Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 36

Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 36
MINNINGAR 36 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Daníel SkaftiPálsson fæddist á Rauðabergi á Mýr- um í Hornafirði 20. september 1915. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Foss- vogi 1. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Páll Bergsson frá Borg- arhöfn í Suðursveit, síðar bóndi á Rauða- bergi, f. 16. des. 1862, d. 11. maí 1946, og kona hans, Pálína Daníelsdóttir frá Viðborði á Mýr- um, f. 1. des. 1884, d. 19. feb. 1985. Systkini Daníels eru: Sigurbergur, Þuríðar eru: 1) Páll Pálmar, f. 28. júní 1956; 2) Eydís Unna, f. 31. júlí 1958; 3) Guðjón Grétar, f. 14. des. 1964. Daníel og Þuríður eiga 12 barnabörn og langafabörnin eru fjögur. Daníel var annar í röð þriggja systkina sem komust á legg. Hann ólst upp á Rauðabergi og eftir frá- fall föður síns tók hann við búinu. Daníel brá búi 1949 vegna heilsu- brests. Eftir það flutti hann að Lágafelli í Mosfellssveit og hóf at- vinnu við akstur, fyrst á rútum, síðan á olíuflutningabílum og síð- ustu tíu árin á leigubílum. Árið 1972 stofnaði Daníel Raf- tækjaverslun Kópavogs og rak hana til ársins 1986. Daníel starfaði mikið með eldri borgurum síðustu árin og var með- al annars gjaldkeri í Íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi. Útför Daníels verður gerð frá Digranesskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. f. 11. nóv. 1910, d. 6. júlí 1998; Guðjón Magnús, f. 11. des. 1918, d. 14. maí 1919; og Þóra Guðrún, f. 21. sept. 1926. Hinn 1. des. 1954 giftist Daníel eftirlif- andi konu sinni, Þur- íði Egilsdóttur, f. 26. júlí 1926. Foreldrar hennar voru Egill Eg- ilsson, bóndi á Króki í Biskupstungum, f. 14. júlí 1898, d. 9. janúar 1984, og Þórdís Ívars- dóttir, f. 20. maí 1901, d. 9. júlí 1999. Fóstursonur Daníels og sonur Þuríðar er Unnsteinn Eg- ill, f. 22. maí 1947. Börn Daníels og Elskulegur föðurbróður okkar, Daníel Pálsson, var okkur afar kær. Andlát hans kom þó ekki á óvart því hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár og var honum hvíldin því kærkomin. Daníel ólst upp á Rauðabergi á Mýrum ásamt systkinum sínum í sárri fátækt. Systkinin fóru snemma að leggja heimilinu lið. Sem dæmi var hann sendur sem vikapiltur aðeins níu ára gamall á næsta bæ og var það mikil reynsla fyrir svo ungan dreng. Á sama tíma fór eldri bróð- ir hans, faðir okkar, að heiman þá 16 ára að aldri til að afla heimilinu tekna til að hægt væri að stækka jarðarpartinn. Jörðin var það rýr að þau gátu aðeins haft 20 kindur og tvær kýr sér til viðurværis. Með eljusemi og dugnaði tókst þeim systkinum að kaupa viðbót- arpart og reisa nýtt hús á jörðinni. Faðir þeirra hafði lengi átt við vanheilsu að stríða og árið 1938 tekur Daníel við búinu með aðstoð móður sinnar og systur. Hann var fyrstur á Rauðabergi til að rækta og þurrka land í stórum stíl. Það var ráðist í mikið ferðalag þegar foreldrar okkar fóru með okkur allar þrjár systurnar í heim- sókn á Rauðaberg árið 1946. Við vorum umfaðmaðar hlýju og inni- lega var tekið á móti okkur. Var þetta mikil upplifun fyrir okkur. Sigga vildi ólm fá að fara á hest- bak og sett var undir hana blíðasti hesturinn og fínasta sauðargæra meðan vikapilturinn varð að láta sér lynda að nota strigapoka í út- reiðatúr þeirra, því hnakkar voru fáir á heimilinu. Árið 1949 bregða þau búi og flytjast suður. Fyrst í Mosfells- sveitina og hóf þá Daníel starf sem bílstjóri hjá Áætlunarbílum Mos- fellssveitar. Eftir það starfaði hann sem bílstjóri hjá ýmsum fyr- irtækjum þar til hann eignaðist sinn eigin bíl og hóf leigubílaakst- ur hjá Bæjarleiðum. Hann rak síð- an Raftækjaverslun Kópavogs í 13 ár ásamt fjölskyldu sinni. Í við- skiptum var hann orðlagður fyrir dugnað og heiðarleika. Vinnudagurinn var oft langur og lögðust þau hjónin á eitt með að það gengi sem best, t.d. saumaði