Morgunblaðið - 03.07.2002, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞEIR Íslendingar eru til sem skrifa
talsvert í blöð um kosti þess að Ís-
land gangi í Evrópusambandið. Um-
ræðan á að sjálfsögðu að vera frjáls í
þessum efnum, en eitt er það þó sem
mér þykir sérstaklega ógeðfellt við
skrif sumra þessara manna. Það
hefur nefnilega komið nokkuð oft í
ljós, að þeir eru sumir hverjir á mála
hjá Evrópusambandinu. Það er ekki
hægt að kalla það öðru nafni. Þeir
starfa á vegum sambandsins og tala
máli þess, en rita samt greinar eins
og þeir séu að tala fyrir íslenskum
hagsmunum í þessum efnum. Oft
hefur mér blöskrað þessi fram-
ganga, sem mér þykir tvöföld í
meira lagi. Ég get tekið eitt dæmi.
Síðastliðið haust birtist stór grein í
Mbl. undir fyrirsögninni „Skundum
til Brussel og treystum vor heit“.
Öll var greinin merkt venjulegum
áróðri Evrópusambandssinna, að
Ísland væri að missa af hamingju-
lestinni og við yrðum að fara að
drífa okkur inn á kærleiksheimilið
stóra. Undir greininni stóð svo, að
höfundur væri starfsmaður hjá
framkvæmdastjórn ESB í Brussel,
en greinina mætti samt ekki túlka
sem opinbert álit framkvæmda-
stjórnarinnar!
Það má vel vera að greinin hafi
ekki túlkað það álit beinlínis, en höf-
undur hennar hefur samt mjög lík-
lega skrifað sig upp í meiri náð hjá
yfirboðurum sínum með henni.
Hann er varla metinn minna við
hirðina í Brussel eftir að hafa gefið
þennan vitnisburð um þjónustulund
við miðstjórnarvaldið þar. Og ef til
vill er pennaleikurinn ekki síst til
þess gerður að vinna sig í álit þar.
Skoðun fyrirsögn greinarinnar
aðeins betur. Í einu ættjarðar- og
sjálfstæðisljóði okkar segir:
„Skundum á Þingvöll og treystum
vor heit“. Þaðan er fyrirsögnin tekin
en Brussel er sett í stað Þingvalla.
Hverskonar hugsun er það hjá ís-
lenskum manni, sem þykist jafnvel
tala fyrir íslenska þjóðarhagsmuni,
að vitna í íslenskt ættjarðarljóð með
þessum hætti! Ég fæ ekki séð að sú
hugsun sé sérlega íslensk. En hins-
vegar er trúlega sá sannleikur í fyr-
irsögn þessari, að íslenskir Evrópu-
sambandssinnar séu með Brussel
innra með sér nákvæmlega þar sem
aðrir Íslendingar eru með Þingvöll.
Það er að segja í hjartastað. Sagan
segir okkur hvað gerðist þegar ís-
lenskir hirðmenn Noregskonungs
hlýddu lénsdrottni sínum á kostnað
lands og þjóðar. Nú virðist svipuð
staða uppi þar sem nýir hirðmenn
ganga um og vilja að þjóðin treysti
einhver heit í Brussel.
Hverskonar heit skyldu það eiga
að vera? Spyrji hver sjálfan sig að
því!
Gætum okkar á öllum sem koma
fram sem þjónustumenn erlends
valds. Slíkir menn hafa aldrei orðið
Íslands hamingju til framdráttar.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Hirðmenn
Evrópusambandsins
Frá Rúnari Kristjánssyni:
NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu
fréttatilkynning frá Geðlæknafélagi
Íslands þar sem kvartað var yfir
niðurskurði á fjárveitingum til geð-
heilbrigðismála. Þar segir m.a. að
staðreyndin sé „sú að á sl. 5 árum
hefur rúmum á móttökudeildum
geðsviðs fækkað úr 85 í 57,“ og að
þetta sé afleiðing niðurskurðar á
geðsviði sem nemur „nær 300 millj-
ónum frá árinu 1998“. Þetta eru slá-
andi tölur, ekki síst í ljósi þess að
fólk sem þjáist af geðsjúkdómum er
venjulega ekki í aðstöðu til þess að
hafa áhrif á svona ákvarðanir auk
þess sem enn ríkja miklir fordómar í
samfélaginu gegn slíkum sjúkdóm-
um. Ef eitthvað er að marka tölur
frá Bretlandi þá eru geðsjúklingar
þeir fyrstu sem fórnað er á altari
niðurskurðar í ríkisfjármálum.
Ég hef þurft að kljást við þung-
lyndi síðan um 1990. Árið 1988 starf-
aði ég fyrir Rauða kross Íslands í
Eþíópíu en varð fyrir því óláni að
veikjast illa og í kjölfar þess fylgdi
þunglyndi sem ég þjáist enn af.
Þetta hefur valdið gríðarlegri rösk-
un á lífi mínu og hef ég misst töluna
á fjölda þeirra ára sem ég hef bók-
staflega misst af. Fjölskyldan mín
hefur líka gengið í gegnum miklar
hremmingar sökum veikinda minna
enda er mjög erfitt að þurfa að lifa
með einstaklingi sem svo mánuðum
eða árum skiptir talar ekki um ann-
að en að hann langi að deyja.
Ástæða þess að ég fjalla á opin-
berum vettvangi um þetta erfiða
mál er sú að ég hef verið slæmur af
þunglyndinu upp á síðkastið. Er nú
svo komið hjá mér að allir í kringum
mig hafa miklar áhyggjur af mér.
Reynt var að koma mér á spítala að-
faranótt laugardagsins 29. júní. Það
gekk hins vegar ekki því ekki er
hægt að taka á móti sjúklingum
nema milli 13 og 21 um helgar. Þetta
er auðvitað forkastanlegt. Þeir sem
þjást af öðrum sjúkdómum þurfa
ekki að sæta þessum afarkostum
sem lýsa annaðhvort miklum inn-
byggðum fordómum gegn geðsjúk-
dómum hjá ríkisvaldinu eða hrylli-
legri fáfræði. Þetta ástand gæti
versnað á næstunni því Landspít-
alinn hefur farið langt fram úr áætl-
un og þarf að skera enn frekar nið-
ur.
Það er gríðarlega erfitt fyrir mig
að skrifa þetta en ég veit hins vegar
að mikilvægt er að geta bent á ein-
stakling til þess að vekja athygli á
málefnum eins og þessu. Vona ég
því að þessi hugvekja verði til þess
að meira verði gert fyrir okkur sem
eigum við geðsjúkdóma að stríða.
STEINDÓR J. ERLINGSSON,
vísindasagnfræðingur,
Svarthömrum 9,
112 Reykjavík.
Geðveiki leyfð milli
13–21 um helgar
Frá Steindóri J. Erlingssyni: