Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg knattspyrnuhátíð um helgina Fótbolti og fjör í Laugardal KnattspyrnufélagiðÞróttur stendurfyrir alþjóðlegri knattspyrnuhátíð í Laug- ardal í samvinnu við ÍT- ferðir, Visa og Reykjavík- urborg. Mótið nefnist VISA-Rey Cup og hefst í dag, 25. júlí, og stendur yfir helgina. Morgunblaðið ræddi við Kristin Einars- son, formann knattspyrnu- félagsins Þróttar. – Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda al- þjóðlegt mót? „Þannig var mál með vexti að nokkrir foreldrar fóru að ræða um þær að- stæður í keppnismálum sem byðust unglingum, þriðja og fjórða flokki, í boltanum. Frá þeim aldri er einungis um að ræða mót er- lendis, og við veltum fyrir okkur hvers vegna væri ekki stofnað til sams konar móts hér heima. Í ljós kom, að aðstaðan í Laugardal væri tilvalin til mótshalds af þessu tagi. Mikil vinna og tími hefur farið í að byggja upp stórgóða aðstöðu í Laugardalnum. Við höfum marga velli, sundlaugina og Laugardals- höllina. Framkvæmd knatt- spyrnuhátíðarinnar byggist alger- lega á fórnfúsu starfi foreldranna í Þrótti og væri óhugsandi ef ekki kæmi til stórkostlega öflugt ung- linga- og foreldrastarf. Þannig hefur mótsstjórinn okkar, Guð- mundur Vignir Óskarsson, sem er einn af frumkvöðlum hugmyndar- innar, helgað sig undirbúningi há- tíðarinnar vikum saman og hann ásamt fjölda foreldra og starfsfólk Þróttar leggja sig öll fram til að gera þetta sem veglegast og skemmtilegast fyrir alla. Fyrir þetta er ég innilega þakklátur.“ – Er ætlunin að fleira verði gert en að spila fótbolta? „Já, svo sannarlega. Undirtitill mótsins er „fótbolti og fjör“, og með þau orð að leiðarljósi höfum við lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta skemmti- og afþrey- ingardagskrá í tengslum við hátíð- ina. Við teljum mjög mikilvægt að leyfa krökkunum að skemmta sér saman á heilbrigðan og góðan máta, og leggjum mikla vinnu í góða skemmtidagskrá.“ – Hefur mótið forvarnagildi að ykkar mati? „Já, tvímælalaust. Við teljum mjög mikilvægt að boðið sé upp á heilbrigðan vettvang fyrir ung- lingaskemmtun af þessari stærð í stað útihátíða með misjöfnum af- leiðingum. Allir þeir sem við höf- um leitað til hafa skynjað jákvætt gildi mótsins og þörfina fyrir það. Við höfum einnig fundið fyrir stuðningi og velvilja margra knatt- spyrnufélaga hér í borginni, til dæmis Víkings og Fjölnis, sem munu eflaust koma að framkvæmd hátíðarinnar síðar.“ – Þið hafið leitað samstarfs við Reykjavíkurborg. „Já, eðlilega höfðum við sam- band við Reykjavíkurborg vegna undirbúnings og fram- kvæmdar. Í einu orði sagt hefur samstarfið gengið stórkostlega, við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá borginni. Frítt verður í sund, strætó, á Ár- bæjarsafn og í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn. Að sama skapi fáum við afnot af aðstöðunni í Laugar- dal. Borgin áttar sig á hve mik- ilvægt er að styðja starf af þessu tagi, því að ef rétt er á málum hald- ið getur það orðið að stórmóti sum- arsins með fjölda erlendra liða. Við vitum að það tekur nokkur ár að koma svona knattspyrnuhátíð af stað, og erum vissir um að þegar tilvist mótsins fréttist muni fjöldi liða vilja vera með. Ferðaskrifstof- an ÍT-ferðir hefur hjálpað okkur með markaðssetningu og önnur mál á þeirra sérsviði, og við leyfum öllum að gista í grunnskólum í ná- grenninu. Reykvískum þátttak- endum er einnig boðið að gista í skólunum, það skapar stemningu á mótinu. Reykjavík hefur hlotið mikla athygli í tengslum við kynn- ingarstarf mótsins, sem eflaust á eftir að skila sér þegar hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg.“ – Hvaða erlend lið eru með í ár? „Í ár eigum við von á liði Bolton og Stoke í heimsókn til okkar. Það er mjög ánægjulegt að fá þessi lið til landsins. Þess má einnig geta að gengið hefur verið frá samstarfi við eitt stærsta fótboltamót sum- arsins, Graham Taylor Watford London-fótboltamótið um að eitt íslenskt lið verði dregið úr potti og fari utan til þeirra, og að sama skapi muni eitt lið úr þeirra móti koma til okkar.“ – Hvernig verður keppni háttað á mótinu? „Við eigum von á um 30 liðum, og verður leikinn 11 manna fót- bolti, bæði karla og kvenna. Alls verða því um 400–500 manns að keppa. Fyrst er keppt í riðlum á fimmtudag og föstudag, undanúr- slit á laugardag og úrslitaleikirnir verða á sunnudaginn. Þá verður leikið á aðalleikvangin- um í Laugardal.“ – En fjörið, af hvaða toga verður það? Það verður af öllu tagi. Af atriðum má nefna sundlaugarpartí í Laugar- dalslaug á fimmtudagskvöld. Á föstudagskvöldið er Rey Cup diskótek í skautahöllinni, og á laugardagssíðdegi verður grill- veisla í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum. Eftir hana er lokahóf og ball í Broadway. Við mótslok er svo ferð í Bláa lónið.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.reycup.is. Kristinn Einarsson  Kristinn Einarsson fæddist ár- ið 1956 og ólst upp á Ísafirði. Stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1976. BA-próf í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands. Stundakennari í félagsfræði við Menntaskólann í Reykjavík frá 1981. Sölu- og markaðsstjóri Blómavals frá árinu 1987 og framkvæmdarstjóri Blómavals frá árinu 2001. Formaður ung- lingaráðs Þróttar árið 1999 og formaður félagsins árið 2001. Kristinn er kvæntur Rögnu Dóru Rúnarsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, Heiði og Rúnar. Fyrir átti Kristinn dótt- urina Hrafnhildi. Fótbolti og skemmtun til skiptis Ekki meira, Palli minn, allt búið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.