Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 30
UMRÆÐAN
30 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
E
INU sinni var mér
sögð sagan af
Sveini. Hann var
afar góður karl, og
þegar hann var orð-
inn aldraður og farinn að nálgast
dauðann var lítil stúlka í fjöl-
skyldunni skírð í höfuð honum,
Sveinsína. Sveinsína hafði alla
kosti afa síns, einstakt gæðablóð,
og þegar hún var komin að fótum
fram var ákveðið að einn niðja
hennar skyldi bera nafn hennar
og var því skírður Sveinsíníus.
Sveinsíníus var sjómaður, og svo
slysalega vildi til að hann fórst á
sjó frá ófrískri konu sinni og þeg-
ar dóttir leit dagsins ljós var hún
auðvitað látin bera nafn föður
síns, Sveins-
íníusína. Ég
veit ekki
hvort þessi
saga er sönn;
það skiptir
kannski ekki
máli; – hún gæti vel verið það,
aðrar eins furður þekkjast vel
þegar Íslendingum eru gefin
nöfn.
Mér þótti alltaf vænt um nafnið
mitt, enda skírð í höfuðið á ömmu
minni, Bergþóru, sem ég elskaði
afar heitt. Að pabbi minn skyldi
heita Jón fannst mér líka gott;
einfalt og þjóðlegt og ekki þykir
mér minna vænt um hann. Svo
var amma mín líka Jónsdóttir
eins og ég, þótt Jónarnir væru
ekkert skyldir og kæmu hvor úr
sínu sjávarplássinu.
Þegar ég var lítil prísaði ég
mig alltaf sæla, fyrir að heita
hvorki Lofthæna né Freðsvunta,
og þegar ég var einhvern tíma að
þakka móður minni fyrir það,
sagði hún mér, að ég hefði reynd-
ar verið skírð millinafninu
Fimmsunntrína, en það hefði
bara gleymst að segja mér það.
Fimmsunntrína var sem sé sú
sem fæddist fimmta sunnudag
eftir trínitatis. Ég trúði þessu
ekki lengi, en þó fór þessi stríðni í
taugarnar á mér; – þetta hefði
nefnilega alveg getað verið rétt;
það eru jú mörg sérstök nöfn í
fjölskyldunni. Langafi minn
norður í landi var til að mynda
skírður Garibaldi, í höfuðið á
ítölsku frelsishetjunni. Ég furða
mig oft á því hvernig langalangafi
minn og -amma gátu látið sér
detta annað eins nafn í hug, og
ekki síður hvernig þau höfðu haft
spurnir af ítölsku frelsishetjunni
lengst norður á hjara Íslands. En
mér þykir vænt um þetta nafn, og
ég gleðst yfir því að margir ætt-
ingja minna hafa látið það lifa í
nöfnum barna sinna.
Í ættum mínum að vestan eru
sannarlega mörg sérkennileg
nöfn, bæði Ebeneser og Efemía,
þótt nánustu forfeður mínir það-
an hafi bara heitið Jón og Mar-
grét. Í Kjósarleggnum heita karl-
arnir Ólafur, Guðmundur og
Magnús, en konurnar Kristín og
Úlfhildur. Úlfhildarnafnið þótti
einhvern tíma frekar ósmart, en
mér þótti það alltaf sérstaklega
fallegt og kraftmikið og hikaði
ekki við að nefna dóttur mína
Úlfhildi eftir að við foreldrar
hennar höfðum mátað það við
hana í nokkrar vikur. Ekki að það
væri endilega í höfuðið á ein-
hverri formóðurinni, heldur bara
til að halda góðu nafni við.
Mörg íslensk nöfn eru mjög
„spes“; – og talandi um spes, – þá
finnst mér eiginlega furðulegt að
enginn nútímamanneskjan skuli
hafa endurlífgað kvenmanns-
nafnið Spes, komið úr latínu eins
og kærleiksnafnið Karítas, og
þýðir von. Spes hefur líka þessa
tvíræðu merkingu í dag, – Spes
er von, en líka sérstök.
