Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín AnnaHermannsdóttir
fæddist í Ögri 14.
nóvember 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 2. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Salóme
Rannveig Gunnars-
dóttir, f. 24. apríl
1895, d. 20. nóvem-
ber 1977, og Her-
mann Hermannsson,
f. 17. maí 1893, d.
26. nóvember 1981.
Anna var elst 11
systkina. Hin eru: 2) Þuríður, f.
1921, 3) Gunnar, f. 1922, d. 1977,
4) Þórður, f. 1924, d. 1985, 5)
Sigríður Ragna, f. 1926, d. 1999,
6) Karítas Kristín, f. 1926, d.
1994, 7) Sverrir, f. 1930, 8) Gísli
Jón, f. 1932, 9) Halldór, f. 1934,
10) Guðrún Dóra, f. 1937, 11)
Birgir, f. 1939.
Anna ólst upp í Ögri til ársins
1940 er hún fluttist til Ísafjarð-
ar.
Hinn 30. október 1941 gekk
Anna að eiga Ásgeir Guðmund
Sigurðsson, járnsmið frá Bæjum
á Snæfjallaströnd, f. 1917, d.
1988. Þau eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Hermann Jón, f. 11.
mars 1942, d. 25. júní 1991,
kvæntur Guðfinnu S. Gunnþórs-
dóttur og áttu þau fjögur börn.
Þau eru: a) Gunn-
þór, b) Björn, c)
Katrín, maki Hlyn-
ur B. Sigurðsson og
eiga þau þrjá syni
og d) Kristín Anna,
sambýlismaður Jón-
as Gunnarsson. 2)
Sigríður Borghild-
ur, f. 23. október
1947, gift Ólafi H.
Þórarinssyni og
eiga þau fimm börn.
Þau eru: a) Ásgeir,
maki Margrét Ósk
Konráðsdóttir, b)
Rannveig Anna,
maki Jón Ingi Valdimarsson og
eiga þau eina dóttur, c) Þórar-
inn, sambýliskona Sigurborg
Sveinsdóttir og á hún eina dótt-
ur, d) Ólafur Halldór og e) Sal-
óme María. 3) Anna Kristín, f. 8.
nóvember 1958, gift Gísla Jóni
Hjaltasyni og eiga þau fjögur
börn. Þau eru: a) Dóra Hlín,
sambýlismaður Hálfdán Bjarki
Hálfdánsson, b) Ásthildur Mar-
grét, c) Ásgeir Guðmundur og d)
Hjalti Hermann.
Anna og Geiri bjuggu alla sína
hjúskapartíð á Ísafirði. Lengst
af sinni starfsævi vann Anna hjá
Hraðfrystihúsinu Norðurtanga
hf.
Útför Önnu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var á Ísafirði fyrir einum 35
árum sem ég sá tengdamóður
mína, Önnu Hermannsdóttur, fyrst.
Það var þegar konan mín, Sigga
Bogga, bauð mér vestur um páska
til kynna mig fyrir foreldrum sín-
um. Þá kom ég fyrst á heimili
Önnu og Geira og var mér tekið
þar opnum örmum þá og alla tíð
síðan. Anna Hermanns, eins og hún
var alltaf kölluð, var ákaflega lífleg
kona, glaðvær en skapföst ef því
var að skipta. Á þeim tíma bjuggu
þau í Aðalstræti 20, í hjarta bæj-
arins, og oft var margt fólk og mik-
ið líf í eldhúsinu hjá Önnu.
Það var eins og ég væri að hefja
nýtt líf þegar ég kynntist þessari
fjölskyldu og Anna reyndist mér
sem önnur móðir alla tíð. Hún
sagði fljótlega að ég yrði að gera
mér grein fyrir að ég væri kominn
inn í afar kröftuga og samhenta
fjölskyldu þar sem fólkið hennar
væri. Seinna sá ég að hún var einn
helsti hlekkurinn í þeim stóra hópi,
enda elst systkinanna frá Svalbarði
í Ögurvík. Ég kynntist foreldrum
hennar, Hermanni og Salome, einn-
ig mjög vel og mat þau mikils.
Við hjónin giftum okkur á Ísa-
firði og bjuggum þar á árunum
1970–1975 og þá vann ég um skeið
á sama vinnustað og tengdafaðir
minn, Ásgeir. Fyrsta laxveiðiferðin
mín af mörgum var einmitt þegar
tengdapabbi bauð mér í Langa-
dalsá við Ísafjarðardjúp. Þau Anna
voru einstaklega samhent hjón.
Geiri féll frá árið 1988 rúmlega sjö-
tugur, eftir 47 ára hjúskap þeirra
Önnu. Einkasonur þeirra og mágur
minn, Hermann Jón, lést þremur
árum síðar, þá ekki fimmtugur.
Fráfall þeirra feðga fékk mjög á
Önnu.
Anna reyndist fjölskyldu minni
mjög vel, það þurfti ekki að hafa
mörg orð um hlutina þegar hún var
annars vegar, það var eins og hún
vissi ávallt hvað öðrum leið. Börn
okkar áttu alltaf öruggt athvarf hjá
ömmu sinni og afa og þau eldri
dvöldu oft sumarlangt hjá þeim.
Góð kona er gengin og við minn-
umst hennar með miklu þakklæti.
Ólafur H. Þórarinsson.
Hvert fór hún Anna! Ómur
harmonikunnar hljómaði út um
dyrnar á litla samkomuhúsinu í Ög-
urvík, út í fagra vornóttina. Við
yngri systkinin á Barði fengum að
fylgjast með dunandi sveitaballinu
úr forstofunni og rabarbaragraut
og rjóma fengum við í kjallaranum.
Inni dansaði hin unga Anna Her-
manns allt kvöldið og nóttina fram
undir morgun án þess að sleppa
dansi, við sveitastrákana, Bolvík-
ingana, Súðvíkingana og Fótung-
ana en Fótungarnir voru annálaðir
dansmenn í þann tíma. Siggi Sali
var einn af þeim fáu í þeirra hópi
sem ekki dansaði. Á balli nokkru í
Bolungarvík vatt hann sér að góð-
um dansstrák og sagði við hann:
,,Elsku vinur, dansaðu nú við hana
Steinu mína en varaðu þig á henni
því hún dansar eins og andskot-
inn.“ Harmonikuspilararnir voru
annaðhvort Palli Jónasar úr Súða-
vík eða strákarnir úr Bæjum á
Snæfjallaströnd, einn þeirra, Ás-
geir, krækti í Önnu systur sem var
elst og stolt okkar systkinanna.
Fjörið var magnað í litla dans-
salnum í Ögri. Þar dansaði Gísli
ráðsmaður sjálflærðan marsúrka
við öll lög. Tvö skref fram með
skellum og eitt skref afturábak
með hælskell. En aldrei snúningi.
Stelpurnar voru eins og í strokki
hjá honum. Kvíðasvipur færðist yf-
ir andlit þeirra þegar Gísli bauð
upp í dans. Þar dansaði Óskar á
Skarði, sem aldrei virtist eldri en
átján ára, hringinn horn í horn með
öskurrokum annað veifið.
Friðfinnur Ólafsson frá Strand-
seljum sem þá var orðinn mikið
samkvæmisljón í henni Reykjavík,
dansaði charleston við Stínu mág-
konu sína í Odda en sá dans var
óþekktur í Ögurvík. Stjáni frændi,
frægur ungkarl þar um slóðir,
dansaði tangó með snöggum hæl-
lyftingum svo aðdáun vakti. Þyrfti
svo að hvíla nikkarana, þá strekkti
Jónsi Geirs His Masters Voice
grammófóninn og spilaði víólettur
með söng hins vinsæla Svía, Gösta
Bekkelund. Jónsi lá fram á fóninn
og horfði dreymandi um salinn eins
og hann væri Gösta sjálfur að
syngja fyrir stelpurnar í Smálönd-
um. Undir morguninn héldu Bol-
víkingarnir heim á leið á litlu mót-
orbátunum. Oft á tíðum var erfitt
að sjá hvort þeir ætluðu inn eða út
Djúp því stefnan var reikul eins og
farþegarnir um borð.
Ásgeir Sigurðsson úr Bæjum og
Anna systir fóru til Ísafjarðar á
stríðsárunum og giftu sig. Síðan
fórum við öll hin á eftir þeim. Allt
var að breytast hröðum skrefum.
Þau hjónin bjuggu öll sín búskap-
arár á Ísafirði. Ásgeir vann við
járn- og skipasmíðar en Anna vann
í Hraðfrystihúsinu Norðurtangan-
um í 30 ár, þar sem hún fleygði
fiskflökunum af hnífsoddi upp á
færibandið. Nú eru vinnsluvélarnar
í Norðurtanganum þagnaðar. Börn
þeirra urðu þrjú, þau Anna Kristín,
Sigríður Borghildur og Hermann
Jón sem var þeirra elstur en hann
dó langt fyrir aldur fram. Barna-
börnin og barnabarnabörnin eru
allt hið indælasta fólk. Ásgeir og
Anna voru mjög félgslynd og stutt
var í fjörið og kátínuna hjá þeim,
þau voru alla tíð mjög samrýnd og
vel fór á öllu milli þeirra. Rúmur
áratugur er síðan Ásgeir lést og
saknaði Anna hans mjög, sem og
einkasonar síns sem andaðist um
svipaðar mundir.
Anna var heilsuhraust fram á
það síðasta og hélt ávallt reisn
sinni. Við yngri systkinin sögðum
okkar á milli að hún væri höfðingi
hópsins og þann titil bar hún með
sanni alla tíð. Salóme og Hermann
á Svalbarði höfðu barnalán, eins og
sagt var hér fyrrum, þar sem öll
ellefu börnin komust til fullorðins
ára.
Það er sem ómi ennþá fyrir eyr-
um mér úr gamla danshúsinu í Ög-
urvík. ,,Hvert fór hún Anna, Anna
sem er mér svo kær … ó, komdu til
mín, elsku Anna, því ég elska þig.
Halldór Hermannsson.
Elsku Anna amma. Þegar ég
fékk að vita að amma væri dáin,
grét ég mikið. Hún hafði sagt við
mig áður að þegar hún færi ætti ég
ekki að gráta mikið, en það er eig-
inlega ekki hægt að segja að ég
hafi staðið við það. Ég sakna henn-
ar mikið en mér finnst samt gott að
hún er komin til afa. En allar
minningarnar um hana hjálpa og
þær eru sko margar. Alltaf þegar
ég kom til ömmu var til nammi
sem hún vildi endilega að yrði
borðað. Hún var líka mjög gjafmild
á peningana sína og ég fékk alltaf
einhvern pening fyrir sendiferðir.
Það var líka gott að tala við hana
og hún gat alltaf svarað öllu.
Ég mun aldrei gleyma neinu af
þessu.
Þín
Ásthildur Margrét.
Hún Anna amma mín er látin.
Þegar ég hugsa um ömmu kemur
orðið þakklæti sífellt upp í huga
mér. Ég þakka fyrir að hafa fengið
að hafa hana svona lengi hjá okkur,
ég þakka fyrir fiskinn sem hún lét
mig borða sex ára og ég þakka fyr-
ir næturnar sem ég fékk að gista í
afa holu. Ég þakka fyrir alla vett-
lingana sem hún prjónaði á mig og
brosti bara þegar ég kom enn einu
sinni skömmustuleg og sagðist hafa
týnt einum vettling, ég held jafnvel
að hún hafi skilið hversu erfitt það
er að passa upp á vettlingana sína.
Fyrst og fremst þakka ég þó fyrir
að hún hafi verið amma mín.
Amma var engri lík, í smáköku-
bakstrinum fyrir jólin passaði hún
alltaf að hafa hlutföllin í deiginu
þannig að reiknað var með afföllum
á miðri leið. Ef það var eitthvað
sem okkur þótti gott að borða eða
drekka átti hún það til á lager það
sem eftir lifði vetrar. Mér er líka
minnisstætt þegar við vorum að
skreyta jólatréð á Þorláksmessu-
kvöld fyrir mörgum árum. Við vor-
um búnar að leita að jólaskrautinu
í heilt korter og Bókhlaðan alveg
að fara að loka. Til að jólin yrðu nú
ekki alveg skrautlaus æddum við
amma út í Bókhlöðu í brjáluðu
veðri og keyptum nýjar kúlur á
tréð. Þegar við komum heim stóð
afi með gamla skrautið og skellihló
að brussuganginum í okkur.
Amma var ekki bara umhyggju-
söm og góð, hún var líka hress,
skemmtileg og hávær. Tók hátt og
snjallt undir í söng og lá ekki á
skoðunum sínum, það var sko mik-
ið hægt að hlæja með henni.
Í ástarmálum langar mig að taka
ömmu mér til fyrirmyndar. Ég
vona að ég verði jafn heppin með
lífsförunaut og þú varst því ég upp-
lifði hjónaband ömmu og afa sem
eitt það besta sem ég þekki.
