Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. G RAFARHOLTIÐ, nýj- asta hverfi Reykjavík- ur, er óðum að byggj- ast upp. Þar er gert ráð fyrir 1.500 íbúðum í 4.500 manna byggð en hinn 1. des- ember síðastliðinn voru 224 íbúar skráðir í hverfinu. Á fasteignavef Morgunblaðsins fundust 390 eignir til sölu í Grafar- holtinu en gera má ráð fyrir því að einhverjar þeirra séu tvískráðar. Þannig fundust 96 eignir til sölu í Ólafsgeisla og eru þær af stærðar- gráðunni 166 fermetrar til 246 fer- metrar. Af þessum 390 eignum eru 128 undir 130 fermetrum að flatar- máli. Vilhjálmur Bjarnason, sölustjóri hjá fasteignasölunni Húsinu, segir að sala eigna í hverfinu hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel, þó finn- ist honum eftirspurnin aðeins hafa verið að aukast síðustu vikur. Hann segir að varla fáist íbúðir í hverfinu undir 120 fermetrum, það vanti minni íbúðir í hverfið. „Menn fóru af stað með svo miklum látum þarna, af svo mikilli bjartsýni,“ segir Vil- hjálmur. Þar sem það hafi litið svo vel út með hverfið í allri uppsveifl- unni rétt fyrir aldamótin hafi menn farið dýrar af stað en nauðsynlegt hafi verið. Lóðirnar hafi t.d. verið of dýrar og íbúðirnar of stórar. „Það var ákveðin vöntun á stærri íbúðum og góðum einbýlishúsum en það þurfti ekki að byggja heilt hverfi fyrir það,“ heldur hann áfram og bendir á að þeir verktakar sem hafi byggt minni íbúðir hafi ekki lent í erfiðleikum með að selja þær. Eitt- hvað sé um að bygging húsa hafi stöðvast þar sem byggingarverk- takar sjái ekki fram á að selja húsin á næstunni og einstaklingar hafi skilað lóðum í stórum stíl. Hverfi þurfi að vera uppbyggð þannig að framboð sé af húsnæði af öllum stærðargráðum. Þannig að fólk geti verið áfram í sama hverfi en stækk- að eða minnkað við sig. Stífir skipulagsskilmálar Kristinn Ragnarsson arkitekt, sem teiknaði nokkur húsanna í Graf- arvogi, segist vita af nokkrum bygg- ingafélögum sem hafi orðið gjald- þrota vegna þess að sveigjanleika hafi ekki gætt í skipulaginu. Hverfið hafi verið skipulagt á uppgangstím- um og það verði að taka með í reikn- inginn að efnahagsforsendur geti breyst. Borgin hafi sett mjög stífa skipulagsskilmála og bindandi byggingarlínur, t.d. gefið fyrirmæli um hver lengd húsanna eigi að vera. Síðan sé sett sem skilyrði að það eigi að vera bílageymsla undir öllum húsunum. Þá geti arkitektinn staðið frammi fyrir því vandamáli að eiga að teikna fjölbýlishús sem er 12 metrar á hvern kant þannig að flat- armál hverrar hæðar er 144 fer- 18–20 milljónir. Það er ákveðinn hópur sem get þessar íbúðir. Þegar verðið upp í slíka upphæð kaupir frekar einbýlishús eða raðh ir Kristinn. Hann segir byggingarverktakarnir hú undir 130 þúsund krónum metra verði ágóði þeirra enginn. „Ef þeir selja ekki i mánaða frá því að gengið e inu geta þeir látið banka þetta. Þá er fjármagnsk orðinn svo mikill. Í Grafarh stór hluti óseldur og er búi tilbúinn lengi. Svo er hætt sumum húsanna,“ segir Kr Einungis tímabundið á Vilhjálmur segist telja metraverð í Grafarholti sé t.d. í nýbyggingum í K Hærra lóðargjald hafi ek metrar. Þá verði mjög erfitt að teikna inn íbúðir sem eru minni að flatarmáli. „Gegnumsneitt er þetta þannig að það er erfitt að gera mjög litlar íbúð- ir. Undanfarið hefur verið unnið að því að lagfæra þetta, það er búið að taka átta mánuði að heimila auka- íbúðir að hluta til í húsunum,“ segir Kristinn. Í skipulagsskilmálum borgarinnar hafi verið kveðið á um fjölda íbúða. Engin frávik frá því hafi verið leyfð í upphafi en síðar hafi skilmálarnir verið rýmkaðir all- verulega sem hafi tekið langan tíma. Söluverð fyrir fermetra í nýbygg- ingum sem eru afhentar án gólfefna er 130 þúsund krónur, að sögn Kristins og þýðir það að 130 fer- metra íbúð er komin upp í 17 millj- ónir. Við það bætist 1–1,5 milljónir fyrir bílageymslu. „Þetta eru þá eignir í fjölbýlishúsum á verðlaginu Mikill fjöldi stórra húseigna er til sölu í Grafarhol Vantar minni           !   " # $   %  !     &   '      0 ) ,)' 5! )   424   7 *# 54 )  7  & # 75 )   26 ! -  5    5  #&##  7 )   4!7   -  6!    5!   6)(') 21 )   11 1   Í Grafarholti er mikið af óseldu húsnæði. Ástæðan er sögð að markaðurinn taki ekki við svo stóru húsnæði. Nína Björk Jónsdóttir komst að því að nokkur dæmi eru um að bygg- ingaverktakar hafi orð- ið gjaldþrota þar sem dýrt er að liggja með óselt húsnæði sem safnar vöxtum. Fast- eignasalar sögðu að áhugi kaupenda væri þó að aukast. HELGA Bragadóttir, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, segir að gefin hafi verið upp hámarksstærð húseigna í vesturhluta Graf- arholtsins, sem fyrst var byggður upp, en verktakar hafi sótt um að byggja enn stærri fasteignir. Fyrir tveimur árum hafi verið ásókn í stórar fjölbýlishúsaíbúðir og ein- býlishús en það hafi breyst þegar sam- dráttur í efnahagslífinu hófst. Við skipulag austurhluta hverfisins hafi verið tekið tilllit til þeirrar gagnrýni sem komið hefur fram varðandi skipulagsskil- mála í vesturhlutanum. Lóðum í austurhluta holtsins var úthlutað þegar bygging vest- urhlutans var komin nokkuð á leið. Helga segir að einnig hafi verið unnið að því að fjölga íbúðum, þannig hafi íbúðum í austurhluta verið fjölgað um allt að 180. Helga segir að í upphafi hafi verið gert ráð fyrir 751 íbú áramót hafi skoðað með möguleikann hafi leitt í lj á austursvæ að 5% fjölgu stæðakröfum samþykktar en bíða nú s Helga seg þess, upp að ástandið get leggja til lan ákveðin umh hverfi sem þ tíðar hvað sn einnig að gæ sömu gerð íb Verktakar vildu by Um 1.800 íbúðir í 5.000 manna byggð. Hverfið er 100 hektarar. Byggðin er að mestu í 55–95 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti: Deiliskipulag: 900 íbúðir. Austurhluti: Deiliskipulag: Um 930 íbúðir. Þjónusta: Tveir grunnskólar. Þrír leikskólar. Íþróttasvæði í Úlfarsárdal. Hverfamiðstöð með matvöru- og sérvöruversl- unum og annarri þjónustu. Kirkja og safnaðarheimili. Hverfisverslun. Grafarholt VINNUTÍMI UNGLÆKNA LEIKIÐ ÍSLENSKT SJÓNVARPSEFNI Í síðustu viku var skýrslan „Leikiðíslenskt sjónvarpsefni: – Staða,horfur og möguleikar“ formlega kynnt. Í skýrslunni, sem unnin var á vegum Aflvaka hf, er lagt mat á stöðu leikins íslensks efnis í sjónvarpi, fram- tíðarhorfur þess að öllu óbreyttu og bent á úrræði og gildi þess að styrkja þetta svið. Skýrslan var unnin fyrir til- stuðlan Bandalags íslenskra lista- manna, Félags kvikmyndagerðar- manna, Framleiðendafélagsins SÍK og Kvikmyndasjóðs Íslands og veitti Tóm- as Ingi Olrich menntamálaráðherra henni formlega viðtöku. Í skýrslunni er m.a. vakin verðskuld- uð athygli á því að engin íslensk sjón- varpsstöð hafi sem stendur bolmagn til að halda uppi stöðugri framleiðslu vandaðra leikinna sjónvarpsmynda, og að eins og möguleikum til fjármögnun- ar er nú háttað á þessu sviði bendi margt til þess að hlutur innlends leik- ins sjónvarpsefnis minnki að öllu óbreyttu, en hlutur erlends efnis sem endurspeglar fremur veruleika fólks annarsstaðar aukist að sama skapi. Jafnframt er sjónum beint að þeirri staðreynd að framleiðsla leikins sjón- varpsefni á þjóðtungu sé mikilvægur þáttur í því að varðveita mál og menn- ingu. Óhætt er að taka undir það sjón- armið enda hefur sjónvarpsáhorf orðið að sífellt veigameiri dægradvöl á heim- ilum landsmanna á undanförnum árum og krafan um að sá heimur sem þar birtist áhorfendum endurspegli að drjúgum hluta íslenskt samfélag hlýtur að teljast réttmæt og mikilvæg. Hugmynd um að setja á stofn Sjón- varpsmyndasjóð, en Bandalag ís- lenskra listamanna og forsvarsmenn kvikmyndagerðarmanna lýsa sig í skýrslunni fylgjandi henni, er um margt áhugaverður kostur til eflingar framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni. Slíkur sjóður gæti orðið til þess að hvetja allar sjónvarpsstöðvar til að framleiða leikið efni í auknum