Morgunblaðið - 03.07.2002, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 41
Reykjavík,
Hverfisgötu 6, sími 562 2862
Útsalan
er
hafin
ÚTSALAN
HEFST Á
MORGUN!
20-50%
af mörgum tegundum!
Kringlan 8-12, sími 533 5150.
afsláttur
Kringlunni – Sími 568 1822
Lokað í dag
Útsalan byrjar
á morgun
Auglýsingin
kemur um
kl. 20FRAMMISTAÐA íslenska lands-liðsins í opnum flokki á nýafstöðnu
Evrópumóti í brids vakti nokkra at-
hygli enda betri en almennt var búist
við fyrirfram.
Guðmundur Páll Arnarson lands-
liðsfyrirliði valdi fjóra nýliða í liðið, þá
Bjarna Einarsson, Snorra Karlsson,
Steinar Jónsson og Stefán Jóhanns-
son og að auki þá Karl Sigurhjart-
arson og Þröst Ingimarsson. Liðið
endaði síðan í 13. sæti af 38. þjóðum
og var um tíma í baráttu um eitt af
fimm efstu sætunum sem gáfu rétt til
þátttöku á næsta heimsmeistaramóti.
Guðmundur Páll segir að fyrir
mótið hafi hann reiknað með að liðið
endaði í 14.–25. sæti. Niðurstaðan var
13. sæti og því hafi liðið verið að gera
betur en við mátti búast. Þrjú vinn-
ingsstig skorti til að meðaltalið væri
16 stig í leik og er það mun betri ár-
angur en náðst hefur á tveimur síð-
ustu mótum þar sem meðaltal stiga
íslenska liðsins var 15–15,5 stig.
Guðmundur sagði að æfingatíminn
fyrir mótið hefði greinilega nýst ís-
lensku spilurunum vel og þeir hefðu
náð að „toppa“ á réttum tíma. Mjög
góður liðsandi hefði verið og ungu
mönnunum hafi farið fram meðan á
mótinu stóð. Sagði Guðmundur að því
hefðu öll merkin verið jákvæð og jóst
að kominn væri fram kjarni sem bera
myndi uppi íslenska landsliðið næstu
árin. „Þetta er lið sem á eftir að láta
að sér kveða,“ sagði Guðmundur Páll.
Eðlismunur
á sagnkerfum
Íslenska liðið spilaði í síðustu um-
ferð mótsins við Hollendinga sem
enduðu á svipuðum stað og Íslend-
ingar. Að sumu leyti bar spila-
mennskan það með sér að löngu og
lýjandi móti var að ljúka og bæði lið
misstu af ýmsum tækifærum. Niður-
staðan varð jafntefli, 53:51 eða 15:15 í
vinningsstigum. Íslendingar byrjuðu
mun betur og eftir tvö spil var staðan
16:0 fyrir Ísland sem græddi m.a. 6
impa á spili 2. Þótt bæði liðin hafi spil-
að útgáfur af Standard-sagnkerfi
kom þó fram greinilegur eðlismunur
á kerfinu.
Austur gefur, AV á hættu
Norður
♠ 10865
♥ Á109
♦ G
♣Á10865
Vestur Austur
♠ 92 ♠ ÁKDG4
♥ KDG853 ♥ –
♦ Á653 ♦ K10974
♣2 ♣G93
Suður
♠ 73
♥ 7642
♦ D82
♣KD74
Við annað borðið sátu Þröstur og
Bjarni NS og Berry Westra og Will-
em van Eijck AV.
Hollendingarnir voru ekki í miklu
baráttuskapi:
Westra Þröstur Eijck Bjarni
1 spaði pass
2 hjörtu pass 2 spaðar pass
3 hjörtu pass pass pass
2 hjörtu var ekki geimkrafa og
Eijck valdi að segja 2 spaða frekar en
3 tígla sem sennilega hefðu lofað
meiri spilastyrk.
Þegar Westra sagði aftur frá hjart-
anu óttaðist Eijck slæma samlegu í
spilinu og passaði. Westra fékk síðan
10 slagi og 170 fyrir.
Við hitti borðið sátu Stefán og
Steinar AV og Bauke Müller og Sim-
on de Wijs NS:
Stefán Wijs Steinar Müller
1 spaði pass
2 hjörtu pass 3 tíglar pass
4 tíglar pass 4 grönd pass
5 tíglar pass pass pass
Sá var munurinn við þetta borð að
2 hjörtu var geimkrafa og því gat
Steinar sýnt tígullitinn án þess að
lofa of miklum punktastyrk. Steinar
kannaði slemmu áður en hann sló af í
5 tíglum sem voru auðunnir, 400 til
Íslands og 6 stig.
Ítölsku Evrópumeistararnir í brids kampakátir við verðlaunaafhendinguna í Salsomaggiore. Ítalar unnu
Evrópumótið fimmta skipti í röð og það hefur aldrei áður gerst í 70 ára sögu mótsins.
Lið sem á eftir að
láta að sér kveða
BRIDS
Salsomaggiore
Guðm. Sv. Hermannsson