Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ vakti athygli þegar hópur áhuga- fólks um jarðganga- gerð hittist í Mjóafirði í lok júnímánaðar. Á þessum fundi má segja að endurvakin hafi verið umræða, sem að mestu hafði legið niðri í tvo áratugi, um gerð jarðganga á Mið-Aust- urlandi, þ.e. frá Eski- firði til Seyðisfjarðar með viðkomu í Norð- firði og Mjóafirði og frá fjörðunum til Hér- aðs. Á sínum tíma var höfuðáhersla lögð á að rjúfa vetr- areinangrun, en nú er þetta ekki síst spurningin um að færa okkur inn í nútímann í samgöngumálum, stytta vegalengdir milli byggðarlaga og gera svæðið að einni atvinnu- legri, félagslegri og menningarlegri heild. Ég verð að játa, að ég varð undr- andi þegar ég sá það haft eftir sam- gönguráðherra í Morgunblaðinu 3. júlí sl. að þetta væri „ágæt hug- mynd en óraunhæf“ eins og segir í fyrirsögn og í lok greinarinnar er haft orðrétt eftir ráðherra: „Ég tel að það sé ekki rétt að vekja óraun- hæfar vonir með fólki. Áður en lengra er haldið skul- um við ljúka þessum framkvæmdum sem næstar eru á dagskrá.“ Við þetta hef ég eitt og annað að athuga. Það er t.d. dálítið mót- sagnakennt að telja hugmynd í samgöngu- málum hvorttveggja í senn ágæta og óraun- hæfa. Ég tel einmitt að einn helsti kostur þess- arar ágætu hugmynd- ar sé hve raunhæf hún er. Og hún var það strax fyrir tuttugu ár- um. Að því kem ég á eftir. Ummæli ráðherra í lokin tel ég byggð á misskilningi. Okkur er það fyllilega ljóst – og við það höf- um við lýst fullum stuðningi – að gerð jarðganga milli Fáskrúðsfjarð- ar og Reyðarfjarðar er fremst í röð- inni. Fáskrúðsfjörður er hluti af Mið-Austurlandi og við fögnum að sjálfsögðu bættum tengslum í suð- urátt. En þetta er bara eitt skref, það fyrsta á mun lengri leið. Fyrir tæpum áratug, nánar til- tekið 1993, voru jarðgöng frá Norð- firði til Seyðisfjarðar fremst í for- gangsröðinni hjá jarðganganefnd, en vegna aðstæðna á Vestfjörðum ákváðu Austfirðingar að styðja það að fyrst yrði ráðist í jarðgöng á Vestfjörðum, göngin undir Botns- og Breiðadalsheiðar. Um þetta var gert heiðursmanna- samkomulag, sem því miður hélt ekki (ég tek fram að þar var ekki við þingmenn Vestfirðinga að sak- ast) og þess vegna er staðan í þess- um málaflokki mun lakari hér en í öðrum landshlutum. Við breytum ekki orðnum hlut, en nú er komið að okkur. Við ætlumst til þess að strax að Fáskrúðsfjarðargöngunum lokn- um verði hafist handa við göng frá Eskifirði yfir í Fannardal í Norð- firði, og síðan áfram norður eftir til Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar. Það er nauðsynlegt að hætt verði að líta á jarðgangagerð sem sér- verkefni, jafnvel dekur- eða lúxus- verkefni, heldur sem sjálfsagðan þátt í nútímavegagerð eins og hjá öðrum þjóðum. Við lifum í fjöllóttu landi og ef við ætlum að halda land- inu í byggð, en um það virðast landsmenn nokkuð sammála, verð- um við að hætta að klifra með veg- ina yfir fjöllin og bora í þess stað í gegnum þau. Það gengur heldur ekki að jarð- gangagerð sé eins skrykkjótt og verið hefur. Gerð hafa verið ein göng og síðan pústað eins og lyft- ingakappi að lokinni mikilli aflraun, sem vill hvíla sig fyrir þá næstu. Gera þarf áætlun til a.m.k. tíu ára í senn og vinna eftir henni samfellt svo íbúarnir sjái að eitthvað er að gerast og að mál þokast í