Morgunblaðið - 11.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar Gunn-arsson fæddist á
Akranesi 22. desem-
ber 1931. Hann varð
bráðkvaddur mið-
vikudaginn 3. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Gunnar L
Guðmundsson,
bóndi á Steinsstöð-
um á Akranesi, f.
10. ágúst 1897, d. 8.
febrúar 1988, og
Guðríður Guð-
mundsdóttir, f. 10.
október 1899, d. 22.
apríl 2000. Gunnar átti átta
systkini. Þau eru: Guðmundur, f.
9. júlí 1920; Svava, f. 29. desem-
ber 1921; Halldóra, f. 13. júlí
1923; Sigurlín Margrét, f. 16.
febrúar 1927; Sigurður, f. 20.
júní 1929; Ármann, f. 1. janúar
1937; Sveinbjörn, f. 7. júlí 1939;
og Guðrún, f. 10. apríl 1942.
Hinn 8. október 1958 gekk
Gunnar að eiga Jóhönnu Þor-
leifsdóttur, f. 20. júní 1929.
Börn þeirra eru: 1) Sigurður
Grétar, f. 26. september 1951,
maki Kristjana Þórarinsdóttir, f.
19. júlí 1952. Þeirra börn eru a)
Gunnar, maki Lísbet Fjóla Hjör-
leifsdóttir, þeirra sonur er Sig-
urður Grétar. b) Jó-
hanna, maki Freyr
Geirdal. Þeirra syn-
ir eru Ingólfur og
Anton Freyr. c)
Anna María; 2) Sig-
urlín, f. 7. nóvem-
ber 1956, maki Ei-
ríkur Jónsson, f. 7.
september 1954.
Þeirra börn eru a)
Ásgeir Þór, b) Rut,
hennar sonur er Al-
exander Máni, c)
Ríkey Jóna. 3) Þór
Arnar, f. 27. júlí
1960, maki Björg
Agnarsdóttir, f. 17. september
1960. 4) Gunnar Rúnar, f. 18.
febrúar 1967, maki Marta Ein-
arsdóttir, f. 27. júlí 1969. Þeirra
synir eru Einar Þór og Arnar.
Gunnar ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Akranesi. Hann
lauk námi í bifvélavirkjun og
starfaði samfellt í þeirri iðn fyr-
ir utan 16 ár sem hann var
bóndi á Lambhaga í Skilmanna-
hreppi í Borgarfirði. Síðastlið-
inn áratug hafði hann umsjón
með bílaverkstæði Haralds
Böðvarssonar hf. á Akranesi.
Útför Gunnars verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku tengdapabbi, það var svo
erfitt að fá þær fréttir að þú værir
látinn, þú sem varst svo lífsglaður.
Þú sem varst að heyja fyrir hestana
ykkar Jóhönnu fyrir veturinn í glaða
sólskini, þegar áfallið kom. Ég kom
inn í fjölskylduna ykkar aðeins 17
ára og tókst þú mér eins og þinni
eigin dóttur og alveg frá fyrstu
kynnum hefur þú verið fastur punkt-
ur í lífi mínu. Þú varst svo stoltur afi
þegar barnabörnin fæddust eitt af
öðru, fylgdist með þeim öllum
stækka og þroskast. Ykkur Jóhönnu
ömmu munaði ekkert um að taka
þau, allt upp í fjögur stykki, með
ykkur í útilegu ef þið voruð að fara
eitthvað ykkur til ánægju. Alltaf leit-
uðu þau til þín ef eitthvað var að. Þú
kveiktir áhuga Gunnars, Jóhönnu og
Önnu Maríu á hestamennsku og
voru þær margar ferðirnar farnar
með afa í hestaferðir. Gunnar fékk
alltaf ráð hjá afa ef eitthvað þurfti í
sambandi við bíla og vélar, enda með
sama áhugamálið þar.
Síðan komu barnabarnabörnin
sem öll fengu sína athygli hjá þér.
Það er stórt skarð höggvið í fjöl-
skylduna, þín verður sárt saknað.
Þótt þú hefðir alltaf nóg fyrir stafni
gafstu þér alltaf tíma til að koma við
hjá okkur.
Elsku tengdapabbi, hafðu hjart-
ans þökk fyrir allt.
Ég kveð þig með söknuði.
Þín
Kristjana.
Elsku besti afi, nú ertu farinn, far-
inn á annan stað, og söknuður okkar
er ólýsanlegur. Þegar við fengum
þær fréttir að afi Gunni væri farinn
ætluðum við aldrei að trúa því, afi
sem alltaf var svo frískur og fallegur
á að líta og alltaf svo hress og tilbú-
inn að gera allt fyrir alla. Þetta er
ólýsanlegur missir sem við getum
aldrei tjáð með orðum því að þú
varst ekki bara afi. Þú varst svo góð-
ur vinur okkar og varst alltaf til
staðar fyrir okkur. Það var alltaf svo
gott og gaman að hitta þig og segja
þér hitt og þetta því þú hafðir svo
gaman af að fá fréttir frá okkur.
Þau voru ekki fá ferðalögin sem
við fórum með þér og ömmu, alltaf
vilduð þið hafa barnabörnin með og
öll sóttumst við eftir að fá að vera
nálægt ykkur. Því nærveran við þig
og ömmu hefur alltaf verið svo ynd-
isleg.
Þegar við fórum að verða aðeins
eldri fórum við öll að sækja meira í
þig, afi, því öll höfðum við sama
áhugamál og það var hestamennsk-
an. Öll fengum við hest gefins frá þér
og aldrei mátti maður borga þér
neitt því þú vildir gefa öllum allt,
sama hvað það var. Ef einhver var
góður þá varst það þú, og oft varstu
of góður.
