Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.07.2002, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U MFJÖLLUN fjöl- miðla ræður mestu um hvort Íslending- ar hafa miklar áhyggjur af afbrot- um eða ekki. Þetta hefur Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði við Há- skóla Íslands, a.m.k. á tilfinning- unni en hann byggir álit sitt á mælingu á viðhorfum Íslendinga og reynslu þeirra af afbrotum sem hann gerði í vor í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Þetta var fjórða mælingin af þessu tagi sem Helgi stendur fyrir en sú fyrsta var gerð 1989. Í öll skiptin var um að ræða úr- takskönnun og var úrtakið 1.200 manns á aldrinum 18–80 ára á landinu öllu. Svarhlutfall var um 66% og segir Helgi að ætla megi að svarendahópurinn endurspegli skoðanir þjóðarinnar allvel, þ.e.a.s. þeirra sem eru á aldrinum 18–80 ára. Þá auki það nákvæmn- ina að langflestir hafi skoðanir á málunum. Fáir segist ekki hafa skoðun á þeim eða ekki vita nógu mikið til að svara. „Fólk hefur meiningar um þessi mál,“ segir Helgi. Hasarkenndari umfjöllun á miðjum 10. áratugnum Í spurningunum var gerður greinarmunur á því hvort fólk teldi afbrot vera mjög mikið vandamál eða mikið vandamál á Íslandi. Það sem vekur hvað mesta athygli er að talsvert hefur dregið úr fjölda þeirra sem telja afbrot mjög mikið vandamál. Þeg- ar könnunin var gerð álitu um 22% þjóðarinnar að svo væri, árið 1997 töldu 45% að afbrot væru mjög mikið vandamál og um 33% árið 1994. Enn telur þjóðin þó að afbrot séu mikið vandamál og hef- ur fjöldi þeirra sem álíta svo reyndar aukist frá síðustu könn- unum. Þá taldi um helmingur að afbrot væru mikið vandamál en í vor var sú tala komin upp í 66%. Hvaða ástæður eru fyrir breyt- ingum á viðhorfum til þess hvort afbrot séu vandamál? Hefur af- brotum e.t.v. fækkað? „Það er ekki hægt að segja að afbrotum hafi fækkað en það hef- ur í sjálfu sér ekki orðið fjölgun heldur, þótt reyndar hafi mann- drápsmálum fjölgað frá 1997. Í fljótu bragði virðist ekki hægt að skýra breytt viðhorf með fækkun afbrota eða að þau séu ekki jafn- alvarleg og áður. Það sem ég staldra við er breytingin á umfjöll- un í samfélaginu um afbrot,“ segir Helgi. Í könnuninni sögðust um 86% fá upplýsingar um afbrot í gegnum fréttir fjölmiðla og segir Helgi ljóst að fjölmiðlar hafi talsverð áhrif á viðhorf almennings. Skýr- inganna á því að færri telji afbrot mjög mikið vandamál sé því lík- lega að leita í ólíkri umfjöllun fjöl- miðla. „Tilfinning mín er sú að um miðjan 10. áratuginn hafi verið mjög mikið fjallað um afbrot og hlutfall og í tveimur síðus unum. Árið 1989 var hlutf vegar rúmlega 17%. A segir Helgi að líklegast h umfjöllun um svonefnt H mál ráðið þar mestu. „Þeg hugsa um afbrot hugsa m um svonefnda hvítflibba gildir það bæði hér á lan lendis,“ segir Helgi. Þeg eru spurðir um afstöðu ti dettur þeim fyrst í hug f brot, líkamsárásir, kynf og þjófnaður. Aukin öryggisken Í könnuninni kemur fleiri telja sig nú örugga að næturlagi í nágrenni v sitt. 84% telja sig örugg 1997 var hlutfallið 74%. fjölmiðlar stöldruðu oft lengi við hvert mál. Það var áberandi í um- ræðunni að Íslendingar væru jafn- vel komnir á heljarþröm í