Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 41 N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 0 6 7 2 3NÝJAR VÖRUR: Kjölur kvenflíspeysa Verð 7.990 kr. Flísskyrta Verð 7.490 kr. „HANN giftist mér þegar ég var 18 ára. Hann vissi að hann var smitaður af eyðni. Ég vissi það ekki fyrr en barnið mitt var skoðað. Síðan komst ég að raun um að ég var einnig smituð. Ég veit að ég smitaðist af honum. Hann giftist mér vegna þess að ég var hrein mey. Hann trúði því að ef hann svæfi hjá hreinni mey myndi hann ná bata. Ég gekk út. Nú veiti ég konum ráðgjöf sem greinast með eyðni. – Það er til líf eftir að maður greinist með alnæmi“. (Boniswa, 35 ára). Þetta er ein af þremur sönnum frásögum sem Denis M. Acker- mann, prófessor við háskólann í Stellenbosch í S-Afríku, hóf erindi sitt á í Vadstena í Svíþjóð 9. júní sl. Það náði eyrum allra þeirra sem þar voru á siðfræðiráðstefnu ný- stofnaðra samtaka sem nefnast Nordic Society of Theological Eth- ics, samtaka sem stefna að ráð- stefnu á Íslandi 2004. Tölfræðilegu upplýsingarnar sem Ackerman gaf þátttakendum ráðstefnunnar hljóma sem mar- tröð. Í árslok 2000 höfðu 36,1 millj- ón manna greinst með eyðni í Afr- íku og af þeim búa 25,3 milljónir sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Á síðasta áratug hafa 12 millj- ónir manna látist af sjúkdómnum sunnan Sahara, fjórðungur þeirra börn! Í S-Afríku greinast 1.500– 1.700 sýktir á dag. Samkvæmt upp- lýsingum frá Læknaráði S-Afríku frá því í okt. 2001 voru 40% dauðs- falla fólks á aldrinum 15 til 40 ára aldamótaárið vegna alnæmis og skyldra sjúkdóma. Ef heldur fram sem horfir varðandi faraldurinn, án aðgerða heimamanna og alþjóða- samfélagsins, munu 10 milljónir S- Afríkumanna hafa lát- ist úr alnæmi og skyldum sjúkdómum árið 2010. Um það bil 5.000 smituð börn fæðast í hverjum mán- uði. Æviárum kvenna hefur fækkað um 11, eru nú komin í 42 ár og 2010 er áætlað að lífaldur kvenna verði 37 ár ef menn fá ekk- ert að gert. Sameinuðu þjóðirn- ar áætla að um 40 milljónir barna verði munaðarlausar árið 2010, einkum vegna alnæmisfaraldursins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heldur því fram að við horfumst í augu við harmleik af þeirri stærðargráðu sem við finnum sögur af í Biblí- unni. („a tragedy on a biblical scale“). Ackerman sagði að við hefðum þörf fyrir siðferði andófs og hvatn- ingar (ethic of resistance and af- firmation) sem er getið í þjáningu og von. Andóf, hvatning, þjáning og von voru meginhugtökin í erindi hennar. Hvers vegna andóf? Í dag er litið á fólk með alnæmi sem hina holds- veiku í nútímasamfélaginu. Það er litið á eyðnisýkta sem óhreina, fólk sem beri að forðast og sneiða hjá. Í Afríku nú og þegar umræðan fór fram hér á landi um 1987 var ekki óalgengt að fólk liti á alnæmi sem refsingu fyrir synd. Ackerman telur brýnt að andæfa gegn slíkum hugmyndum. Það er veira sem er ástæða sjúkdómsins. Hvatningin felst í því standa vörð um reisn þeirra sem eru smit- aðir, vera opin fyrir kærleika þeirra og reisn, þjáningu þeirra og ótta, kynlífi þeirra og siðferði. Í stuttu máli: Vera opin fyrir mennsku þeirra og okkar eigin. En til þess að svo megi verða verður bróðir týnda sonarins að vakna af „dygðum“ sínum. Ack- erman vitnaði í bæn Dom Helder Camara: „Ég bið án afláts að bróð- ir týnda sonarins taki sinnaskipt- um. Stöðugt hljómar í eyrum mín- um viðvörunin, þessi týndi sonur hefur vaknað af syndugu líferni sínu. Hvenær mun hinn bróðirinn vakna af „dygð“ sinni? Tökum í verki undir með Boniswa að það sé líf eftir að flólk greinist með al- næmi. – Söfnunarsími Rauða krossins er 907-2020. Brýn þörf fyrir aðstoð Íslendinga í Suður-Afríku Ólafur Oddur Jónsson Höfundur er prestur. Alnæmi Kofi Annan heldur því fram, segir Ólafur Odd- ur Jónsson, að við horf- umst í augu við harm- leik af þeirri stærðar- gráðu sem við finnum sögur af í Biblíunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.