Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 27

Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 27 SÍÐASTLIÐIÐ vor skrifaði ég nokkrar lín- ur í Morgunblaðið og hvatti stjórnvöld til að gera sérstakt átak í lög- gæslumálum vegna hinna hörmulegu um- ferðarslysa sem þá höfðu dunið yfir þjóðfé- lagið. Margt hefur verið fært til betri vegar í þeim efnum, en betur þarf að gera ef ná á meiri árangri í að sporna við þeirri ógn og slysum sem gróf um- ferðarlagabrot valda. Þeir sem eru í um- ferðinni í dag sjá að eitthvað róttækt verður að gera til að ná betri tökum á þeim ofsaakstri og öðrum grófum umferðarbrotum sem tíðkast á göt- um og vegum úti og þá oft við slæm akstursskilyrði. Lagðar hafa verið fram tillögur til að reyna að sporna við þessum mikla vanda, t.d. að hækka sektir og fleira. Að mínu mati næst ekki marktæk- ur árangur á þessu vandamáli nema að löggæslan verði samhliða efld til muna, sem og öll fræðsla um þær miklu fórnir sem umferðarslys út- heimta í þjóðfélaginu. Stytta þarf vinnsluferli vissra um- ferðarmála þannig að hægt sé að ljúka þeim málum fyrr en er í dag, t.d. með lögveði í þeirri bifreið sem brotið er framið á, sé sekt ekki greidd innan tilskilins tíma. Jafnframt þarf að leggja meiri áherslur á úrbætur á umferðarmannvirkj- um, eins og reyndar er verið að gera og vinna að. Samhliða þarf að gera meiri kröfur varð- andi öryggisbúnað öku- tækja, t.d. er varðar hjólbarða, og lækka þá tolla og gjöld af þeim. Góðir hjólbarðar eru mikill öryggisþáttur, mun meiri en margir ökumenn gera sér grein fyrir, og því þarf að endurskoða reglu- gerð varðandi það, sem og öryggiskröfur vegna breytinga sem gerðar eru á ökutækj- um og búnaði þeirra. Hafa þarf betra eftirlit með nýlið- um í umferðinni, t.d. að þeir sem eru með bráðabirgða ökuskírteini og ger- ast sekir um gróf umferðarbrot á tímabilinu verði að fara í sérstaka endurhæfingu og standast þar próf, eigi þeir að fá fullnaðar ökuskírteini. Gera þarf meiri kröfur til þeirra sem aka stórum þunga- og fólksflutn- ingabifreiðum er varðar akstursþjál- un og fleira. Auka þarf umferðarfræðslu al- mennt í skólum allt frá grunnskóla- ldri og vera mjög vakandi fyrir bættri ökukennslu hverju sinni, sem ég veit að flestir ökukennarar til- einka sér í dag. Jafnframt þarf að reyna að ná fram hugarfarsbreytingu hjá fólki al- mennt til bættrar umferðarmenning- ar, eigi að ná fram ætluðu takmarki í að fækka umferðarslysum. Það á að vera hægt með nægri fræðslu og kynningu sem fólk al- mennt meðtekur og því þarf að vanda þar vel til verka. Ljóst er þó að samhliða verður að efla verulega umferðareftirlit al- mennt með því að fjölga lögreglu- mönnum og tækjum sem sinna þess- um verkþáttum sérstaklega, sem kæmu svo inn í aðra löggæsluþætti þegar á þarf að halda. Í því sambandi væri eðlilegast að fjölga lögreglumönnum á Reykjavík- ursvæðinu þar sem umferð er hvað mest. Hluti þessara lögreglumanna og tækja þyrftu síðan að geta fylgt um- ferðarþunganum eftir þar sem hann er hvað mestur hverju sinni. Samhliða þarf einnig að efla lög- gæslu á landsbyggðinni, en gera þó ráð fyrir að stjórnendur löggæslu- svæða geti kallað eftir auknum liðs- afla af Reykjavíkursvæðinu þegar umferð eykst á þeirra svæðum. Ekki má heldur gleyma þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem koma út í umferðina á sumrin og eru þá oft óviðbúnir að takast á við ís- lenskar aðstæður á vegum og fjalla- slóðum. Eðlilegt er að spurt sé, hvort hægt sé að fækka umferðarslysum, tjónum og öðrum afbrotum með meiri lög- gæslu, og tel ég svo vera. Það hefur sýnt sig að þegar um- ferðarlöggæsla hefur verið efld í Reykjavík