rétta átt. Slíkt vekur fólki bjartsýni og bjart- sýnin er einn helsti hvati fram- kvæmda. Við blásum á allt tal um að jarðgöng séu of dýr. Þau rök halda ekki lengur og hafa hamlað eðlilegri þróun byggðar á Íslandi um áratugi, ýtt undir búferlaflutninga til Suð- vesturlands og valdið þjóðarbúinu ómældu tjóni. Þetta þjóðhagslega tjón hefur aldrei verið tekið með í arðsemiútreikningum. Og það er svo margt fleira, sem ekki er inni í þeim útreikningum. Tökum eitt dæmi. Þegar við ökum til Norðfjarðar um Oddsskarð, til Mjóafjarðar um Mjóafjarðarheiði og til Seyðisfjarð- ar um Fjarðarheiði erum við að aka inn í landsins lengstu „botnlanga“. Vegurinn endar út við haf og við verðum að aka sömu leið til baka. Þetta hefur verið hamlandi í bæði atvinnu- og félagslegu tilliti og að mínu viti á þessi staða stærstan þátt í fólksfækkun á þessum stöðum síð- asta áratuginn. Verði ekkert að gert mun þessi þróun halda áfram og án jarðganga munu hin byggðarlegu áhrif, sem stefnt er að með bygg- ingu álvers í Reyðarfirði, ekki nást. Svo einfalt er það. Undanfarin ár hefur höfuðáhersla verið lögð á greiðar samgöngur milli landsbyggðar og höfuðborgar. Mörg stórvirki hafa verið unnin í sam- göngumálum, en tenging byggðanna innan landsfjórðunganna hefur því miður setið á hakanum. Úr því þarf að bæta og við þurfum að byrja ekki seinna en strax, því samgöngur, góðar eða slæmar, eru meiri örlaga- valdur í byggðaþróun nú en nokkru sinni fyrr í sögu landsins. Í þessu greinarkorni hefur aðeins verið drepið á fátt eitt og ég vonast til þess að fá til þess tækifæri síðar að koma að öðrum þáttum. En ég tel mig þó hafa sýnt fram á, að gerð jarðganga milli þéttbýlisstaða á Mið-Austurlandi er síður en svo „óraunhæf hugmynd“, heldur raun- hæf, nauðsynleg og löngu tímabær framkvæmd. Jarðgöng á Mið-Austurlandi Kristinn V. Jóhannsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN). Framkvæmdir Jarðgöng á Mið-Austur- landi eru ekki bara ágæt hugmynd, segir Krist- inn V. Jóhannsson, heldur líka raunhæf og tímabær. TIL SÖLU Nátthagi garðplöntustöð, Ölfusi, 45 mínútna akstur frá Reykjavík Góðar plöntur á hagstæðu verði t.d.: Garðagullregn 2—2,5 m hátt 7.920. Alparifs 50 cm í 2 l pottum 790. Blátoppur 40 cm í 2 l potti 790. Gljámispill 60 cm í 2 l potti 790. Sunnukvistur „June Bride“ 890. Koparreynir 50 cm í 2 l potti 790. Bergsóley 3 blómlitir 1.485. Bjarmasóley gul blóm 1.485. „Antikkrósir“ 1.390. Glótoppur í 2 l pottum 890. Harðgert hengibirki 1—1,25 m 1.890. Hélurifs í 2 l pottum 1.090. Loðkvistur í 2 l pottum 1.485. Stórkvistur í 2 l pottum 890. Alaskaaspir 2—2,5 m m. hnaus 1.990 og margt, margt fleira, sjá vefsíðu: www.natthagi.is — s. 483 4840. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Vanefndaruppboð: Breiðamörk 25, Hveragerði, salur sunnanmegin, ásamt sviði og geymslu undir sviði, 196,1 fm, auk rekstrartengds búnaðar og tækja skv. samningsveðlögum, þingl. eig. Sigríður Helga Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður, Hekla hf. og Húsasmiðjan hf., þriðjudaginn 30. júlí 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 24. júlí 2002. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 30. júlí 2002 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Auðsholt, Ölfusi. Landnr. 