Þú varst alltaf svo duglegur að
skipuleggja hestaferðir og alltaf
varstu með okkur í huga þegar gerð-
ir það. Alltaf var jafngaman að fara
með þér á hestbak, það var alltaf svo
gaman að tala við þig og oft hafðirðu
svo margt skemmtilegt að segja frá.
Það verður eitthvað skrýtið að fara á
hestbak í framtíðinni og enginn afi
með, en þú verður alltaf í huga okk-
ar. Og ekki þarftu að hafa áhyggjur
af hestunum þínum því við skulum
annast þá fyrir þig, afi.
Við getum ekki lýst því hve mikið
við söknum þín og erum svo sár og
reið út í lífið, því þú varst svo lífs-
glaður og hafðir svo gaman af lífinu,
þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni og oft
komstu ekki yfir allt, því þú varst
svo duglegur í vinnunni. En alltaf
hafðirðu tíma til að kíkja í heimsókn
eða hringja í fjölskylduna þína. Og
það er mikið þér að þakka hvað fjöl-
skyldan þín er samrýnd.
Það er sárt að hugsa til þess að þú
varst farinn að skipuleggja framtíð-
ina eftir að þú ætlaðir að hætta að
vinna kringum áramótin. Nýbúinn
að kaupa þér bílskúr sem þú varst
svo ánægður með og ætlaðir að
dunda þér í. Við vonum bara að þú
sért ánægður á þeim stað sem þú ert
á og hafir nóg að gera á milli þess
sem þú fylgist með okkur öllum.
Það var yndislegt að sjá hvað
strákunum okkar, Sigurði Grétari,
Ingólfi og Antoni Frey, þótti alltaf
gaman að sjá afa Gunna eins og öll-
um börnum, því þú varst svo mikil
barnagæla. Það var svo gaman að
sjá hvað þú sýndir þeim mikinn
áhuga. Og ef þeir t.d. veiktust eitt-
hvað gafstu þér alltaf tíma til að
hringja eða kíkja í heimsókn. Það
verður mikill missir fyrir þá að geta
ekki alist upp með þér.
Elsku besti afi, þú varst og ert
alltaf bestur. Og það verður sárt að
venjast þeirri tilhugsun að þú komir
aldrei aftur til okkar. Við vonum að
þér líði vel á þeim stað sem þú ert á,
og þú getir haldið áfram að fylgjast
með okkur öllum sem vorum í kring-
um þig.
Við munum öll hjálpast að við að
gæta ömmu og hjálpa henni í sorg-
inni, því þetta verður erfitt hjá henni
eins og öllum öðrum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði. Megi guð geyma þig og
blessa.
Gunnar Sigurðsson,
Jóhanna Sigurðardóttir,
Anna María
Sigurðardóttir.
Elsku afi minn. Það er svo ótrú-
legt að þú sért farinn frá mér. Við
sem ætluðum að fara saman að veiða
uppi í sveit í sumarfríinu og gera svo
mikið saman. Ég gleymi aldrei hvað
við fórum oft saman út, á rúntinn, í
hesthúsið, sjoppuna og til Dóra
gamla.
Ég gleymi þér aldrei, afi minn, og
ég ætla að fara með bænina mína
fyrir þig.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Þinn afastrákur,
Einar Þór.
Það virðist vera stutt síðan ég var
í sveit hjá móðurbróður mínum,
Gunnari í Lambhaga, og Jóhönnu,
konu hans. Frá sex ára aldri var ég
þar heimagangur öll sumur og
marga helgina. Það var lítil tilhlökk-
un á haustin að fara aftur á Skagann
og það endaði með því að ég fór ekki
heim eitt haustið heldur dvaldist hjá
þeim Gunnari og Jóhönnu síðustu
þrjú árin áður en ég „flutti“ aftur
heim í foreldrahús fimmtán ára gam-
all.
Fyrsta hestinn fékk ég hjá Gunn-
ari í sumarkaup árið 1973 og ekki
latti það áhugann á hestamennsku.
Farið var ríðandi á hestaþing í Öl-
veri, auk annarra góðra stunda sem
tengjast hestum. Mér er minnisstæð
tilhlökkunin um væntanlega ferð
með Gunnari á fjórðungsmót í Faxa-
borg sumarið 1975 en áður en af því
varð endaði ég á sjúkrahúsi.
Hjá Gunnari og Jóhönnu átti ég
mitt annað heimili öll uppvaxtarárin
og fyrir það verður þeim hjónum
seint fullþakkað.
Einar Halldór Einarsson.
GUNNAR
GUNNARSSON
!
!" !# $" ""%&' ""
"$ !# $"
# (
)
* !# $" ) "
# %&+"
, !# "-&.$ "!$"
/ 0
*,1!!
0 "$!) " $"&
!"#
"$% $$%
& '&(
(
)
*+*
+, "-.
* .,
*/
#-
!
"
#
$
,'
"#
, 0# '1" *"#
!&# 0# **1 "#
&
0# 2",3
,
. 0#"#
(#
,$.&# $
'
%&
52,6
*$
1*)!
*
* .4
"78
#-
' ( '
)
*
9# *
"
*,
9# ** ',"#
2++9#
,
"#
$$%'
+
)
)
,
- #
# # 4 :(;:
& :
#-%
*
" '
.
)
/
/01
#
"# <-=>
-
!#"#
$$%$$$%
$$$$%'
%&
&:4? ,:@9 ,
"%
AB
,
"
)
2
9#
#5"#
,
!#5 &##
0#&##
"#
.&## &#,
*
""#
$!%&##"#
+&##"# 2+4!%
$$%'