afbrot- um. Það væri eitthvað verulega alvarlegt að gerast í samfélaginu og talið að þjóðin væri að stíga inn í ákaflega hættulegar aðstæður sem til dæmis birtist einnig í dramatískri umfjöllun um fíkni- efni. Það sem mér finnst einkenna umfjöllun um afbrot í fjölmiðlum síðustu eitt til tvö árin eða svo er að það er ekki lengur þessi dóms- dagsumræða í fjölmiðlum. Við fáum vissulega reglulega fréttir af afbrotum og það koma upp mjög alvarleg mál. En þau detta frekar fljótt út úr umræðunni þar sem þeim er ekki fylgt eftir í marga daga líkt og gerðist stundum áð- ur.“ Getur hluti af skýringunni verið sá að afbrot hafi í raun og veru orðið alvarlegri en að almenningur telji frekar að afbrot séu orðin óumflýjanlegur þáttur í samfélag- inu? „Nei, ég held að það hafi ekki endilega gerst. En umfjöllunin í fjölmiðlum á seinni hluta 10. ára- tugarins var þannig að það virtist vera eitthvað verulega alvarlegt að gerast,“ segir Helgi. Upplýs- ingar frá lögreglu bendi á hinn bóginn ekki til þess að sú hafi ver- ið raunin. Helgi segir að aukin og hasarkenndari umfjöllun um af- brot geti að nokkru leyti skýrst af því að um miðbik 10. áratugarins glímdu Íslendingar við efnhags- lægð. Umræða um aukin afbrot virtist staðfesta þá kreppu sem samfélagið var komið í. Í samvinnu við Rannveigu Þór- isdóttur, félagsfræðing og sér- fræðing hjá ríkislögreglustjóra, hyggst Helgi bera saman niður- stöður könnunarinnar við gögn hjá lögreglu um þróun afbrota á síðustu árum og tengja þær nánar við fyrri kannanir og umfjöllun fjölmiðla um afbrot og þá muni fást nánari skýringar á þessum breytingum. Höfum alla möguleika á að fækka afbrotum til muna Helgi segir mikilvægt að um- fjöllun fjölmiðla sé fagleg og af- brot séu sett í samhengi. Á hinn bóginn megi alls ekki líta svo á að afbrot séu sjálfsagður hluti af líf- inu. „Við megum ekki gera of mik- ið úr þeim en við megum heldur ekki vera of værukær. Við búum í fámennu samfélagi og við höfum alla möguleika á því að fækka af- brotum til muna,“ segir Helgi. Hann minnir á að enn telji margir að afbrot séu mikið vandamál hér á landi og aðeins rúmlega 11% töldu afbrot frekar eða mjög lítið vandamál. Um helmingur taldi fíkniefna- brot vera mesta vandamálið en 22% nefndu kynferðisbrot. Það eru tvöfalt fleiri en 1997 en svipað hlutfall og árin 1989 og 1994. Að- eins 5% töldu að fjársvik væru mesta vandamálið sem er svipað Afbrotafræðingurinn og dósentinn Helgi Gunnlaugsson hefu Ekki lengur dó ræða um afbrot „Í fljótu bragði virðist alvarleg og áður. Það s Gunnlau Færri Íslendingar hafa mjög miklar áhyggjur af afbrotum en áður og þeir telja sig nú frekar vera örugga á gangi í ná- grenni heimilis síns. Þetta er meðal nið- urstaðna könnunar sem gerð var í vor á viðhorfum Íslendinga til afbrota. Rúnar Pálmason ræddi við Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og dósent við Háskóla Ís- lands, um niðurstöðurnar.   !  ;<=< B   CA DA =A EA @A A A F  ?    4    1 6 3  6  ;  = B     !"% >A CA DA =A EA @A A A F 1    !  