Þura alla lampaskerma fyrir versl- unina. Á þeim árum sem Daníel keyrði Laugarvatnsrútuna kynnist hann ungri fallegri konu frá Króki í Biskupstungum og felldu þau hugi saman. Þau giftu sig árið 1954 á 70 ára afmælisdegi móður hans. Lengst af bjuggu þau í Kópavogi. Saman eignuðust þau þrjú börn en fyrir átti Þura einn dreng. Daníel var mjög umhugað um velferð barnanna, barnabarna og litla langafabarnsins og varð honum tíðrætt um þau. Daníel hafði mjög gaman af því að ferðast um landið og fóru þeir bræður eina slíka ferð nokkrum árum áður en faðir okkar dó og heimsóttu m.a. heimaslóðir sínar austur á Hornafjörð. Oft minntist Daníel þessarar ferðar með mikilli ánægju. Mjög kært var á milli Daníels og systkina hans og reyndist hann föður okkar ákaflega vel í veik- indum hans. Ótaldar voru þær ferðir sem hann fór til hans á hjúkrunarheimilið. Þegar Daníel fór að missa heils- una stóð Þura við hlið hans eins og klettur og umvafði hann hlýju og vakti yfir hverju hans spori og vék varla frá honum síðustu vikurnar. Það var átakanlegt að horfa upp á það hvernig þrótturinn hvarf Daníel smátt og smátt. Hugurinn var skýr og gaman og fróðlegt að rabba við hann og minnið var óbrigðult. Þegar við systurnar komum í heimsókn geislaði hann af gleði og við fundum svo greini- lega strauma væntumþykjunnar sem barst til okkar og þegar við fórum kyssti hann okkur og þakk- að innilega fyrir komuna og bað fyrir kveðju til fjölskyldna okkar. Við vottum Þuru og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning frænda okk- ar. Sigríður, Pálína og Bára. DANÍEL SKAFTI PÁLSSON Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðrún ólst upp á tímum kreppu- ára á Seyðisfirði þar sem lífsbarátt- an var erfið til sjós og lands og oft var lítið til hnífs og skeiðar. Faðir okkar stundaði almenna verka- mannavinnu og var einnig mótoristi á trillum. Oft man maður eftir litlu sem til var þann og þann daginn en allt hafðist þetta. Móðir okkar var nýtin og gat unnið vel úr litlu, katt- þrifin og saumaði allt sem þurfti. Oft sáum við hana með flík í hendi, sem slitin var, fletta henni í sundur, þá GUÐRÚN M. J. ANDRÉSDÓTTIR ✝ Guðrún MargrétJónína Andrés- dóttir fæddist á Seyðisfirði 16. apríl 1923. Hún lést 2. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Andrés Rasmussen, verkamaður og mót- oristi, f. 25. des. 1896, d. 10. apríl 1945, og Sveinrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 15. maí 1897, d. 18. sept. 1988. Systkini Guðrúnar eru Ragn- ar, f. 18. maí 1918, hálfbróðir sammæðra, látinn, og alsystkin Oddný Stefanía, f. 1925, hún lést aðeins tveggja ára, og Ás- valdur, f. 13. júlí 1928, sem býr með fjölskyldu sinni í Kópavogi. Útför Guðrúnar verður gerð frá Kópavogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. var hún að venda henni eins og sagt var og saumaði svo aðra flík úr henni. Þessi ljúfu ungdóms- ár okkar Guðrúnar liðu áfram, krakkarnir á Búðareyrinni léku sér saman í hinu mesta bróðerni í ýmsum leikj- um, svo sem slábolta, eitt par fram fyrir ekkjumann, fallin spýta, felingaleik, og margt annað. Stelp- urnar höfðu svo sína dúkkuleiki með heima- saumuðum dúkkum o.fl. Guðrún veiktist ung að aldri sem lítið var hægt að sinna heima á Seyðisfirði og mamma fór með hana suður eins og sagt var er farið var til Reykjavíkur. Þetta var á stríðs- árunum 1943 en lítið var hægt að hjálpa henni, þetta voru erfiðir tímar fyrir hana og ekki bættu þessi ár stríðsins fyrir henni þar sem við bjuggum rétt við aðalvinnu- svæði hersins. Húsið okkar, Stefánshús, stóð rétt ofan við Angró þar sem aðalhaf- skipabryggjan var og geymslur hersins þar, matvæli innanhúss og hergögn allt um kring. Um tíma voru Þjóðverjar daglegir gestir með njósnaflugi sínu og tvisvar var gerð loftárás á Seyðisfjörð. Þetta fór illa í Guðrúnu, hún var gífurlega hrædd þegar loftvarnaflauturnar fóru í gang og enginn vissi hvers var að vænta, hún beið þess