Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Menningardagskrá í Skálholti
HELGARTILBOÐ
Skálholtsskóli - Sumartónleikar í
Skálholtskirkju og Fornleifastofnun
bjóða upp á
sérstaka dagskrá
eftirfarandi helgar í sumar:
6.-7. júli, 13.-14. júlí, 27.-28. júlí.
Dagskráin felur í sér gistingu og fæði m.a. sögutengda
málsverði að hætti Valgerðar biskupsfrúar og Þorláks
biskups helga, fyrirlestur, leiðsögn um fornleifauppgröft-
inn, staðarskoðun, þrenna tónleika og hátíðarmessu.
Boðið er upp á sérstakt helgartilboð, kr. 8.900
Pantanir og upplýsingar í Skálholtsskóla,
sími 486 8870, netfang skoli@skalholt.is
ORKUVEITA Reykjavíkur ákvað á
síðastliðnu ári að efna til sam-
keppni um gerð listskreytingar í
nýjum höfuðstöðvum Orkuveit-
unnar á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Dómnefnd hefur nú lokið störfum
og mælt með fjórum verkum, þar
af tveimur til uppsetningar í hvolf-
rými, einu í skrifstofurými og einu
verki í tengigangi milli aðalbygg-
ingar og verkstæðisbyggingar.
Höfundar tillagnanna eru Hreinn
Friðfinnsson, Þór Vigfússon,
Svava Björnsdóttir og Finnbogi
Pétursson. Níu listamenn tóku þátt
í lokaðri samkeppni að tillögu for-
valsnefndar.
Það er mat dómnefndar að verk
Hreins, Kristall, byggist á einfaldri
og nútímalegri hugmynd sem falli
vel að hvolfrýminu í byggingunni.
Verkið tengi vel saman list og vís-
indi og sé hrífandi í einfaldleik sín-
um. Tenging verksins við hring-
snúning jarðarinnar og ferð
pendúlsins umhverfis skífuna sé
bæði einföld og snjöll hugmynd.
Það er mat dómnefndar að verk
Þórs, Lyftuverk, sem mælt er með
að útfært verði á lyftuvegg í mið-
rými hússins, sé sérstætt verk sem
muni gefa gólfrýminu líf og lit.
Verkið sé einfalt og lifandi. Það
byggist á frumlitum litrófsins.
Dómnefnd segir að verk Svövu,
Uppspretta, sé bæði sérstakt og
hrífandi. Verkið byggist á því að
reisa 25 metra háa súlu úr svörtu
slípuðu graníti gegnum hæðir, gólf
og loft í anddyrum vesturhluta
byggingarinnar. Verkið þykir fal-
legt sjónarspil sem gefur bygging-
unni ferskleika og fellur vel að
starfseminni.
Þá er það mat dómnefndar að
verkið Hringur eftir Finnboga sé
sjónrænt fallegt og frumlegt verk.
Notkun grunnforma náttúrunnar
með umbreytingu orkunnar úr
einu frumformi yfir í annað sé
bæði sérstök og frumlega útfærð.
Staðsetning verksins er hugsuð í
tengigangi byggingarinnar.
Niðurstaða dómnefndar byggist
ekki síst á því að þessi fjögur verk
mynda sterka og samstæða heild í
byggingunni þrátt fyrir ólíkar
skírskotanir og yfirbragð.
Loks mælir dómnefnd með því
við byggingarnefnd og stjórn
Orkuveitunnar að sá kostur verði
skoðaður í framtíðinni að útfæra
frekar og framkvæma tillögu
Finnu Birnu Steinsson, Hugarorku
I, sem gæti sómt sér vel í bygging-
unni. Útfæra þarf verkið frekar og
finna því hentugan stað.
Í dómnefnd sátu Ögmundur
Skarphéðinsson formaður, Jóna
Gróa Sigurðardóttir, Sveinn Krist-
insson, Ólöf Oddgeirsdóttir og
Guðjón B. Ketilsson. Trúnaðar-
maður dómnefndar var Ólafur
Jónsson.
Sýning á innsendum tillögum
stendur til 8. júlí í Perlunni, 4. hæð.
Skreyta höfuð-
stöðvar Orkuveit-
unnar með list
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, listamennirnir Finnbogi Péturs-
son, Hreinn Friðfinnsson, Svava Björnsdóttir og Þór Vigfússon og Ög-
mundur Skarphéðinsson, formaður dómnefndar.