Það þykir alltaf tíðindum sæta
þegar mannanafnanefnd kveður
upp dóma sína um það hvaða nöfn
skuli leyfð í íslensku máli og hver
ekki. Í það minnsta gína fjöl-
miðlar yfir þessum fréttum og slá
þeim gjarnan upp. Eins og aðrir
les ég þessar fréttir af miklum
áhuga, og ýmist lofa nefndina
fyrir réttvísi og skynsemi, eða
verð alveg yfir mig gáttuð á for-
sjárhyggjunni. Mér fannst alveg
sanngjarnt að leyfa ekki að lítil
stúlka fengi að heita Satanía, en
finnst alveg ómögulegt að önnur
skuli ekki fá að heita Blær. Hvað
gæti nú verið svo slæmt við það?
Jú, það er karlkyns, að mati
nefndarinnar. En hverju skiptir
það, þegar fjöldi íslenskra
mannanafna ber annað kyn en
manneskjan sem ber nafnið? Eitt
elsta nafnið þessarar náttúru er
Sturla; – sem er kvenkyns, – rétt
eins og Erla, en er karlmanns-
nafn. Svo eru það Sigmar og
Dagmar, Auður og Höður. Leyft
er að skíra drengi Blæ, og þá tek-
ur það karlkynsfallbeygingu:
Blær-Blæ-Blæ-Blæs. Karl-
mannsnafnið Sturla tekur hins
vegar kvenkynsbeyginu: Sturla-
Sturlu-Sturlu-Sturlu. Einstöku
sinnum heyrir maður fólk eiga í
vandræðum með þetta og segja
Sturli, en ég held að engum dytti
í hug að taka nafnið úr notkun
fyrir þau glappaskot. En hvers
vegna ekki Blær? Þetta fallega
nafn hlýtur að geta þrifist í ís-
lensku máli sem kvenmannsnafn.
Það fannst í það minnsta Halldóri
Laxness, sem gaf það dularfullu
stúlkunni sem spilaði á píanóið í
Brekkukotsannál. Þótt nöfnin
Sturla og Erla séu hvort tveggja
kvenkyns og fallbeygist sam-
kvæmt því, þá taka Sigmar og
Dagmar hvort sína beyginguna
eftir kyni. Það gæti Blær einfald-
lega líka gert og samt fallið vel að
íslensku máli. Í bókinni Nöfnum
Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran
og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni
er nafnsins getið sem kven-
mannsnafns sem beygist Blær-
Blæ-Blæ-Blær, en einnig bent á
aðra beygingu þágufalls og eign-
arfalls sem er ljómandi falleg:
Blævi-Blævar. Það er óskilj-
anlegt að mannanafnanefnd skuli
ekki ekki geta séð í gegnum fing-
ur sér við þá foreldra sem kjósa
að gefa dóttur sinni þetta fallega
og fullkomlega eðlilega kven-
mannsnafn. Eitt er að banna
ónefni eins og Sveinsíníusínu og
Sataníu, en annað að hafna góð-
um og gildum nöfnum á afar
hæpnum forsendum. Auðvitað
þarf mannanafnanefnd að hlíta
ákveðnum reglum en að hengja
sig í þær af slíkri óbilgirni verður
henni aldrei til farsældar.
Blær
nafna
„Mér fannst alveg sanngjarnt að leyfa
ekki að lítil stúlka fengi að heita Sat-
anía, en finnst alveg ómögulegt að önn-
ur skuli ekki fá að heita Blær. Hvað
gæti nú verið svo slæmt við það?“
VIÐHORF
Eftir Bergþóru
Jónsdóttur
begga@mbl.is
Í ÞJÓRSÁ eru tvær
stórvirkjanir, en áætl-
anir um nokkrar í við-
bót, sumar þeirra á
næstu árum. Í Þjórsá
eru tvö lón, Bjarnalón
ofan Búrfells og Sult-
artangalónið stóra á
Gnúpverjaafrétti.
Áætlanir eru um fleiri
lón, frægast þeirra
Norðlingaöldulón á
Fjórðungssandi, sem
nær inn í friðlandið
sem kennt er við
Þjórsárver. Stórhuga
athafnamenn hafa allt
frá tímum Einars
Benediktssonar haft
mikinn vilja til þess að temja
Þjórsá og virkja, breyta henni og
koma afli hennar í verð. Aldrei
hafa breytingarnar þó verið jafn
örar og nú. Tveir fossar í Þjórsá
eru svipur hjá sjón af vatnsleysi,
Tröllkonuhlaup og Þjófafoss. Far-
veg Tröllkonuhlaups má sjá í Þjóð-
lendugöngu tvö á vegum Ferða-
félagsins og þar er einnig farið hjá
Þjófafossi. En í Fossagöngu FÍ
meðfram Þjórsá í Norðurleit og
Gljúfurleit sjáum við nokkra af
fegurstu fossum landsins eins og
þeir líta út þar sem Þjórsá er enn í
sínu rétta eðli og í farvegi sínum
úr Hofsjökli.
