Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 20
ERLENT
20 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMBÓTATILLÖGUR George W.
Bush Bandaríkjaforseta, sem hann
kynnti í ræðu á Wall Street í fyrra-
dag, duga ekki til að auka traust
fjárfesta og almennings á bandarísk-
um fyrirtækjum eftir hneykslismálin
í bandarísku viðskiptalífi að undan-
förnu, að sögn fjármálasérfræðinga í
Bandaríkjunum. Þeir segja að tillög-
ur forsetans séu ekki heldur líklegar
til að halda aftur af stjórnendum
bandarískra fyrirtækja og fækka
bókhaldssvikum.
Margar af tillögum Bush taka
ekki á þeim vandamálum, sem svika-
málin eru rakin til, og aðrar hafa
þegar verið samþykktar, að sögn
sérfræðinganna. Sumar virðast jafn-
vel vera mildari en þær reglur sem
nú gilda.
„Við getum ekki sagt að ekkert
kjöt hafi verið á beinunum, því þetta
var ekki neitt,“ sagði Eliot Spitzer,
saksóknari í New York, demókrati
sem ákærði nýlega ráðgjafarfyrir-
tæki fyrir meinta hagsmunaárekstra
í verðbréfaviðskiptum.
Ekki tekið á vandanum
Forsetinn lagði meðal annars til
að sett yrðu lög sem bönnuðu for-
stjórum, sem dæmdir eru fyrir „að
misnota völd sín“, að stjórna fyrir-
tækjum, sem skráð eru á hlutabréfa-
mörkuðum, til æviloka. Bandaríska
fjármálaeftirlitið, SEC, hefur nú
þegar lagalega heimild til að úr-
skurða forstjóra í slíkt bann.
Sérfræðingarnir gagnrýndu Bush
einkum fyrir að taka ekki á helstu
vandamálunum, sem voru undirrót
flestra hneykslismálanna, svo sem
því að forstjórum er akkur í að ýkja
hagnað fyrirtækja sinna í afkomutöl-
um þar sem það eykur oft tekjur
þeirra.
„Ég tel umbótatillögurnar eins
rýrar í roðinu og þær gátu mögulega
verið,“ sagði Lawrence Mitchell,
lagaprófessor við George Wash-
ington-háskóla. „Umbæturnar eru
tilgangslausar vegna þess að þær
taka ekki á þeim vandamálum sem
jafnvel Bush viðurkennir sjálfur.“
Hert viðurlög talin
hafa lítil áhrif
Bush lagði til að þingið yki fjár-
framlögin til fjármálaeftirlitsins og
að starfsmönnum þess yrði fjölgað
um hundrað. Hann boðaði stofnun
„sérsveitar“ sem á að hafa yfirum-
sjón með rannsóknum á stórfelldum
svikum í fjármálalífinu.
Forsetinn lagði ennfremur til að
viðurlögin við fjársvikum yrðu hert
og hámarksrefsingin yrði tíu ár en
ekki fimm eins og nú er.
Bandarískir lögspekingar efast
um að þetta hafi mikil áhrif. „Sú var
tíðin að Englendingar hengdu vasa-
þjófa,“ sagði lögfræðiprófessorinn
John Coffee, við Columbia-háskóla.
„En við hverja aftöku voru þjófar
sem stálu úr vösum þeirra sem
fylgdust með henni.“
Helsta vandamálið er að miklu
erfiðara er að fá kviðdóma til að sak-
fella menn fyrir flókin bókhaldssvik
en marga aðra glæpi, svo sem
bankarán eða fíkniefnasmygl.
Fjármálaeftirlitið á tiltölulega
auðvelt með að beita valdi sínu til að
knýja fyrirtæki til að yfirfara og lag-
færa reikningsskil sín eða greiða
sektir. Lögfræðingar segja að miklu
erfiðara sé að fá kviðdóma, sem hafa
litla þekkingu á fjármálalífinu, til að
komast að einróma niðurstöðu um að
forstjórar hafi gerst sekir um svik
við hluthafa af ásettu ráði, einkum
þegar endurskoðendur hafa lagt
blessun sína yfir bókhaldið.
„Reynslan sannar að mjög erfitt
er að afhjúpa svik í fyrirtækjum og
lögsóknin er jafnvel enn erfiðari,“
sagði Ted Sonde, fyrrverandi emb-
ættismaður í fjármálaeftirlitinu.