aldrei bætur og það átti eftir að fylgja henni ævi- langt. Faðir okkar lést 1945 í lok stríðs- ins og þá leystist heimili okkar á Seyðisfirði upp. Mamma fór að vinna á elliheimilinu þar, Guðrún um tíma til Möggu móðursystur á Mjóa- firði og ég til Keflavíkur en þar hafði Þórhallur sem giftur var Sigríði, annarri móðursystur, útvegað mér vinnu í Stórumilljón í síld um haust- ið og í fiski um veturinn á vertíðinni. Móðir okkar flutti suður þar sem ég hafði fengið leigt hús handa okk- ur. Húsið var kallað Eldhúsið og stóð næst við Kot þar sem Sigríður og Þórhallur áttu heima en þau reyndust okkur gífurlega vel á þess- um árum. Guðrún systir fór að vinna sem vinnukona á heimilum fólks og þá mest í Reykjavík og átti hún ávallt heimili hjá okkur þess á milli. Það var eins og aðeins léttist yfir henni á milli ára á þessum tíma. Hún fór síð- ar að vinna úti á landi í sveit við Eyjafjörð og þar líkaði henni vel og einnig í Þingeyjarsýslu. Þar kynnt- ist hún góðum manni, Þórarni Níels- syni, og rugluðu þau saman reytum sínum og fóru búa á Melum við Ak- ureyri þar sem þau og Sigurður bróðir Þórarins sáu um kúabú sem þar var rekið. Þetta gekk vel um tíma en upp úr 1970 fór að halla und- an fæti hjá elsku systur og fór hún þá á Vistheimilið í Skjaldarvík, síðar á Kjarnalund, og síðustu dagana á sjúkraheimilið í Hlíð, þar sem hún lést. Við Guðrún höfðum rætt saman um tilvist okkar hér á jörðu og lokin. Hún sagðist vilja hvíla við hlið móð- ur okkar í Fossvogskirkjugarði og þar verður hún jarðsett í dag. Ég vil hér í lokin þakka starfs- fólki, sem var í Skjaldarvík, og starfsfólki Kjarnalundar fyrir frá- bæra umönnun og góðvild í hennar garð. Einnig vil ég þakka hinum mörgu vinum sem hún eignaðist á bæjunum sem hún vann á og öðrum vinum er hún eignaðist á stofnunum sem hún var á og héldu tryggð við hana alla tíð. Guð blessi ykkur öll. Vertu svo ætíð góðum Guði falin, elsku Guðrún. Ásvaldur Andrésson og fjölskylda. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina Það er sólbjartur vordagur, skólanum er nýlokið og ungur drengur er að byrja sumarvinnu á nýjum stað, óöruggur og óviss um hvernig sumarið verður. Yfirmaðurinn er ekki alveg ókunn- ur, hann er móðurbróðir drengs- ins. Þegar á vinnustaðinn er komið kynnir frændinn hann fyrir bros- mildri konu sem býður hann vel- kominn. Þetta er Victoría Blöndal. Hún byrjar að kynna drengnum vinnustaðinn og vinnufélaga og VICTORÍA BLÖNDAL ✝ Victoría Vé-freyja Guð- mundsdóttir Blöndal var fædd í Helga- fellsprestakalli í Snæfellssýslu 15. sept. 1910 og var út- för hennar gerð frá Fossvogskirkju 18. júní. setja hann inn í verk- efni það sem honum er ætlað. Þessi kona ber með sér andrúm virðuleika og anda þess lífsstíls sem á sér engin landamæri, er jafnt alþjóðlegur og ramm- íslenskur í senn. Það er ekki laust við að drengurinn sé feiminn og hálf hræddur að verða sér til skammar gagnvart þessari virðulegu konu. En sá uggur reynist ástæðu- laus, Victoría tekur drengnum með þeirri ljúfmennsku sem allir muna sem henni kynntust. Vinátta myndast sem aldrei ber skugga á. Vegir eiga eftir að liggja saman víðar en á vinnustað, þ.á.m. í Dýraverndarfélagi Reykjavíkur, þar sem við vorum saman í stjórn um tíma. Minnisstæður er hinn mikli metnaður Victoríu gagnvart móðurmálinu. Enn þann dag í dag kemur upp í hugann sú uppbyggj- andi gagnrýni sem hún beitti þeg- ar íslenskunni var misþyrmt í erli dagsins, og sérstaklega í fjölmiðl- um. Mér datt hún ósjálfrátt í hug í morgun þegar þrír fréttamenn átu upp hver eftir öðrum amböguna „gærnótt“ í merkingunni nýliðna nótt! Það eru forréttindi í lífinu að fá að kynnast góðu og vönduðu fólki. Það voru mér ómetanleg forrétt- indi að fá að kynnast Victoríu Blöndal og eiga hana að vini. Ég votta eftirlifandi ættingjum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Victoríu Blöndal. Lárus Sigurðsson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.