðnir um 30 milljónir eftir tvo ára-
tugi. „Af þeim 10 milljónum manna
sem greinast nú árlega með krabba-
mein er helmingur í þróun-
arlöndum. Um 12% dauðsfalla í
heiminum eru rakin til krabba-
meins og í iðnvæddum ríkjum eru
dauðsföll af völdum krabbameins í
öðru sæti næst á eftir krans-
æðasjúkdómum. Þá er bent á í
skýrslunni að krabbamein geti ekki
síður verið áhyggjuefni og streitu-
valdandi fyrir fjölskyldu krabba-
meinssjúklings en hann sjálfan.
Sjúkdómurinn hafi iðulega áhrif á
daglegt líf fjölskyldunnar og tekju-
möguleika vegna atvinnumissis og
kostnaðar við læknisþjónustu.“
Á blaðamannafundinum sagði
Gro Harlem Brundtland að tóbaks-
framleiðendur legðu í gríðarlegan
kostnað til að koma vöru sinni á
framfæri og hafa áhrif til skoðana-
myndunar. Sagði hún fyrirtækin út-
smogin á þessu sviði og þau skirrð-
ust ekki við að hafa bein og óbein
áhrif á starfsfólk í heilbrigðisþjón-
ustu. Sagði hún það mikið verkefni
að vinna gegn þessum áhrifum og
væri aðgerðaáætlun á vegum WHO
nú í undirbúningi sem hún sagði að
líta myndi dagsins ljós á næsta ári.
Í ágripi aðgerðaáætlunarinnar er
bent á að til að hún verði sem ár-
angursríkust sé mikilvægt að stjórn
hvers verkefnis sé styrk og mark-
mið skýr. Mæla verði hvernig verk-
efnin leiði til betra heilsufars og
meiri lífsgæða, verkefnin verði að
taka til beinna þarfa íbúa og brýnt
sé að virkja þá og á ákvarðanataka
sé byggð á mati og árangri. Þá er
bent á mikilvægi þess að með verk-
efnunum sé náð til heillar þjóðar en
ekki aðeins hluta og komið verði á
forvörnum í víðu samhengi. Margar
þjóðir hafi þegar tekið upp slík
vinnubrögð, sumar geri það í
ákveðnum landshlutum og sumar
þjóðir sinni í engu krabbameins-
sjúkdómum eða forvörnum.
Lokaorð Gro Harlem Brundtland
í áætluninni eru þessi: „Ég veit að
það sem við ætlum að ráðast í er
ekki auðvelt. En erfiðleikarnir eru
yfirunnir með möguleikunum á því
að fækka dauðsföllum og minnka
þjáninguna sem krabbamein veld-
ur. Ég vona að skýrslan sé annars
vegar skref í þá átt að binda enda á
einangrun krabbameinssjúklinga
og verði hins vegar til að styrkja
möguleika þjóða til víðtækra
krabbameinsvarna. Ég trúi því að
við getum tekið til hendinni og við
verðum að gera það.“
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setur fram áætlun til sóknar gegn krabbameini
Bjarga má milljónum manns-
lífa með núverandi þekkingu
Í nýrri verkefnaáætlun setur Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin fram leiðbeiningar um hvernig ein-
stök lönd geta styrkt krabbameinsforvarnir,
greiningu og meðferð. Jóhannes Tómasson sat
blaðamannafund í Osló þar sem yfirmaður
stofnunarinnar kynnti áætlunina.
Ljósmynd/Marianne Otterdahl-Jensen
Gro Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar,
kynnti áætlunina á blaðamannafundi í tengslum við átjándu alþjóðlegu
krabbameinsráðstefnuna sem stendur yfir í Osló í þessari viku.
joto@mbl.is
LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar og fulltrúi í alls-
herjarnefnd Alþingis, segir að með
því að boða ekki fund í nefndinni fyrr
en í ágúst sé verið að vanvirða minni-
hlutann og drepa umræðunni um
heimsókn Kínaforseta á dreif.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá ákvörðun formanns nefndarinn-
ar, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, um
að boða fund 9. ágúst. Lúðvík, ásamt
Guðjóni A. Kristjánssyni og Guð-
rúnu Ögmundsdóttur sem einnig
eiga sæti í nefndinni, bað um að
fundurinn yrði boðaður og fjallað
yrði um aðgerðir stjórnvalda á með-
an á heimsókn forseta Kína stóð í
síðasta mánuði.
