Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRLESTRUM Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði lauk með fjölsóttu málþingi á kirkju- lofti laugardagsmorguninn 6. júlí um furðu- fuglinn Guðmund dúllara. Framsögu höfðu Þórarinn Eldjárn skáld, Smári Ólason tón- fræðingur og Rósa Þorsteinsdóttir fræðimað- ur á Árnastofnun. Undirritaður var fjarstadd- ur að mestum hluta, enda með fordóma um tónlistargildi dúllsins sem hvort eð er hefur aðeins varðveitzt í eftirhermum misminnugra manna. Þess átti hann þó eftir að iðra, einkum þegar fréttist af framlagi Þórarins á öndverðu þingi sem þótti með afbrigðum vel heppnað. Átta metrum neðar í sjálfu kirkjuskipinu hófust síðan tónleikar kl. 14 með frumflutningi fyrstu þriggja strengjakvartetta Jóns Ás- geirssonar við allgóða aðsókn þó að höfundur væri ekki sjálfur viðstaddur, og vakti það nokkra undrun. Strengjakvartettinn hefur löngum þótt virðulegasta tjáningarform sí- gildrar kammertónlistar, og kvað ógnvekjandi slagskugginn af kvartettum Beethovens, Brahms og Bartóks slíkur að m.a.s. þraut- reyndir sinfónistar okkar tíma hafi sumir seint eða aldrei lagt til atlögu við greinina. Í hérlendu fámenni geta liðið ár á milli tilkomu nýrra kvartetta, og hefur trauðla bætt úr skák hvað vantað hefur fastan flytjendahóp, enda árangur í samleik oftast í réttu hlutfalli við reynslu og úthald. Ef hinn ungi Eþos-kvartett á eftir að endast til frambúðar, kann hins veg- ar að rætast úr þeim vanda svo um munar, og er fjármagnseigendum hér með bent á verð- ugt styrktarverkefni. Kvartettar Jóns voru allir nýir af nálinni, ef rétt er haft eftir munnlegri kynningu Auðar Hafsteinsdóttur (hvers vegna Þjóðlagahátíðin lét ekki prenta tónleikaskrá fyrir þetta tæki- færi er manni hulið). Hinn elzti þeirra, nr. 1, var saminn 1999, en nr. 3 var lokið svo seint sem í júní s.l. Eþos lék ekki kvartettana í til- urðarröð, heldur hófust leikar með nr. 2 og lauk með nr. 3. Sá var jafnframt lengstur, um 20 mín., og fjórþættur líkt og hinn helmingi styttri nr. 1, en nr. 3 (um 13 mín.) var í þrem þáttum. Í fjarveru prentaðrar tónleika- skrár fylgdu því miður aðeins örfáar yfirskriftir varðandi hraða eða blæ einstakra þátta. Tíma- og staðarval þessa við- burðar var að því leyti vel til fundið – í sjálfu höfuðvígi þjóð- lagasafnarans mikla – að öll tón- verkin báru með sér áhrif og efnistök úr heimi íslenzkra þjóð- laga. Þó voru þau misjafnlega sterk, veikust í yngsta kvart- ettinum, og ýtti það ósjálfrátt undir vangaveltur um hvort tónskáldið væri þar e.t.v. farinn að „skrifa sig út úr átthög- unum“, ef svo má komast að orði. Fyrsta verk dagsins, s.s. Kvartett nr. 2, virtist standa miðja vegu milli hins þjóðlega og lengra sótta, því þó að Tröllaslagurinn góðkunni kæmi oft- lega upp á yfirborðið sem samtengjandi mótíf (og ekki sízt sekvenzufrum hans), gerðist það aðeins „í hjáverkum“ með stundum löngum millibilum. Mest kom vikivakinn við sögu í kraftmikla I. þættinum, þ.e. í framsögu og ítrekun auk tveggja þéttskrifaðra fúgatókafla. Í hægum II. þætti verksins kvað við sönghæf- ari tón, þar sem knéfiðlan fékk stórt hlutverk, ýmist með angurværri barýtonkveðandi eða dulúðugu takföstu undirgripli við bráðfallegan orgelpunktsstað. III. þáttur var líflegt scherzó á hlutfallslega huglægara tónmáli, þótt einnig þar væri snöggvast ymprað á broti úr vikivakanum, og hneig um miðbik niður í hægan hómófón- ískan kafla er minnt gat á fram- sækið atómsálmalag með safarík- um hljómum. Ritháttur Fínalsins (IV.) var þétt tvinnaður, og þótt stöku sinni glitti aftur í Trölla- slaginn, virtist heildarsvipurinn að mestu í anda 20. aldar kvart- ettsmiða allt frá Janacek og fram í