Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Með Þórði í Odda, eins og hann hét í Ög- urvíkinni, er mikill öð- lingur genginn fyrir ætternisstapann. Einn- ig fer þar síðasti Ögur- víkingurinn og verðug- ur fulltrúi þess fagra mannlífs sem þar var lifað á fyrri hluta síðustu ald- ar. Þórður í Odda var fæddur og upp- alinn á Strandseljum í Strandselja- vík, sem er næsta vík innan við Ög- urvík við Djúp. Hann var af miklu kjarnafólki kominn og kippti sjálfur rækilega í kynið. Hann var einn af prýðilegustu mönnum, sem Djúp hef- ir alið, og fremstur meðal jafningja í því mikla mannvali, sem þá var um þær slóðir, en nú er um götur gengið. Leið Þórðar lá til sjávar á ung- lingsárum hans og lengi síðan. Um fermingaraldur gerðist hann háseti á báti föður síns, Þorskinum, en honum stýrði þá Helgi Guðmundsson, kenndur við Unaðsdal á Snæfjalla- strönd, og síðar gekk að eiga Guð- rúnu, systur Þórðar. Að dómi föður þess, sem þetta ritar, var Helgi einn slyngasti siglingamaður við Djúp á þeim tíma. Þótti að vísu glannafeng- inn á stundum, en aldrei kátari en þegar mest sauð á keipum. Átján ára gamall tók Þórður við formennsku á Ásu, skipi Hermanns Björnssonar í Ögurnesi. Sjálfs sín í útgerð varð Þórður um 25 ára aldur og æ síðan meðan hann dvaldi í Ög- urvík, eða til árs 1944. Lengst af sótti hann sjóinn á báti sínum Sleipni, sem smíðaður var af hinum þekkta báta- smið Fali Falssyni í Bolungarvík. Hlekktist Þórði aldrei á enda afar fyrirhyggjusamur og þekkti Djúpið eins og lófann á sér og veðrabrigði þess. Í júní 1943 brann húsið í Odda til kaldra kola á örskotsstundu. Flutti Þórður þá til Ísafjarðar árið eftir með ÞÓRÐUR ÓLAFSSON ✝ Þórður Ólafssonfæddist á Strand- seljum 5. október 1902. Hann lést á Hrafnistu, DAS í Hafnarfirði, 20. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 2. júlí. fjölskyldu sína. Voru þá raunar taldir dagar þeirra sem sjósókn stunduðu í Ögurvík því einskipa réð Hermann á Barði ekki við flutning afla til Ísafjarðar eða Súðavíkur og aðdrætti, en fiskverslun lagðist af í Ögurvík í stríðsbyrj- un, þegar fiskmóttöku- skip hófu kaup á sjáv- arfangi og fluttu ísað og óunnið á markað á Bretlandi, enda salt- fiskmarkaðir þá lokað- ir. Á Ísafirði hafði Þórður stuttan stanz og fluttist búferlum til Reykja- víkur 1947. Var þá lokið sjómennsku hans. Gerðist hann iðnverkamaður lengst af þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þórður var um sína daga afburða heilsuhraustur. Trúlega aldrei mis- dægurt unz elli kerling kom honum af fótum á tíræðisaldri. Hann var jafnlyndur og glaðlyndur en skap- maður mikill þótt vel með færi. Harðsnúinn dugnaðarforkur og lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þórður var tæpur meðalmaður á hæð, en mjög þrekinn kraftamaður, enda kominn undan árinni frá bernskudögum. Hann var góðviljað- ur mannasættir og höfðingi heim að sækja og þau hjón bæði, Kristín og hann. Stína og Þórður í Odda voru eitt í huga þeirra sem til þeirra þekktu frá bernskudögum sínum. Kristín var glaðlynd afbragðsmann- eskja og mikið jafnræði með þeim hjónum. Þegar þeim, sem hér heldur á penna, verður hugsað til æsku sinnar í Ögurvík skipa Þórður og Stína í Odda æðsta sess næst á eftir foreldr- um hans, Salóme og Hermanni á Svalbarði. Samgangur milli bæjanna var mikill og bar aldrei skugga á samskipti nágrannanna. Agi með góðvild var heimilisbragur í Odda. Er greinarhöfundi minnisstætt þegar sló í brýnu milli unglinga á loftinu í Odda, þar sem Þórður var að setja upp lóðir á skarsúðinni. Þegar við lá að keyrði um þverbak sagði Þórður stillilega: Látið ykkur falla börn. Og allt datt þegar í stað í dúnalogn. Þórður var æðrulaus svo af bar, á hverju sem gekk. Tvisvar varð sá, sem hér heldur á penna, vitni að still- ingu hans. Í fyrra sinni er við borð lá að bát hans ræki upp í Innri-Klamp- irnar rétt utan við Óbótatangann í of- viðri og miklum öldugangi. Og ekki haggaðist hann að heldur er heimili hans í Odda brann til ösku. Í minningunni ríkir mikil heiðríkja yfir mannlífi í Ögurvík. Þar er gott að hafa alizt upp undir handarjaðri hjónanna í Odda, að segja má, því svo náinn var skrifari því heimili öll æskuárin og einkavinur Helga, sonar þeirra. Þeim, sem varð þeirrar gæfu að- njótandi að hafa kynnzt manni á borð við Þórð í Odda og eignast hann að fóstra og vini, er þakklæti efst í huga er leiðir skilja. Fyrir þakklætinu hlýtur söknuðurinn að víkja enda var vinurinn saddur lífdaga nær aldar- gamall. Hann naut ágætrar umönn- unar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar, sem ávallt fyrr, var hann ánægður með hlutskipti sitt og lagði öllum, sem um hann sinntu, hið bezta orð, en kvartaði aldrei. Þær verða ekki fleiri ferðir okkar Helga, sonar hans, á Þorláksmessu að heilsa upp á gömlu kempuna. Allt hefir sinn endi, en minningin um af- bragðshjónin í Odda, Þórð og Stínu, mun ekki fyrnast né fölna þótt langt um líði. Ættmennin frá Svalbarði í Ögur- vík senda fólkinu frá Odda dýpstu samúðarkveðjur með þökk fyrir liðna tíð. Sverrir Hermannsson. Þórður móðurbróðir minn var nær jafngamall öldinni, fæddur 1902. Hann fæddist á Strandseljum í Ög- urhreppi. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Guðríður Hafliðadóttir og Ólaf- ur Þórðarson. Strandsel var ekki stór jörð. Amma og afi hófu þar búskap árið 1899 en höfðu áður búið tvö ár á Hjöllum. Þegar amma tók við búr- lyklunum úr hendi Halldóru, konu Baldvins Jónssonar (en þau voru for- eldrar Jóns Baldvinssonar), sagði hún: „Það ætla ég að vona, Guðríður mín, að búskaparár þín hér á Strand- seljum verði færri en mín.“ En hún bjó þar í 15 ár. Amma bjó þar nú samt í 45 ár, en afi dó 1933. Afa mínum og ömmu búnaðist samt vel á Strandseljum. Þar var ætíð matur í búri og fiskur í hjalli. Og ekki þurftu gestir og gangandi að kvarta yfir móttökunum, en margir komu við á Strandseljum sem leið áttu inn Djúp úr Ögri eða þá út í Ög- ur. Börnin urðu sjö, sem upp komust. Þórður var sá þriðji í systkinaröðinni. Hann þótti þegar á unga aldri rösk- leikamaður til allra verka, bæði til sjós og lands. Faðir hans reri til fiskj- ar og var fyrsti bóndinn við Djúp, sem setti vél í bát. Það var árið 1906. Það var vor í lofti í Djúpinu á þeim árum og unga fólkið leit bjartsýnt til framtíðar. Guðrún, systir Þórðar, hóf búskap með manni sínum, Helga Guðmundssyni í Unaðsdal. Bróðir Þórðar, Hafliði, fór á Hvanneyri og bjó að Garðsstöðum. Þórður var og vart kominn á þrítugsaldur, þegar hann hafðí eignast bát og hóf að gera út úr Ögurvíkinni. Hann kvæntist Kristínu Helgadóttur frá Skarði og þau reistu sér hús í Ögurvík, er hann nefndi Odda. Brátt kom að því, að hann sótti sjó á eigin trillu, og var hann þá í náinni samvinnu við Hermann Her- mannsson, sem einnig reisti sér hús (Svalbarð) skammt frá Odda og gerði út trillu þaðan. Þeir Þórður og Her- mann verkuðu fiskinn heima, og skiptust svo á að fara með hann út á Ísafjörð. Þótt siglingin sé ekki löng úr Ögurvíkinni út í Skutulsfjörð get- ur oft verið þar veðrasamt, einkum á vetrum. En Þórður stýrði trillu sinni ætíð heilli í höfn. Flestum mönnum kunni hann betur að stýra báti, þótt aldan svarraði við bóg og borðstokk. En þessu tímabili í ævi Þórðar lauk, er húsið í Odda brann 1943. Leið hans og fjölskyldu hans lá út á Ísafjörð. Eftir stríðið var engin leið til baka. Trillubátaútgerð lagðist niður í Djúpinu. Frá útgerðarstöðunum við Djúp voru gerðir út æ stærri bátar og loks togarar. Eftir að hafa sótt sjóinn á bátum frá Ísafirði lá leið Þórðar suður. Þar var ætíð jafngott að koma til þeirra Þórðar og Kristínar, því að þau reistu sér skála um þjóðbraut þvera, fyrst við Grettisgötu og síðan við Njálsgötu. Börnum og unglingum leið vel í návist þeirra. Viðmót Krist- ínar einkenndist af hljóðlátum skiln- ingi, en Þórður ræddi öll mál af ein- urð og hreinskilni. Oft átti ég innhlaup hjá þeim og ætíð var mér jafnvel tekið, jafnvel þótt dvölin teygðist eitthvað í tímann, og hef ég aldrei getað þakkað það nógsamlega. Það hefur ætíð verið mér uppörvun að hugsa til Þórðar frænda míns og konu hans, Kristínar. Nú hefur Þórður frændi minn kvatt okkur að liðinni langri ævi. Blessuð sé minning hans. Arnór Hannibalsson. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 #    7  2- 8-99 : 5 *#$; +*  *     ++    &         !      010 2 " ( <   +" ( <  '<(  ( <  3 5< " ( < ,      '    (  12. 9.  . &./9   & * + 0"=> ." +  *  #!    10   - ! "     2#   !      /00 &' ( 6   60 1   !  &" !&'  !  2 *" 2  & &'  !  ( 60 &  !  ( "&'  !     ' ?! + ,              . .& . 8-99  "! 0"; 7 ' # * 3   "   4    $   +   - ! & 5   *#" : 5 !" )  !  - '" (    .1  *)  !  * 2&   "#'"@ !  6 60 6 6 60 , ) (                           '   8 . .  ' <7 ' #  5  <:  " 0 "%A  " #   3   "   6      $    +   3#  "!     2426 ! , 7                  / . 8-99   "      '             10     ! 5  (  '" 25   25  & !* & # !  6 60  0"60    0"6 , ) (      .  39-. ' </  5 " ) '4 B% +* * 8    &   '   &!            . * ! ,       .  2-  66!    0 "C  *     8       ++   &      9"       &    & !       00 %   &   "   ' " "#  . ''  *  3#  "! !#   *#" "#5 ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.