Morgunblaðið - 03.07.2002, Page 20

Morgunblaðið - 03.07.2002, Page 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÖTÍU og einn fórst er tvær þotur rákust saman á flugi yfir Suður- Þýskalandi í fyrrakvöld. Var önnur þotan rússnesk, af gerðinni Tupolev 154, og með henni 69 manns, en hin var fraktflugvél af gerðinni Boeing 757, smíðuð í Bandaríkjunum, og með henni tveir. Allir sem voru um borð í vélunum fórust. Ekkert manntjón varð á jörðu niðri, þótt brennandi braki úr vélunum hafi rignt yfir stórt svæði við bæina Überlingen og Konstanz við Boden- vatn á landamærum Þýskalands og Sviss. Rússneska vélin var í eigu flug- félagsins Bashkirian Airlines og var á leið frá Moskvu til Barcelona á Spáni. Með henni voru 52 börn og unglingar frá sjálfstjórnarlýðveldinu Bashkortostan í sunnanverðum Úralfjöllum, og höfðu börnin unnið ferð til Spánar í verðlaun fyrir góða námsframmistöðu. Hópurinn átti að halda til Spánar á laugardaginn en missti af tengifluginu í Moskvu. Út- vegaði flugfélagið því hópnum aðra flugvél til fararinnar. Ítrekað beðnir að lækka flugið Fraktvélin var í eigu flutninga- félagsins DHL og var rekin af Bahrain Aviation. Flugmennirnir voru Breti og Kanadamaður. Vélin var á leið frá Bergamo á Ítalíu til Brussel í Belgíu. Áreksturinn varð í 35.300 feta hæð á svissnesku flugumferðar- stjórnarsvæði, og sagði Anton Maag, talsmaður svissnesku flugumferðar- stjórnarinnar, Skyguide, að báðar vélarnar hafi verið að lækka flugið úr 36 þúsund fetum til að forðast árekstur er þær skullu saman. Maag bætti við, að rússnesku flugmenn- irnir hefðu lækkað sig snöggt eftir að flugumferðarstjórar hefðu ítrek- að beðið þá um það. Boeing-þotan var búin árekstrar- vara, sem gaf flugmönnunum fyrir- mæli um að lækka flugið. Flugmönn- um er skylt að hlíta fyrirmælum er koma frá árekstrarvara. Rússneskir embættismenn fullyrða að Tupolev- vélin hafi verið með sams konar við- vörunarbúnað. Samkvæmt alþjóð- legum reglum ættu báðar vélarnar að hafa haft slíkan búnað, að sögn talsmanns Alþjóðasambands flug- félaga (IATA). Þvertaka fyrir mannleg mistök Maag sagði að flugumferðarstjór- inn í Zürich, sem fyrirskipaði rúss- nesku vélinni að lækka flugið um tveim mínútum áður en áreksturinn varð, hefði mikla starfsreynslu. Rússnesku flugmennirnir hefðu ekki lækkað sig fyrr en þeir höfðu verið beðnir um það þrisvar. Rússnesk flugmálayfirvöld þvertaka fyrir að mistök flugmanna hafi verið orsök árekstursins. Flugstjóri Tupolev- þotunnar hafi haft margra ára reynslu og talað ensku reiprennandi og hefði fullkomlega getað skilið fyr- irmæli um að lækka flugið. Patrick Herr, talsmaður sviss- nesku flugumferðarstjórnarinnar, sagði að ekki væri ljóst hvers vegna árekstrarvari Boeing-þotunnar hefði gefið fyrirmæli um lækkun þegar hin vélin hafi þegar verið farin að breyta stefnu til að forðast árekstur. „Gáturnar eru tvær,“ sagði Herr. „Í fyrsta lagi, hvers vegna brást flug- stjóri Tupolev-þotunnar ekki við taf- arlaust, og í öðru lagi, hvers vegna gaf sjálfvirki árekstrarvarinn í Bo- eing-þotunni líka fyrirmæli um lækkun.“ Sepp Moser, einn þekktasti flug- málasérfræðingur Sviss, sagði í gær að auk þessara tveggja þátta þyrfti að athuga hvað svissnesku flugum- ferðarstjórarnir hefðu gert. Sagðist Moser undrandi á því að svissneska flugumferðarstjórnin ætlaði einung- is að beina rannsókn sinni að árekstrarvara Boeing-þotunnar og viðbrögðum rússneska flugstjórans. Að sögn talsmanna DHL höfðu bæði flugstjóri og flugmaður Bo- eing-þotunnar mikla reynslu. Vélin hefði verið smíðuð 1990 og DHL hefði keypt hana af British Airways 1999. Hún hefði verið skoðuð reglu- lega, og engra bilana hefði orðið vart. Bashkirian Airlines gerir út átta Tupolev 154 þotur og flýgur aðallega innanlandsflug í Rússlandi og til fyrrverandi Sovétlýðvelda, auk leiguferða til útlanda. Vélar þessar- ar gerðar voru fyrst teknar í notkun 1972 og eru mikið notaðar af flug- félögum í Rússlandi og fyrrverandi Sovétlýðveldum, auk Kína og Aust- ur-Evrópulanda. Þoturnar tvær voru í 36 þúsund feta hæð þegar hættuástandið skap- aðist, en samkvæmt upplýsingum frá IATA var evrópskum reglum um lágmarks hæðarmun milli flugvéla er fljúga yfir 29 þúsund fetum breytt í janúar sl., þannig að lágmarkið er nú eitt þúsund fet, en var tvö þúsund fet. Ekki liggur ljóst fyrir hvort þetta var að einhverju leyti orsök slyssins, og talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Gilles Gante- let, fullyrti í gær að þetta hafi ekki skipt neinu máli. „Vandinn var sá, að flugvélarnar voru ekki þar sem þær áttu að vera,“ sagði Gantelet. Sjötíu og einn fórst með tveimur þotum er rákust saman á flugi yfir Suður-Þýskalandi Báðar voru að lækka flug- ið til að forðast árekstur      !""