Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þær döpru stundir
koma, og koma alltof
oft að mati undirritaðs,
að ótímabær dauðsföll
ástvina eða góðra vina dynja yfir
eins og þruma úr heiðskíru lofti og
alltaf er maður jafn varnarlaus og
ráðþrota og ég verð að segja sárreið-
ur almættinu, því röðin er aldrei eft-
ir aldri eða líkamlegu né andlegu at-
gervi heldur er höggvið á báða bóga
og stálhraust fólk fellur í valinn jafnt
hinum aldurhnignu og sjúku.
Ég ætla að reyna að skrifa fáeinar
línur í minningu Jórunnar Sig-
tryggsdóttur.
Afburða kona og kær vinur, Jór-
unn í Lönguhlíð, er numin á brott í
blóma lífs síns og stórt skarð er
hoggið í fjölskylduna í Lönguhlíð,
skarð sem aldrei verður brúað.
Ég vonaði í lengstu lög að mér
hefði misheyrst hrapallega svo ólík-
legt fannst mér að það gæti verið
raunin að Jórunn væri dáin.
Manni lærist víst seint að taka
dauðsföllum góðra vina með æðru-
leysi, til þess þarf víst meiri menn en
mig.
Ég hef þekkt fjölskylduna í
Lönguhlíð í tugi ára bæði í starfi og
leik og átti mér þar griðastað þegar
ég þurfti á andlegri uppörvun og
smá hvíld að halda þar sem ég er víst
dálítið stressaður að upplagi og starf
mitt er oftast heldur mikið að vöxt-
JÓRUNN
SIGTRYGGSDÓTTIR
✝ Jórunn Sig-tryggsdóttir
fæddist á Jórunnar-
stöðum í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði 11.
ágúst 1950. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
25. júní síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 2. júlí.
um. Þá koma þær
stundir að til að halda
sönsum þarf maður að
spjalla og kasta mæð-
inni og láta sér líða vel
smá stund á erfiðum
dögum svo maður hafi
þrek til að klára daginn
með sæmd.
Í Lönguhlíð við eld-
húsborðið hjá Jórunni
og nafna fékk ég þessa
endurnýjun sem ég
þarf svo oft á að halda,
smá glens og gaman,
hlátur og gleðistundir
sem við áttum svo
margar og fyrir það er ég óskaplega
þakklátur.
Ég gat ruðst inn án þess að berja
dyra og leyft mér með stráksskap að
kalla „ Jórunn, hvað er í matinn“ eða
hringt með engum fyrirvara og
sagst vera á leiðinni í mat eða kaffi
og alltaf var sama ljúfmennskan og
hressilega viðmótið; „já, komdu
endilega, nafna þínum veitir ekki af
smá uppörvun“.
Auðvitað var það ég sem vanalega
þurfti uppörvun og smá glens en
Jórunn af sinni alkunnu ljúf-
mennsku sneri því uppá bónda sinn
og auðvitað höfðum við svo báðir
gagn og gaman af.
Og hún af stakri þolinmæði unni
okkur nafna þess að gera at hvor í
öðrum og tók oftast fullan þátt í
sprellinu þó hún hefði mikið að gera
og leyfði okkur nöfnunum að glamra
einhverja vitleysu sem var þó ekki
vitlausari en svo að maður var alltaf í
góðu skapi og andlega endurnærður
eftir heimsóknina.
Mitt starf er að vera mjólkurfram-
leiðendum í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslu til aðstoðar og á ég því 200 góð-
ar fjölskyldur sem vini og kunningja
og því fylgir endalaus ferðalög og
heimsóknir á bæi og þannig eignast
ég mína ágætu vini til sveita sem eru
mér ómetanleg uppspretta fróðleiks
og vináttu.
Sjaldgæfara er að maður verði
einhverri fjölskyldu svo nákominn
að verða hreinlega eins og einn úr
fjölskyldunni en þannig varð sam-
band mitt óumdeilanlega við þau
sómahjón Jórunni og Kristján og
þau opnuðu heimili sitt fyrir mér og
létu mér líða eins og heima hjá mér.
Jórunn mín, þín verður sárt sakn-
að, en guð mun gefa þér góða líðan
fyrir handan fyrst svona þurfti að
fara, það er ég sannfærður um.
Kæri nafni minn, Maja, Hörður,
Harpa og Halla, sagt er að tíminn
græði öll sár og guð gefi að sárin
ykkar grói, eða eins vel og við er að
búast þegar svo djúpt er hoggið, en
eftir lifir þó alltaf minningin um af-
burða konu sem skilur eftir ljós í
huga okkar allra sem hana þekktu,
ljós sem aldrei slokknar.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Gunnarsson.
Elsku Jórunn. Hvernig gat þetta
gerst og af hverju þú? Spurningarn-
ar eru margar en fátt er um svör.
Stórt skarð er komið í fjölskylduna
okkar og erfitt að trúa því og sætta
sig við það að þú sért farin frá okkur
svona fljótt. Þín verður sárt saknað.
Í huga mínum streyma fram
gamlar og góðar minningar frá
Lönguhlíð á yngri árum og margt
var nú brallað á þeim bænum. Ég
tala nú ekki um þegar við fórum svo
inn í kaffi og fengum þína heimsins
bestu skúffuköku og ískalda mjólk.