ÞURSAR, skessur og álfar auk
mennskra manna, góðra og illra,
bregða á leik í söngleiknum Kol-
rössu sem leikfélagið Hugleikur
sýnir í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri á laugardagskvöld kl. 20.
Söngleikurinn hlaut góða dóma
síðasta vetur þegar hann var
sýndur í Tjarnarbíói og þurfti að
hætta sýningum þar fyrir fullu
húsi. Hugleikur hefur ákveðið að
leggja land undir fót og gefa
Norðlendingum kost á að sjá
þennan nýja íslenska söngleik. Að-
eins er mögulegt að sýna þessa
einu sýningu á Akureyri. Höf-
undur söngleiksins er dr. Þórunn
Guðmundsdóttir söngkona og leik-
stjóri er Eyfirðingurinn Jón Stef-
án Kristjánsson.
Söngleikurinn Kolrassa byggist
á ævintýrinu um Kolrössu krók-
ríðandi. Systurnar Ása, Signý og
Helga lenda í mannraunum í helli
þríhöfða þurs og reynir á hug-
rekki og kænsku Helgu til að ráða
úr vandanum. Verkið er gam-
anleikur með spennuívafi sem
höfðar jafnt til fullorðinna og
barna. Leikarar og söngvarar í
sýningunni eru sautján talsins og
hafa flestir mikla reynslu, enda
eru margir þeirra menntaðir í
tónlist. Meðal flytjenda eru Signý
Sæmundsdóttir og Þórunn Guð-
mundsdóttir óperusöngkonur.
Hljómsveitin Fermöturnar sér um
undirleik og er hún skipuð átta
hljóðfæraleikurum.
Sýningin fékk sérstakt hrós við
val Þjóðleikhússins á athyglisverð-
ustu áhugaleiksýningu ársins.
Hægt er að panta miða í síma
661-2525 eða með því að senda
tölvupóst á netfangið hug-
leik@mi.is. Miðaverð er krónur
1.600 fyrir fullorðna og 1.000 fyr-
ir börn.
Hugleikur er á leið norður með Kolrössu krókríðandi.
Kolrassa fer norður
SIGURÐI Bragasyni baríton-
söngvara og Hjálmi Sighvats-
syni píanóleikara hefur verið
boðið að halda tvenna tónleika
á listahátíðinni Rheinreise 2002
í Þýskalandi. Hátíðin er haldin í
borgunum Köln, Bonn, Kön-
igswinter, Andernach, Neu-
wied, Koblenz og Bingen en all-
ar standa þær við ána Rín.
Fyrri tónleikarnir verða í Kön-
igswinter í Nibelungenhalle 10.
júlí kl. 19.30 og þeir síðari í
Schumannhaus í Bonn 12. júlí á
sama tíma.
Á tónleikunum flytja Sigurð-
ur og Hjálmur efnisskrá sem
samanstendur af verkum eftir
Jón Leifs, Richard Wagner og
heimspekinginn Friedrich
Nietzsche en fæstir vita að
hann samdi fjölda sönglaga og
kórverka.
Aðdragandi tónleikanna er
sá að Sigurður og Hjálmur
héldu tónleika á sumarlistahá-
tíðinni í Bonn fyrir nokkrum
árum. Eftir tónleikana bað
Andreas Loesch forstjóri hátíð-
arinnar þá um að leita að þess-
um verkum eftir Nietzsche á
þýskum bókasöfnum og flytja
þau ásamt verkum eftir Rich-
ard Wagner og Jón Leifs á
Rheinreise 2002.
Það er skammt stórra högga
á milli hjá Sigurði því honum
hefur, ásamt Ólafi Elíassyni pí-
anóleikara, verið boðið að halda
tónleika í hinni virtu listamið-
stöð Kennedy Center for the
Performing Arts í Washington
25. febrúar næstkomandi.
Flytja þeir þar sömu efnisskrá
og þeir fluttu hér heima í Hafn-
arborg og svo í Carnegie Hall í
New York og Wigmore Hall í
Lundúnum í fyrra. Saman-
stendur hún af verkum eftir Pál
Ísólfsson, Jón Leifs, Piotr
Tsjajkovskíj og Modest Múss-
orgskíj.
Hjálmur Sighvatsson og
Sigurður Bragason.
Flytja lög
Nietzsches
í Þýska-
landi
SIGURÐUR Rúnar Jónsson,
Diddi fiðla, verður gestur Bláu
kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30.
