Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 21
Póstkortaleikur
ESSO
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands
A
B
X
/
S
ÍASkrifaðu okkur
Taktu þátt í póstkortaleik ESSO í sumar
og þú gætir unnið glæsilegt Coleman-fellihýsi!
HÆSTIRÉTTUR Chile hefur úr-
skurðað að Augusto Pinochet, fyrr-
verandi einræðisherra landsins, sé
ósakhæfur vegna andlegrar hnign-
unar og því verði ekki hægt að lög-
sækja hann fyrir dráp morðsveita á
tugum andstæðinga hans skömmu
eftir valdarán hans árið 1973.
Pinochet átti hundruð annarra
ákæra yfir höfði sér en líklegt er að
hann verði aldrei sóttur til saka fyrir
mannréttindabrot sem framin voru á
17 ára valdatíma hans þar sem úr-
skurðurinn kann að hafa fordæmis-
gildi. Lögfræðingar ættingja þeirra
sem voru drepnir ætla að halda
áfram málaferlum gegn öðrum þátt-
takendum í drápunum, en sögðu
viðbúið að öllum ákærum á hendur
Pinochet yrði hafnað.
Fjórir dómarar hæstaréttar kom-
ust að þeirri niðurstöðu í fyrradag að
Pinochet væri ósakhæfur vegna vit-
glapa, sem skertu dómgreind hans,
en einn dómari var á öndverðum
meiði. Pinochet er einnig haldinn
sykursýki og liðagigt, er með hjarta-
gangráð og hefur að minnsta kosti
þrisvar sinnum fengið vægt heila-
blóðfall.
Hæstiréttur Chile
Pinochet úrskurð-
aður ósakhæfur
Santiago. AFP.
ZANANA Gusmao, forseti Aust-
ur-Tímors (t.h.), og Megawati
Sukarnoputri, forseti Indónesíu, í
forsetahöllinni í Jakarta í gær
þegar Gusmao fór í fyrstu heim-
sókn sína til Indónesíu frá því að
hann varð þjóðhöfðingi. Gusmao
var í fangelsi í sjö ár í Indónesíu
vegna baráttu hans fyrir sjálf-
stæði Austur-Tímors en í þetta
sinn fékk hann höfðinglegar mót-
tökur hjá indónesískum ráða-
mönnum. Forsetarnir lögðu
áherslu á að efla þyrfti samstarf
landanna og gerðu lítið úr
ágreiningsmálunum.
Austur-Tímor varð sjálfstætt
ríki 20. maí, 26 árum eftir að
landið var innlimað í Indónesíu
með hervaldi.
AP
Gusmao
heimsækir
Indónesíu
TVÆR suður-afrískar þyrlur
luku í gær við að bjarga síðustu
mönnunum úr hópi rússneskra
vísindamanna sem voru um borð
í þýsku skipi sem situr fast í ís
við Suðurskautslandið. Voru
mennirnir fluttir um borð í
s-afrískt björgunarskip. Um
borð í þýska skipinu er nú að-
eins nauðsynleg áhöfn, en von er
á argentínskum ísbrjóti á föstu-
daginn er losa á skipið og koma
því í örugga höfn. Um borð voru
107 manns, og hafa 89 nú verið
fluttir í s-afríska skipið. Þýska
skipið hafði setið fast síðan um
miðjan júní, en það er ekki talið
vera í hættu. Björgunaraðgerðir
hafa gengið hægt vegna veðurs.
Suðurskautið
Björg-
un lokið
Jóhannesarborg. AFP.
Prófsteinn
á rússneskt
réttarkerfi
Rostov. AP, AFP
DÓMARAR í máli rússnesks herfor-
ingja, sem ákærður er fyrir að hafa
rænt og myrt unga tsjetsneska stúlku
árið 1999, frestuðu því að fella dóm og
sögðu hinn ákærða þurfa að gangast
undir nýtt geðlæknismat.
Herforinginn, Júrí Búdanov, hefur
viðurkennt að hafa myrt stúlkuna,
Elsu Kúngajevu, en segist hafa verið
haldinn stundarbrjálæði þegar glæp-
urinn var framinn. Rússar hafa fylgst
með málinu af miklum áhuga enda
líta margir á það sem prófstein á það
hvort rússnesk yfirvöld séu reiðubúin
að taka á þeim mannréttindabrotum
sem rússneskir hermenn hafa framið
í stríðinu í Tsjetsjníu.
Lögmaður fjölskyldu fórnarlambs-
ins fagnaði úrskurðinum, en lögmað-
ur og fjölskylda Búdanovs voru æf
enda höfðu þau búist við því að hann
yrði sýknaður. Búdanov hefur þegar
gengist undir tvö geðlæknispróf en
niðurstöður þeirra stönguðust á, sam-
kvæmt fyrra prófinu var hann heil-
brigður á geði þegar hann myrti
stúlkuna en samkvæmt því síðara var
hann haldinn stundarbrjálæði á þeim
tíma. Töldu dómararnir að þriðja
prófið væri nauðsynlegt til að skera
úr um andlegt ástand Búdanovs.
Rússneskir mannréttindafrömuðir
fögnuðu úrskurðinum en sögðu hann
bera þess merki að rússneskir dóm-
stólar væru ósjálfstæðir. „Ákvörðun-
in var tekin á efstu stigum,“ sagði
talsmaður mannréttindasamtaka.
„Hún sýnir berlega að stjórnvöld hafa
áhrif á dómstólana.“
Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir
Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar
Til þjónustu reiðubúnir!
Eitt númer - 511 1707
www.handlaginn.is
handlaginn@handlaginn.is