Verið að flýja
af hólmi
„Þingsköp heimila að minnihluti
nefndarinnar geti óskað eftir fundi
og það fundarefni tekið fyrir sem
óskað er eftir. Með því að ákveða að
hafa fund eftir einn og hálfan mánuð
er í mínum huga verið að gera lítið úr
þessu úrræði og vanvirða rétt minni-
hlutans,“ segir Lúðvík. „Þarna er
verið að flýja af hólmi í umræðunni
um heimsókn Kínaforseta.“
Lúðvík segir að umræðan hafi ver-
ið stjórnvöldum afar erfið og að þeim
hafi gengið mjög illa að útskýra
framgöngu sína. „Hlutverk þingsins
er að reyna að varpa ljósi á málið og
með því að fresta þessu svona lengi
er aðeins verið að drepa umræðunni
á dreif,“ segir Lúðvík.
Þorgerður sagði í Morgunblaðinu í
gær að henni hefði þótt miður að
hafa fyrst frétt af beiðni þingmann-
anna í fjölmiðlum. Lúðvík hefði sent
henni beiðnina í tölvupósti en betra
hefði verið að fá hana í gegnum síma.
Um þetta segir Lúðvík að hann hafi
reynt að ná í hana í tvo eða þrjá daga
án þess að hafa árangur sem erfiði.
„Ég held að fjölmiðlar geti staðfest
að það var mjög erfitt að ná í hana
þessa daga,“ segir hann.
Lúðvík Bergvinsson um
fundarboð formanns
allsherjarnefndar
Minnihlut-
inn van-
virtur
TVEIR hafa sóst eftir því hjá dóms-
málaráðuneytinu að verða viður-
kenndir sem allsherjargoðar, þau
Jónína Berg Vesturlandsgoði og Jör-
mundur Ingi, sem fer fram á að
verða áfram viðurkenndur sem alls-
herjargoði. Að sögn Ingva Hrafns
Óskarssonar, aðstoðarmanns dóms-
málaráðherra, er málið til afgreiðslu
hjá ráðuneytinu og segir hann að
niðurstaða liggi vonandi fyrir í viku-
lokin.
Á fundi ásatrúarmanna á sunnu-
dag lýstu fundarmenn einróma yfir
fullu trausti á störf Jörmundar Inga,
allsherjargoða félagsins, að sögn
Kjartans Arnórssonar, ritara fund-
arins. Segist Kjartan telja að deilur
þær, sem staðið hafa yfir í félaginu,
stafi af því að ágreiningur hafi orðið
milli Jörmundar Inga og lögsögu-
manns félagsins, Jónasar Þ. Sigurðs-
sonar.
Kjartan segir að á fundinum á
sunnudag hafi verið ákveðið að kjósa
þriggja manna nefnd sem ætlað sé
að fara yfir stöðu mála og leita sátta í
félaginu. Þá var á fundinum lagt til
að boðað yrði til nýs allsherjarþings
hið fyrsta.
Tæplega sjö hundruð manns eru í
Ásatrúarfélaginu.
Ásatrúarfélagið
Tveir óska við-
urkenningar
sem allsherj-
argoðar
♦ ♦ ♦
HEIÐAGÆSAPAR hefur á undan-
förnum árum verpt við veginn upp í
Kerlingarfjöll og í fyrra bjuggu þær
sér hreiður tvo metra frá vegar-
brúninni. Í ár hefur parið væntan-
lega ætlað að koma sér lengra frá
umferðinni en ekki vildi betur til en
svo, að fuglarnir völdu sér hreið-
urstæði í einungis eins fets fjarlægð
frá vegarbrúninni þar sem ónæðið
er mikið. Gæsin kom ævinlega strax
aftur að hreiðrinu um leið og bílar
höfðu ekið framhjá. Fyrir viku
komu síðan tveir ungar úr eggjun-
um og depluðu augum framan í
ferðalanga. Fuglavinir í Kerlingar-
fjöllum íhuga að setja skilti við veg-
inn fyrir næsta sumar með áletr-
uninni: Gæsir athugið: Þetta er
bílvegur, verpið aðeins fjær.
Umferðin
truflaði
heimilis-
friðinn
Morgunblaðið/Friðrik Pálsson
Heiðagæsirnar verða fyrir töluverðu ónæði af umferðinni
við veginn en láta það ekkert á sig fá og koma alltaf aftur í
hreiðrið þegar bílarnir eru komnir framhjá.