Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 14

Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala EITT af stærstu knattspyrnumótum landsins, Esso-mót KA í 5. flokki drengja, hefst í dag, mið- vikudag, á félagssvæði KA en mótið verður sett formlega á fimmtudagskvöld. Alls munu um 1.200 drengir á aldrinum 11-12 ára etja kappi fram á laugardag en mótinu lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu í KA-heimilinu á laug- ardagskvöld. Knattspyrnudrengirnir koma frá um 30 fé- lögum víðs vegar af landinu og með þeim eru um 250 þjálfarar og fararstjórar. Þá kemur stór hópur stuðningsmanna til bæjarins, fjölskyldur og aðrir aðstandendur knattspyrnukappanna og gera KA-menn ráð fyrir að alls verði um 5.000 manns í bænum í tengslum við mótið. Áður en yfir lýkur verða spilaðir á sjötta hundrað leikir á átta völlum á félagssvæði KA en einnig verður ýmislegt annað í boði mótsdagana. Setning mótsins fer fram á lóð Menntaskólans kl. 20.30 annað kvöld, þar sem Skúli Gautason leik- ari og Bubbi Morthens tónlistarmaður skemmta og fulltrúi Esso setur mótið. Fanta-Lurka leik- arnir fara fram í Kjarnaskógi á föstudagskvöld og að þeim loknum verður slegið upp grillveislu. Fyrstu leikirnir í dag hefjast kl. 15 en kl. 8 að morgni fimmtudag, föstudag og laugardag og spilað fram á kvöld. Í tengslum við mótið verður rekin útvarpsstöð af yngri kynslóðinni á FM 97,7. Fimm lið frá KA taka þátt í Essomóti fé- lagsins sem hefst í dag. Síðasta æfing fyrir mót fór fram í gær og eftir hana var nauðsynlegt að teygja vel á öllum vöðvum fyrir átökin fram- undan. Morgunblaðið/Kristján Um 1.200 knattspyrnukappar á Esso-móti KA SAMTÖK um náttúruvernd á Norð- urlandi, SUNN, fagna þeirri ákvörð- un Skipulagsstofnunar að skilyrða mat á umhverfisáhrifum námu- vinnslu úr Ytri-Flóa Mývatns því að áform um námuvinnslu úr Syðri- Flóa verði lögð til hliðar. Á aðalfundi SUNN á dögunum var samþykkt ályktun vegna þessa. Þar kemur fram að samtökin árétta það sjónarmið að binda eigi viðbótar- námuleyfi í Ytri-Flóa annars vegar því skilyrði að mat á umhverfisáhrif- um sýni fram á að það þyki óhætt en hins vegar því skilyrði að ekki verði gefið út námuleyfi í Syðri-Flóa. Fagna ákvörðun Skipulags- stofnunar Samtök um náttúru- vernd á Norðurlandi SLÉTTBAKUR EA 4, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kemur til heimahafnar í dag, mið- vikudag, úr sinni síðustu veiðiferð á vegum félagsins. Sléttbakur gekk upp í kaup á stærra og öflugra frystiskipi í vetur, sem fengið hefur sama nafn og verður afhentur nýj- um eigendum í næstu viku. Slétt- bakur var á karfaveiðum á Reykja- neshrygg og er aflinn um 630 tonn upp úr sjó og aflaverðmætið um 50 milljónir króna. Um þriðjungur aflans er fenginn í grænlensku lög- sögunni. Sléttbakur EA 4 var keyptur til ÚA frá Færeyjum árið 1973 og hét þá Stella Kristina en skipið var smíðað í Noregi árið 1968. Skipið var gert út til ísfiskveiða til árins 1987 en var þá lengt og því breytt í frystiskip. Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri ÚA sagði skipið hafa reynst vel og að mörgu leyti væri eftirsjá í því. ÚA keypti í vetur stærra og öfl- ugra frystiskip, sem fengið hefur nafnið Sléttbakur EA 304 og er nú á grálúðuveiðum á vegum félagsins. Nýja skipið er um 2.000 brúttólestir en það gamla um 900 brúttólestir. Sléttbakur EA 4 til heimahafnar Morgunblaðið/Kristján Sléttbakur EA-4 kemur úr sinni síðustu veiðiferð á vegum ÚA í dag. Síðasta veiðiferð- in á vegum ÚA MJÖLL hf. á Akureyri hefur keypt rekstur þvottahúss FSA og Fata- hreinsunarinnar ehf. á Akureyri og flutt starfsemina í Sjafnarhúsið við Austursíðu. Fatahreinsunin hefur til fjölda ára verið til húsa í eigin hús- næði að Hofsbót 4 en móttaka og af- greiðsla verður frá og með 1. júlí í Sjafnarhúsinu að Austursíðu 2. Stjórnendur Mjallar líta svo á að með kaupum á Þvottahúsinu og Fata- hreinsuninni skapist frekari mögu- leikar til þess að efla þessa starfsemi, enda falli hún vel að starfsemi Mjallar hf. sem hreinlætisfyrirtæki, segir í fréttatilkynningu frá Mjöll. Fatahreinsunin ehf. á sér langa sögu. Fyrirtækið var stofnað fyrir meira en hálfri öld. Fyrirtækið hefur alla tíð verið fjölskyldufyrirtæki, síð- ustu ár hafa þeir feðgar Vigfús Ólafs- son og Sigurður Vigfússon staðið að rekstrinum. Fjögur stöðugildi eru hjá Fatahreinsuninni ehf. og munu þeir starfsmenn starfa áfram hjá Mjöll hf. Hjá Mjöll hf. starfa 50 starfsmenn á Akureyri og í Reykjavík. Mjöll er hreinlætisfyrirtæki með 400 milljónir í veltu, framleiðir hreinlætisvörur, rekur þvottahús og fatahreinsun, ræstingar- og þekkingarþjónustu í efnaiðnaði. Mjöll hf. varð til við sam- einingu hreinlætisvörudeildar Sjafn- ar hf. og Mjallar ehf. 2001. Sjöfn á 65% hlut í Mjöll og dr. Ásbjörn Ein- arsson og fjölskylda 35% hlut. Samhliða opnun á nýrri afgreiðslu þvottahúss og fatahreinsunar í Sjafn- arhúsinu fá viðskiptavinir óvæntan glaðning og verða þáttakendur í happdrættti þar sem veglegir vinn- ingar eru. Jafnframt geta viðskipta- vinir keypt helstu hreinlætisvörur í nýrri afgreiðslu. Mjöll býður einstak- lingum og fyrirtækjum upp á að sækja og senda ef þess er óskað. Þvottahús og fatahreinsun í Sjafnarhúsið Morgunblaðið/Kristján Feðgarnir Sigurður Vigfússon t.v. og Vigfús Ólafsson og Baldur Guðna- son, framkvæmdastjóri Sjafnar og Mjallar, í afgreiðslu þvottahússins og fatahreinsunarinnar í Sjafnarhúsinu. SÖGUGANGA á Nonnaslóð verður annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 4. júlí, og hefst hún kl. 20. Gangan er á vegum Minjasafnsins á Akureyri og Nonnahúss. Lagt verður af stað frá Minjasafnskirkjunni, gengið upp stíginn sem liggur upp á Naustahöfðann og m.a. skoðað- ir ýmsir staðir sem minna á rit- höfundinn og jesúítaprestinn Jón Sveinsson. Stígurinn frá Nonnahúsi upp á Naustahöfða var helsta leið líkfylgda þegar Akureyrarkirkja hin eldri var þar sem Minjasafnskirkjan er nú. Staldrað verður við á leiði Sveins Þórarinssonar, föður Nonna, sem og við Nonnastein sem er á höfðanum. Gangan tekur rúma klukkustund. Með í för verða leiðsögumenn frá báðum söfnunum og búast má við að ýmsar persónur úr lífi Nonna heilsi upp á göngumenn. Allar sýningar safnanna verða opnar að lokinni göngu gegn vægu gjaldi og í boði verð- ur kaffi og meðlæti. Sögu- ganga á Nonnaslóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.