# # $ %& #%' '()*" +  , -./ +#0#+  123 4253667 89465:9 18946; %396 2<9 => ?1==             !  " # $   " % &  '  ("" ) $*"  " +      ," - " -'   .@ 9 =>  .   "" / )"     "   - "  0  "   12  " %   % "    .  0 3 4!!  Reuters Þýskir lögreglumenn á verði við lík, sveipað plastdúk, eftir að það fannst skammt frá slysstaðnum í gær. Überlingen, Genf. AFP, AP. Reuters Brak úr Tupolev-þotunni á slysstað. Brak úr vélunum dreifðist um stórt svæði. ÍBÚAR þýska bæjarins Überling- en vöknuðu upp við vondan draum aðfaranótt þriðjudags þegar flug- vélarnar tvær rákust á yfir bæn- um. Logandi braki rigndi yfir stórt svæði í og við bæinn og þyk- ir mikil mildi að enginn skuli hafa farist eða slasast alvarlega á jörðu niðri. Unglingur nokkur var upptek- inn við tölvuleik þegar hann heyrði sprenginguna. „Ég leit út um gluggann minn og sá nokkuð sem leit út eins og fjórir loft- steinar á leið til jarðar. Svo sá ég hvítt brak í einum loftsteininum og sagði við bróður minn að orðið hefði flugslys.“ Annað vitni, Walther Rosenberg, heyrði djúp- an hvell, eins og fallbyssuskot. „Fyrst hélt ég að um jarðskjálfta hefði verið að ræða,“ sagði hann. Um tólfhundruð lögreglumenn, slökkviliðsmenn og aðrir hjálp- arstarfsmenn gengu um svæðið í leit að líkum og braki úr vélunum tveimur. Talsmaður lögreglunnar sagði leitina hafa verið sér- staklega erfiða vegna þess að brakið féll á svæði þar sem mikið er um skóglendi og litla dali. Lögreglan í Überlingen heyrði af slysinu rétt eftir miðnætti og voru allir lögreglumenn bæjarins ræstir fram úr rúmum sínum. Þeir sem fyrstir mættu á slysstað lýstu aðkomunni eins og að koma í log- andi víti. „Við hófum þegar leit að eftirlifandi farþegum,“ sagði ung- ur lögreglumaður. „Ég trúði því allan tímann að við myndum finna einhvern á lífi.“ Hann segir vonir sínar hins vegar hafa farið dvín- andi eftir að hann fann fyrstu lík- in. „Þetta var allt ungt fólk á aldr- inum 15 til 20 ára,“ sagði hann. Logandi braki rigndi yfir bæinn Überlingen. AFP, AP. ÞRÁTT fyrir sívaxandi umferð í háloftunum eru árekstrar stórra farþega- og/eða vöruflutningavéla mun sjaldgæfari en aðrar tegundir flugslysa. Kemur þetta fram í rann- sókn sem bandaríski flugvélafram- leiðandinn Boeing lét gera fyrr á þessu ári. Milli áranna 1992 og 2001 eru að- eins tvö skráð flugslys af þessu tagi, hið fyrra árið 1992 í Líbýu og hið seinna í Nýju Delhí á Indlandi árið 1996, en samtals fórust 506 manns í slysunum tveimur. Á sama tíma fórust 6.922 í 31 flugslysi af öðrum toga, þar af 407 árið 2001. Rannsóknin tekur ekki til árekstra þar sem einungis áttu í hlut flug- vélar smíðaðar í Sovétríkjunum fyrrverandi þar sem erfitt er að safna öruggum upplýsingum þar að lútandi. Að sama skapi tekur hún ekki til árekstra minni flugvéla. Á sjöunda áratugnum urðu fjórir árekstrar í háloftunum, sex á átt- unda áratugnum og tveir á þeim ní- unda. Samtals fórust 1.317 manns í þessum tólf árekstrum, en mest manntjón í flugslysi af þessari gerð varð árið 1996 þegar Boeing 747 farþegavél frá Saudia flugfélaginu og Ilyushin 76 vöruflutningavél frá Kazakhstan Air rákust saman nærri Nýju Delhí á Indlandi en þá fórust 349 manns. Árekstrum stórra flugvéla hefur fækkað töluvert undanfarin tíu til fimmtán ár, að hluta til vegna þess að í flestum stórum flugvélum er nú búnaður sem fylgist með því hvort aðrar flugvélar eru hættu- lega nálægt og á að tryggja að slys eins og það sem varð á mánudag eigi sér ekki stað. Árekstrar í lofti afar sjaldgæfir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.