og gert hefur verið sér- stakt umferðarátak út um allt land, hefur slysum og tjónum fækkað verulega. Slysum, tjónum og afbrotum fylgir mikill kostnaður fyrir þjóðfélagið og mikill tími og starfsorka okkar fær- ustu lækna og hjúkrunarfólks fer í að sinni slösuðu fólki eftir umferðarslys. Þetta færa fagfólk gæti snúið sér að stórum hluta að öðrum krefjandi þáttum í heilsugæslunni yrði fækkun á þessum hörmulegu slysum sem við erum að upplifa nánast dag hvern. Ég tel fullvíst að með aukinni fræðslu, löggæslu og hertri eftir- fylgni grófra umferðarbrota sé hægt að bæta úr þessu ástandi og nýta það fjármagn sem með því sparast og þann mikla mannauð til framfara á ýmsum sviðum. Málið er að þetta er ekki spurning um aukin útgjöld hjá stjórnvöldum, nema þá fyrst um sinn, heldur í hvaða þætti þau eru sett í upphafi. Því þarf að gæta þess vel að aukið framlag til þessa málaflokks sé nýtt á þann hátt að tekið sé á þeim þáttum sem hvað mestum skaða valda í um- ferðinni og til víðtækrar fræðslu, þá á árangur að geta komið mjög fljótlega í ljós. Talað hefur verið um milljarða sem fara í heilsugæslu vegna um- ferðarslysa, fyrir utan tjón á ökutæk- um, sem mun skipta milljörðum, og mikil frávik fólks frá vinnu í öllum at- vinnugreinum. Þá á eftir að nefna alla þá miklu sorg og þjáningar sem þessum slys- um fylgja. Ég lauk fyrri grein minni með þeim orðum að vonandi koma þeir tímar að ekki þurfi að vera með mikið lögreglulið til að sporna við þessum hörmulegu slysum, en meðan núver- andi sjónarmið ríkir allt of almennt gagnvart brotum í umferðinni, þá er það óhjákvæmilegt. Umferðarátak stjórnvalda Ómar G. Jónsson Umferðarmál Það hefur sýnt sig að þegar umferðarlög- gæsla hefur verið efld í Reykjavík, segir Ómar G. Jónsson, og gert hefur verið sérstakt umferðarátak út um allt land, hefur slysum og tjónum fækkað verulega. Höfundur er lögreglufulltrúi í Reykjavík. ÞAÐ var dálítið skondið að sjá hvernig fjölmiðlar brugðust við sigri Jean-Marie Le Pen, í fyrri umferð frönsku forsetakosn- inganna. Jafnvel Morg- unblaðið fjargviðraðist yfir hægri sveiflu í Evr- ópu. Af einhverri furðulegri ástæðu er stór hluti fjölmiðla dá- lítið vinstra megin í stjórnmálum. Jafnvel þótt þeir eigi hvergi erfiðara uppdráttar en í löndum þar sem vinstri stefnan ræður ríkjum. Í Evrópu misstu menn nánast stjórn á sér þegar George W. Bush varð (á endanum) forseti Bandaríkj- anna. Það var þegar byrjað að spá dóms- degi. Og ekki batnaði það eftir árás- ina ellefta september. Menn viður- kenndu, sumir treglega þó, að eitthvað yrði að gera. Hinsvegar var látið að því liggja að líklega myndi Bush fara með heiminn til helvítis í handtösku. Vinstri mönnum til von- brigða gaf Bush sér góðan tíma til þess að reyna að leysa málið án þess að þyrfti að koma til stríðs. Og þegar Bandaríkjamenn létu loks til skarar skríða, höfðu þeir stuðning flestra ríkja heims. Stríðinu var þó ekki fyrr „lokið“ en Evrópa trylltist á nýjan leik. Að þessu sinni vegna „illrar meðferðar“ á föngum sem teknir voru í Afganist- an. Jafnvel virt mannréttindasamtök létu í sér heyra, þegar birtar voru myndir af því að fangar voru leiddir út úr bandarískum herflutningavél- um á Kúbu, í handjárnum, fótjárn- um, og með hettur yfir höfðinu. Bíð- um nú við. Liðsmenn Al Kæda samtakanna eru ekki markhópur hjá neinu flugfélagi sem ég þekki. Ef mér væri falið að flytja einhver hundruð liðsmanna þeirra flugleiðis, á einhvern stað, myndi ég vilja gera talsverðar varúðarráðstafanir. Þrátt fyrir mikið brambolt er Evr- ópusambandið ósköp aumt. Það er hinsvegar óendanlega hrokafullt. Þessar vitsmunaverur dúndra í allar áttir alls- konar