Morgunblaðið - 03.07.2002, Síða 45
Fransk/spænski listamaðurinn Manu Chao sló ófor-
varandis í gegn á Hróarskelduhátíðinni í fyrra og var
því hækkaður í tign í ár, lék á stærsta sviðinu við
glymjandi lófatak, fótastapp og söng. Arnar Eggert
Thoroddsen sótti blaðamannafund sem haldinn var
fyrir tónleikana og hlýddi á lífsspeki kappans.
þögn allra viðstaddra fylgdi i
kjölfarið.
Chao var fyrst spurður að því
hvernig honum litist á að spila á
stærsta sviðinu, þ.e. því Appels-
ínugula. Chao og Radio Bemba
Sound System eru nefnilega kunn-
ir fyrir að halda stuðinu gangandi
sleitulaust og aldrei er stoppað a
milli laga.
„Ja, þetta er nú ekki nema einn
og hálfur tími sem ég fæ,“ svaraði
Chao. „Vanalega spilum við í þrjá
tíma þannig að þetta verður minna
mál fyrir okkur núna.“
– „En finnst þér þú vera stærri
nú, þegar þú ert kominn á aðal-
sviðið?“ var þá spurt.
„Nei, ég er enn þá einn sextíu
fimm,“ svaraði Chao þá um hæl,
glottandi, og hláturkviða fór í
gegnum salinn.
Chao var næst spurður að því
hvernig hann færi að því að að-
skilja vinnu og frítíma. Chao svar-
aði því til að hann áliti vinnu ekki
vera til. Allt sem hann gerði væri
vinna, eða þá að vinnan væri lífið,
hvernig svo sem menn vildu skilja
það.
– „Er það rétt að þú sért að
hætta í tónlist?“ var þá spurt, en
orðrómur er á kreiki um að Chao
hyggist hætta tónlistargrúski, til
þess að geta einbeitt sér að póli-
tískri starfsemi.
„Það gæti verið, það gæti verið,“
svaraði Chao þá, fremur leynd-
arsdómsfullur á svip og vill sýni-
lega ekki gefa of mikið upp um
þetta mál.
Í sömu skónum
Blaðamaður Morgunblaðsins
steig næst fram og spurði:
– „Proxima Estacion: Esperanza
hefur verið gagnrýnd fyrir að líkj-
ast um of Clandestino. Hvað finnst
þér um þá gagnrýni?“
Chao lét sér hvergi bregða og
sagði: „Jú, ég verð að segja að það
er góð gagnrýni (hlátur). En ég
get ekki sagt að ég hafi hugsað það
þannig, þessi tónlist virkaði fyrir
mig á þeim tíma. Mér finnst oft of
mikil áhersla lögð á að gera alltaf
eitthvað nýtt, að nýlundan geri
hlutina ósjálfrátt góða. Ég hef t.d.
verið í þessum skóm (bendir á
strigaskóna sína) í mörg ár og þeir
eru enn í fínu lagi!“
Chao var þá inntur eftir því
FÓLK fékk fyrst að kynnast Manu
Chao almennilega sem leiðtoga
heims/pönktónlistarsveitarinnar
Mano Negra, sem starfaði í kring-
um lok níunda áratugarins og í
upphafi þess tíunda. Sveitin naut
nokkurra vinsælda enda var kraft-
mikil blanda af rokki og heimstón-
list móðins á þessum tíma, og má
nefna til sveitir eins og Les Negr-
esses Vertes og 3 Mustaphas 3 því
til stuðnings.
Um 1995 leystist Mano Negra
hins vegar upp og Chao stofnaði
aðra sveit, Radio Bemba Sound
System, sem hefur fylgt honum á
hljómleikum meira og minna síðan.
Sagan segir að hann hafi rölt sig
inn á skrifstofu Virgin, sem var út-
gáfufyrirtæki Mano Negra, og
skilið upptökurnar, sem seinna
urðu að Clandestino, hans fyrstu
einherjaskífu, eftir í afgreiðslunni
án þess að segja orð. Chao hvarf
svo á braut og næstu mánuði voru
Virgin-menn lafmóðir í símunum
að reyna að ná í skottið á Chao,
sem var á sínu endalausa ferðalagi,
með bakpokann sinn og fjögurra
rása upptökutæki.
Clandestino mallaði svo hægt og
hljótt i búðunum lengi vel en fór
svo loks af stað. Í fyrra kom svo
framhaldið út, Proxima Estacion:
Esperanza, sem hefur reyndar
fengið á sig nokkra gagnrýni fyrir
að vera afrit af fyrri plötunni.
Chao hefur hins vegar blásið á allt
slíkt og ferðast nú góðglaður um
með hljómsveit sinni, leikandi og
syngjandi um hvippinn og hvapp-
inn.
Fámenn tréhlaða
Það var heldur fámennt í tré-
hlöðunni þar sem Chao hélt blaða-
mannafund en þó voru spurningar
flestra þeirra sem mættir voru
sínu fátæklegri.
Chao, þessi litli naggur, sat hins
vegar stóískur, reykti sína rettu og
svaraði öllum spurningum góðlát-
lega, án þess að blikna. Chao er
umsvifamikill maður og alltaf að,
virkur pólitíkus og heimsmaður, í
ögn breyttri merkingu þess orðs.
Það var því sýnilegt að okkar mað-
ur varð hvumsa yfir sumum spurn-
ingunum, sem voru margar hverj-
ar heimskulegar.
– „Ertu í leynilegri sendiför?“
spurði einn t.d. og vandræðaleg
hvernig hann ynni plöturnar sínar.
„Það er nú ekki mjög útpælt,“
svarar hann. „Í raun set ég ein-
faldlega inn það sem ég hef verið
að vinna undanfarin misseri eða
svo, en ég er alltaf með upp-
tökutæki á mér og er alltaf að
semja. Tónlistin gerir sig svo að
miklu leyti á tónleikum.“
Þá kemur önnur spurning að
bragði:
– „Er þá ekki upplagt að gefa út
tónleikaplötu?“
„Við eigum til á böndum tónleika
sem voru teknir upp í fyrra,“ svar-
ar Chao. „En það hefur ekkert
verið ákveðið með útgáfu enn þá.“
Trúir ekki
á gróða
Að lokum var Chao spurður um
efnishyggju samtímans, mál sem
hann hefur látið sér fyrir brjósti
brenna, og hvort lífsstíll hans hafi
breyst með aukinni innkomu.
„Ég hef átt mótorhjólið mitt í
fimmtán ár og það dugar,“ segir
Chao. „Til hvers ætti ég þá að
kaupa mér nýtt? Ég eyði aldrei
miklum upphæðum nema þegar ég
þarf að kaupa flugmiða og þá geri
ég það af nauðsyn. Stefna hljóm-
sveitarinnar og mín er aldrei gróði,
að sjálfsögðu vil ég að öllum sé
borgað en ef það eru afgangspen-
ingar þá skipuleggjum við góð-
gerðartónleika. Ég trúi ekki á
gróða, ég vil aðeins geta lifað
sæmilega af starfa mínum og vil
geta séð fyrir börnunum mínum.
Peningarnir sem við vinnum okkur
inn hérna fara t.d. í að skipuleggja
góðgerðartónleika í Sarajevo.“
arnart@mbl.is
Manu Chao var hækkaður í tign á Hróarskeldu í ár en stóra spurningin
snerist þó frekar um hvort hann sé virkilega að segja „chao“ við tónlistina.
Manu Chao lék við hvern sinn fingur á Hróarskeldu í ár
Hann stækkar
og stækkar
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 45
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
flísar