Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 44

Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                        !      ÍSLENSKIR bíógestir sóttust eftir slæmum félagsskap um helgina því Bad Company, nýja kassastykkið úr smiðju Jerry Bruckheimers, var vin- sælust allra mynda sem sýndar voru í kvikmyndahúsum. Myndin skartar einhverju ólíklegasta teymi kvik- myndasögunnar, enska séntilmann- inum Sir Anthony Hopkins og bandaríska götugrínistanum Chris Rock. Og auðvita leika þeir löggur sem semur illa í fyrstu en fara svo að sjá kosti hvor annars er á félags- skapinn reynir. Leikstjóri þessa grínaktuga lögguhasars er síðan enginn nýgræðingur heldur gamli auglýsingagúrúinn Joel Schumach- er en hann hefur sopið marga fjör- una í henni Hollywood. Þegar út í það er hugsað er í raun skrítið að þeir Bruckheimer hafi ekki verið löngu búnir að gera mynd saman enda virðast þeir eiga saman eins Simon og Garfunkel eða Davíð og Halldór. Báðir voru þeir í essinu sínu á blómatíma yfirborðsmennsku og öfga á 9. áratugnum, báðir byrja þeir í auglýsingageiranum og fikra sig inn í Hollywood vegna næms auga fyrir „rétta“ útlitinu, fyrir að vita upp á hár hvað fjöldinn vill sjá. Svo vel virðast þeir eiga saman að handbragð hvors um sig má greina á myndum hins. Þannig gæti The Lost Boys hæglega hafa verið framleiðsla Bruckheimers en mynd eins og The Rock ber flest leikstjórnareinkenni Schumachers. Þær nýlegu fregnir að þeir hyggj- ast halda samstarfi sínu áfram með gerð myndarinnar Veronicu Guerin, sem mun skarta Colin Farrell og Cate Blanchett. „Myndin gekk vel hjá okkur og var sú mest sótta yfir helgina eins og við mátti búast af mynd sem skartar þessum aðalleikurum, er framleidd af Bruckheimer og leikstýrt af Schumacher,“ segir Róbert Wesley frá markaðsdeild Sambíóanna. „Frá föstudegi til sunnudags sóttu mynd- ina rúmlega 3 þúsund manns og hún er núna (fyrir þriðju- dagssýningar) komin í rúmlega 4 þúsund.“ Við tilkomu Bad Company féll About A Boy úr toppsætinu nið- ur um eitt sæti. En að- sóknin að myndinni dróst samt furðu lítið saman að sögn Chri- stofs Wehmeiers frá Ice kvikmyndadreif- ingu/Háskólabíói. „Við erum að tala um 10% samdrátt í aðsókn frá því um frumsýn- ingarhelgina sem er alveg ótrúlega lítið og segir okkur aðeins eitt, að myndin sé að spyrjast áberandi vel út.“ Um helgina sáu myndina 2.900 manns, að sögn Christofs, sem þýðir að á 9 dögum hafa 10 þúsund manns séð hana. Aðrar nýjar myndir síðustu helg- ar, gamanmyndirnar Black Knight með Martin Lawrence og Van Wil- der með Ryan Reynolds úr sjón- varpsþáttunum Two Guys, a Girl and a Pizza Place, röðuðu sér í 3. og 4. sætið yfir þær myndir sem flestar krónurnar tóku í peningakassa bíó- anna, sem þýðir að fimm vinsælustu myndirnar í bíóum landsins eru gamanmyndir. Um næstu helgi fá bíógestir ennþá meira til að hlæja yfir því þá verður Scooby-Doo frum- sýnd og svona til þess að undirstrika að lífið er ekki eintómt spaug þá hefjast einnig sýningar á Unfaithful, nýjustu mynd Adrians Lynes.              ! # #  $ %                                 !" #$ ! %       !" & ! '   ! %   ! ( )      #  (  &  ! *) +,                 ! "   # $%&  $%'  (  ")))  (*  ,  '  - ",)))  .+   /0  ))) 1   -2  3"-&  &(-          , - , ,  . / 0 1 2 3 - -1 -. 4 -2 3 -3 -0 -- 5  $  $ $ . 0 0  0 3 4 2 - 0  -0 -1 3 1 . !"678 +"559: 9#5  9: +  65;<57 "67 ;<57 "679 67= 9 "67#5  9,>"67: +  65 !<"679 67" ? <"679@ "9 "67#5   !"678 +"559: 9#5  9: +  65 !<"679@ "9A   ;<57 "679 67= 9 "67#5   !<"679@ " ? <"679,> 67#5   !<"679 67"9  ! > !<"679@ " !"678 +"559B+>= 9#5 9;=+ !"678 +"559: 9#5   ;<57 "67 ? <"67 !"678 +"559: !