Kjálkavers- eða
Hvanngiljafoss
Í Bjarnalækjarbotnum í Norð-
urleit hefst Fossagangan. Fyrsta
sem fyrir augu ber er Bjarnalæk-
urinn þar sem sá vatnsmikli lækur
kemur fullskapaður og eins og upp
úr þurru undan Flóamannaöldu.
Við uppsprettu Bjarnalækjar er
fjallmannaskáli Norðurleitar-
manna. Innan við Miklalæk, litla
bergvatnsá um miðja Norðurleit,
hallar niður að Þjórsá. Kjálkavers-
foss er fyrsti foss í röð fjölmargra
fossa sem sjá má á gönguleiðinni í
Þjórsá sjálfri og þverám henar.
Kjálkaversfoss heitir Hvanngilja-
foss á máli Rangæinga en smalar á
Gnúpverjaafrétti hafa helst tengt
örnefnin sínu aðaláhugamáli og
lifibrauði, sauðkindinni, en látið
rómantíkina lönd og leið. Kjálka-
ver er stór grasfláki í Norðurleit-
inni. Í Kjálkaveri lágu úti í viku ill-
viðri, tveir fjallmenn á nítjándu
öld, þeir Gísli á Hæli og Ólafur á
Skriðufelli. Þótti afrek að þeir
komust af.
Fossarnir í Dynk
Frá Kjálkaversfossi er stutt
ganga að Dalsá, vatnsmestu þverá
Þjórsár á þessu svæði, enda hefur
hún langan aðdraganda allt inn
undir Kerlingafjöll. Á einum stað
fellur hún í þröngum klettastokki,
þar heitir Hlaupið. Fræknustu
menn hafa hlaupið það, en aðrir
skyldu ekki reyna. Dalsá þarf að
vaða, en á henni er gott vað.
Framan við Dalsá er Kóngsásinn,
hásæti og valdastóll fjallkóngs
Gnúpverja, sem skipar hirð sinni í
leitir út frá ásnum, en þaðan sér
vítt yfir. Suðaustanundir ásnum er
fossinn Dynkur, 38 metra hár og
er í raun margir fossar. Dynkur er
fegursti foss landsins, ef gengið er
að honum vestanmegin, það er af
Gnúpverjaafrétti. Hann fellur
fram af mörgum stöllum og mynd-
ar fossakerfi. Þar eru fögur form
og margreytilegir regnbogar, eins
og litagos þegar sólin skín.
Nafnlaus og fáum kunnur
Ófærutangi er þar sem Hölkná
rennur í Þjósá og myndar tangann
milli ánna. Þangað rennur sauðfé.
Tanginn er mjór og ekki reiðfær,
gangandi smalar fara þá einu leið
sem fær er fram og tilbaka og
sömu leið förum við. Þar er gljúfur
og breiður en nafnlaus slæðufoss
og er hann fallegasti foss landsins,
eins og Dynkur. Innan við Ófæru-
tanga eru efstu skógarleifar við
Þjórsá, en þangað innúr náðu
krækluskógar hinir fornu. Annar
foss er ofar í Hölkná.
Geldingatangi, nafnið enn eitt
dæmi um áherslur Gnúpverja í
nafnavali, og hvernig sauðféð átti
svæðið og hug bænda, er þar sem
Geldingaá rennur í Þjórsá. Í Geld-
ingaá eru líka slæðufossar. Leit-
arkofinn Trantur stendur við ána.
Stall af stalli í Gljúfurleit
Gljúfurleitin er gróðursæl dal-
kinn, berja- og blómabrekka á
móti sól, sem liggur í mörgum
stöllum niður að Þjórsá. Gljúfur-
leitarfoss er framan við Geldinga-
tanga, þar sem Þjórsá fellur í einu
lagi af 28 metra háum stalli og er
Gljúfurleitarfoss því einn af stór-
fossum landsins. Kjálkaversfoss,
Dynkur og Gljúfurleitarfoss eru
mjög ólíkir fossar, hver þeirra ein-
stakur. Í Gljúfurleit er landslag og
gróðurfar sérstakt og fjölbreytt.
