Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 15
„ÞAÐ hefur lengi verið draumur
minn að opna gallerí og ég ákvað að
láta hann rætast, hætti í annarri
vinnu og opnaði hér,“ segir Þor-
björg Óskarsdóttir myndlistarmað-
ur sem nýlega opnaði Gallery Tobbu
í Hafnargötu 35 í Keflavík.
Þorbjörg, sem notar listamanns-
nafnið Tobba, hefur hefur lengi mál-
að og leirað, eins og hún orðar það.
Hélt sína fyrstu sýningu á árinu
1997. „Fólk er alltaf að reyna að ná í
mig til að kaupa af mér myndir en
kaupir svo annars staðar þegar það
gengur ekki. Svo vantaði mig líka
vinnustofu, var orðin þreytt á að
vera með þetta heima og klína
málningu út um allt,“ segir Tobba
um þá ákvörðun um að opna eigið
gallerí.
Hún er með málverk sín og leir-
muni til sölu í galleríinu og einnig
listaverk eftir aðra. Meðal annars
eru þar leirmunir eftir afa hennar
og ömmu, Hólmfríði og Þórmund,
og málverk eftir föður hennar, Ósk-
ar Þórmundsson yfirlögregluþjón á
Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg segir
að faðir hennar hafi haft áhuga á
málaralistinni þegar hann var ungur
maður og síðan hafi áhuginn vaknað
aftur fyrir hennar tilverknað. Þor-
björg segir að ótrúlega margir Suð-
urnesjamenn séu að mála. Margir
staldri hins vegar stutt við í þessu,
séu að reyna sig, og það komi síðan í
ljós eftir nokkur ár hverjir standi
upp úr þessum stóra hópi.
Tobba hefur stúkað af vinnustofu
í galleríinu. Þar málar hún og leirar,
smíðar alla sína ramma sjálf og
blindramma til að selja.
Hún segir að nóg hafi verið að
gera, í raun meira en hún átti von á
því júní og júlí séu venjulega dauf-
ustu mánuðir ársins.
Gallery Tobbu er opið frá klukk-
an 13 til 21 alla daga vikunnar nema
mánudaga þegar hún hefur lokað.
Tobba opnar gallerí við Hafnargötu
Lætur draum-
inn rætast
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Keflavík
vor, virtist liggja fyrir að annar
nemendi fengi plássið í Noregi en
ekki væru margar umsóknir um
skólann í Hong Kong enda var ekki
fullur námsstyrkur veittur út á það
nám. Ég var meðal annars spurð út
í það hvort ég treysti mér til að vera
svona lengi og langt í burtu og
hvort ég gæti greitt þann mikla
kostnað sem fylgdi þessu og auðvit-
að þurfti einnig að fara yfir náms-
árangur minn,“ segir Sigríður. Síð-
an tóku prófin í skólanum við og
hún segist hafa verið frekar stress-
uð að bíða eftir svarinu á sama tíma
en það hafi síðan reynst jákvætt.
Sigríður segist hafa mikla
ánægju af ferðalögum og af því að
læra. Hún segist ákveðin í að
mennta sig en sé ekki búin að
ákveða hvaða leið hún velji. Hún
hafi áhuga á svo mörgu, vilji læra
mismunandi hluti. Hún fái góða út-
rás fyrir þetta í skólanum í Hong
„ÉG er mikill ferðafíkill og finnst
gaman að læra. Ég get sameinað
þetta tvennt í þessum skóla,“ segir
Sigríður Jónsdóttir, 18 ára Grind-
víkingur. Hún hefur verið valin til
að fara í haust í alþjóðlegt stúdents-
nám við skóla í Hong Kong í Kína.
Sigríður er góður nemandi. Var
einn fjögurra nemenda í sínum ár-
gangi í Grunnskóla Grindavíkur
sem luku samræmdu prófunum í ní-
unda bekk og gat þannig tekið hluta
af framhaldsskólanáminu áður en
hún lauk grunnskólanum. Hún byrj-
aði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík en fór síðan sem skipti-
nemi í eitt ár til Bandaríkjanna.
Þegar hún var í Bandaríkjunum
sá móðir hennar auglýsingu frá
menntamálaráðuneytinu í Morg-
unblaðinu um alþjóðlegt stúdents-
nám í skóla í Noregi og sótti um en
Sigríður kannaðist við þennan skóla
eftir umfjöllun um hann í blaðinu
fyrir nokkrum árum. Hún komst
ekki að í það skiptið en ákvað að
sækja aftur um nú í vor þegar nám-
ið var auglýst, nú einnig í Hong
Kong. „Ég krossaði við skólann í
Hong Kong, meira í gamni en al-
vöru. Þegar ég var kölluð í viðtal í
ráðuneytið, síðasta skóladaginn í
Kong. Að óbreyttu hefði hún lokið
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum fyrir næstu jól en segist alveg
vera tilbúin að fresta þeim áfanga
fyrir þetta ævintýri og jafnvel leng-
ur ef hún þurfi að vinna fyrir skuld-
um þegar heim kemur.
Segist Sigríður fá mikinn stuðn-
ing frá foreldrum sínum, Margréti
Sigurðardóttur og Jóni Gíslasyni,
og síðan hafi Grindavíkurbær
ákveðið að styðja hana fjárhags-
lega. Í bókun bæjarráðs er tekið
fram að styrkinn, að fjárhæð 150
þúsund kr., fái Sigríður fyrir fram-
úrskarandi ástundun og náms-
árangur og sú von látin í ljósi að
hann verði öðrum nemendum
hvatning til að leggja sig fram í
námi.
Eykur sjálfstæðið
Námið í Hong Kong tekur tvö ár
og felst í námi í sex mismunandi
erfiðum námsgreinum. Sigríður
segist til dæmis vera ákveðin að
velja nám í kínversku sem annað
tveggja tungumála. „Þarna eru
mjög vel menntaðir og góðir
kennarar og maður fær góða
menntun,“ segir hún. Þá er margt
annað sem fylgir náminu, nem-
endur þurfa meðal annars að taka
þátt í hjálparstarfi og boðið er upp
á ýmsa starfsemi í klúbbum og
íþróttir. Ekki spillir það heldur fyr-
ir, að mati Sigríðar, að skólinn
skipuleggur ferðalög um Kína. Hún
segist einnig hafa hug á að ferðast á
eigin vegum og kynnast kínverskri
menningu sem mest. „Þetta verður
mjög góð reynsla og eykur
sjálfstæði mitt að fara svona út á
eigin vegum. Ég vona einnig að
þetta framtak hvetji fólk á mínum
aldri til þess að mennta sig og að
það opni augu þeirra fyrir öllum
þeim möguleikum sem menntun
býður upp á.“
Sigríður vinnur í sumar við sund-
laugina á Tálknafirði. Hún er fædd
þar á staðnum og uppalin til tólf ára
aldurs en flutti þá með foreldrum
sínum til Grindavíkur. Segist hafa
haft áhuga á að endurnýja kynnin
við æskuslóðirnar fyrir vestan og
þetta sumar hafi eiginlega verið síð-
asta tækifærið til þess. En hún er
orðin spennt og hugsar um Hong
Kong alla daga. „Ég get varla beðið
eftir því að komast af stað, vildi
helst fara út á morgun,“ segir Sig-
ríður en verður að bíða fram undir
lok ágúst.
Sigríður Jónsdóttir, 18 ára Grindvíkingur, er að fara í alþjóðlegt stúdentsnám í Hong Kong
Get varla beðið eftir
því að komast af stað
Morgunblaðið/Finnur Pétursson
Grindavík