Sjostakovitsj. Kvartett nr. 1 kom næstur. Birtist þar þjóðlagahefðin í sínu rammasta veldi svo sómt hefði hárómantískum Jóni Leifs, ef þá ekki norsurum á við Grieg, Tveitt eða Sæverud. Danshrynjandi flestra þátta, ásamt stuttleika þeirra og nálægð úrvinnslu við þjóðlögin, leiddi helzt hugann að þjóðdansa- svítu, og kæmi ekki á óvart ef eitthvað væri fengið beint eða óbeint úr Fornum dönsum Jóns frá fyrri árum. „Bas-dansinn“ Vera mátt góður réð ríkjum í I. þætti, Ár var alda (á ein- um stað í quodlibet við Sumri hallar) í II., Krummi svaf í klettagjá í hinum örstutta III. og Vísur Vatnsenda-Rósu í lokaþætti. Þótt varla væri meira en lítið „póstkort í tónum“, bauð svítan af sér litríkan og aðgengilegan þokka og gæti ugglaust orðið vinsæl land- kynning við margvísleg tækifæri. Eþos-kvart- ettinn lék jafnt hér sem í metnaðarfyllri verk- unum á undan og eftir af natni og innlifun, og var eiginlega aðeins hægt að hnjóta um lítils- háttar tilhneigingu til eftirreigingar í tón- styrk, sem stöku sinni gat minnt á svokallaða „messa di voce“ dýnamík í barokktónlist að meintum upphaflegum hætti. Þriðji og nýjasti kvartett Jóns var jafn- framt, sem fyrr var að ýjað, áberandi nútíma- legastur í stíl, enda þótt of stórt væri upp í sig tekið að kalla tónmálið beinlínis módernískt. Hin rámu regindjúp þjóðarsálar ræsktu sig að vísu enn lítillega upp um I. þátt ef marka má smábrot úr títtnefndum Tröllaslag, en út- færslan var samt víða eins nálægt og komizt verður upphafi framúrstefnu eftirstríðsára án þess að fara á bólakaf. Það er manni ósjaldan umhugsunarefni hvað áhrifamáttur einstakra tónlistarfyrir- brigða virðist afstæður og háður mótvægi til- breytingar. Áður en varir verður t.d. mikil ómstreitusúpa vitaáhrifalaus, ekki síður en þrálát beiting kliðmýkstu akkorða. Í hæfilegu jafnvægi þarf hins vegar oft furðulítið til að koma á óvart, eða a.m.k. halda athygli. Svo var einnig í öðrum og „framsæknasta“ þætti þessa kvartetts – í hæggengu „Grave“ tempói – þar sem einhver svæsnasta harmóník er heyrzt hefur opinberlega úr fórum Jóns Ásgeirsson- ar marraði á köflum við eyrnagöng hlustenda. Samt á það tóntegundaskyldum grunni, þótt stundum væri djúpt á honum, og með hæfi- legri áferðartilbreytingu (þ. á m. stuttu fú- gatói) að enginn safi fór til spillis. Eþos undir- strikaði þetta enn gerr með tandurhreinum og samstilltum „senza vibrato“ leik er naut sín vel í kirkjuheyrðinni. Líkt og til að árétta undangenginn útúrdúr tónskáldsins um „framandi slóðir“ knúði góð- kunningi dyra í lokaþætti með þjóðlagastefinu Nú er hann kominn á nýja bæinn. Þátturinn var tápmikill, þétt spunninn og bauð upp á ýmsar dofra konstir raddfærslufræðinnar með hægum andstæðuköflum inn á milli. Eþos-fereykið fór hér á kostum í fjörugum og meitluðum samleik og undirstrikuðu með spilagleði sinni að þó að stundum kröfuhart efnið í höndum þeirra væri hvorki við hæfi lið- innar áhugamennsku né innvígðra fílabeins- virtúósa framtíðar, væru kvartettar Jóns vönduð og melódísk „brúkunartónlist“ í bezta skilningi orðsins og vænleg til endurheyrnar á eigin forsendum. Músík sem þarf að vera til. Og það er meira en sagt verður um margar samtímaafurðir á súrefnisgjöf tónlistarsjóða. TÓNLIST Siglufjarðarkirkja Jón Ásgeirsson: Strengjakvartettar nr. 1–3 (frumfl.). Eþos-kvartettinn (Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló). Laugardaginn 6. júlí kl. 14. ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI Músík sem þarf að vera til Jón Ásgeirsson tónskáld. Ríkarður Ö. Pálsson Í FYRRA þótti hápunktur Jazzhá- tíðar Reykjavíkur vera svonefnd Jazzvaka, þar sem nafnkunnir spil- arar minntust fallina félaga í fag- inu, þeirra Guðmundar Ingólfs- sonar og Viðars Alfreðssonar. Tónleikarnir voru haldnir á Kaffi Reykjavík og var staðurinn troð- fylltur í tvígang, og komust færri að en vildu. Þar þótti fara á kost- um ungur píanóleikari frá Hol- landi, Hans Kwakkernaat, en leik- ur hans þótti minna alveg ótrúlega á Guðmund heitinn Ingólfsson. Hans er því kominn aftur til landsins, til að taka þátt í Guð- mundarvöku, djassveislu sem Jazz- vakning stendur fyrir. Með honum leika þeir Björn Thoroddsen gítar- leikari, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Guðmundur „papa jazz“ Steingrímsson trommuleikari. „Vernharður Linnet rakst á mig á klúbbi í Hollandi,“ útskýrir Kwakkernaat. „Þetta var helber tilviljun en þeir vildu endilega fá mig til Íslands. Þetta var óneitan- lega skrýtið.“ Kwakkernaat segir að hann hafi aldrei heyrt á Guðmund minnst fyrr en hann kynntist Vernharði. En hann tekur undir það að margt sé skylt með þeim í nálgun sinni við djassformið. „Guðmundur hlýtur að hafa hlustað á svipaða tónlist og ég geri nú. Ég hef fengið senda geisla- diska með honum og þetta kom mér vissulega eilítið á óvart. Við skörumst á margan hátt.“ Kwakk- ernaat hlær við er hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér sem djass- leikara. „Þetta fer allt eftir því með hverjum þú ert að spila,“ segir hann. „Stundum ná menn vel sam- an og þá getur þetta farið upp í hæstu hæðir.“ Kwakkernaat einskorðar sig ekki við hefðbundinn djass og reynir að fara víða. „Ég held mig þó mest við þetta hefðbundna þar sem ég ólst upp með þessum gömlu hetjum. En mér finnst gott að dýfa tám í hinar og þessar stefnur meðfram.“ Tónleikar á Guðmundarvöku verða sem hér segir: Í kvöld verða Hans og félagar í Kringlukránni, Reykjavík. Á föstu- dagskvöld færast leikar svo til Valaskjálfar á Egilsstöðum þar sem fimmtán ára afmæli djasshá- tíðarinnar þar verður fagnað með pompi og pragt. Á laugardagskvöldið er það svo Kringlukráin á nýjan leik. Síðustu tónleikarnir verða svo í Ketilhúsi, Akureyri á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast allir kl. 21 og er forsala aðgöngumiða í Tólf tón- um á Skólavörðustíg. Miðaverð er 1.500 kr. Hans Kwakkernaat leik- ur á Guðmundarvöku Morgunblaðið/Þorkell Hollenski píanóleikarinn Hans Kwakkernaat. arnart@mbl.is ÍSLENSKU listamennirnir Georg Guðni, Kristín Gunn- laugsdóttir og Katrín Sigurðar- dóttir hafa verið valdir til þátt- töku í sýningunni Carnegie Art Award 2002 en niðurstöður dómnefndar verðlaunanna voru gerðar heyrinkunnar í gær. Til- kynnt verður í september hverj- ir hljóta verðlaunin en þau verða afhent 18. október við há- tíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, af Davíð Oddssyni forsætisráð- herra sem opnar sýninguna um leið. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent hér á landi. 25 norrænir listamenn eiga verk á sýningunni sem verður sett upp á Norðurlöndunum öll- um, auk Lundúna, á tímabilinu október 2002 til maí 2003. Meðal annarra listamanna sem eru tilnefndir má nefna Troels Wörsel frá Danmörku, Henry Wuorila-Stenberg frá Finnlandi, A.K. Dolven frá Nor- egi og sænsku listakonuna Lenu Cronqvist. Fern peningaverðlaun eru veitt. Fyrstu verðlaun nema 500.000 sænskum krónum, önn- ur verðlaun eru 300.000 skr. og þriðju verðlaun 200.000 skr. Styrkur upp á 50.000 skr. er síð- an veittur ungum listamanni á sýningunni. Formaður dómnefndar er Lars Nittve, forstöðumaður Moderna museet í Stokkhólmi, en fulltrúi Íslands er Halldór Björn Runólfsson, lektor við Listaháskóla Íslands. Þrír Íslending- ar tilnefndir til Carnegie-verð- launanna Kristín Gunn- laugsdóttir Katrín Sigurð- ardóttir Georg Guðni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.