B   ! B   ,-&  DA =A EA @A A A F I   6 MANNRÉTTINDABROT RÚSSA Í TSJETSJNÍU Skelfileg grimmdarverk rússneskrahermanna gegn óbreyttum borg-urum í Tsjetsjníu virðast engan enda ætla að taka. Í Morgunblaðinu í gær var rakin frásögn tsjetsjenskrar konu, sem er flóttamaður í nágrannahér- aðinu Ingúsetíu og varð vitni að nánast ólýsanlegri grimmd rússneskra her- manna í garð íbúa í heimabæ sínum þeg- ar hún fór þangað í stutta heimsókn. Því miður eru lýsingar af þessu tagi ekkert einsdæmi. Ýmis mannréttinda- samtök hafa lýst miklum áhyggjum af kerfisbundnum mannréttindabrotum Rússa í sjálfstjórnarlýðveldinu, en frá- sagnir sjónarvotta af þeim eru trúverð- ugar og margstaðfestar. Í skýrslum Amnesty International kemur fram að á meðal óhæfuverka rússneskra her- manna og löggæzlumanna eru aftökur án dóms og laga, grimmilegar pyntingar, mannrán, nauðganir og ýmislegt annað ofbeldi og hótanir í garð saklauss fólks. Ofbeldið hefur ekki sízt beinzt gegn konum og ungum stúlkum. Rússneskir hermenn hafa handtekið konur undir því yfirskini að skilríki þeirra væru ófull- nægjandi, haldið þeim föngnum og nauðgað þeim, stundum margir saman. Í skýrslu Amnesty frá því fyrr á þessu ári er t.d. sögð saga konu sem var komin átta mánuði á leið er rússneskir her- menn námu hana á brott af heimili henn- ar, nauðguðu henni og misþyrmdu, með þeim afleiðingum að barnið dó. Þeir héldu henni síðan fanginni í mánuð, þar til fjölskylda hennar greiddi tólf vél- byssur í mútur til að fá hana lausa. Þá var reyndar svo komið að eiginmaður hennar vildi ekki taka við henni aftur; í Tsjetsjníu þykir nauðgun leiða mikla skömm yfir fjölskylduna, sem er líka ein ástæða þess að þessum grimmdarlega glæp er beitt sem vopni í stríðinu þar. Saga þessarar konu er ekkert einsdæmi. Það heyrir hins vegar til algerra und- antekninga að rússneskir hermenn séu sóttir til saka fyrir glæpi af þessu tagi. Rússnesk yfirvöld halda því fram að þau séu í baráttu við hryðjuverkamenn í Tsjetsjníu og vissulega er herjað á rúss- neska heraflann í héraðinu, með þeim af- leiðingum að einn til tveir hermenn eru sagðir falla á dag að meðaltali. Slíkt get- ur þó engan veginn réttlætt grimmdar- verk og önnur mannréttindabrot gagn- vart óbreyttum borgurum. Brot á mannréttindum Tsjetsjena, sem búa annars staðar í Rússlandi, t.d. í Moskvu, svo sem ástæðulausar fangelsanir og pyntingar, benda til þess að margt fólk, sem hefur ekkert til saka unnið, sé ofsótt á grundvelli þjóðernis síns eingöngu. Í blaðinu í gær kemur fram að rúss- nesku mannréttindasamtökin Memorial telji að rússneskir hermenn drepi nú fleiri óbreytta borgara í Tsjetsjníu en áður og rekja sumir rannsakendur sam- takanna það til þess að vestrænar þjóðir hafi dregið úr gagnrýni sinni á aðgerðir rússneska hersins eftir hryðjuverkin 11. september sl. Amnesty hefur látið í ljós svipaðar áhyggjur og gagnrýndi m.a. harðlega Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir að fella í apríl síðastliðn- um tillögu um fordæmingu á mannrétt- indabrotum Rússa í Tsjetsjníu. Þátttaka Rússa í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum og aukinn sam- starfsvilji þeirra við Vesturlönd í örygg- ismálum er vissulega mikils virði. Vest- urlönd geta hins vegar ekki leyft sér að horfa framhjá mannréttindabrotum í Rússlandi, sem raunar eiga sér stað víð- ar en í Tsjetsjníu, til þess að styggja ekki rússnesk