reglum. Allt frá því á hvaða aldri blað- burðarbörn mega vera, til stærðar á smokkum. Kíki nú hver oní sínar brækur. En hver er raunveruleg geta Evr- ópusambandsins. Það hefur ekki einusinni getað haldið friði í eigin álfu, án aðstoðar Bandaríkjanna. Það voru Bandaríkin sem stöðvuðu þjóðarmorð á Balkanskaga, þrátt fyrir aumingja- skap Evrópusambandsins og Sam- einuðu þjóðanna. Það verða líka Bandaríkin sem ráða úrslitum í Mið- austurlöndum, þrátt fyrir væl í Evr- ópu. Í þeirri vá sem vofað hefur yfir heiminum undanfarin ár, sýndi Evr- ópusambandið fyrst mátt sinn og megin þegar Jörg Haider náði ár- angri í kosningum, í Austurríki. Stefna Haiders er ógeðfelld, en ár- angur hans hefur nákvæmlega ekk- ert að segja um pólitíska þróun í Evrópu. Ekki frekar en árangur lýð- skrumarans Le Pens í Frakklandi. Leiðtogar Evrópusambandsins reigðu sig hinsvegar svo mjög að það rigndi uppí nefið á þeim. Þeir höfðu ekkert ráðið við þjóðarmorð á Balk- anskaga. En nú gátu þeir hysjað upp um sig brækurnar, þegar komið var að hinu vingjarnlega og friðsæla Austurríki. Hver Don Kíkótinn af öðrum þusti á móti vindmyllum. Þeir settu Austrríki í pólitíska einangrun, útaf manni sem varð ekkert meira en sveitarstjóri á skíðasvæði. Þetta er með ólíkindum. Austur- ríki er sjálfstætt lýðræðisríki, þar sem fram fara lýðræðislegar kosn- ingar. Að Evrópusambandið skuli setja eitt aðildarríkja sinna í bann, af því að það er óánægt með kosninga- úrslit, hlýtur að vera umhugsunar- efni. Ætla herrarnir í Brussel að segja kjósendum í Evrópu hvað þeir eiga að kjósa? Utanríkisstefna Evr- ópusambandsins virðist mótast af óskhyggju. Bandaríkjamenn eru búnir að lama starfsemi Al Kæda, að mestu leyti, í Afganistan. Það er þó hvergi nærri búið að uppræta þessi samtök. Þau eru enn sterk, og teygja anga sína um allan heim. Bandaríkin vilja halda áfram að berjast gegn þeim. Evrópusambandið vill hins- vegar bíða, og vonar að vandamálið bara hverfi. Einhvernveginn. Það verður gerð önnur hryðjuverkaárás, á næstu misserum. Enginn veit hvar, hvenær eða hvernig hún verður. En hún VERÐUR gerð. Jafnvel Visa Island veit þetta. Með reikningnum sem ég fékk um síðustu áramót, fylgdi tilkynning um breytingar á tryggingum, á gullkort- inu mínu. Þar var mér meðal annars tilkynnt að Visa Island bæti ekki tjón sem leiði beint eða óbeint af beitingu eða notkun hverskonar kjarnorkuvopna, efnavopna eða sýklavopna. Til hvers í fjáranum er ég eiginlega með þetta gullkort, ef þeir afneita mér grilluðum, sjálflýs- andi og rotnandi af sýklum? En alla- vega virðist Visa Island gera sér betri grein fyrir heimsmyndinni en Evrópusambandið. Það var löngu kominn tími á hægri sveiflu, í Evr- ópu. Auðvitað þó ekki undir forystu manna eins og Le Pens. Kannski Visa taki það að sér. Veljið eða semjið nýtt Óli Tynes Stjórnmál Það var löngu kominn tími á hægri sveiflu í Evrópu, segir Óli Tyn- es. Þó ekki undir for- ystu manna eins og Le Pens. Kannski Visa Island taki það að sér. Höfundur er fréttamaður. VIÐ Íslendingar höf- um þurft að heyja bar- áttu sjálfstæðis og ætt- um að bera skynbragð á meiningu slíks. Okkur ber af þeim sökum full- komin skylda til að auð- sýna öðrum virðingu sem heyja sína baráttu fyrir sjálfstæði, frelsi og almennum mannrétt- indum. Í raun ætti það að vera efst á stefnu- skrá ríkja heims að hafa slíkt að leiðarljósi að hvetja með skýrum hætti til sjálfstæðis bæði einstaklinga og þjóða. Það sem ég á við, er að alls ekki er nægjanlegt eða við- unandi að taka aðeins tillit til þjóð- höfðingja eða ráðamanna sem sækja aðra heim. Þarna verður að taka fullt tillit til beggja þeirra aðila sem hlut eiga að máli án