Við vorum oft góðar saman að
skoða myndskyggnur frá liðinni tíð
og ræða saman um afa.
Með hugann fullan af minningum
er nú kominn tími til að kveðja, ég
mun reyna að hafa góðmennsku
þína að leiðarljósi.
Dóra Hlín.
Elsku amma, ég veit ekki hvern-
ig ég á að byrja að skrifa um þig.
Ég sakna þín svo mikið, þú varst
svo mikill hluti af mér, mér fannst
einhvern veginn að þú yrðir alltaf
hér hjá okkur. Hvernig förum við
að núna þegar þú ert ekki hér til
að segja manni til, segja sögur,
skamma okkur, skemmta þér með
okkur? Elsku amma, ég mun aldrei
gleyma ferðinni sem við fórum
saman til Dublin, þú og Þuríður
slóguð í gegn, alltaf svo fínar,
hressar og hreint yndislegar. Ef
önnur ykkar keypti eitthvað varð
hin systirin að kaupa það líka. Þið
voruð svo samrýndar systurnar.
Þetta var yndisleg ferð sem endaði
vel, þó svo að þú hafir dottið í hálk-
unni á tröppunum þegar við vorum
komnar heim og þú handleggs-
braust þig, en þér fannst það nú
lítið mál enda alltaf svo jákvæð og
hress.
Elsku amma, ég vona að þér líði
vel, sért komin til afa og haldir
áfram að fylgjast með okkur. Ég
hefði viljað hafa þig lengur og ég
veit að þú hefðir viljað vera lengur
hjá okkur. Takk fyrir allt, elsku
amma.
Þín
Rannveig Anna.
Við sitjum hérna tvö systkinin og
minnumst ömmu á Ísafirði, eins og
við kölluðum hana alltaf. Elsku
amma, þó svo að það hafi verið
langt á milli okkar í kílómetrum
voru samgöngur okkar á milli mikl-
ar og við heimsóttum Ísafjörð á
hverju sumri. Þessar heimsóknir
okkar til þín verða okkur ógleym-
anlegar og mikið verður það skrítið
að koma til Ísafjarðar og heim-
sækja þig ekki, ömmu okkar.
Amma var einstaklega hress og
skemmtileg í alla staði og gjafmildi
hennar ótrúleg. Ef það var eitt-
hvað, sem einhvern vantaði eða
langaði í, var sú gamla fljót að gefa
okkur krökkunum fyrir því. Ef
amma vissi að einhvern vanhagaði
um eitthvað linnti hún ekki látum
fyrr en hún gat bætt úr því.
Það var líka með eindæmum hve
þér var annt um fólkið þitt og
hversu náið þú fylgdist með hvað
allir voru að gera. Oft vorum við
hissa á því hve mikið amma vissi
um hin minnstu smáatriði sem fóru
fram í okkar daglega lífi. Það má
því segja að þú hafir tekið virkan
þátt í lífi okkar.
Við munum sakna þín, elsku
amma, og nú þegar þú ert horfin
frá okkur gerum við okkur grein
fyrir því hve þú varst stór partur í
lífi okkar. Það verður erfitt að
hugsa til þess að við eigum aldrei
eftir að fá að sjá þig oftar, en í stað
þess ornum við okkur við minning-
arnar sem við eigum um þig. Það
mun verða erfitt að kveðja þig og
aldrei kemur sá dagur að við mun-
um ekki hugsa um þig, elsku
amma.
Við viljum þakka þér fyrir allan
þann tíma sem við áttum með þér
og um leið kveðja þig.
Þín ömmubörn,
Ólafur Halldór og
Salóme María.
Við viljum í fáum orðum minnast
elskulegrar ömmu okkar. Anna
Hermannsdóttir var sú amma okk-
ar sem við kynntumst og reyndist
hún okkur vel. Okkur er í barns-
minni að alltaf átti amma eitthvað
gott í veskinu sínu þegar hún kom,
sem var nú ekki oft í boði á tann-
læknisheimilinu. Sérstaklega er
okkur minnisstæður sá tími sem
amma og afi voru hjá okkur eitt
sinn þegar mamma og pabbi fóru
utan í frí. Þá var glatt á hjalla og
borðuðum við Trix og Cocoa puffs í
næstum hvert mál, en það var alls
ekki daglegt brauð á heimilinu.