stjórnvöld. Baráttan gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi er um leið barátta fyrir því að öryggi almennra borgara sé tryggt og mannréttindi þeirra virt. Ef leiðtogar Rússa meina eitthvað með því að þeir vilji taka þátt í þeirri baráttu, verða þeir líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í mannrétt- indamálum og draga glæpamennina, sem hafa vaðið uppi í Tsjetsjníu, fyrir dómstóla. Það má heldur ekki gleyma því að Rússar hafa sótzt eftir inngöngu í ýmis samtök lýðræðisríkja, t.d. Evrópu- ráðið. Ef menn vilja vera með í slíkum samtökum, verða þeir að uppfylla inn- tökuskilyrðin og fara eftir reglunum. Vilji rússnesk stjórnvöld ekki draga sína menn fyrir dóm, verða alþjóðlegir dómstólar að skerast í leikinn. Það er lít- ill munur á grimmdarverkum Rússa í Tsjetsjníu og þeim óhæfuverkum, sem voru unnin í stríðunum á Balkanskaga á síðasta áratug. Við eigum að krefjast þess að allir þeir glæpamenn, sem um ræðir, fái sömu meðferð. MENNINGARSÖGULEG VERÐMÆTI Margvísleg menningarsöguleg verð-mæti hafa farið forgörðum hér á Íslandi í gegnum tíðina, bæði síðari tíma verk og verk fyrri alda, en skemmst er að minnast nýlegrar umræðu um niður- brot á veggmynd Veturliða Gunnarsson- ar í Árbæjarskóla. Vitund um nauðsyn þess að koma í veg fyrir slík slys hefur þó vissulega vaxið á síðustu árum og vonandi er nú svo komið að allir sem hlut eiga að slíkum málum skilja hversu mik- ilvægt er að horfa til framtíðar í þessu sambandi, ekki síður en til þeirrar for- tíðar sem verkið tilheyrir. Undanfarna daga hafa sérfræðingar á sviði afsteypu höggmynda verið að störf- um í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, en verkefni þeirra þar er að taka mót af tveimur lágmyndum Sigurjóns til að forða þeim frá glötun. Í framhaldi af því stendur síðan til að gera afsteypu af lág- myndunum úr bronsi. Með tilliti til væg- is Sigurjóns í listum um miðbik tuttug- ustu aldar er þetta mikilvæg framkvæmd og framtakið lofsvert. Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Birgittu Spur, forstöðumanni safnsins, að ekki hefði mátt tæpara standa þar sem umrædd verk voru farin að aflagast og ekki hefði liðið á löngu þar til steypan sem þau voru steypt í til bráðabirgða hefði farið að brotna. Björgun lágmyndanna er nokkuð kostnaðarsöm en kostnaðaráætlunin við verkefnið hljóðar upp á tæpar sex millj- ónir króna. Til þess að af framkvæmd- inni geti orðið hafa ýmis fyrirtæki styrkt verkefnið, auk þess sem Þjóðhátíðar- sjóður leggur einnig sitt af mörkum. Í því sambandi er vert að hafa í huga að menningarsöguleg verðmæti verða seint metin til fjár og skaðinn verður aldrei bættur ef þau verða eyðileggingu að bráð. Menningarsaga hverrar þjóðar verð- ur að sjálfsögðu heildstæðari og mark- verðari ef til eru fjölbreytt dæmi um stefnur og strauma hvers tíma fyrir sig. Enda eru skilgreiningar á stöðu menn- ingar samtímans ávallt að nokkru leyti byggðar á afstöðu hennar til fortíðarinn- ar. Það er því afar mikils virði að varð- veita verk íslenskra frumkvöðla í mynd- list og full ástæða til að ítreka mikilvægi þess að ekkert lendi í glatkistunni vegna vanrækslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.