Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 43

Morgunblaðið - 11.07.2002, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 43 Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A 10 93 / T A K T ÍK 1 1. 7´ 02 tilbúinn beint á grillið Góður kjúklingur Tandori kjúklingur læri legg BBQ kjúklingur læri legg Tex mex kjúklingur læri legg 599pr.kg. TILBOÐ VEIÐI- og ferðavefurinn Nat.is hefur hleypt af stokkunum stanga- veiðiskóla sem telst nýlunda þótt finna megi eitthvert fræðsluefni á íslensku á Netinu. Að sögn Birgis Sumarliðasonar, framkvæmdastjóra Nat.is, hafa menn þar á bæ ekki í hyggju að róa á sömu mið og nokkrir veiðivefir á Netinu. „Þetta er hreint og klárt fræðsluefni sem jafnt vanir sem óvanir eiga að geta nýtt sér. Kennslan byggist á samtölum sem við höfum átt og munum eiga við viðurkennda snillinga í stanga- veiðimannastétt. Við höfum nú ýtt úr vör og fyrsti kennarinn okkar er enginn annar en Ásgeir Heiðar, einn sá alslyngasti. Hann gefur góð ráð um val á búnaði og hvers ber sérstaklega að gæta í hinum ýmsu útfærslum stangaveiðinnar. Efnið er brotið upp á aðgengilegan hátt þannig að „nemendurnir“ geta fundið strax það sem þá fýsir að vita,“ sagði Birgir. Birgir sagði ennfremur, að Stangaveiðiskóli Nat.is yrði upp- færður í hverjum mánuði, í hvert sinn yrði ný fræðsla sótt til snill- inga, auk annars efnis sem gæti tal- ist til dægrastyttingar, yfirlit yfir veiði og veiðisögur. Í næsta „tíma“ sem verður undir lok júlí verður t.d. hjálpað til með val á flugum á síðsumarsdögum og einnig hvernig eigi að veiða silung í vötnum þegar sumri tekur að halla, en yfirleitt eru vötnin stunduð á vorin og fram- an af sumri. Veiðin hefur þótt dala eftir það. Það eru þó til ýmis brögð og frá þeim verður sagt. „Fyrsta kennslustundin, fræðslustund með Ásgeiri Heiðar, er ókeypis og opin öllum í kynning- arskyni. Síðan munu menn geta keypt sér aðgang að skólanum og verður verðinu mjög verulega stillt í hóf, en við munum auglýsa það nánar á vefnum hjá okkur, en slóð- in er www.nat.is,“ voru lokaorð Birgis Sumarliðasonar. Fluguboxið Nýlega kom út litprentað smárit sem ber heitið Fluguboxið. Það er safn litmynda af veiðiflugum af fjölda tegunda. Útgefandi er Lárus Karl Ingason, ljósmyndari og stangaveiðimaður, og sagði hann í tengslum við útgáfuna að bókin ætti að hjálpa mönnum að þekkja flugur. „Í ljósi þeirrar miklu vakn- ingar sem er í fluguveiðum í dag fannst mér brýn þörf á íslenskri handbók um flugur. Ég þekki það af eigin raun sem leikmaður við fluguveiðar að eiga það til að rugla saman nöfnum á flugum og ég veit að ég er ekki einn um það,“ sagði Lárus. Nat.is stofnar stangaveiðiskóla ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Arnaldur Fluguboxið fer vel í lófa. Í FIMMTUDAGSGÖNGU þjóð- garðsins á Þingvöllum í kvöld verð- ur gengið í Skógarkot undir leið- sögn Örnu Bjargar Bjarnadóttur, landvarðar og sagnfræðings. Hún mun fjalla um daglegt líf manna á nítjándu öld og tengja það búsetu- sögu í Þingvallahrauni. Í göngunni verður farið í Skógarkot sem er í miðju Þingvallahrauni. Skógarkot er eitt af þremur eyðibýlum í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Framundir 1700 var byggð strjál í Skógarkoti en líklega hefur það verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var gerð árið 1711 var Skógarkot með stöndugan bústofn, 158 fjár, kýr og nautpeningur níu talsins og sex hross. Í bók sinni Hraunfólkið rekur Björn Th. Björnsson sögu Skógarkots og bú- setunnar í Þingvallahrauni á nítjándu öld. Ein sögupersónan í bókinni er Kristján Magnússon sem kom í Skógarkot rétt eftir 1800 og kvæntist dóttur ekkju sem bjó þá í Skógarkoti. Kristján var dugnaðar- forkur og byggði upp Skógarkot, ásamt því að standa fyrir fram- kvæmdum víðsvegar um Þingvalla- hraun. Síðasti ábúandinn í Skóg- arkoti fluttist burt árið 1935. Sagan um Hraunfólkið verður notuð til þess að skýra ýmsa þætti í göng- unni sem varða daglegt líf á nítjándu öld. Safnast verður saman við Flosagjá klukkan 20 og farið inn í Skógarkot um Gönguveg. Gangan tekur um þrjár klukkustundir. Daglegt líf á nítjándu öld SAMKVÆMT könnun sem umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins gerðu dagana 3.–7. júní nota að meðaltali 25% ökumanna ekki bílbeltin í Reykjavík. Munar þar mestu um atvinnubílstjóra eða ökumenn á „merktum“ bílum, en þeir eru heldur latir við að spenna. Einkennilegt er að atvinnurekendur taki ekki á þessu mikilvæga máli. Enginn vill missa góðan starfsmann frá í lengri eða skemmri tíma vegna slysa. Leigubílstjórar t.d. eru ekki á neinni undanþágu nema þegar stór- hættulegir farþegar eru í bílnum. Hversu oft er það og hversu oft eru þeir án far- þega? Könnunin var gerð í flestum hverfum borgarinnar og voru hátt í 3.000 ökumenn skoðaðir. Slagorð umferðarfulltrúanna er „brosum allan hringinn“ og eru þeir sann- færðir um að mun auðveldara sé að brosa í umferðinni notandi jafnsjálfsagðan hlut og bílbeltin eru. Frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu Fjórðungur ökumanna ekki í bílbeltum FYRIRHUGUÐ er Grasaferð á vegum NLFR í nágrenni Reykja- víkur laugardaginn 13. júlí. Áætlað er að ferðin taki um þrjár klukkustundir, frá kl. 11–14. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur grasalæknis og fegr- unarsérfræðings. Tíndar verða jurt- ir til tegerðar og fleira við nágrenni Vífilsstaðavatns. Í ferðinni verður boðið upp á jurtate og meðlæti, ásamt fræðslu um ágæti og eig- inleika íslenskra jurta. Hist verður við Vífilsstaðavatn og þaðan gengið á slóðir jurtanna. NLFR hvetur almenning til að mæta og eiga góða stund í íslenskri náttúru. Allir eru velkomnir, jafnt börn sem fullorðnir. Ásthildur er dóttir Ástu Erlings- dóttur grasalæknis, en fjölskylda hennar hefur stundað grasalækn- ingar mann fram af manni öldum saman. Hún hefur hjálpað mörgum og má t.d. nefna brunasmyrslið góða auk fjölda annarra græðandi áburða. Grasaferð í ná- grenni Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.