Annað skipti sem við munum vel
var þegar mamma þurfti að leggj-
ast inn á spítala. Þá kom amma og
hjálpaði pabba að sjá um heimilið.
Þá fórum við systur meðal annars
á diskótek í skólanum og höfðum
alveg frjálsar hendur með heim-
komuna og þótti okkur það ný-
lunda.
Amma varð fyrir þeirri sorg að
missa bæði eiginmann og einkason
með fárra ára millibili og stóðst
hún þær raunir hetjulega.
Eitt af því sem okkur þótti
merkilegt við ömmu var að hún
mundi eftir öllum afmælisdögum
fjölskyldunnar. Alltaf gat maður
treyst á að fá símtal frá henni þar
sem hún árnaði heilla og bað Guð
að blessa okkur. Gjarnan gerði hún
sér ferð í Kópavoginn ef sérstök
tilefni voru, s.s. fermingar, útskrift-
ir, gifting og skírnir langömmu-
drengjanna.
Fyrir þremur árum fór Kata
með fjölskylduna í heimsókn til
„ömmu með hvíta hárið“, eins og
langömmudrengirnir kölluðu hana.
Það var alveg ómetanlegur tími,
bæði fyrir þau og ömmu. Hún
stjanaði við þau á alla lund og gerði
allt til að láta þeim líða sem best.
Eins í fyrrasumar þegar ætt-
armót Hærribæjarættarinnar var
haldið á Ísafirði fengum við öll
höfðinglegar móttökur hjá ömmu
og Önnu Stínu. Í dag erum við
mjög þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum með henni þá daga.
Tíu dögum fyrir andlát ömmu
fengu Kristín Anna og Jónas tæki-
færi til að kveðja hana í hinsta sinn
á sjúkrahúsi Ísafjarðar. Það var
mjög dýrmæt stund sem þau eru
þakklát fyrir í dag.
Að lokum viljum við systkinin og
mamma þakka ömmu fyrir sam-
fylgdina.
Guð blessi þig, elsku amma.
Gunnþór, Björn, Katrín og
Kristín Anna, Hlynur,
Jónas og langömmudrengir.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar, Önnu Hermanns. Sumrin
1989–1996 dvaldi ég hjá ömmu í
Grundargötunni. Alltaf tók amma
jafn vel á móti mér og lét mig aldr-
ei finna fyrir því að maður væri
byrði á henni. Á þessum árum var
maður ungur og upptekinn af sjálf-
um sér. Í dag er ég ekki í nokkrum
vafa að dvölin hjá ömmu mótaði
mig mikið, enda var amma bæði
víðsýn og viðræðugóð.
Eitt einkenndi ömmu, það var
gjafmildin. Að því komst maður
snemma. Alltaf hlakkaði maður til
að opna jólapakka frá ömmu. Yf-
irleitt gaf amma mér veiðibækur
enda bar hún alla tíð virðingu fyrir
minni veiðiástríðu, t.d. eftirlét
amma mér allar veiðibækurnar
hans afa, nema eina. Það var af
sérstakri ástæðu.
Á jólunum fyrir þremur árum
fékk ég pakka frá ömmu eins og
alltaf, en er ég opnaði meðfylgjandi
jólakort þá datt niður 5000 kr seð-
ill. Ég man að við Rannveig systir
mín hlógum að þessu enda var ég
ekki svo fjárþurfi. Um kvöldið er
ég óskaði ömmu gleðilegra jóla,
bað amma mig um að nota pen-
ingana í eitthvað skemmtilegt, hún
stakk uppá miða á ball. Svona var
amma alveg ótrúleg og engum lík.
Jæja, amma ég kveð þig með
ósviknum söknuði.
Þinn
Þórarinn.
Andartaksstund
staldra konurnar við
á dyraþrepinu
áður en þær stíga út á dagsbrúnina
eins og þær búist við
að hún bresti
undan þunga þeirra
Þær anda frá sér nóttunni
og fylla lungun lygnum morgni
Svo ganga þær af stað
niður götuna
Fyrr en varir eru þær horfnar
inn í hávaða frystihússins
(Njörður P. Njarðvík.)
Þetta ljóð gæti verið ort um
Önnu Hermannsdóttur frænku
okkar. Hún vann lengst af hörðum
ANNA
HERMANNSDÓTTIR