Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 23
Þráðlaussími
Þráðlaus sími + aukatæki.
Með númerabirti.
Símaskrá (10 númer), endurval.
Hægt að hringja og senda á milli tækja.
Kynningarverð
13.950 kr.
Sími 525 3000 • www.husa.is
Sérð þú kex
á borði?
Glæsilegir vinningar
Komdu við í næstu verslun
og taktu þátt í skemmtilegum leik
BÆJARHÁTÍÐIN Franskir
dagar verður haldin á Fá-
skrúðsfirði dagana 26. til 28.
júlí næstkomandi.
Dagskráin verður fjölbreytt,
en meðal dagskráratriða má
nefna ljósmyndasýningu, mál-
verkasýningu Bjarna Guð-
laugssonar og Hreins Þorvalds-
sonar, sýningu á gömlum
leikföngum, púslusýningu,
dorgveiðikeppni, tónleika
Bergþórs Pálssonar og Ólafs
Kjartans Sigurðarsonar, hey-
vagnsakstur, varðeld með
brekkusöng og golfkennslu.
Einnig verður haldin hjól-
reiðakeppnin Tour de Fá-
skrúðsfjörður, haldið Íslands-
meistaramót í Pétanque, auk
þess sem starfræktur verður
útimarkaður og götuleikhús.
Jólahúsið verður opið og einnig
safnið Fransmenn á Íslandi.
Loks verður harmonikku-
dansleikur og unglingadans-
leikur með flugeldasýningu.
Tjaldsvæði verða ókeypis á
meðan á frönskum dögum
stendur.
Fáskrúðs-
fjörður
hinn
franski
TVÆR ungar listakonur, söng-
kona og klarinettuleikari í fram-
haldsnámi erlendis, ásamt píanóleik-
aranum Peter Nilsson, stóðu að
tónleikahaldi í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar sl. þriðjudagskvöld og
fluttu tónverk eftir Mozart og Spohr,
ásamt sönglögum eftir Pál Ísólfsson,
Sigfús Einarsson, Jón Leifs og Karl
O. Runólfsson.
Tónleikarnir hófust á konsertarí-
unni Misera, dove son, K 369 en
þessi aría er samin við texta eftir
Metastasio, úr óperunni Ezio. Pietro
Metastasio, er hét fullu nafni Anton-
io Domenico Bonaventura Trapassi
(1698–1782), starfaði fyrst í Róm og
Feneyjum en var frá 1730 hirðskáld í
Vínarborg. Hann var sérlega áhrifa-
mikill í gerð leikverka fyrir „opera
seria“, sem byggðist á grískri klass-
ík. Efni þessara verka var á hvers
manns vörum í þá daga og hlustend-
ur því vel með á nótunum. Nú er
þetta allt gleymt og grafið og merk-
ingarlaust fyrir fólk í dag, hvað
snertir efnisinnihald. Metastasio
samdi un 70 óperutexta og við þá
voru samdar um 800 óperur. Handel
samdi tónlist m.a. við Ezio og var sú
sýning mikið „fiasco“. Misera, dove
son, er í klassísku formi, fyrst tónles,
þá aría, sem svo endar á sérstökum
leikniþætti (bravura), þar sem
söngvarinn fékk venjulega nokkrar
leiknistrófur til að leika sér með.
Ragnheiður er efnileg söngkona
en á samt eftir að vinna meira með
röddina og að jafna tónsvið hennar.
Hún flutti aríuna á látlausan máta,
þannig að kaflaskilin runnu saman í
eitt. Sex þýskir ljóðasöngvar, op.
103, eftir Louis Spohr, þar sem klar-
inettu er bætt við, voru ágætlega
fluttir og klarinettuleikarinn, Svein-
hildur Torfadóttir, reyndist ráða fyr-
ir vel mótuðum tóni og túlka sitt
mjög fallega. Hlutverk klarinettunn-
ar var á köflum eins og uppfylling,
nema í fyrsta og síðasta laginu og
eftirtektarverðri og sérlega fallegri
vögguvísu, þar sem tónsvið söng-
lagsins er aðeins þrír tónar (Mí-re-
do). Það er merkilegt hversu margt
má vefja um fáar nótur og þarna áttu
klarinettan og píanóið fallega mót-
aðar tónhendingar. Ragnheiður söng
þessi ljóðalög mjög vel og sérstak-
lega vögguvísuna, af miklum innileik
og djúpri tilfinningu.
Af íslensku lögunum var fyrst flutt
Vögguvísa eftir Pál Ísólfsson, sem
var heldur of hratt sungin. Ein sit ég
úti á steini eftir Sigfús Einarsson var
einstaklega fallega sungin, þar sem
snert var við sorginni og einmana-
leikanum á mjög sannfærandi máta.
Í Vögguvísuna frægu eftir Jóhann
Jónsson, sem Jón Leifs tónsetti á
sinn sérstæða máta, vantaði hjá
Ragnheiði myrkrið og þögnina.
Lokalagið, Síðasti dansinn eftir Karl
O. Runólfsson, var í hægara lagi, og
því án galsans, en var samt vel sung-
ið. Eins og fyrr segir er Ragnheiður
Árnadóttir efnileg söngkona og
sama má segja um klarinettuleikar-
ann Sveinhildi Torfadóttur. Píanó-
leikarinn Peter Nilsson skilaði sínu,
þó ekki án hnökra, eins og t.d. í Síð-
asta dansinum, án þess þó nokkurs
staðar markaði fyrir sérstaklega vel
leiknum strófum, nema helst í ljóða-
lögum eftir Spohr.
Snert við sorg-
inni og einmana-
leikanum
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Ragnheiður Árnadóttir, Sveinhildur Torfa-
dóttir og Peter Nilsson fluttu söngverk
eftir Mozart, Spohr og íslensk sönglög.
Þriðjudagurinn 9. júlí, 2002.
KAMMER- OG SÖNGTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll