Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 27 hafi legið hvaða hönnuður átti að hanna hvert hús. Einnig hafi verið bannað að setja aukaíbúðir í húsin sem gerði mörgum erfitt fyrir. Margir fari út í að byggja án þess að hafa alveg efni á því en bjargi sér fyrir horn með því að leigja út frá sér í ákveðinn tíma. Kristinn segir að gleymst hafi að taka með í reikninginn að efnahags- ástandið gæti breyst til hins verra. „Það var ekki byggt inn í skipulagið að markaðurinn gæti farið niður. Margir byggingarverktakar eiga mjög bágt og eru einhverjir komnir á hausinn. Þarna eru mjög stórar og dýrar eignir sem seljast ekki nema á góðæristímum. Stór hluti þeirra er óseldur. Menn buðu hátt til að fá lóðir, síðan kom samdráttur og sitja þeir fastir því þeir geta ekki minnk- að við sig. Til viðbótar þurfa þeir að borga umframgatnagerðargjöld. Þeim er þrýst upp í að byggja stórt þarna og þá koma umframgatna- gerðargjöld. Það hjálpast allt að skipulagið hefur ekki verið nógu sveigjanlegt,“ segir Kristinn. Þungur róður fyrir byggingarverktaka Grétar Már Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska byggingar- félagsins, segir að hljóðið sé frekar þungt í mörgum byggingaverktök- um. „Hljóðið í okkur er ekkert slæmt, reyndar höfum við ekki náð að selja neitt af þessu enn þá en er- um að klára þetta núna. Það voru sumir verktakar hérna sem réðu greinilega ekkert við þetta. Þeir fara örugglega illa á þessu því það seldist svo seint og fjármagnskostn- aður er svo mikill. Menn héldu að þeir gætu selt allt á teikningum og á byggingarstigi en það er víst ekki hægt,“ segir Grétar. Íslenska bygg- ingarfélagið byggir fjögur tvíbýlis- hús í Grafarholtinu og er einnig með eina sex íbúða blokk, sem ekki hefur verið byrjað á. Hann segir að mikið sé þó spurt um fasteignirnar núna. „Okkar mat var að lóðirnar hafi verið aðeins of dýrar en það er ekki aðalatriðið heldur skipulagið. Þetta er of stórt, það er aðalpunkturinn,“ segir Grétar. Hann segir að bygg- ingarréttinum hafi verið úthlutað þannig að menn höfðu vissa há- marksstærð. Byggingaverktaki hafi borgað sama verð fyrir lóðina hvort sem hann fullnýtti byggingareitinn eða ekki. Flestir hafi þar af leiðandi byggt alveg upp í hámarksstærð. Menn vilji fá sem mest fyrir fjárfest- ingar sínar. Mistök að búið var að semja við arkitekta við úthlutun Aðspurður hvort við skipulagsyf- irvöld sé að sakast, segir Grétar Már að ekki sé hægt að benda á einn eða neinn í því sambandi „Þetta var allt skipulagt í bullandi meðbyr og góðæri. Það sem hefur verið að er að erfitt hefur verið að breyta þessu eftir á og minnka íbúðirnar. Meg- inmistökin voru, að mínu mati, að búið var að setja arkitekta á lóðirnar þegar við keyptum þær. Það var mjög slæmt mál. Arkitektar eru misjafnir og eftir á að hyggja fannst mér þetta verst. Arkitektarnir gera sér enga grein fyrir byggingar- kostnaði. Við erum litlir aðilar og gerum þetta meira og minna sjálfir þannig að kostnaðurinn hefur ekki rokið upp úr öllu valdi. En svo eru þeir sem láta aðra gera allt fyrir sig og hafa þurft að borga hátt verð. Þess vegna hefur mörgum fyrir- tækjum gengið illa hérna. Við höfum aldrei verið jafn bundnir af arkitekt og í þessu verkefni. Þeir setja eitt- hvað niður á blað og við verðum að sætta okkur við það og hafa það þannig,“ segir Grétar Már. Hann segir einkennilegt að byggingarétt- ur sé seldur með þeim skilmálum að ákveðinn arkitekt teikni húsin á hverjum byggingarreit. Mikið hefur verið rætt um lóða- verð í hverfinu og segir Grétar það hafa dregið úr sölunni. „Fólk hélt að það væri allt svo dýrt hérna. Það var ekki aðalvandamálið, framlegðin réð alveg við þetta en neikvæð umræða spillir fyrir og svo hefur borgin aldr- ei almennilega kynnt hverfið.