Morgunblaðið - 03.07.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENSKT eignarhaldsfélag í eigu
Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs
Thors Björgólfssonar og Magnúsar
Þorsteinssonar, stofnenda bjórfram-
leiðandans Bravo International í
Rússlandi, sem fyrr á þessu ári var
seldur til Heineken, sendi í síðastlið-
inni viku framkvæmdanefnd um
einkavæðingu erindi varðandi við-
ræður um kaup á hlut ríkisins í
Landsbanka Íslands. Björgólfur Thor
Björgólfsson staðfesti þetta í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Að sögn Björgólfs Thors hefur fé-
lagið ekki sent inn formlegt tilboð
heldur einungis erindi um viðræður
um kaup á hlut ríkisins. „Okkur hafa
ekki borist svör við erindinu og eru
því engar formlegar viðræður í gangi.
Við viljum leggja áherslu á að vinna
málið hratt og örugglega. Við erum
alþjóðlegir fjárfestar og aðstæður
okkar breytast dag frá degi. Forsend-
ur okkar geta því hæglega breyst ef
dráttur verður á svörum við erindi
okkar,“ segir Björgólfur Thor.
Ríkið á 48,2910% í Landsbanka Ís-
lands og er nafnverð hlutarins
3.305.859.276 krónur. Sé miðað við
lokaverð bankans í Kauphöll Íslands í
gær, 3,65, er markaðsverð hlutarins
rúmir 12 milljarðar króna.
Sátt var innan ríkisstjórnar-
innar um skipan bankaráðs
Halldór Ásgrímsson, starfandi við-
skiptaráðherra, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið að fram hefði komið
áhugi hjá fjárfesti á að kaupa ráðandi
hlut í Landsbankanum og rétt hefði
þótt að taka þann áhuga til umfjöll-
unar. Því hefði hluthafafundi Lands-
bankans verið frestað á mánudag.
Að sögn Halldórs ríkti sátt innan
ríkisstjórnarinnar fyrir boðaðan hlut-
hafafund um skipan nýs bankaráðs en
ekki var gengið frá því endanlega
vegna áhuga fjárfestis á kaupum á
ráðandi hlut í bankanum. Í fyrra þeg-
ar ákvörðun var tekin um að kanna
áhuga kjölfestufjárfesta á stórum
hlut í Landsbankanum var sérstak-
lega hugað að fjárfestingu erlends
fjármálafyrirtækis.
„Það þarf að meta það hvort og
með hvaða hætti það ferli sem sett
var af stað á síðastliðnu ári um leit að
kjölfestufjárfesti verður endurvakið
og hvernig það verður gert,“ segir
Halldór.
Halldór segir að ekki hafi verið tek-
in nein ákvörðun vegna erindis fjár-
festisins en það ferli hafi verið opnað
á ákveðnum forsendum og með til-
teknum skilyrðum. „Það liggur ekki
ljóst fyrir hvort viðkomandi aðili upp-
fyllir þau og þess vegna þarf að fara
yfir málið. Okkur þótti því rétt að
fresta fundi bankans meðan það væri
gert.“
Hann segir að ekki liggi fyrir nein
tímasetning á því hvenær ákvörðun
verður tekin í málinu en henni verði
hraðað eins og kostur er. Ætlunin hafi
verið að opna næst fyrir sölu á hlut í
Búnaðarbankanum og meta þurfi
málin með hliðsjón af því. Ekki sé
heppilegt að selja í báðum bönkunum
á sama tíma.
„Það hefur ekki enn verið leitað eft-
ir kjölfestufjárfesti í Búnaðarbankan-
um. En nú verður, í því starfi sem
framundan er, að leggja nýtt mat á
aðstæður í ljósi markaðsaðstæðna en
það hafa verið vísbendingar um að
það sé meiri áhugi á kaupum á hluta-
bréfum í bönkunum en var fyrir
nokkrum mánuðum. Þar af leiðandi
hljótum við að meta aðstæður í ljósi
þess,“ segir Halldór.
Að sögn Halldórs liggur ekkert á
að velja nýtt bankaráð Landsbank-
ans. „Landsbankinn hefur starfað
ágætlega og ég tel að í útboði á 20%
hlut nýverið hafi komið fram tiltrú á
stjórn bankans,“ segir Halldór.
Óskað eftir viðræðum
um kaup á hlut ríkisins
Félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og
Magnúsar Þorsteinssonar lýsir yfir áhuga á kaupum í Landsbankanum
ÞÓTT tæp þúsund ár séu síðan vík-
ingaferðir voru aflagðar á Norð-
urlöndunum hafa sögur af ferðum
víkinga til fjarlægra landa birst
okkur ljóslifandi í sögubókum fram
á þennan dag. Sjaldgæfara mun þó
vera að hitta slíka á förnum vegi
eins og ljósmyndari fékk að reyna í
miðborg Reykjavíkur í gær.
Þessir víkingar í Hafnarstræti
virtust þó ekki líklegir til vandræða
þar sem þeir sátu á útikaffihúsi og
kneyfuðu öl og blésu sápukúlur í
veðurblíðunni í höfuðborginni.
Þegar nánar var að gáð kom í
ljós að hér voru á ferð erlendir
ferðamenn sem að líkindum hafa
verið hingað komnir til að stunda
verslun fremur en að leggja undir
sig ókunn lönd.
Morgunblaðið/Jim Smart
Víkingar í
Hafnarstræti
MIKIÐ framboð er á óseldu húsnæði
í Grafarholti, sérstaklega á stórum
eignum. Viðmælendur Morgunblaðs-
ins segja að markaðurinn taki ekki við
svo stórum eignum, í hverfið vanti
minni íbúðir. Þeir segja þó að áhugi á
fasteignum í hverfinu hafi aukist að
undanförnu, einungis sé um tíma-
bundið ástand að ræða.
Vilhjálmur Bjarnason, sölustjóri
hjá fasteignasölunni Húsinu, segir að
varla sé hægt að finna íbúðir undir
120 fermetrum í hverfinu. Við skipu-
lag hverfa verði að vera framboð á
húsnæði af öllum stærðargráðum.
Kristinn Ragnarsson arkitekt, sem
hefur teiknað nokkur hús í hverfinu,
segir að borgin hafi sett bygginga-
verktökum mjög stífa skipulagsskil-
mála og byggingarlínur. Það hafi t.d.
verið skipulagsmistök að taka ekki
inn í myndina að efnahagsástandið
gæti breyst, hverfið hafi verið skipu-
lagt á miklum góðæristímum. Hann
segir nokkur dæmi þess að bygginga-
verktakar hafi orðið gjaldþrota þar
sem dýrt sé að bíða með stórt óselt
húsnæði í fleiri mánuði. Fjármagns-
kostnaður rjúki upp úr öllu valdi.
Einnig hafi verið rangt að gefa engin
frávik frá fjölda íbúða í hverjum
byggingarreit. Síðar hafi verið ákveð-
ið að rýmka þær reglur, en það hafi
tekið langan tíma.
Grétar Már Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri Íslenska bygginga-
félagsins, segir að byggingarrétti hafi
verið úthlutað á þann hátt að ákveðin
hámarksstærð húsnæðis var gefin og
byggingaverktakar hafi greitt sömu
upphæð fyrir lóðina, hvort sem reit-
urinn var fullnýttur eða ekki. Það hafi
ekki verið rétt hjá borginni.
Hann gagnrýnir einnig að búið hafi
verið að semja við arkitekta áður en
lóðunum var úthlutað.
Mikið framboð á óseldu
húsnæði í Grafarholti
Vantar /26
Byggð fyrir
söfnunarfé
en lokað
vegna nið-
urníðslu
INNISUNDLAUG við Vonar-
land á Egilsstöðum sem byggð
var fyrir söfnunarfé og í sjálf-
boðavinnu og afhent ríkinu til
rekstrar fyrir um áratug hefur
staðið ónotuð í marga mánuði
vegna skorts á umhirðu og við-
haldi.
Laugin liggur nú undir
skemmdum en enginn vill
borga viðgerðarkostnað.
Bygging sundlaugarinnar
kostaði um 13 milljónir króna á
þáverandi gengi. Laugin var
upphaflega ætluð fötluðu fólki á
Austurlandi. Einnig nýttist hún
fólki sem einhverra hluta vegna
átti erfitt með að fara í útisund-
laug, svo sem öldruðum, og fyr-
ir ungbarnasund.
Svæðisskrifstofa málefna
fatlaðra á Austurlandi hefur
haft umsjón með lauginni sl. 10
ár. Soffía Lárusdóttir, fram-
kvæmdastjóri svæðisskrifstof-
unnar, segir að aðstæður hafi
breyst mikið á síðustu árum,
m.a. með opnun nýrrar útilaug-
ar á Egilsstöðum og þegar
rekstri Vonarlands var hætt og
starfsemin færð annað. Þá hafi
Heilbrigðiseftirlit Austurlands
gert miklar athugasemdir við
laugina og ljóst sé að miklu
þyrfti að kosta til viðhalds.
„Það er mat svæðisskrifstofu
að fjárhagslega og faglega séu
ekki forsendur fyrir rekstri
sundlaugarinnar á hennar veg-
um, enda er það ekki lagalegt
hlutverk svæðisskrifstofa að
annast rekstur sundlauga,
hvorki fyrir fatlað fólk né aðra
hópa,“ segir Soffía.
Úrelt /16
RAFMAGN fór af í Þingholt-
unum í Reykjavík í gær um kl.
19.16 þegar grafa sleit há-
spennustreng á mótum Týs-
götu og Skólavörðustígs. Við
það duttu út fjórar spennu-
stöðvar í Þingholtunum, að
sögn Guðmundar Sigurvins-
sonar, upplýsingafulltrúa
Orkuveitu Reykjavíkur. Búið
var að gera við strenginn um
hálftíma síðar eða um kl. 19.48.
Rafmagn
fór af í Þing-
holtunum
TVÆR bifreiðar skullu saman við
Auðólfsstaði í Langadal í gærkvöld.
Fjórir voru í bílunum sem að öllum
líkindum eru ónýtir, að sögn lögregl-
unnar á Blönduósi. Engin slys urðu á
fólki, en allir voru í bílbeltum.
Að sögn lögreglu óku bílarnir í
sömu átt og varð slysið með þeim
hætti að bifreiðin á undan beygði til
vinstri og ætlaði sá sem á eftir ók að
fara fram úr henni en ók þess í stað
inn í hliðina á fremri bílnum.
Ætlaði fram úr
en ók á bílinn
TVEIR fólksbílar skemmdust mikið
í hörðum árekstri á mótum Háaleit-
isbrautar og Bústaðavegar um átta-
leytið í gærkvöld. Fjórir, sem í bíl-
unum voru, hlutu minniháttar meiðsl
og voru allir í beltum. Að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík var fólkið flutt
á Landspítala – háskólasjúkrahús til
aðhlynningar.
Engin slys á fólki
í hörðum árekstri
FIMM manns voru fluttir á Land-
spítala – háskólasjúkrahús í Foss-
vogi með minniháttar meiðsl eftir
harðan árekstur tveggja bíla á
gatnamótum Lækjargötu í Hafnar-
firði og Reykjanesbrautar laust eftir
klukkan sjö í gærkvöld. Að sögn lög-
reglunnar í Hafnarfirði varð slysið
með þeim hætti að fólksbíl á leið til
Reykjavíkur, sem í voru fimm
manns, var ekið í veg fyrir bíl sem
kom úr hinni áttinni og var ökumað-
ur einn í þeim bíl.
Ökumenn og farþegar voru allir í
beltum.
Fimm á
sjúkrahús
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