Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 47

Morgunblaðið - 11.07.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2002 47 DAGBÓK Barnamyndatökur verð frá kr. 6.000 Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að 50% afslætti Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Tilboð í júlí og ágúst Grasaferð í nágrenni Reykjavíkur Grasaferð á vegum NLFR verður farin laugardaginn 13. júlí 2002. Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. frá kl. 11.00-14.00. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur grasalæknis og fegrunarsérfræðings. Tíndar verða jurtir til tegerðar og fleira í nágrenni Vífilsstaðavatns. Í ferðinni verður boðið upp á jurtate og meðlæti. Ferðin kostar kr. 500. Allir velkomnir, frítt fyrir félagsmenn og börn. Skráning og nánari upplýsingar í síma 565 6133 og 899 0273. PAS kvenbuxur ..................verð kr. 1.990 stærðir 36-56 FRANSA kvenbolir ...........verð kr. 600-900 VILA kvenpeysur .........verð kr. 700-1.500 herrabuxur .........verð kr. 500-1.500 GABBA herrapeysur .......verð kr. 700-1.500 herrajakkaföt ...verð kr. 3.900-7.900 Nýjar vörur daglega Heildsölulagersalan Laugavegi 82 Opið virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 STÓRÚTSALAN Árnað heilla DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 11. júlí, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Hulda Jónsdóttir og Þor- steinn Þorsteinsson, Guðrúnargötu 4, Reykjavík. Þau verða á ferðalagi um landið með sonum sínum og tengdadætrum á afmælisdaginn. Morgunblaðið/Sverrir Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Damjan Dagbjartsson, Freyja Björk Dagbjartsdóttir og Þorri Arnarson. Á myndina vant- ar Bergljótu Klöru Benjamínsdóttur. Morgunblaðið/Þorkell Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Lára Sabido og Kristín Sverrisdóttir. LJÓÐABROT ÍSLAND Þú nafnkunna landið, sem lífið oss veittir, landið, sem aldregi skemmdir þín börn, hvert þinnar fjarstöðu hingað til neyttir, hún sé þér ódugnaðs framvegis vörn. Undarlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum og hraunum og sjá; fagurt og ógurlegt ertu, þá brunar eldur að fótum þín jöklunum frá. Fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná; bægi sem kerúb með sveipanda sverði silfurblár Ægir oss kveifarskap frá. - - - Bjarni Thorarensen 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0–0 Rc6 7. Rc3 Hb8 8. d5 Ra5 9. Rd2 c5 10. Dc2 e6 11. Hb1 exd5 12. Rxd5 Bf5 13. e4 Be6 14. Rb3 Rxb3 15. axb3 Rxd5 16. cxd5 Bd7 17. Bd2 f5 18. Hfe1 fxe4 19. Bxe4 Bd4 20. Be3 Df6 21. Bxd4 Dxd4 22. Hbd1 Df6 23. He3 Hbe8 24. Hde1 Dd4 25. h4 Kg7 26. h5 Hf6 Staðan kom upp á öðru bik- armóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Sterk- asti skákmaður Úkraínu til margra ára, Al- exander Bel- javsky (2.661), sem teflir nú fyrir Slóveníu, hafði hvítt gegn FIDE heims- meistaranum og fyrrum landa sínum, Ruslan Pon- omarjov (2.743). 27. Bxg6! Hxe3 28. Hxe3 hxg6 29. He7+ Kh6 30. Hxd7 Dxd5 31. hxg6 Hxg6 32. Dc1+ Hg5 33. Df4 Dd1+ 34. Kh2 og svartur gafst upp enda stutt í mátið. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. NORÐMAÐURINN Geir Helgemo og Pólverjinn Krzysztof Martens hafa stundum spilað saman á aðþjóðlegum tvímennings- mótum með góðum ár- angri. Þeir þekkjast því vel og kannski var það þess vegna sem Helgemo lét eftir sér að sektardobla Martens í laufbút með frekar rýran varnarstyrk: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G72 ♥ 43 ♦ G43 ♣ÁD852 Vestur Austur ♠ ÁK1094 ♠ D83 ♥ 92 ♥ KD865 ♦ Á7 ♦ 9862 ♣G1063 ♣9 Suður ♠ 65 ♥ ÁG107 ♦ KD105 ♣K74 Norðmenn og Pólverjar áttust við í fimmtu umferð EM. Leikurinn var jafn og endaði með naumum sigri Pólverja, 16-14. Í opna salnum voru Helgemo og Helness í AV gegn Mart- ens og Lesniewski: Vestur Norður Austur Suður Helgemo Lesn. Helness Martens – Pass Pass 1 lauf 1 spaði 2 lauf Dobl * Pass 2 spaðar Pass Pass 3 lauf Dobl Pass Pass Pass Martens og Lesniewski spila Pólska laufið, sem er háþróað Vínarkerfi, þar sem laufopnunin getur verið allt milli himins og jarðar. Hækkun Lesn- iewskis í tvö lauf lofaði fimmlit og því ákvað Mart- ens að berjast áfram á kónginn þriðja. Sem er djörf ákvörðun, og kannski var það vegna þess að Helgemo þekkti til sagnd- irfsku Martens sem hann lét eftir sér að dobla þrjú lauf til sektar. Doblið var með eindæm- um misheppnað. Í ódobl- uðu spili hefði Martens farið hægt og hljótt einn niður, en eftir doblið vann hann rétt úr tromplitnum – tók á kónginn og spilaði litlu á áttuna! Gaf því að- eins tvo slagi á spaða, einn á hjarta og einn á tígul: 470 til Pólverja og 9 IMP- ar, en á hinu borðum spiluðu AV þrjá spaða og fóru einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel að þér og átt auð- velt með að umgangast fólk. Þú skalt leggja hart að þér á árinu því það mun bera ávöxt á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gefðu þér tíma áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir í dag. Þú ert ekki alveg viss um hvað þú vilt gera í framtíð- inni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú dregur í efa fyrirskipanir einhvers sem er yfir þig sett- ur. Þetta eru rétt viðbrögð því að öllum líkindum liggja hinar réttu staðreyndir málsins ekki fyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki taka það nærri þér þótt þú getir ekki gert upp hug þinn í dag. Þú færð misvísandi upplýsingar sem gera það að verkum að nær ómögulegt er að taka ákvörðun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú býrð yfir innsæi og næmi. Þetta er ástæða þess að þú verður að treysta eðlisávísun þinni í dag, sama hvað aðrir segja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sjálfstraustið er mikið um þessar mundir því tunglið er í merki þínu. Þú skalt nýta þér þetta með því að sækja það fast sem þú vilt ná fram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þú hafir tilhneigingu til sjálfsgagnrýni kemstu í raun, þegar þú hugsar málið betur, að það er í raun engin ástæða til slíks. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér tekst ekki að gera ákveðnum hópi fólks til geðs. Reyndu þess í stað að vinna með einstaklingum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki taka það nærri þér þótt þú eigir erfitt með að taka ákvarðanir í dag. Þetta er ein- faldlega einn þeirra daga þeg- ar erfitt er að einbeita sér. Frestaðu því mikilvægum ákvörðunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðaáætlanir sem þú ætlar að gera í dag, kunna að vera byggðar á röngum forsend- um. Ekki gera neinar skuld- bindingar í dag, láttu þér nægja að dreyma dagdrauma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hafðu varann á þér varðandi skuldir, húsnæðislán og fjár- mál í heild í dag. Þessi mál eru nokkurri óvissu háð um þess- ar mundir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað kann að valda því að þú treystir ekki fyllilega við- brögðum þínum í dag. Þú skalt samt gæta þín á að slá því föstu að þú hafir rangt fyr- ir þér þótt einhverjum öðrum sýnist annað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki uppskátt um áætl- anir þínar og stígðu varlega til jarðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 14. júlí, verður sjötugur Páll Snævar Jónsson, Lindar- síðu 4, Akureyri. Palli og Hanna munu taka á móti vinum og ættingjum í sal Karlakórs Akureyrar, Lóni, Hrísalundi 1, Akur- eyri, laugardaginn 13. júlí milli kl. 17–20. Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Sigrún M. Þórsteinsdóttir leikur á orgel. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheimilinu eftir stund- ina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.