“ Grétar segist vera bjartsýnn á að húsin seljist þegar þau verða tilbúin, segir að áhugi hafi aukist til muna undanfarnar vikur. Einhverjir hafi dregið úr framkvæmdum en Ís- lenska byggingarfélagið hafi tekið þann pól í hæðina að klára húsin al- veg. Húsin eru afhent fokheld að innan, eða lengra komin og tilbúin að utan með fullkláruðu plani. Hann segir að fermetraverðið sé frá 75–90 þúsund krónum á fermetra. „Þetta er stórkostlegur staður og stórkost- leg hús. Við erum alveg við golfvöll- inn þannig að það verður aldrei byggt neitt þarna fyrir framan.“ sér í verðinu. Vilhjálmur er bjart- sýnn á að salan taki kipp á næstunni. „Hamrahverfið í Grafarvogi lenti í svipuðum hremmingum á sínum tíma en það er vinsælasta hverfið í Grafarvoginum í dag. Þar var skilað inn lóðum og verktakar fóru á haus- inn, það vildi enginn vera þar. Því segi ég að þetta sé einungis tíma- bundið, bara ákveðið ástand sem skapast,“ segir Vilhjálmur. Hann telur að neikvætt umtal hafi orsakað hve illa gengur að selja eignir í hverfinu frekar en að hverfið sé slæmt. „Fólk er yfirleitt mjög hrifið af hverfinu, þarna er gott útsýni. Ég fór þarna í vetur og skoðaði snjóinn og annað, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir hann. Vilhjálmur segir að framkvæmdir í Grafarholtinu hafi strax fengið nei- kvæðan stimpil, t.d. vegna þeirra skilmála sem borgin hafi sett. Fyrir r aðeins tur keypt ð er komið r fólk sér hús,“ seg- að selji úsin mikið m á fer- lítill sem innan 8–9 er frá hús- ann hirða kostnaður holtinu er ið að vera að vinna í ristinn. ástand a að fer- svipað og Kópavogi. kki skilað ltinu, sem hefur skapað byggingaverktökum mikil vandræði i íbúðir í hverfið               &   '()*+*   ,**(- .()*+/)$, +01(*(    0:' , ') 5 )   6625   B ') 1 )   !!5!   / 7 !     5!   %)!' -  6    5!   +) )'   " %     "  Morgunblaðið/Árni Sæberg verið gagnrýnt þegar of mikið er af einsleit- um fjölbýlishúsum. Í austurhlutanum er ver- ið að brúa bilið milli gömlu blokkarinnar og einbýlishússins með nútímalegu fjölbýli með kostum sérbýlis.“ Tilraun sem heppnaðist vel Aðspurð um hvers vegna hafi verið ákveð- ið að ráða arkitekta áður en nokkrar lóðir suðvestan í hlíðinni í vesturhlutanum voru boðnar út, segir Helga að um ákveðna til- raun hafi verið að ræða. „Þetta voru nýstár- legar húsagerðir sem var verið að leggja til og oft á tíðum er hafður sá háttur á að sami hönnuður teikni ákveðnar þyrpingar. Þarna var ákveðið að fara í hæfnisval á sínum tíma og velja góða hönnuði til að gefa ábendingu um góða hönnun og hvata fyrir hverfið.“ Helga segir að tilraunin hafi heppnast vel. úð í austurhluta en eftir síðustu deiliskipulagið verið endur- það fyrir augum að bjóða upp á n að fjölga íbúðum. Sú skoðun ós möguleika á 128 íbúða fjölgun ði og var gefinn möguleiki á allt un til viðbótar að uppfylltum bíla- m. Þessar tillögur hafa verið í skipulags- og byggingarnefnd amþykktar borgarráðs. ir að við skipulag sé litið til ð ákveðnu marki, að efnahags- ti breyst. „Við erum að skipu- ngs tíma. Við höfum haldið í hverfisgæði og erum að búa til þarf að vera vel samsett til fram- nertir íbúðagerðir. Við þurfum æta þess að ekki sé of mikið af búðahúsnæðis. Það hefur einmitt yggja stórt SKRÁÐUR ungbarnadauði er meiri og ævilíkur styttri þar sem einkarekstur er mestur í heilbrigð- isþjónustu, að því er fram kemur í grein sem Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, ritar í grein í júníhefti Læknablaðsins. Greinin fjallar um heilsufar fólks með til- liti til ólíkra rekstrar- forma heilbrigðisþjón- ustunnar og er hluti af greinaröð Ólafs í Læknablaðinu um rekstur heilbrigðis- þjónustu sem hann byggir á upplýsingum frá OECD-löndunum. „Það sem ég er í raun að gera er að bera saman upplýs- ingar frá OECD-lönd- unum um kostnað heil- brigðisþjónustunnar eftir því hvort meiri- eða minnihluti hennar er rekinn í gegnum einkarekstur,“ segir hann. Ólafur skiptir ríkjunum í þrennt, samkvæmt skiptingu OECD, og segir hann að í ljós hafi komið að kostnaður heilbrigðisþjónustunnar er meiri eftir því sem einkarekstur er meiri. Samkvæmt skiptingunni er Ís- land í hópi með Norðurlöndum að Finnlandi undanskildu, auk Bret- lands, Japans, Ítalíu, Lúxemborgar og nokkrum öðrum