Honum til fulltingis verða
söngkonurnar Aðalheiður
Borgþórsdóttir og Ingveldur
Ólafsdóttir. Diddi sýnir og spil-
ar á gömlu íslensku hljóðfærin;
– fiðlu og langspil, talar um
þau, sýnir myndir og syngur
gömul þjóðlög. Á dagskrá
verða mestmegnis gömul lög
við íslensk ljóð.
Diddi
fiðla í
Bláu
kirkjunni
FRÖNSK orgeltónlist er um
margt sérstæð og að nær öllu leyti
ólík þýska skólanum, sérstaklega er
varðar tónferli, hljóm- og formskip-
an og „registeringu“, þ. e. val radda,
er hefur áhrif á mótun blæbrigða.
Yfirleitt er frönsk orgeltónlist sér-
lega hljómræn og þar hafa César
Franck og Debussy haft áberandi
áhrif. Í stað raddfleygunar þýska
skólans, nota Frakkar mikið brotna
hljóma, sem eins konar undirleik (yf-
irleik) á móti einföldum og áberandi
stefjum. Hægir þættir eru oftlega
fallegar sóló-laglínur, með hljómsæt-
um undirleik, þar sem raddvalið hef-
ur mikið að segja. Form verkanna
eru oftast einföld og jafnvel aðeins
ABA og meira að segja fúgurnar eru
í raun oft ekki annað en hljómaleikur
og raddfleygunin oft miklu frekar í
anda rómantískrar hljómfræði en
konstrapunktískra vinnuaðferða.
Þessi sérkenni franskrar orgeltón-
listar bjóða upp á mikla leiktækni og
glæsilega og rismikla hljómskipan.
Allt þetta mátti heyra í verkum Dur-
uflé, sem Björn Steinar Sólbergsson
lék á fyrstu tónleikum sumarsins í
Hallgrímskirkju sl. sunnudag.
Fyrsta verkið var Forspil (prelúdía),
adagio og sálmtilbrigði op. 4, er tón-
skáldið tileinkaði kennara sínum,
Louis Vierne, enda er verkið mjög í
anda Francks, sem var kennari
Vierne. Þetta er langt og margbrotið
verk en á köflum sundurlaust í formi,
þar sem kaflaskipan bar oft of brátt
að og hefði Björn Steinar mátt und-
irbúa þessi skil, með smáseinkun,
eins og þegar líður að setningalok-
um. Að öðru leyti var verkið sérlega
vel flutt af Birni Steinari. Annað við-
fangsefnið var Forspil og fúga um
nafn Jehan Alain. Það er varla hægt
að kalla seinni kaflann fúgu, nema þá
að forminu til. Þrátt fyrir þetta er
verkið glæsilegt og eins og næsta
verk, Skersó op. 2, flutt á mjög skýr-
an máta. Lokaverkið var Svíta op. 5,
fallega hljómandi verk, fyllt upp með
glæsilegum tilþrifum og leiktækni-
brellum, er voru frábærlega vel út-
færðar af Birni Steinari.
Björn Steinar Sólbergsson er góð-
ur orgelleikari, teknískur og vandar
sérlega vel til verka, þar sem öllu er
vel til haga haldið, þó á stundum
vanti meiri ástríðu og hrynskerpu í
leik hans. Það var t. d. sérlega eft-
irtektarvert hversu raddskipanin
þjónaði því að gera tónmál verkanna
sem skýrast og að hvergi var ofgert í
styrk, svo að jafnvel pedalröddin
varð aldrei áberandi hljómfrek, eins
og oft vill verða hjá þeim er vilja
sýna pedaltækni sína, sem er sérlega
örugg hjá Birni Steinari. Það var
jafnvel ekki í glæsilegu niðurlagi
snertlunnar (tokkata), sem er þriðji
þáttur svítunnar, að Björn Steinar
ofgerði í styrk. Í heild var flutningur
Björns Steinars Sólbergssonar sér-
lega yfirvegaður og einstaklega
vandaður, enda er hann mjög tekn-
ískur orgelleikari, sem meðal annars
kemur hvað best fram í skýrri mótun
tónhendinga.
Yfirvegaður og
vandaður flutningur
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Björn Steinar Sólbergsson flutti fjögur
orgelverk eftir Maurice Duruflé. Sunnu-
dagurinn 30. júní, 2002.
ORGELTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson