Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 2

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR á kunnuglegum slóðum í Símadeild kvenna /C2 Ingi Sigurðsson bætti met Þórðar Hallgrímssonar /C1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær íslenskan fiskkaup- anda í sex mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og stjórn fisk- veiða og brot á lögum um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og tollalögum. Auk þess var ákærði sakfelldur fyrir bókhaldsbrot. Þrír mánuðir af refsingunni voru skil- orðsbundnir. Ákærða var gefið að sök í fyrsta lagi að hafa, frá febrúar til og með nóvember 1999, keypt af ýmsum sjómönnum flakaðan og óflakaðan þorsk sem svarar til 324,4 tonna af þorski úr sjó sem hann flutti frá borði og kom undan vigtun við lönd- un í íslenskum höfnum og frádrætti aflahlutdeildar skipanna af heildar- afla þorsks fiskveiðiárin 1998/1999 og 1999/2000. Aflann vann ákærði eða lét vinna í nafni fiskverkunar- fyrirtækis og flutti úr landi og seldi samtals 133,9 tonn af unnum afurð- um fyrir rúmar 44 milljónir króna. Í öðru lagi var ákærða gefið að sök að hafa tilgreint ranglega fisk- tegundir, við útflutning í 28 skipti, samtals 25.230 kg af keilu sem hann tilgreindi sem steinbít á útflutnings- skýrslum og útflutningsskjölum til tollyfirvalda í starfi sínu hjá fisk- vinnslufyrirtæki á tímabilinu 1. júlí til 21. október 1999. Í þriðja lagi var ákærða gefið að sök að hafa sem stjórnarmaður og framkvæmda- stjóri látið hjá líða að varðveita bók- haldsgögn og að færa bókhald fyrir fiskverkunarfyrirtæki vegna rekstr- arársins 1999. Með skýlausri játningu ákærða þótti sannað að hann hefði framið þau brot sem um ræddi. Dómurinn leit til þess m.a. að brotastarfsemi ákærða hefði verið talsvert umfangsmikil og taldi að hafa þyrfti í huga við ákvörðun refs- ingar að ákærði varð sjálfur þess valdandi að rannsókn á broti hans gegn lögum um umgengni um nytja- stofna sjávar og stjórn fiskveiða hófst með því að greina frá broti sínu í fjölmiðlum. Ekki tókst að færa sönnur á fjár- hæð þess ávinnings sem ákærði hafði af brotastarfsemi sinni og taldi dómari rétt skv. 3. tl. 1. mgr. 69. gr. almennra hegningarlaga að áætla þá fjárhæð 2 milljónir króna og var ákærða gert að sæta upptöku þeirr- ar fjárhæðar. Sveinn Sigurkarlsson héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. Jón H. Snorrason, saksóknari hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sótti málið en verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Hálfs árs fangelsi fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða og fleiri brot Brot ákærða talin talsvert umfangsmikil SAMBÍÓIN bjóða öllum sem vilja frítt á kvikmyndasýningar í Bíóborg- inni við Snorrabraut í dag en síðan verður bíóinu lokað og húsið selt. Árni Samúelsson, aðaleigandi Sambíóanna, segir þetta mikil kafla- skipti í íslensku kvikmyndahúsalífi. 55 ár séu síðan rekstur Austurbæj- arbíós hafi byrjað í húsinu og hann hafi rekið kvikmyndahúsið frá 1985 eða í 17 ár en allt taki enda. Eftir að samið hafi verið um að Sambíóin tækju yfir rekstur Háskólabíós hafi verið ákveðið að loka Bíóborginni við Snorrabraut, en Sambíóin verði áfram á þremur stöðum í Reykjavík, þ.e. í Háskólabíói, við Álfabakka og í Kringlunni. Hann segir að Bíóborgin sé til sölu og menn hafi sýnt húsnæð- inu áhuga en hvað verður ætti að skýrast fljótlega. Í tilefni tímamótanna bjóða Sam- bíóin í bíó við Snorrabraut í dag. „Þetta er kveðjudagurinn okkar og við ætlum að bjóða öllum velunnur- um okkar, sem hafa haft ánægju af því að sækja Austurbæjarbíó og síð- ar Bíóborgina í öll þessi ár, frítt í bíó,“ segir Árni og bætir við að mikil eftirsjá ríki í huga sínum við þessa breytingu og hann kveðji húsið með söknuði. Hann hafi sem strákur búið í næsta nágrenni og sótt Roy Ro- gers-myndir og aðrar perlur í hús- inu. Þá hafi aðalmálið verið að skipta á hasarblöðum fyrir utan Austur- bæjarbíó en það sé liðin tíð. Áður hafi veitingastaðurinn Silfurtunglið verið uppi í húsinu og þar hafi ferm- ingarveisla hans verið í apríl 1956, en það hafi verið fyrsta fermingarveisl- an í húsinu. „Í þriðja lagi má nefna að áður en húsið var byggt, um 1920, var afi minn með kálgarð þar sem húsið stendur, og svo tók ég við því 1987, en allt tekur enda,“ segir Árni. Bíóborginni við Snorrabraut lokað eftir sýningar í 55 ár Morgunblaðið/Jim Smart Síðustu kvikmyndasýningarnar verða í Bíóborginni í dag. Frítt í bíó í dag ANNA Rún Halldórsdóttir frá Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi lauk stúdentsprófi af mála- braut frá Menntaskólanum á Laugarvatni í vor. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hún á tæplega þriggja ára son og bjó hann með henni á heimavist skólans í vetur. Anna Rún hóf nám við skólann haustið 1998 og kynntist þar kærastanum sínum, Karli Helga Gíslasyni. Þau eignuðust soninn Alexander í ágúst 1999, en Anna Rún vildi ekki hætta við námið þótt hún væri orðin móðir. Karl fór hins vegar út á vinnumarkaðinn og hefur lengst af verið á sjó. Veturinn eftir að Alexander fæddist bjuggu þau hjá foreldrum hennar á Þverá og las Anna Rún utan skóla. Þriðja veturinn bjó hún með Al- exander heima hjá Kristni Kristmundssyni, þáverandi skólastjóra menntaskólans, og eigin- konu hans, Rannveigu Pálsdóttur. „Þau hjón reyndust mér mjög vel og Bubba (þ.e. Rannveig) passaði Alexander fyrir mig þeg- ar ég þurfti á að halda ef hann var veikur eða ef ég þurfti að lesa fyrir próf. Og þau pössuðu líka upp á að ég lærði,“ segir Anna Rún í samtali við fréttaritara. „Í vetur ætlaði ég að leigja íbúð en það gekk ekki upp svo endirinn varð sá að við Al- exander fengum inni á vistinni. Það var rúmgott tveggja manna herbergi með snyrtingu og svo borðuðum við í mötuneytinu. Ég fór með Alex- ander á leikskólann áður en ég mætti í skólann klukkan korter yfir átta á morgnana.“ Anna Rún segir að mjög vel hafi gengið að vera með drenginn á vistinni. Samnemendur hennar voru alltaf til í að hjálpa henni með pöss- un ef hún þurfti á að halda. ,,Ef veðrið var vont bankaði ég bara hjá einhverjum sem átti bíl sem keyrði mig með Alexander á leikskólann. Skóla- stjórinn sagðist líka vera ánægður með veru okkar á vistinni því það að hafa barn þar dró úr hávaða og látum. Maður sussaði bara og sagði að Alexander væri sofandi og þá datt í dúnalogn.“ Útskriftin var við hátíðlega athöfn hinn 31. maí og við það tækifæri fékk Alexander sérstaka viðurkenningu frá Halldóri Halldórsyni skóla- stjóra. Það var bangsi í útskriftarfötum en Alex- ander hafði fyrir athöfnina fengið eigin stúd- entshúfu. Í haust ætlar Anna Rún í dönskunám í Háskóla Íslands en fjölskyldan stefnir síðar til Danmerkur í framhaldsnám. Bjó með soninn á heima- vistinni Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Anna Rún Halldórsdóttir og Alexander Karls- son á útskriftardaginn. Morgunblaðið. Eyja- og Miklaholtshreppi. DV stefndi í gær Fréttablaðinu ehf. og ritstjórum blaðsins fyrir að hafa notað ljósmyndir DV án leyfis og krefst tæplega 19 milljóna króna í bætur. Óli Björn Kárason, aðalritstjóri og einn eigenda útgáfufélags DV, segir að þegar Fréttablaðið hafi farið af stað í apríl í fyrra hafi ver- ið gerður samningur þess efnis að DV sinnti ljósmyndun fyrir Fréttablaðið. DV hafi rift samn- ingnum um áramót þar sem engin greiðsla hafi borist fyrir þessar ljósmyndir. Samt sem áður hafi Fréttablaðið haldið áfram að nota myndir sem ljósmyndarar DV hafi tekið, en blaðið hafi fengið þær á tölvutæku formi og geymt þær. Þetta stangist algerlega á við höf- undaréttarlög og því hafi DV stefnt Fréttablaðinu ehf. og rit- stjórum þess. Að sögn Óla Björns vissu rit- stjórar Fréttablaðsins að þeir höfðu enga lagalega heimild til að birta þessar myndir en héldu því áfram þrátt fyrir ítrekaðar áskor- anir DV um að hætta því. DV stefn- ir Frétta- blaðinu MAÐUR á áttræðisaldri beið bana í fyrrakvöld þegar hann féll úr stiga. Maðurinn, sem var fæddur árið 1928, var að þrífa hús sitt með háþrýsti- dælu þegar hann féll á höfuðið. At- burðurinn varð í vesturbæ Reykja- víkur og var tilkynntur lögreglunni kl. 22.05. Lést við fall úr stiga MEINDÝRAEYÐIR skaut mink á Seltjarnarnesi í gær eftir að til skepnunnar sást við fjöruna í Tjarn- armýri. Ómar Dabney, meindýra- eyðir hjá Reykjavíkurborg, fór á vettvang með haglabyssu og skaut dýrið á 25 metra færi í fjörunni, þar sem minkurinn, læða, var með mar- hnút í kjaftinum. Minkurinn faldi sig þegar Ómar kom á staðinn en birtist nokkru síðar. „Ég sá minkinn tiltölu- gega fljótt og beið þangað til hann skilaði sér upp aftur og skaut hann þá einu skoti og þar með var málinu lokið,“ sagði hann. Haukur Krist- jánsson, bæjartæknifræðingur á Sel- tjarnarnesi, kallaði Ómar út eftir að dýrið hafði sést. Ómar sagði minkinn vera af eðlilegri stærð og hafa haft nóg að éta. Aðspurður segir hann Meindýravarnir Reykjavíkurborgar hafa veitt að minnsta kosti 30 minka innan höfuðborgarinnar á þessu ári. Meindýravarnir Reykjavíkurborgar annast ennfremur meindýravarnir fyrir Seltjarnarnesbæ samkvæmt samningi sveitarfélaganna. Ómar segir minkinn drepa sér fugla og fisk til matar og segir aðspurður að minkur sé í Elliðaárdalnum og „úti um allt“ og tilkynningar um mink berist „víða að“. Morgunblaðið/Arnaldur Minkur drepinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.