Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ER UNNT að þvinga Ísraela ogPalestínumenn að samninga-borðinu og ef svo er mun þaðóhjákvæmilega koma í hlut bandarískra stjórnvalda að hafa milli- göngu í því máli? Með hvaða hætti verð- ur vítahringur sjálfsmorðsárása og gagnaðgerða Ísraelshers rofinn? Ber að setja skilyrði fyrir því að friðarviðræð- ur verði hafnar eða er unnt að hefjast handa nú þegar í þeirri von að þannig megi á ný skapa traust í samskiptum Ísraela og Palestínumanna? Hvaða lær- dóm má draga af friðarferlinu, sem kennt er við Ósló, og ber nú að leita nýrra leiða? Og síðast en ekki síst: er nokkur von um að takast megi að binda enda á blóðbaðið og hryllinginn í Ísrael og á svæðum Palestínumanna? Þessar spurningar og margar aðrar voru teknar til umræðu á ráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) boðuðu til í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Þar komu saman sendimenn SÞ og Evrópu- sambandsins, sérfræðingar frá Ísrael, Palestínu og fleiri löndum, fulltrúar Palestínumanna og Arababandalagsins, auk blaðamanna frá fjölmörgum ríkj- um. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Endi bundinn á átökin: Hvernig koma má á friði í Mið-Austurlöndum“. Það segir ef til vill sitt um ástandið í þessum heimshluta nú um stundir að stjórnvöld í Ísrael sáu ekki ástæðu til að senda fulltrúa til ráðstefnunnar. Þeir Ísraelar, sem þátt tóku, endurspegluðu á engan hátt afstöðu stjórnvalda heldur fór þar minnihluti sem er gagnrýninn mjög á framgöngu ríkisstjórnar Ariels Sharons forsætisráðherra þó að þetta sama fólk legði ríka áherslu á að það teldi sig föðurlandsvini. Blaðamaðurinn Gideon Levy, sem starfar við dagblaðið Ha’aretz í Ísrael og hefur vakið athygli með gagnrýnum skrifum sínum um stjórn Sharons og framgöngu Ísraela gagnvart Palestínu- mönnum, sagði í erindi sínu að hann gæti ekki liðið að stjórnvöld sem í orði kveðnu ættu að vera fulltrúar ísraelsku þjóðarinnar kæmu fram með þessum hætti í nafni hennar. Ástandinu í byggðum Palestínumanna yrði vart með orðum lýst. Stjórnvöld brytu gegn mannréttindum palestínsku þjóðarinn- ar og hermenn iðkuðu að niðurlægja Palestínumenn, einkum karlmenn, frammi fyrir börnum þeirra. Með þessu móti mætti segja að ísraelsk stjórnvöld væru að vinna skipulega að því að kalla fram fleira ungt fólk frá Palestínu sem tilbúið væri að fórna lífi sínu í sjálfs- morðsárás í nafni málstaðarins. Levy kvað það vissulega hljóma ótrúlega en hann treysti sér til að fullyrða að níu af hverjum tíu Ísraelum gerðu sér ekki grein fyrir ástandinu í byggðum Palest- ínumanna og þekktu ekki hvernig Ísra- elar gengju þar fram. Væri þar um að kenna áhugaleysi fólks sem bókstaflega vildi ekki vita lengur hvernig komið væri fram við annað fólk í aðeins hálf- tíma fjarlægð frá heimilum þess. Hryll- ingurinn hefði kallað fram eins konar afneitun á veruleikanum. Að auki hefðu ísraelskir fjölmiðlar brugðist þeirri skyldu sinni að upplýsa almenning um framgöngu stjórnvalda í nafni þjóðar- innar. Ástandinu í Ísrael líkti hann og fleiri, þ. á m. Andre Azoulay, sérlegur ráðgjafi Marokkókonungs, við „geð- klofa“; 70% þjóðarinnar styddu stefnu Ariels Sharons en