171670, þingl. eig. Sæmundur Skúli Gíslason, Magnús Gíslason, Margrét Gísladóttir, María Gísladóttir, Hannes Gíslason, Kristín Gísladóttir, Runólfur Björn Gíslason, Guðbjörg J. Runólfsdóttir og Steinunn Gísladóttir, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og Verkfræðistofa Suðurlands ehf. Austurvegur 46, Selfossi. Fastanr. 218-5465 og 218-5466, þingl. eig. Fossnesti hf., umferðarmiðstöð, gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður, Íslandsbanki hf., Landssími Íslands hf., innheimta og Sveitarfélagið Árborg. Austurvegur 69, Selfossi, skv. þingl. kaupsamningi. Fastanr. 218-5519, 224-5061, 224-5062 224-5063, 224-5064, 224- 5065- 224-5066, 224-5067, 224-5068, 224-5069, þingl. eig. Austurvegur 69 ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú. Álftarimi 10, Selfossi. Fastanr. 218-5295, þingl. eig. Þóra Sumarlína Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf. Bára ÁR 201. Skipaskrárnr. 1053, þingl. eig. Höfðahóll ehf., gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður sjómanna. Bláskógar 2, Hveragerði. Fastanr. 220-9855, þingl. eig. Brynhildur Áslaug Egilson, gerðarbeiðendur Bílvogur ehf. og Tryggingamiðstöð- in hf. Borgarheiði 22, Hveragerði. Fastanr. 220-9946, þingl. eig. Sólveig Elíasdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn. Brautarholt 10B, Skeiðahreppi. Fastanr. 220-1796, þingl. eig. Jóhanna Lilja Arnardóttir og Jónas Yngvi Ásgrímsson, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Breiðamörk 25, Hveragerði. Fastanr. 224-7022, þingl. eig. Brynja Helga- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Breiðamörk 8, Hveragerði, skv. þingl. kaupsamningi. Fastanr. 221-0078, þingl. eig. Sigrún Helgadóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Búðarstígur 19C, Eyrarbakka. Landnr. 189605, þingl. eig. Þórir Erlings- son, gerðarbeiðendur Kaupás hf. og Sveitarfélagið Árborg. Eyrarbraut 47, Stokkseyri. Fastanr. 219-9620, þingl. eig. Ragnhildur Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Árvirkinn ehf. og Sveitarfélagið Árborg. Fossheiði 52, Selfossi. Fastanr. 218-6025, þingl. eig. Sigurveig M. Andersen, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf. Grashagi 5, Selfossi. Fastanr. 218-6163, þingl. eig. Guðlaug Ásgeirs- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Árborg og sýslumaðurinn á Selfossi. Grundartjörn 11, Selfossi. Fastanr. 218-6212, þingl. eig. Björn Heiðrek- ur Eiríksson og Arnheiður Húnbjörg Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Háahlíð 29, Grímsnes- og Grafningshreppi, talin eign gerðarþ. Fastanr. 224-9627, þingl. eig. Stefán Birgir Guðfinnsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraembættið. Heiðmörk 63, Hveragerði. Fastanr. 221-0494, þingl. eig. Viktor Jón Sigurvinsson og Ólína Berglind Sverrisdótttir, gerðarbeiðendur Líf- eyrissjóðurinn Framsýn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Hrísmýri 2B, Selfossi. Fastanr. 218-6458, þingl. eig. Vigfús Andrés Guðmundsson, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú. Hveramörk 2, Hveragerði. Fastanr. 221-0530, þingl. eig Ólöf Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Íbúðalánasjóður. Hveramörk 8, Hveragerði. Fastanr. 221-0537, þingl. eig. Erla Jennadótt- ir Wiium, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú. Kirkjuhvoll, Eyrarbakka. Fastanr. 