<"67 !"67" !"678 +"55 ;<57 "67 Sóst í slæman félagsskap Ólíklegt teymi - Hopkins og Rock. Næst verða það þá líklega Paul Newman og Ali G. Íslenskir bíógestir velja helst að sjá gamanmyndir ÞETTA er ár afreka hjá Peter Gabriel. Hann gifti sig fyrir skömmu og breiðskífan Up er væntanleg í september, sú fyrsta í tíu ár. Fyrst er þó hér kominn diskur, sem hefur að geyma tónlist sem Gabriel samdi fyrir áströlsku kvikmyndina Rabbit-Proof Fence. Myndin ku fjalla um nokkur frumbyggjabörn, sem flýja þrælk- un hvítra manna í Ástralíu, og Gabriel leitar því rétta tónsins á framandi slóðum, í svokallaðri heimstónlist. Engin sungin lög eru á Long Walk Home og rétt að menn átti sig á því, áður en þeir festa kaup á henni. Um margt minnir hún á tónlistina sem Gabriel samdi fyrir Birdy (1985) og The Last Tempta- tion of Christ (1989) en hér er þó margt nýtt að finna og stundum má sjá skyldleikann við Ovo, tón- listina sem Gabriel samdi fyrir Þú- saldarsýninguna í Lundúnum og kom út á diski fyrir tveimur árum. Long Walk Home er rík af dul- úðlegri stemmningu og auðvelt er að sjá fyrir sér að hún skapi sér- stakan anda í Rabbit-Proof Fence, og takist þannig jafnvel að lyfta myndinni á æðra plan. Hún seður að vísu ekki hungrið eftir eigin- legri sólóskífu en þessir tónar leita sannarlega á mann, löngu eftir að slökkt hefur verið á geislaspilaran- um. Tónlist Löng er sú bið Peter Gabriel Long Walk Home Tónlist úr kvikmyndinni Rabbit-Proof Fence. Útgefandi: Real World 2002. Peter Gabriel samdi tónlist við kvikmynd Alans Parkers, Birdy, árið 1985 og um- deilda mynd Martins Scorsese, The Last Temptation of Christ árið 1989. Hér er kominn diskur, sem geymir tónlist hans við nýja mynd Philips Noyce (Dead Calm, Patriot Games, Sliver, Clear and Present Danger, The Saint, The Bone Collector). Davíð Logi Sigurðsson Villtur skógarbjörn (Wild Grizzly) Ævintýramynd Bandaríkin, 1999. Góðar stundir. VHS. (97 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Sean McNamara. Aðalhlutverk: Daniel Bald- win, Michelle Green og Fred Dryer. Í þessari sakleysislegu og dálítið hroðvirknislegu fjölskyldumynd segir frá unglingspilti sem tekur ástfóstri við mannskæðan skógarbjörn sem líkt og pilturinn er nýbúi í smábæ nokkrum. Björninn kemur til bæjarins á vegum bæjar- stjórans sem hefur í hyggju að gera dýr- ið að féþúfu sjálfum sér til framdráttar, en pilturinn ungi skerst í leikinn og gerir sitt ýtrasta til að bjarga lífi bjarnarins áður en fláráðar áætlanir yfirvalda ná fram að ganga. Þetta er mynd sem gæti höfðað til áhorfenda í yngri kantinum, þeir sem meiri reynslu hafa í kvikmyndaáhorfun mun þó fljótlega þreytast á fyrirsjá- anlegri framvindunni og tilþrifalaus- um leik þeirra sem fara með aðalhlut- verkin, en myndin skartar þónokkrum allæsilegum atriðum með dýrinu og það verður að viðurkennast að risavaxinn björninn í ham er ansi tilkomumikil sjón. Myndbönd Dýrið geng- ur laust CAFÉ 22 Open Mic miðvikudags- kvöld. VÍDALÍN Hljómsveitirnar Coral og Mute með tónleika kl. 21. Aðgangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Drósin (Tart) Drama Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit: Christina Wayne. Aðalhlutverk: Dominique Swain, Brad Renfro og Bijou Philips. LEIKKONAN unga, Dominique Swain, sem brá sér fyrir nokkrum ár- um í gervi Lólítu í eftirminnilegri en umdeildri kvikmynd Adrians Lyne, er hér í hlutverki Cat Storm, ungrar stúlku sem á í erfiðleikum með að passa í hópinn í einkaskóla fyrir börn efnaðra foreldra. Myndin fjallar þannig um hópamyndun og klíkur í veröld unglinga sem litlar áhyggjur þurfa að hafa af framtíðinni og verja dögum sínum í dóp- neyslu og skemmt- anir. Hún sver sig nokkuð í ætt við sögur bandaríska rithöfundarins Bret Easton Ellis í tilraun sinni til að lýsa skuggahliðum mettaðs lífernis ungs og neysluglaðs fólks. Frásögnin líður þó verulega fyrir stefnuleysi og litla sem enga persónusköpun sem gerir það að verkum að dramatískir at- burðir seinni hlutans reynast heldur máttlausir. Stærsti galli myndarinnar er þó það samansafn unglingaleikara sem hún skartar, en enginn þeirra reynist starfi sínu vaxinn og veldur þar Swain mestum vonbrigðum. Heiða Jóhannsdóttir Lífsreyndir unglingar FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.