á sama tíma lýstu 70% þjóðarinnar yfir stuðningi við að til yrði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Sprenging yfirvofandi Lýsingar fulltrúa Palestínumanna á ráðstefnunni voru um flest samhljóða fullyrðingum Levys. Allsherjar spreng- ing væri yfirvofandi í samfélagi Palest- ínumanna linnti ekki hernámi Ísraela. Vonleysi væri ríkjandi og vaxandi í röð- um almennings. Trúin á að unnt yrði að koma á friði færi minnkandi með degi hverjum. Hættan væri sú að vonleysið yrði á endanum til að draga einnig úr friðarviljanum. Yasser Abed Rabbo, upplýsinga- og menningarráðherra heimastjórnar Pal- estínumanna, lýsti með áhrifamiklum hætti ástandinu í Palestínu eins og það kemur honum fyrir sjónir. „Það eina sem hreyfist í landi mínu eru ísraelsku skriðdrekarnir,“ sagði Rabbo er hann lýsti því hvernig hernámið og niðurlæg- ingin og örvæntingin sem því fylgdi léki palestínsku þjóðina. Þetta væri í samræmi við vilja og stefnu Ariels Sharons, sem einsett hefði sér að ein- angra palestínsku þjóðina með því að loka hana inni í fátækrahverfum, gettó- um. Rabbo vék að kröfum Bandaríkja- manna um umbætur á stofnunum pal- estínsku heimastjórnarinnar en þær hafa m.a. birst í yfirlýsingum þess efnis að Palestínumönnum beri að snúa baki við leiðtoga sínum, Yasser Arafat. Kvað Rabbo furðulegt og beinlínis fáránlegt að slíkar kröfur kæmu fram þar sem al- gjör kyrrstaða ríkti í samfélagi Palest- ínumanna vegna aðgerða Ísraela. Eng- ar virkar stofnanir væri í raun að finna á svæðum Palestínumanna, ferðafrelsi væri ekkert, setið væri um Arafat og efnahagslífið væri rústir einar. Rabbo hvatti til aukinna afskipta Sameinuðu þjóðanna og Evrópusam- bandsins af deilunni. Athygli vöktu þau ummæli hans að krafa Bandaríkja- manna um afsögn Arafats væri ná- kvæmlega samhljóða þeirri, sem Ha- mas, samtök herskárra Palestínumanna, sem lýst hafa fjöl- mörgum ódæðisverkum í Ísrael á hend- ur sér og neita að viðurkenna tilveru- rétt ríkisins, héldu á lofti. Sagði Rabbo að Fatah-hreyfing Arafats hefði reynst helsta vörnin gegn bókstafstrúuðum öfgamönnum í Palestínu. „Án Fatah munu dyrnar opnast og öfgamennirnir eiga greiða leið inn í samfélagið,“ sagði Rabbo er hann fordæmdi þetta skilyrði, sem Bandaríkjamenn hafa sett fyrir frekari afskiptum af átökum Ísraela og Palestínumanna. Er milliganga raunhæf? Nokkuð var rætt á ráðstefnunni hvort svonefndum „þriðja aðila“ væri í raun kleift að freista þess að bera klæði á vopnin. Voru skoðanir nokkuð skiptar um þetta atriði þó svo að flestir þeirra sem til máls tóku teldu að alþjóðasam- félaginu bæri skylda til að hafa afskipti af átökunum. Stephen D. Cohen, for- stöðumaður Stofnunar um frið og framþróun í Mið-Austurlöndum, sagði að ekkert gæti komið í stað pólitísks vilja af hálfu Ísraela og Palestínumanna til að slíðra sverðin og setjast að samn- ingaborðinu. Slíkur vilji væri hins vegar hvorki fyrir hendi meðal Palestínu- manna né Ísraela. Leiðtogar þjóðanna væru þess ekki megnugir að rjúfa víta- hringinn. Afleiðingin væri sú að ginn- ungagap hefði skapast á milli stjórn- málaleiðtoga þjóðanna tveggja og almennings. Án trausts væri með öllu ógerlegt að ætla sér að þvinga fram frið í Mið-Austurlöndum. Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti hefði á sjöunda ára- tugnum talið að unnt væri að þvinga fram pólitíska lausn í Víetnam og binda enda á átökin þar. Það hefði reynst hin mesta tálsýn. Hið sama gilti um Mið- Austurlönd; sú skoðun að unnt yrði að neyða deilendur að samningaborðinu væri í besta falli „dapurleg tálsýn“. Al- menningur í Palestínu og Ísrael þyrfti á ný að öðlast traust á leiðtogum sínum. Slíkt myndi ekki reynast auðvelt en virkja þyrfti friðarviljann í röðum al- mennings, sem fjarlægst hefði svo mjög hina pólitísku forystumenn. Afif Safieh, sendiherra Palestínu- manna í Lundúnum, taldi þvert á móti að unnt væri að þvinga fram lausn í Mið-Austurlöndum. Söguleg fordæmi væru fyrir slíku og vísaði Safieh til af- skipta Dwight ríkjaforseta af þegar honum kalla herlið s bjóða nokkuð hallast að því væri gagnkvæm nánast óaðgen Taher Masr ráðherra Jórd Yitzhak Rabin herra Ísraels, arlegt áfall fyr urlöndum. Ald þörf fyrir mil Kvaðst hann ettsins“ svonef Rússlands, E Sameinuðu þjó að þetta sam friðaráætlun f sem boðað yrð Ron Pundak stofnunar Shi ráðherra Ísrae sína að Arie ganga að lág manna. Niðurs yrði aldrei náð Arafat væru v sú að sérhver Í ínumaður lifði og hættu. Vinn skilning á því að lausn, sem stætt ríki Pal hlið Ísraelsríki Fleiri fund streng og vísu friðarvilja alm ákveðinn farve ríkjunum er h að meiri vilja finna innan Ve ael en flestra þar, einkum L Þessa túlkun manna í efa. Þ urinn Gideon L um og fyrrv hans, Ehud Ba ingu sem orðið almennings til estínumenn. B vissri framgö stuðningi við morðsárásir síðan endanleg út um friðarvi aelski ritstjór það skoðun sín veruleg friðarh in upp úr ös löndum. Gæ Palestínumann og stillt saman arvonir að glæ fram að að fj hvettu bókstaf í Ísrael og vær Gareth Eva isráðherra Ást þjóðlegum sam ernational Cri rök fyrir þeirr lega nauðsynle reyndi að mið löndum. Samt ítarlega og sér frið í Mið-Aus Sameinuðu þjóðirnar boða til ráðstefnu um Hv vítahr Ekki verður sagt að bjartsýni ha takast muni að fá Ísraela og Pale samningaborðinu á ný á ráðstefn þjóðanna um frið í Mið-Austurl haldin var í Kaupmannahöfn í l Ásgeir Sverrisson sat ráðst ÍRÖNSK BYLTING Í UPPSIGLINGU Þegar litið er yfir pólitískaþróun í Mið-Austurlönd-um vekur það athygli að hvergi virðist vera meiri gerjun í stjórnmálum heldur en í klerka- veldinu Íran. Á sama tíma og lít- ið fer fyrir umræðum um lýð- ræði, nútímavæðingu og aukna þjóðfélagsþátttöku almennings í arabaríkjunum eiga sér nú stað hörð pólitísk átök í Íran um póli- tíska framtíð landsins. Í engu öðru ríki múslima í Mið-Austurlöndum er umræðan jafn opin og beinskeytt þrátt fyrir tilraunir klerkanna til að hemja hana með lokun fjölmiðla og handtöku andófsmanna. Hvergi annars staðar hefur þjóðinni verið leyft að segja hug sinn í kosningum á síðustu árum, þó svo að hinir kjörnu fulltrúar fái vissulega einungis að fara með takmörkuð völd. Íranar hafa tvívegis gengið til forseta- kosninga á undanförnum fimm árum. Í bæði skiptin hefur um- bótasinninn Mohammad Kha- tami unnið stórsigur á íhalds- samari frambjóðendum. Þótt deila megi um hversu miklar breytingar hafa orðið á írönsku samfélagi í stjórnartíð