undantekninga. Þ.e. þegna og þjóðhöfðingja. Ríkisvald sem tekur tillit til einungis annars þáttarins og lætur t.a.m. undan þrýst- ingi utanaðkomandi þjóðhöfðingja til þess eins að þjóna þeim viðmiðunum sem hann hefur fram að færa eða rek- ur heima fyrir, og yfirfærir þá þætti þannig yfir á önnur lönd hefur brugð- ist skyldu sinni að mínu mati. En með þeim hætti leggur umræddur „gest- gjafi“ þau lóð á vogarskálarnar að ílengja einungis enn frekar umrætt ófremdarástand innan tiltekins ríkis ásamt því að halla á eigið samfélag. Það er í þessu tilfelli mín staðfasta skoðun að eðlileg þróun í átt til aukins almenns frjálsræðis sé sú að áður- nefnd stefna þar sem tekið er tillit til beggja aðila sé virt. Ef þjóðhöfðingjar af einhverjum orsökum reka sín ríki undir óstjórn á slíkt ekki að bitna á þeim þegnum þeirra sem gerðir hafa verið að mestu útlægir heldur ráða- mönnum sjálfum er þeir sækja aðra heim. Í þessu felst hið raunverulega réttlæti. Annað er að mínu mati af- bökun. Þannig að þó svo að umræddir þegnar eigi, eða hafi átt um sárt að binda heima fyrir er með öllu óþarfi að slíkt sé framlengt út fyrir land- steinana og að þeir þurfi einnig að sæta ólögum og órétti í öðrum lönd- um. Ég held að ef þetta yrði sameig- inleg ákvörðun hinna frjálsu þjóða heims að virða einnig rétt þegnanna gerðu þær þjóðstjórnir eða þjóðhöfð- ingjar sem virtu ekki almenn mann- réttindi sér grein fyrir að þeir ættu við sjálfan sig að sakast ef ekki væri allt sem skyldi að þeirra mati er þeir sæktu aðrar þjóðir heim. Þeir bæru einir ábyrgð á tilteknum kringum- stæðum. Þetta mundi ýta undir að slíkir aðilar legðu ríkari áherslu á að hafa hlutina í lagi heima fyrir. Það er þannig t.a.m. alveg ljóst að þeir sem koma frá einhverju tilteknu ríki, hvort sem um er að ræða þegna eða þjóðhöfðingja, til- heyra til jafns um- ræddu ríki. Það gildir einu hvort viðkomandi þegnar búi þar lengur eða ekki. Af þeim kosti eigum við ekki annarra kosta völ en að tekið sé tillit til beggja aðila. Í því skyni leggjum við sjálf til þær reglur sem við byggjum upp heima fyrir þegar þjóðhöfð- ingjar sækja okkur heim og þeim gert kunnugt um stefnu okkar. Að sama skapi verða þegnar frá umræddum þjóðlöndum að hlíta okkar viðmiðun- um að sjálfsögðu og byggist slíkt á al- mennum landslögum. Ég geri mér þannig fulla grein fyrir að gæta þarf allra öryggisþátta er þjóðhöfðingjar og aðrir koma í heimsókn. En hvort sem um er að ræða þjóð- kjörna stjórn eður ei þá eru þjóðmál ekkert einkamál ríkisstjórna eða þjóðhöfðingja. Þarna eru allir undir sama þaki ef svo má segja. Ég vil þannig ítreka að þó að ríkisstjórn sé þjóðkjörin þá eru almenn mannrétt- indi samt sem áður enn í fullu gildi að sjálfsögðu. Í þessu skyni er mjög svo einkennilegt að hlusta á þá stjórn- málamenn sem lýsa því yfir að um leið og þeir eru kjörnir til framkvæmda lúti þeir ekki lengur slíkum gildum. Þeim hafi verið falið umboð og að þjóðin sem slík hafi ekkert frekar um málin að segja. En slík afbökuð túlk- un gefur til kynna að almenn lýðræð- isleg réttarstaða nái að öllu jöfnu ekki langt út fyrir kjörklefana og sé ekki virk nema aðeins þar – og þar hafi al- menningur afsalað sér rétti sínum?? – Samt sem áður er stjórnarskráin ávallt í gildi og leiðtogar eru eiðsvarn- ir til að framfylgja ákvæðum hennar. Kannski væri í þessu sambandi rétt að fara að huga að nýrri sjálfstæð- isbaráttu? Stjórnarskráin er ávallt í gildi Þorsteinn Ólafsson Höfundur vinnur við nýsköpun. Sjálfstæði Kannski væri í þessu sambandi rétt, segir Þorsteinn Ólafsson, að fara að huga að nýrri sjálfstæðisbaráttu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.