Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 17 ÞÚ LÆTUR ÞAÐ GERAST w w w .la nc om e. co m Hafðu með þér ilmvatn í sumarfríið Lancôme býður nú frábær tilboð á ilmvötnum Þú kaupir 30 ml ilm frá Trésor, Poeme eða Miracle og færð í kaupbæti tösku og 50 ml húðmjólk. Ef þú kaupir 50 ml ilm, færðu enn stærri tösku og 100 ml húðmjólk. Og fyrir herrann bjóðum við 50 ml Miracle ilm og í kaupbæti stóra snyrtitösku og 100 ml hár- og sturtusápu. Misstu ekki af þessum frábæru ferðatilboðum. Útsölustaðir um land allt. Meðan birgðir endastmeistar inn. is GULL ER GJÖFIN Forstjóri Vivendi Universal segir af sér FORSTJÓRI franska fjölmiðlaris- ans Vivendi Universal, Jean-Marie Messier, hefur ákveðið að segja af sér að ósk stjórnar fyrirtækisins, að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC. Fréttavefur CNN hefur það hins vegar eftir tals- manni Vivendis, Alain Delrieu, síð- ar í gær, að Messier væri ekki hættur og hefði ekki í hyggju að hætta. Jafnframt er haft eftir tals- manninum að örlög Vivendis réð- ust á stjórnarfundi í dag, miðviku- dag. Stjórn Vivendis kennir Messier um 80% lækkun sem orðið hefur á virði fyrirtækisins sem á nú í mikl- um fjárhagsörðugleikum. Ekki bætir úr skák að ásakanir um bók- haldsóreiðu hafa komið fram en slíkt hefur valdið enn frekara verð- falli á hlutabréfum félagsins. Undir stjórn Messiers varð Viv- endi Universal að öðru stærsta fjölmiðlunarfyrirtæki í heimi, en það framleiddi m.a. myndina „A Beautiful Mind“ og hefur á sínum snærum listamenn eins og U2, Em- inem, Elton John og Pavarotti. Sérfræðingar á fjármálamarkaði segja að afsögn Messiers gæti orð- ið til þess að Vivendi-samsteypunni verði skipt upp en aðstoðariðnaðar- ráðherra Frakklands, Nicole Font- aine, sagði hins vegar að ekki væri líklegt að fyrirtækið yrði klofið og engin ástæða væri til slíkra skipta. Til Vivendi Universal teljast Canal Plus í Frakklandi, Universal Music Group og Universal Studios í Bandaríkjunum auk afþreyingar- hluta USA Networks með Sci-fi- sjónvarpsstöðina og Home Shopp- ing Network í Bandaríkjunum inn- an borðs. Of mikið á of stuttum tíma „Ég hætti til að Vivendi Univer- sal geti haldið velli,“ sagði Messier í samtali við Le Figaro. „Ég reyndi að gera of mikið á of stuttum tíma.“ Jean-Rene Fourtou, varafor- stjóri lyfjafyrirtækisins Aventis, og Charles de Croisset, forstjóri franska bankans CCF, hafa verið nefndir sem eftirmenn Messiers. Messier var eitt sinn allra eft- irlæti í fjármálaheimi Parísarborg- ar en hefur nú mátt þola harða gagnrýni vegna stjórnunarstíls síns. INNKAUPASKRIFSTOFA Delta á Indlandi tók formlega til starfa hinn 1. júlí sl. Meginástæða fyrir stofnun hennar er að afla hráefna til þróunar og framleiðslu lyfja. Markmiðið með stofnun inn- kaupaskrifstofunnar er m.a. að skapa tengsl við aðra markaði í Asíu. Skrifstofan er staðsett í borginni Hyderabad og byggist starfsemi hennar meðal annars á því að finna áreiðanlega birgja til hráefniskaupa, gera úttektir á þeim og hafa milligöngu um að birgjar þrói og framleiði hráefni í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til gæða hráefna og framleiðslu á þeim samkvæmt evrópskum stöðlum og reglum. Delta hefur náð samkomulagi við þýska lyfjafyrirtækið Midas Pharmachemie GmbH um stofnun sérstakrar deildar innan fyr- irtækisins sem mun annast sölu- og markaðsmál fyrir Delta á skil- greindum markaðssvæðum er- lendis. Verður deildin rekin undir merkjum Medis og verður að- skilin frá öðrum rekstri Midas. Gert er ráð fyrir því að 3–4 starfsmenn muni starfa innan deildarinnar fyrst um sinn en for- stöðumaður hennar er Thomas Möller en hann starfaði áður hjá þýska lyfjafyrirtækinu Boehr- inger Ingelheim. Delta opnar