Khatamis verður ekki framhjá því litið að kjör hans hefur orðið umbóta- sinnum hvatning til að láta í sér heyra. Íran á við mikinn vanda að stríða, ekki síst á efnahagssvið- inu. Fólksfjölgun hefur verið gíf- urleg. Þegar keisarinn var hrak- inn frá völdum árið 1979 voru Íranar 30 milljónir talsins. Nú búa 66 milljónir í Íran og þar af eru sjö af hverjum tíu yngri en þrjátíu ára. Þriðji hver Írani er á aldursbilinu 16–30 ára. Á sama tíma hefur stefna klerkastjórn- arinnar valdið efnahagslegri stöðnun og í skjóli hennar hefur kerfi spillingar og sóunar fest rætur. Erlendir fjárfestar snið- ganga Íran af þessum sökum auk þess sem fáir vestrænir fjárfest- ar vilja festa fé í hagkerfi þar sem íhaldssamt klerkaráð sker úr um deilumál en ekki hlutlaus- ir dómstólar. Krafan um breytingar kemur ekki síst frá hinni ungu kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi án þess að eygja möguleikann á við- unandi lífskjörum og frelsi. Þessi kynslóð kynntist ekki harðstjórn keisarans, hún þekkir einungis harðstjórn klerkanna. Það eru hins vegar ekki einungis írönsk ungmenni sem hafa fengið nóg af núverandi kerfi. Vakti það mikla athygli er Jalaleddin Taheri, einn þekkt- asti trúarleiðtogi Írans, ritaði opið bréf fyrr í mánuðinum þar sem hann réðst harkalega á stjórnkerfi klerkanna og sakaði ráðandi öfl um mútuþægni, svik- semi og getuleysi. Umbætur í Íran eru forsenda þess að hægt verði að bæta lífs- gæði Írana, hvort sem þau eru skilgreind sem veraldleg gæði eða frelsi frá kúgun. Róttækar breytingar í Íran eru hins vegar ekki síður forsenda þess að írönsk stjórnvöld breyti um stefnu í utanríkismálum. Vissu- lega hafa orðið breytingar á bak við tjöldin. Íransstjórn aðstoðaði Bandaríkin leynt og ljóst við að koma Talibanastjórninni í Afg- anistan frá og í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í ræðu í ársbyrjun að Íran, ásamt Írak og Norður-Kóreu, myndaði „öxulveldi hins illa“ hafa Íranar reynt að koma til móts við sjón- armið Vesturlanda. Fjölmiðlar jafnt í Íran sem á Vesturlöndum hafa greint frá því að fulltrúar Írans og Bandaríkjanna hittust á óformlegum fundum á Kýpur í vor. Stefnubreyting væri fagnaðar- efni. Klerkarnir hafa stutt dyggilega við bakið á fjölmörg- um hryðjuverkasamtökum, s.s. Hamas, Íslamska jíhad, og Hez- bollah, en síðastnefndu samtökin eru nú sögð teygja anga sína æ víðar um heiminn. Íranar eru taldir þróa gjöreyðingarvopn, sem er uggvænleg þróun, ekki síst í ljósi þess hve náin tengsl stjórnin hefur við helstu hryðju- verkasamtök. Þá hafa Íranar lít- inn áhuga á því að styðja til- raunir til að koma á stöðugleika í Mið-Austurlöndum, líkt og til- raun þeirra til að smygla vopn- um til palestínsku heimastjórn- arinnar sýndi rækilega fram á. Umskipti í Íran gætu gerst skyndilega líkt og árið 1979. Þau gætu einnig dregist á langinn enda ljóst að klerkastjórnin mun ekki gefa völdin frá sér átaka- laust. Klerkarnir hafa enn tögl og hagldir í stjórnkerfnu og eru taldir reiðubúnir að beita örygg- issveitum sínum af fullri hörku til að halda völdum. Fyrr en síð- ar mun hins vegar koma að því að þrýstingurinn verður óbæri- legur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.