Morgunblaðið - 11.07.2002, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞESSI greinarstúfur hefur legið inni
í tölvunni hjá ritara síðan skömmu
eftir síðustu sveitarstjórnarkosning-
ar því hann trúði
varla að það væri
alvara kjörins
meirihluta að
framkvæma þær,
þetta væri bara
kosningatálbeita.
En ef trúa má
frétt frá hreppn-
um í Mbl. fyrir
nokkru eru hug-
myndirnar enn lif-
andi og vilji til að gera þær að lifandi
veruleika. Því var ákveðið að senda
pistilinn.
Þegar ritarinn byggði hús handa
sér og fjölskyldu sinni fyrir hálfum
þriðja áratug í fyrrverandi kálgarði
Eyvindarstaða, var Álftanesið sveit
með nokkrum bændabýlum á stangli.
Fuglar áttu hreiður um nær allt nesið
og söngur þeirra fyllti loftið á vorin.
Fjaran var þokkalega hrein og það
var skemmtileg sunnudagsganga að
fara út í Hrakhólma og heilsa upp á
selina. Rúmum áratug áður höfðu yf-
irvöld landsins haft uppi áform um
gerð alþjóðaflugvallar á nesinu, en
þau áform strönduðu á andstöðu
nokkurra röggsamra íbúa, sem án efa
mundu nú á tímum hagvaxtar og auð-
hyggju vera kallaðir afturhaldssegg-
ir, jafnvel hryðjuverkamenn. Hvað
um það, byggð var frestað á nesinu
uns öll áform um flugvallargerð höfðu
verið jörðuð. Byggð á Álftanesi var
því áratug á eftir í annarri byggð á
höfuðborgarsvæðinu. Síðan hefur
Álftanesið byggst einna hraðast af
nágrannabyggðum höfuðborgarinn-
ar. Þessi hraða uppbygging hefur
haft sömu áhrif á náttúruna og hún
hefur gert alls staðar annars staðar.
Fuglasöngurinn hefur hljóðnað og í
stað hans hefur komið umferðagnýr,
hundgá og kattabreim. Sjávarvarnir
mynda nú virkisveggi meðfram
strandlengjunni og fæstir nýbúanna
þekkja Hrakhólmana, né hafa heim-
sótt þá. Þó eru enn staðir þar sem
fuglarnir fá að búa í friði fyrir fyrir
framkvæmdagleðinni. Kringum Bes-
sastaðatjörnina og milli hennar og
Kasthúsatjarnar eru mýrarflákar
sem mannshöndin hefur látið óáreitta
til þessa. Þessari mýri á nú að breyta í
golfvöll. Það er enginn golfvöllur á
Álftanesi, en golfvellir eru að verða
stöðutákn sveitarfélaga. Lítið er talað
um nýtingu þessara valla, en innan
við stundarfjórðungsakstur frá miðju
Álftaness eru a.m.k. fjórir slíkir.
Staðsetning hins nýja golfvallar mun
þó ekki hafa verið borin undir alla
landeigendur á svæðinu, en svoleiðis
smáatriði vefjast ekki fyrir nútíma
sveitarstjórnarmönnum. Þeir hafa
fordæmin. En nú er ástæða til að
spyrna við fótum, einu sinni enn, og
því vill höfundur minna hreppsbúa á
að þó að sjálfstæðismenn hafi stjórn-
að hreppnum í valdi meirihluta þann
tíma sem ritari pistilsins hefur haft
þar búsetu, hefur stjórn hrepps-
félagsins nokkrum sinnum orðið að
beygja sig fyrir vilja íbúanna, því
nokkrum sinnum í sögu hreppsins
hefur virkt lýðræði virkað, en það
mun vera fremur óvenjulegt á áhrifa-
svæðum sjálfstæðismanna. En skoð-
um annálinn.
Bygging bensínstöðvar við vega-
mótin að Bessastöðum var stöðvuð
vegna mótmæla hreppsbúa, bygging
iðnaðarhverfis var líka stöðvuð,
sömuleiðis bygging þriggja hæða fjöl-
býlishúsa í Eyvindarstaðamýrinni.
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps
ásamt bæjarstjórn Garðabæjar sam-
þykktu skipulagstillögu um breyting-
ar á Álftanesveginum, sem hefði leitt
til eyðileggingar á Gálgahrauninu.
Þessu skemmdarverki var afstýrt að
mestu og skv. nýjustu skipulagstil-
lögum verður aðeins sneið af hraun-
inu lögð undir veginn.
Þegar oddviti hreppsnefndar rak
vinsælan og velvirkan skólastjóra
tónlistarskólans var haldinn einn fjöl-
mennasti borgarafundur til mótmæla
sem pistilritari man og skólastjórinn
er enn á sínum stað.
En snúum aftur að golfvellinum.
Fyrir framan ritara liggur kort af
Álftanesi, gefið út af sjálfstæðis-
mönnum fyrir kosningar. Það prýða
fagrar litmyndir af fuglum marga
staði, en það vantar fugla á svæðið
milli Bessastaðatjarnar og Kasthús-
atjarnar, en þar er enn ein þéttasta
fuglabyggð á nesinu. Þar ættu að
vera myndir af gargönd og stokkönd,
sem mun vera algengasti varpfugl á
svæðinu. Gargöndum hefur fækkað
vegna rótsins kringum Kasthúsa-
tjörnina. Í stað þess er á kortinu ný
fuglategund sem heitir kylfingur og
skv. kortinu mun sá fugl útrýma öðr-
um fuglum á svæðinu.
Pistilritari hefur ekkert á móti golfi
og golfurum. Að elta hvíta kúlu með
priki er meinlaus iðja en plássfrek og
gerð golfvalla breytir náttúrufari og
dýralífi. Því ber að halda þeim utan-
við náttúruperlur. Svæðið milli Kast-
húsatjarnar og Bessastaðatjarnar er
náttúruperla, sem á að fá að vera
óspjölluð, af hverskonar spillum. Von
höfundar er að íbúar Bessastaða-
hrepps skoði hvað hér er að gerast og
komi í veg fyrir þau náttúruspjöll.
ÁRNI BJÖRNSSON,
læknir.
Golf eða fuglavernd
Frá Árna Björnssyni:
Árni Björnsson
Frá Álftanesi.