mæli, auk þess sem hann myndi hafa „gríð- arleg, jákvæð áhrif á íslensk kvik- myndafyrirtæki sem mörg hver eiga undir högg að sækja,“ eins og segir í skýrslunni. Þá eru „ótalin þau jákvæðu áhrif sem aukið fé til gerðar innlendra sjónvarpsverka gæti haft á allar tengd- ar listgreinar, svo sem leiklist, tónlist og myndlist“ – en þau margfeldisáhrif hljóta að vega nokkuð þungt í menning- arstarfsemi landsmanna. Í þessu sambandi er því sérstaklega ánægjulegt að menntamálaráðherra skuli hafa tekið undir mikilvægi þess að leita leiða við að gera leikið sjón- varpsefni að uppsprettu ekki aðeins menningarlegra verðmæta, heldur einnig fjárhagslegra. Við móttöku skýrslunnar vísaði hann til fjárfestinga í vísindum sem skilað hafa efnahags- legum ávinningi og sagði telja að það væri „ástæða og grundvöllur fyrir því að leita samstöðu um það að fjárfesta með sambærilegum hætti í framtíðinni í menningarmálum, í þeirri sannfær- ingu, að það muni skila sér bæði til menningargeirans, og í efnahagslegum verðmætum til þjóðarinnar.“ Það viðhorf sem lýsir sér í þessum orðum Tómasar Inga er til marks um vaxandi skilning stjórnvalda á þeim efnahagslega ávinningi sem öflug menningarstarfsemi skilar þjóðar- búinu. Mikilvægt er að sá vöxtur sem verið hefur í kvikmyndageiranum á Ís- landi undanfarna tvo áratugi haldi áfram og skili sér til þjóðarinnar með sem fjölbreyttustum hætti. Áhersla á framleiðslu leikins íslensks sjónvarps- efnis fyrir tilstilli Sjónvarpsmynda- sjóðs gæti gegnt lykilhlutverki í því sambandi, þar sem hlúð væri að list- sköpun á breiðum grunni auk þess að skerpa tilfinningu landsmanna fyrir landi sínu og þjóðararfi í samtímanum. Svonefndir unglæknar hafa undan-farnar vikur átt í útistöðum við forsvarsmenn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og heilbrigðisráðherra vegna kjaramála og þá ekki sízt þess vinnutíma, sem af þeim er krafizt. Í grein, sem birtist hér í blaðinu 22. júní sl. eftir Hjalta Má Björnsson, um- sjónarlækni neyðarbíls Landspítalans segir hann m.a.: „Undirriti unglæknir ráðninga- samning við sjúkrahús í dag, sam- kvæmt samningnum, hefur stofnunin fullt vald til þess að krefjast þess að viðkomandi vinni 12 sólarhringa sam- fellt án einnar mínútu í hvíld. Að morgni nýs dags eftir samfellda 24 klst vinnu er unglækni þar að auki gert að þiggja laun samkvæmt dagvinnutaxta, ekki er lengur greitt yfirvinnukaup þar sem kominn er nýr dagur.“ Hjalti Már segir að mál þetta sé fremur farið að snúast um mannrétt- indi en kjarabaráttu. Fyrir nokkrum dögum sendu Sig- urður Guðmundsson landlæknir og Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnu- eftirlits ríkisins, bréf til heilbrigðis- ráðherra, þar sem þeir segja brýnt að hvíldartímaákvæði, sem almennt gilda á vinnumarkaði nái einnig til ung- lækna og lækna í framhaldsnámi. Þeir segja að þetta sé nauðsynlegt bæði vegna öryggishagsmuna almennings og vinnuverndar. Það er auðvitað ljóst, að það vinnu- kerfi, sem unglæknar hafa þurft að starfa eftir árum ef ekki áratugum saman gengur þvert á öll ríkjandi við- horf nú um stundir. Við hverju getur sjúklingur búizt, sem verður að una því að örþreyttur og svefnlítill unglæknir fjalli um mál hans? Það er svo augljóst, að almanna- hagsmunir krefjast þess, að hér verði breyting á, að unglæknar eiga ekki að þurfa að standa í löngum deilum um mál sem þetta. Öryggi í meðferð sjúklinga á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi er einfald- lega ekki tryggt með þessu úrelta vinnufyrirkomulagi. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að niðurskurður í rekstri sjúkrahúsa á Íslandi hafi gengið of langt og jafnframt hefur blaðið lýst þeirri sannfæringu að landsmenn væru tilbúnir til þess að borga hærri skatta til þess að tryggja viðunandi heilbrigðisþjónustu fremur en að horfa upp á afleiðingar niðurskurðarins ár eftir ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.