220-0391, þingl. eig. Ingunn Guðna- dóttir, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og Þorsteinn Pálsson. Laufskógar 39, Hveragerði. Fastanr. 221-0708, þingl. eig. Birgir Steinn Birgisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Selfossi. Laugagerði, Biskupstungnahreppi, eignarhl. gerðarþ. Landnr. 167146, þingl. eig. Jakob Narfi Hjaltason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Miðtún 22, Selfossi, 50% eignarhluti. Fastanr. 218-6891, þingl. eig. Soffía M. Gústafsdóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Reykjamörk 2, Hveragerði. Fastanr. 221-0784, þingl. eig. Einar Páll Mímisson og Tinna Rán Sölvadóttir, gerðarbeiðendur Hveragerðis- bær, Kaupás hf., Landssími Íslands hf., innheimta og Tryggingamið- stöðin hf. Reynivellir 5A, Selfossi. Fastanr. 218-6905, þingl. eig. Skúli B. Árnason, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Sveitarfélagið Árborg. Sigtún 27, Selfossi. Fastanr. 218-7049, þingl. eig. Guðni Elíasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Kaupás hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Smáratún 13, Selfossi. Fastanr. 218-7165, þingl. eig. Þóra Valdís Val- geirsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar. Sólvellir 10, Stokkseyri. Fastanr. 219-9481, þingl. eig. Jóhann Óli Hilm- arsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið. Syðri-Brú, lóð nr. 25, Grímsnes- og Grafningshreppi. Landnr. 169628, þingl. eig. Db. Eðvald Vilberg Marelsson, gerðarbeiðandi Grímsnes- og Grafningshreppur. Syðri-Reykir, lóð 167449, Biskupstungnahreppi, eignarhl. gerðarþ. Fastanr. 220-5635, þingl. eig. Linda Hrönn Gylfadóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar. Varmahlíð 14, Hveragerði. Fastanr. 221-0850, þingl. eig. Guttormur Þorfinnsson, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær og Íbúðalánasjóður. Vesturbyggð 6, Biskupstungnahreppi. Fastanr. 220-5565, þingl. eig. Jakob Narfi Hjaltason, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Víðigerði, Biskupstungnahreppi. Landnr. 167188, þingl. eig. Ólafur Ásbjörnsson, gerðarbeiðendur Hitaveita Reykholts, Landsbanki Íslands hf., útibú og sýslumaðurinn á Selfossi. Víðistekkur 1, Þingvallahreppi, eignarhl. gerðarþ. Fastanr. 220-9275, þingl. eig. Ólafur Björn Blöndal, gerðarbeiðendur Kredidkort hf. og Tollstjóraembættið. Þelamörk 60, Hveragerði. Fastanr. 221-0969, þingl. eig. Eystrasaltsvið- skipti ehf., gerðarbeiðandi Íspan ehf. Þórisstaðir, Grímsnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-8443, þingl. eig. Þb. Ólafur Ágúst Ægisson b/t. Ragnar H. Hall, hrl., gerðarbeiðend- ur Grímsnes- og Grafningshreppur og Íslandsbanki FBA hf. Sýslumaðurinn á Selfossi, 24. júlí 2002. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúð- um, Hverfisgötu 42, kl. 20. Mikill söngur og vitnisburðir. Ræðumaður: Björg Lárusdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 19.30 Samkoma kl. 20.00, Högni Vals- son predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag, barnastarf fyrir 4— 10 ára á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Munið „Opið hús“ sunnudag- inn kl. 20. „Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er skýrt. Skjöldur er hann öllum þeim, sem leita hæl- is hjá honum“. R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.