Gamall fjallkóngur Gnúpverja,
Sigurgeir frá Skáldabúðum, taldi
það viku verk hið minnsta að
skoða Gljúfurleitina svo gagn væri
að.
Síðasti spretturinn í Fossagöngu
Ferðafélagsins er upp frá Þjórsá
með Gljúfraá. Og ekki er að sökum
að spyrja. Við blasir enn einn foss-
inn, nafnlaus, en hár og fagur, í
djúpu gljúfri. Gengið er stall af
stalli í dæmigerðu landslagi Gljúf-
urleitar og upp á einn af þeim
efstu þar sem er fjallmannakofi
Gljúfurleitara. Á þessum stalli
endar gönguferð okkar á stað þar
sem sést langt inn eftir Þjórsá.
Bílvegur er frá skálanum til
byggða, sá er vondur og ekki far-
andi nema á fjallabílum. Vegurinn
liggur víðast nokkuð langt frá
ánni. Hjallarnir taka við af Gljúf-
urleitinni. Þeir eru þó breyttir frá
því fyrr á tíð vegna þess að Sult-
artangalón Landsvirkjunar nær
langleiðina inn undir Gljúfurleit.
Bátar eiga þar betur við en göngu-
skór. En gönguleiðin okkar innar
með Þjórsá sem við kjósum að
kalla Fossagöngu, er hinsvegar
ósnortin og langt frá alfaraleið.
Því hafa sárafáir enn séð þau nátt-
úruundur sem raða sér upp eftir
allri Þjórsá eins perlur á snúru.
Fossagangan verður farin um
verslunarmannahelgina, laugardag
og sunnudag. Nánari upplýsingar
fást hjá Ferðafélagi Íslands.
Fossaganga Ferðafélags
Íslands með Þjórsá
Sigþrúður
Jónsdóttir
Ferðalög
Sárafáir hafa enn séð,
segja Björg Eva
Erlendsdóttir og
Sigþrúður Jónsdóttir,
þau náttúruundur
sem raða sér uppeftir
allri Þjórsá.
Höfundar eru Björg Eva Erlends-
dóttir, fréttamaður hjá RÚV, og Sig-
þrúður Jónsdóttir náttúrufræðingur.
Björg Eva
Erlendsdóttir
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI Samfylking-
arinnar, Björgvin G.
Sigurðsson, fer mik-
inn í grein sem hann
ritar í Morgunblaðið
26. júní síðastliðinn.
Þar gagnrýnir hann
Sjálfstæðisflokkinn
harðlega, segir hann
eina flokkinn á land-
inu sem stundi það að
sitja í kjördeild og
fylgjast með kosn-
ingaþátttöku borgar-
anna. Björgvin hefur
um þessa iðju mörg
stór orð og er ekki
ástæða til að hafa það
eftir. En þar sem hann gegnir nú
því ábyrgðarfulla embætti að vera
framkvæmdastjóri Samfylkingar-
innar væri réttara að hann kynnti
sér betur hvað hans eigin flokks-
menn hafast að áður en hann sting-
ur niður penna og for-
mælir öðrum
stjórnmálaflokkum
með þvílíkum hætti og
hann gerir í umræddri
grein.
Samfylkingin sat í
kjördeild í Hvera-
gerði
Framkvæmdastjór-
anum til upplýsingar
er rétt að það komi
fram að við nýliðnar
sveitarstjórnarkosn-
ingar í Hveragerðisbæ
sátu fulltrúar frá Sam-
fylkingunni í kjördeild
og skráðu samvisku-
samlega hvaða Hvergerðingar
greiddu atkvæði og hverjir ekki.
Það er spurning hvort sami háttur
hafi verið hafður á í fleiri sveit-
arfélögum? Það væri réttara að
framkvæmdastjórinn kannaði
framkvæmd kosningabaráttu í sín-
um eigin ranni áður en hann
geysist fram á ritvöllinn með því-
líkum yfirlýsingum og áðurnefnd
grein er uppfull af.
Af pólitík
persónunjósnanna!
Aldís
Hafsteinsdóttir
Pólitík
Það væri réttara að
framkvæmdastjórinn,
segir Aldís
Hafsteinsdóttir,
kannaði framkvæmd
kosningabaráttu
í sínum eigin ranni.
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórn Hveragerðis-
bæjar.