skrifstofu á Indlandi Morgunblaðið/Kristinn Delta hefur stofnað söludeild í Þýskalandi og innkaupaskrifstofu á Indlandi. HÆTT hefur verið við samruna Den norske Bank og trygginga- félagsins Storebrand sem ákveðinn var í síðasta mánuði. Samkomulag náðist ekki um skiptihlutfall en DnB vildi lækka það úr hámarkinu 1,33 bréf í DnB fyrir hvert bréf í Store- brand í 1,2. Á sunnudagskvöld var ljóst að samruninn yrði ekki að veruleika. Samrunasamkomulagið átti sér langan aðdraganda. DnB bauð Storebrand til samrunaviðræðna fyrir rúmu ári til að freista þess að koma í veg fyrir að finnska fyr- irtækið Sampo yrði fyrra til að yf- irtaka Storebrand. Ljóst var að Storebrand þyrfti einhvers konar sameiningu við annað fyrirtæki þar sem afkoma fyrirtækisins hefur versnað. Samkomulag náðist loks í lok maí sl. og þá fór af stað áreiðanleika- könnun. Hún hefur staðið yfir síð- asta mánuðinn og hefur leitt nýjar staðreyndir um bæði fyrirtækin í ljós. Slíkt átti óháður þriðji aðili að rannsaka, samkvæmt samningi fyr- irtækjanna, en svo fór að DnB neit- aði að afhenda óháða aðilanum, Deloitte & Touche, sín gögn. Það voru m.a. upplýsingar um banka- hluta Storebrand, Finansbanken, sem gerði það að verkum að DnB vildi lækka skiptihlutfallið úr 1-1,33 í 1-1,2 en útlánastefna Finansban- ken og tap af henni var DnB ekki að skapi. Á fréttavef Dagens Næringsliv er greint frá því að stjórnarformaður Storebrand, Leiv Nergaard, hafi orðið fyrir vonbrigðum og að hans sögn var nokkuð langt í að samn- ingar tækjust. Forsvarsmenn Store- brand og hluthafar gátu ekki sætt sig við lækkað skiptihlufall og því tókst samruninn ekki. Stjórnarfor- maður Storebrand segir að staða fyrirtækisins sé vel viðunandi og vísar því frá að þörf sé á hlutafjár- aukningu þar sem annar samruni sé ekki í sjónmáli. Hætt við sam- einingu DnB og Storebrand EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur heim- ilað ríkjum í sambandinu að ábyrgjast tryggingar flugfélaga í löndunum til næstu fjögurra mánaða en trygging- arnar eru vegna stríðs og hryðju- verka. Vonast er til að hægt sé að finna varanlega lausn á þessum tryggingamálum í október nk. þegar samgönguráðherrar landanna hittast á fundi. Alþingi Íslendinga samþykkti fyrr á þessu ári lög sem gilda út þetta ár sem heimila ríkissjóði tímabundið að takast á hendur tryggingu eða end- urtryggingu á bótaábyrgð sem flug- rekendur kunna að baka sér gagnvart þriðja aðila vegna tjóns er hlýst af notkun loftfars vegna hernaðarað- gerða, hryðjuverka eða áþekkra at- vika, með síðari breytingum, eins og segir í skilgreiningu laganna. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að fjármálaráðuneytið hafi veitt Flugleiðum þessa ábyrgð í einn mánuð í senn og rann hún síðast út í lok júní. „Nú er staðan þannig að búið er að endurnýja ábyrgðina og við erum með hana til loka ágúst.“ Ríkisábyrgð Flugleiða til ágústloka Í FRÉTT sem birt var í gær um arð- semi eigin fjár lánastofnana og fyr- irtækja í verðbréfaþjónustu árið 2001 var ranglega farið með afkomu verðbréfasjóða og rekstrarfélaga þeirra. Réttilega var greint frá eign- arstöðu þeirra, en hún var 101 millj- arður króna um síðustu áramót og er þá miðað við sjóði sem skráðir eru hér á landi. Ranghermt var hins veg- ar að þeir hefðu tapað 2,5 milljörð- um. Hið rétta er að rekstrarfélög sjóðanna töpuðu samtals 2,5 milljón- um en rekstrarfélögin eru í eigu við- komandi fjármálafyrirtækja. Það sem snertir hlutdeildarskírteinis- hafa verðbréfasjóðanna eru vextir og verðbætur sem komu í hlut þeirra og námu samtals 8,5 milljörðum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting 8,5 ma.kr. til skírteinishafa ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.