„Gelti hátt en beit ekki“
Demókratar sögðu að tillögur
Bush væru ófullnægjandi. „Mér
fannst forsetinn tala hátt, en mjög,
mjög lítið fór fyrir lurkinum,“ sagði
demókratinn Tom Daschle, leiðtogi
meirihlutans í öldungadeildinni.
Nokkrir þingmenn repúblikana
tóku undir gagnrýnina. „Hann gelti
hátt en beit ekki,“ sagði einn þeirra,
John Conyers.
Bandarísk stórfyrirtæki fögnuðu
hins vegar ræðu Bush. „Forsetinn
gerði öllum ljóst að spilling og svik
frammámanna í viðskiptalífinu verða
ekki liðin,“ sagði Thomas Donohue,
forseti bandaríska verslunarráðsins.
Bush, sem naut mikils stuðnings
bandarískra stórfyrirtækja í kosn-
ingabaráttunni, hefur lengi verið
andvígur því að afskipti ríkisvaldsins
af viðskiptalífinu verði aukin. Að
sögn Ronalds Brownsteins, blaða-
manns Los Angeles Times, endur-
speglaði ræða forsetans miklar efa-
semdir hans um að hægt sé að leysa
þjóðfélagsvandamál með reglugerð-
um í Washington.
Nokkrir þeirra sem gagnrýndu
Bush kvörtuðu aðallega yfir því sem
hann sagði ekki. Þeir bentu á að for-
setinn minntist ekkert á frumvarp
demókratans Pauls Sarbanes sem
líklegt er að öldungadeildin sam-
þykki síðar í vikunni. Samkvæmt
frumvarpinu á að stofna nýtt og óháð
ráð sem á að setja reglur um reikn-
ingsskil og takmarka þá ráðgjafar-
þjónustu sem endurskoðendur geta
veitt fyrirtækjum sem þeir endur-
skoða.
Umbótatillögur Bush
sagðar rýrar í roðinu
Washington. Los Angeles Times, Washington Post, AP, AFP.
MIKIL umræða spannst um líðan
Desmonds Boylans, ljósmyndara
Reuters, eftir að mynd sem hann
tók af bálreiðum tudda í spænsku
borginni Pamplona á sunnudag
birtist í nokkrum dagblöðum í vik-
unni. Myndin, sem var tekin í
nautahlaupinu sem haldið er ár
hvert þar í borg, þótti svo ógnvekj-
andi að menn veltu líðan ljósmynd-
arans fyrir sér. „Hvernig líður ljós-
myndaranum?“ hljóðaði fyrirsögn
eins þýsks dagblaðs og fréttastofa
á Norðurlöndunum hringdi í höf-
uðstöðvar Reuters til að spyrjast
fyrir um hvort Boylan væri enn á
lífi. Yfirmenn hans á fréttastofunni
gátu sem betur fer fullvissað menn
um að Boylan hefði ekki orðið
meint af og væri hann við hesta-
heilsu, eins og sést á myndinni sem
tekin var af honum í gær.
Reuters
Reuters
Ljósmyndarinn Desmond Boylan er enn á lífi þótt ótrúleg mynd hans af
bálreiðu nauti í Pamplona hafi gefið tilefni til að ætla annað.
„Hvernig
líður ljós-
myndar-
anum?“
BANDARÍSKUR þrýstihópur, sem
berst gegn spillingu, Judicial
Watch, höfðaði í gær mál á hendur
Dick Cheney, varaforseta Banda-
ríkjanna, og Halliburton, fyrirtæki
sem hann rak í fimm ár, fyrir bók-
haldssvik.
Judicial Watch rekur málið fyrir
hönd tveggja hluthafa í Halliburton
sem segjast hafa tapað miklu fé á
meintum svikum fyrirtækisins.
Þrýstihópurinn heldur því fram að
Halliburton hafi ýkt tekjur sínar um
445 milljónir dala, andvirði 38 millj-
arða króna, á árunum 1999–2001.
Halliburton sérhæfir sig í þjón-
ustu við olíufyrirtæki. Cheney var
stjórnarformaður og aðalfram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins á árun-
um 1995–2000.
Halliburton skýrði frá því 28. maí
að bandaríska fjármálaeftirlitið,
SEC, hefði tilkynnt að það hygðist
rannsaka þær aðferðir sem fyrir-
tækið hefur notað við reikningsskil
frá 1998. Fjármálaeftirlitið hefur
ekki ákært fyrirtækið.