ríkjum. Í þessum hópi er hlutfall einka- reksturs af heildarkostnaði við heil- brigðisþjónustu að meðaltali 14,2% og kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu af vergri landsframleiðslu 7,97%. Barnadauði 5 ára og yngri er 5,7 á hverja 1.000 íbúa, ævilíkur karla 75,9 ár og kvenna 81,7 ár. Í næsta hópi er hlutfall einka- reksturs af heildarkostnaði rúm 25% og barnadauði 6,6 á hver 1.000 börn. Í þriðja hópnum, þar sem hlutfall einkareksturs er tæp 38%, eru hins vegar 8 skráð tilfelli barna- dauða á hver 1.000 börn, að því er fram kemur í grein- inni. Meiri aðsókn í ókeypis mæðra- og ungbarnavernd Aðspurður um ástæður hærra hlut- falls af ungbarna- dauða í ríkjum þar sem einkarekstur heil- brigðisþjónustu er umfangsmeiri bendir Ólafur á að líkleg skýr- ing sé sú að aðsókn í mæðra- og ungbarna- vernd sé meiri þar sem þessi þjónusta sé ókeypis og einkarekst- ur er með minna móti en í þeim ríkj- um þar sem greiða þarf fyrir þjón- ustuna og einkarekstur heilbrigðisþjónustu er oft með meira móti. Almennt telur Ólafur að þar sem samfélagsþjónustan sé viðamest sé heilsugæsluþjónustan öflugri með öflugu samstarfi heil- brigðisstétta. Þannig sé forvörnum og aðstoð við aldraða betur sinnt en í læknastofum í einkarekstri. Í greininni bendir Ólafur á að í löndum þar sem einkarekstur vegi þungt, til dæmis í Bandaríkjunum, búi tæp 20% af börnum og fullorðnu fólki ekki við neinar tryggingar og verði því frekar útundan varðandi ungbarnavernd, mæðravernd og bólusetningar. Ungbarnadauði í mörgum fátækrahverfum stórborga vestrænna ríkja sé því svipaður og hjá þróunarríkjunum. Tíðari ungbarna- dauði þar sem einkarekstur er mestur Fyrrum landlæknir fjallar um rekstur heilbrigðisþjónustu og heilsufar í Læknablaðinu Ólafur Ólafsson nina@mbl.is LÍNA.NET hf. sér um uppsetningu á nýju sameiginlegu símkerfi fyrir allar stofnanir Landspítala – há- skólasjúkrahúss, en uppsetningin hefur tafist þar sem einn þáttur kerfisins virkaði ekki rétt við álags- prófanir á skiptiborði. Að sögn Ingólfs Þórissonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna hjá Landspítala – háskólasjúkra- húsi, var samið við Línu.Net um uppsetningu á nýju símkerfi í kjöl- far útboðs fyrir rúmu ári og gildir samningurinn til sjö ára. Lína.Net kemur til með að reka kerfið og leigja spítalanum aðgang að því fyr- ir tæpar þrjátíu milljónir á ári. Ingólfur segir að kerfið sé sett upp samhliða gömlu kerfunum og ætlunin sé að skipta yfir í aðalkerfið upp úr miðjum júlí. „Það var stefnt að því fyrr en það hefur margt orðið til þess að tefja það,“ bætir hann við og segir að virkni skiptiborðsins hafi ekki verið sem skyldi. Hann telur að ekki hafi orðið mikil röskun á símaþjónustu Land- spítala við þessa töf, þar sem gömlu símkerfin séu enn uppi og í raun sé óbreytt ástand frá því sem var. Hann segir það mikilvægt að kerfið komist formlega í gang sem fyrst, en gömlu kerfin uppfylli ekki leng- ur þær kröfur sem gerðar séu. „Það er ýmislegt hægt að gera í þessu nýja kerfi. Það verður hægt að veita betri upplýsingar á skiptiborði, þar sem hægt verður að tengja kerfið við dagbækur manna og stimpil- klukkur. Þannig að það verður í framtíðinni hægt að sjá það hverjir eru inni í húsi og hverjir ekki.“ Eiríkur Bragason, framkvæmda- stjóri Línu.Net, segir að verkefnið sé þríþætt. Að hans sögn lauk fyrsta þætti kerfisins í nóvember á síðasta ári en hann fólst í uppsetn- ingu á símstöðvum og samtengingu þeirra fyrir allar starfsstöðvar Landspítala sem eru 21. „Síðan var það áfangi númer tvö sem gekk út á að tengja alla spítalanna inn á þetta símkerfi. Þetta var verkþáttur sem starfsmenn spítalans unnu ásamt starfsmönnum okkar. Það varð töluverður dráttur á þeim hluta sem olli því að álagsprófanirnar, sem eru síðasti hluti verksins fóru mun seinna í gang en áætlað var,“ bendir Eiríkur á. Tafir hafa orðið á uppsetningu nýs símkerfis Landspítala Kerfið tekið form- lega í notkun um miðjan júlí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.