Síðastliðin tíu ár hafa ferðirnar í
Lönguhlíð mikið snúist um hross, að
ná í hross, skila hrossum eða bara
talað um hross eða búskapinn. Ég og
mín litla fjölskylda vorum alltaf svo
velkomin, sama á hvaða tíma maður
kom. Alltaf tókuð þið brosandi á
móti okkur. Kristín Ragna, dóttir
mín, hændist mjög að þér strax og
var alltaf tilbúin að gefa þér stórt
bros eða knús. Þegar hún var um
það bil eins árs færðir þú henni mjög
fallega litla prjónaða hestapeysu.
Myndarskapurinn hjá þér í hannyrð-
um var einstakur, allt lék í höndum
þér. Eins var með matargerð og
bakstur. Þú varst ein af þessum kon-
um sem lifðu og hugsuðu mjög vel
um fjölskyldu sína og studdu sinn
mann og börn einstaklega vel.
Barnabörnin þín, þær Andrea Ósk
og Íris Björk, áttu einstaklega stórt
pláss í þínu hjarta og er missir
þeirra mikill.
Þriðjudagskvöldið 11. júní fórum
við fjölskyldan með hross í Löngu-
hlíð sem Kristján frændi á og vorum
við að skila því eftir veturinn. Krist-
ján bað þig að taka þetta á mynd-
band sem þú gerðir og myndaðir því
Tóbías og hrossin fram og til baka á
veginum. Síðar komstu inn í eldhús
og myndaðir Kristínu Rögnu. Seinna
var drukkið kaffi og spjallað um lífið
og tilveruna. Seint um kvöldið
kvöddum við þig og Kristín Ragna
gaf þér rembingskoss og knús. Ekki
áttum við von á að þetta væri síðasta
stundin okkar saman. Verður þetta
ógleymanlegt kvöld hjá okkur. Fyrir
þessar stundir og ótal aðrar sam-
verustundir er þér innilega þakkað
fyrir.
Elsku Kristján frændi, missir
þinn er svo mikill að orð fá því ekki
lýst. Við sendum þér og börnunum,
barnabörnum og tengdasonum inni-
legustu samúðarkveðjur okkar.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg. Minningin um
Jórunni mun lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð og við biðjum Guð að
geyma hana.
Margs er að minnast,
margt er þér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þuríður, Tobías og
Kristín Ragna.
Góð ævi mannkosta-
manns er á enda.
Það var fyrir rúmum
fimmtíu árum að
Hreggviður pabbi kom inn í líf okkar
systkinanna. Móðir okkar og faðir
höfðu þá slitið samvistum einu til
tveimur árum áður svo að hún var ein
fyrirvinna fjölskyldunnar og börnin
tvö; þriggja og átta ára. Hún vann að
saumaskap og Hreggviður stundaði
sjóinn. Þau gengu í hjónaband 1952.
Fyrir okkur systkinin var koma
hans inn á heimilið til að byrja með
talsvert erfið, en þegar við kynnt-
umst honum gerðum við okkur fljót-
lega grein fyrir því hvað hann bjó yfir
miklum og óvenjulegum mannkost-
um, fullur gæzku og hjartahlýju. Það
var okkur ómetanlegt að fá að vaxa
úr grasi undir handarjaðri hans og
leiðsögn, nokkuð sem við komum til
með að búa að alla ævi.
HREGGVIÐUR
GUÐMUNDSSON
✝ HreggviðurGuðmundsson
fæddist á Löndum á
Hvalsnesi 28. maí
1914. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 9. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hvalsneskirkju 15.
júní.
Þau eignuðust son-
inn Guðmund Óla 1954
og fengum við börnin
að alast upp á traustu
og kærleiksríku heim-
ili.
Hreggviður naut
allsstaðar vinsælda,
hvort sem var á sjó eða
landi, vegna geðprýði,
hjálpsemi og trygg-
lyndis. Skapstór gat
hann verið og átti til að
reiðast snögglega, en
alltaf sáttfús og oftast
voru það þjóðmálaskoð-
anir, sem gátu komið
róti á geðið. Hann var jafnaðarmaður
lengst af.
Eftir að hann lagði af sjómennsk-
una vann hann á Keflavíkurflugvelli
við tré- og blikksmíði, var lagtækur í
meira lagi og alltaf mikill verkmaður
á meðan kraftar leyfðu.
Móðir okkar og Hreggviður
bjuggu í Keflavík þar til hann hætti
að vinna 1984 en fluttu þá til Reykja-
víkur enda börnin öll búsett þar,
barnabörnin og barnabarnabörnin.
Við kveðjum þig, pabbi, með allar
góðu minningarnar í farteskinu og
þökkum þér samfylgdina.
Elsku mamma, megi allar góðar
vættir veita þér styrk í sorginni.
Bergdís Kristjánsdóttir og
Sævar Kristjánsson.
&9@49H,&@
A
) !-.
5
9
#
$ 8
:
-
3
00
4!
4!
,
"#
4!%- +
. "#
)".4"
"#
,)=4!"# '
;
(
$#"
.
' (
30
!
;
)
) .'
:# ,
;49 :
4!+
*'
""
'
+
)
# )
,
-
#
&
1
-
)
,;@4;I2@ 8JBE?* #)
4$
.
'
,-
1
1
-
4 )*#
)!) 1
4.""
2 K) -.4.""
K
4 ) .4.""
9*2 C) 5".)*#"#
") .)*#"# '
+
)
,
-
#
&
L2:L2:( - <
2% 7
) !-. '
<*
"
%
4!%
)!#
&#<*
"
,
%
<*
"
&#) <*
""#
!% )"
'
1
%
) ((,9
2
3
.
%1 " "! ;1 "$!; ";1 "&
"
9 6@1; +
-.
.
)
2
4% '