Judicial Watch segir að þessar
aðferðir hafi orðið til þess að gengi
hlutabréfa í Halliburton hafi verið
skráð of hátt. Fjárfestar hafi því
verið blekktir.
Ari Fleischer, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, kvaðst hafa rætt málið
við aðstoðarmenn varaforsetans og
þeir teldu að ekki væri fótur fyrir
þessum ásökunum.
Hældi Andersen í
kynningarmynd
Bandarískir fjölmiðlar skýrðu
ennfremur frá því í gær að Cheney
hefði komið fram á kynningarmynd-
bandi fyrir Andersen, endurskoð-
unarfyrirtæki orkurisans Enron
sem varð gjaldþrota eftir að hann
varð uppvís að bókhaldssvikum.
Endurskoðunarfyrirtækið hefur
verið sakfellt fyrir að leggja stein í
götu réttvísinnar með því að eyða
gögnum um Enron.
Á myndbandinu, sem er frá 1996,
hælir Cheney Andersen og segir að
starfsmenn fyrirtækisins hafi veitt
Halliburton ráðgjöf sem hafi verið
„umfram“ það sem venjulega sé
ætlast til af endurskoðendum.
Cheney
sakaður
um bók-
haldssvik
Miami. AP.
ÖLDUNGADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti á þriðjudag til-
lögu um að mörg þúsund tonnum
af geislavirkum úrgangi yrði kom-
ið fyrir í gryfjum í Yucca-eyði-
mörkinni í sambandsríkinu Ne-
vada. Úrgangurinn er nú í 43 af
alls 50 sambandsríkjum, hann
verður fluttur á staðinn og heita
alríkisstjórnvöld að gerðar verði
miklar ráðstafanir til að hindra að
hermdarverkamenn geti notað
tækifærið og klófest eitthvað af
efninu á leiðinni.
Ráðamenn í Nevada andmæltu
kröftuglega tillögunni. Harry Reid
öldungadeildarþingmaður réðst
harkalega á talsmenn kjarnorku-
iðnaðarins, þeir hefðu ávallt nóga
peninga handa milli og þeir klifuðu
stöðugt á „lyginni miklu“ um að
brýnt væri að koma geislavirku
efnunum fyrir í Nevada. Reid full-
yrti að hægðarleikur væri að
tryggja öryggi efnanna þar sem
þau væru nú geymd.
Geislavirknin í úrgangsefnunum
kemur fyrst og fremst úr kjarn-
orkuverum, geislavirknin eyðist á
löngum tíma í náttúrunni en fyrir
sum efnin getur það tekið tugþús-
undir ára. Deilur um geymslustað-
inn í Yucca hafa staðið yfir í tvo
áratugi en ætlunin er að grafa efn-
in í jörð um 145 kílómetra frá
borginni Las Vegas.
Samþykktin í þinginu gerir
stjórn George W. Bush forseta
kleift að halda áfram með áætl-
unina en baráttan er þó ekki á
enda. Nevadaríki hefur höfðað
nokkur mál til að fá áætlunina
stöðvaða og orkumálaráðuneytið í
Washington á enn eftir að fá heim-
ild fyrir losunarstaðnum hjá eft-
irlitsnefnd kjarnorkumála. Síðast-
nefnda málið gæti tekið allt að
fimm ár.
Geislavirk
efni verða
grafin í
Nevada
Washington. AP.
LÖGREGLAN í Nígeríu hefur
drepið 225 vopnaða ræningja
síðan í marsmánuði síðastliðn-
um, þegar átaki gegn vopn-
uðum ránum var hleypt af
stokkunum, en 23 lögreglu-
menn hafa týnt lífi. Meira en
800 meintir ræningjar voru
handteknir á tímabilinu, en á
sama tíma týndi 41 almennur
borgari lífi og 80 særðust í 113
vopnuðum ránum.
Fæstir Nígeríumenn bera
mikið traust til lögregluyfir-
valda, en ríkislögreglustjórinn,
Tafa Balogun, sem tók við
embætti í mars, hefur heitið
því að bæta aðbúnað lögreglu-
manna, draga úr spillingu og
taka harðar á glæpum í land-
inu. Frá því í mars hefur 60
lögreglumönnum verið sagt
upp fyrir agaleysi og fjárkúg-
un.
Hart tek-
ið á vopn-
uðum
ránum
Lagos. AFP.
Nígería