Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. missir varð til þess að Helgi hélt sér til hlés frá opinberu lífi. Mót- lætið bugaði þau ekki, en beygði um stund. Á þessum árum kom ég ungur menntaskólapiltur fyrst á heimili þeirra, er ég kynntist syninum Jó- hannesi. Heimilið stóð okkur vin- um Jóhannesar ætíð opið og hús- ráðendur voru virkir þátttakendur í daglegu lífi okkar, ungum mönn- um traust bakland. Í rökræðunni naut Helgi sín, hann var rökfimur gáfumaður, kankvís, stundum ögr- andi en umfram annað þroskaður og ábyrgur vinur. Heimili þeirra var lifandi menningarhús, skóli, þar voru mál rædd hispurslaust og krufin, staðhæfingar staðlausar ef þær voru ekki rökstuddar. Helgi lést haustið 1978, en Líney hélt ótrauð áfram sína kerlingarslóð, sinnti ritstörfum, fjölskyldu og öðr- um hugðarefnum. Líkamlegri heilsu Líneyjar hrakaði mjög síð- ustu árin og varð hún öðrum háð um hjálpræði, þar naut hún auk fjölskyldu umönnunar starfsfólks Sunnuhlíðar. Vegmóðum er dauðinn líkn. Ég kveð kæra vini í þökk og bið minn- ingu þeirra blessunar. Kristján Stefánsson. Með Líneyju Jóhannesdóttur er gengin ein gáfaðasta og besta skáldkona okkar tíma. Er ég las í fyrsta sinn verk eftir Líneyju var það mér mikil opinber- un. Sagan lætur lítið yfir sér en er þó fullkomin perla. Sagan heitir Kerlingarslóðir. Eftir það reyndi ég að verða mér úti um önnur skáldverk Líneyjar sem voru þó mörg hver ekki lengur fáanleg. Alltaf varð ég jafnhrifin. Ég hreifst svo að mig langaði í raun að þakka höfundinum fyrir, en gerði þó ekkert í þeim málum lengi vel. Þannig er oft þegar mað- ur dáist að listaverki og höfundi þess, þá þakkar maður fyrir sig í huganum en svo gerist ekkert meir. Í raun er maður heldur alls ekki alltaf sannfærður um það að mann langi til að kynnast listamanninum, bara gjarnan þakka fyrir sig. Segja sem svo: Þú hefur gefið mér mikið. Mér finnst verk þitt stórkostlegt. Er fundum okkar Líneyjar svo eitt sinn bar saman gat ég ekki lát- ið hjá líða að þakka fyrir mig. Þá kynntist ég heillandi konu, í senn geislandi skemmtilegum persónu- leika, gáfaðri heimskonu og mikl- um húmanista sem fann ætíð til með lítilmagnanum, sem lýsti á hljóðlátan og meistaralegan hátt þeim sem fóru halloka í tilverunni, sem brá upp myndum af íslenskri náttúru, dýrum og mönnum af ein- stakri innlifun. Ekkert var fjær Líneyju en yf- irborðs- og sýndarmennska og snobb. Á sama tíma var hún fyrir mér ímynd hins sanna íslenska kúltúrs. Þessi kona hafði lifað tím- ana tvenna. Nú hverfa óðum þeir Íslendingar sem þekktu gömlu ís- lensku bændamenninguna og brúuðu bilið yfir í nýja tíma. Líney var einn glæstasti fulltrúi þeirra. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur skráði endurminningar hennar er lýsa bernsku- og æskuárum og nær hennar sérstaka rödd og tónn að skína vel í gegn og á hann mikl- ar þakkir skildar fyrir það. Lýs- ingar Líneyjar á Laxamýri og Þingeyingum frá þeim tíma eru töfrum gæddar. Líney gekk í gegnum ýmis erfið veikindi seinustu árin. Stundum hélt maður að þetta hefði hún ekki af. Er hún svo náði sér á strik aft- ur fór maður að treysta á að svo myndi gerast nú sem oftar. Í af- neitun á því hversu brothætt Líney var orðin lét ég hjá líða í margar vikur að heimsækja hana og ætlaði mér í sumarfríi er byrjaði nú seint í júlí að gefa mér góðan tíma í fundi okkar. Það varð ekki. Að fá að kynnast Líneyju Jó- hannesdóttur var dýrmæt gjöf. Ég sendi afkomendum Líneyjar, öðrum ættingjum og ástvinum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Anna Atladóttir. ✝ BenediktaMagndís Bjarna- dóttir fæddist á Lax- árbakka í Miklaholts- hreppi 21. ágúst 1911. Hún lést á heimili sínu Öldu- götu 6 í Reykjavík 19. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magndís Benedikts- dóttir, f. 5. mars 1882, d. 27. janúar 1964, og Bjarni Ív- arsson, f. 24. júní 1873, d. 1. janúar 1950. Systkini Bene- diktu eru Guðni, f. 20. júní 1907, d. 11. september 1989; Kristjana, f. 10. nóvember 1908, d. 25. nóvem- ber 1982; Auðbjörg, f. 27. júlí 1915, d. 7. júní 1993; Íva, f. 27. september 1916; Aðalsteinn, f. 1. mars 1920, d. 1. apríl 1969; og Sig- urbjörg, f. 20. október 1924. Árið 1945 giftist Benedikta Teiti Sveinbjörnssyni frá Giljahlíð í Flókadal, f. 24. nóvember 1910, d. 23. janúar 1985. Börn þeirra eru stúlka fædd og dáin 13. októ- ber 1946 og Guðlaug Guðrún Teitsdóttir, f. 29. júní 1952. Elsta dóttir Guðlaugar er Lóa Björk, f. 11. ágúst 1972. Faðir Lóu Bjarkar er Jóel Kristinn Jó- elsson. Eiginmaður Lóu Bjarkar er Helgi Kristinn Hall- dórsson og þeirra sonur er Jóel Krist- inn, f. 8. maí 2002. Eiginmaður Guð- laugar er Ársæll Másson, f. 20. janúar 1955. Þeirra börn eru Lilja, f. 24. júní 1979, hún er í sam- búð með Jóni Frey Benediktssyni, Teit- ur, f. 28. febrúar 1983, og Benedikta, f. 13. mars 1990. Benedikta ólst upp í Seli í Miklaholtshreppi. Hún fór snemma að vinna fyrir sér sem kaupakona og vinnukona. Bene- dikta lærði dömuklæðskeraiðn og vann lengst af við iðn sína. Þau hjónin Benedikta og Teitur bjuggu lengi við Gnoðarvog í Reykjavík þar sem Teitur rak Söluturninn við Hálogaland. Frá árinu 1981 bjó Benedikta með dóttur sinni og fjölskyldu við Öldugötu í Reykjavík. Útför Benediktu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku amma mín er dáin. Það eru ekki allir jafnheppnir og ég að hafa fengið að alast upp með ömmu eins og amma Benta var. Alla mína ævi var amma stór og mikilvægur hluti af lífi mínu og þegar ég var lítil var ég mjög mikið hjá henni og afa í Gnoðarvoginum. Þaðan eru einmitt flestar mínar elstu minningar. Ég sé ömmu þar sem hún kom og sótti mig á róló, við amma sitjum saman og lesum Gagn og gaman, ég hjá ömmu búin að dreifa úr dúkku- lísum og öðru dóti þannig að ekki var lengur hægt að ganga um ganginn hjá henni. Þegar ég var níu ára fluttum við svo í húsið okkar á Öldugötunni. Amma og afi bjuggu uppi og við niðri. Ég fékk heitan mat í hádeginu, nýbakaðar pönnukökur, lummur, vöfflur eða jafnvel sandköku í kaffinu og góðan félagsskap og mik- ið öryggi alla daga, alltaf. Þeir voru líka ófáir kjólarnir sem amma saumaði á mig í gegnum tíð- ina og vöktu þeir mikla athygli fyrir fallegt handbragð. Inni í skáp hjá mér hangir líka svört ullarkápa sem amma saumaði handa mér fyrir tíu árum, þá áttræð. Mig langaði í kápu sem kostaði of fjár í flottri tísku- vöruverslun. Við amma fórum sam- an að skoða kápuna og sneri hún henni í einn hring og horfði á hana dálitla stund, síðan fórum við beina leið, keyptum efni og innan fárra daga var kápan tilbúin. Síðastliðið sumar saumaði amma svo brúðar- kjólinn minn. Ég rissaði upp mynd aftan á umslag í eldhúsinu hennar ömmu og sýndi henni mynd af kjól í blaði. Við skruppum í búðina, keypt- um efni og amma sneið og saumaði en hin amma mín skreytti og kláraði. Brúðarkjóllinn er mér ómetanleg minning um ömmu mína. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga svona margar góðar stundir með ömmu, ég þakka fyrir að amma mín fékk að kynnast litla prinsinum mínum áður en hún féll frá og ég þakka fyrir að amma mín fékk að halda fullri reisn allt til síð- asta dags. Ég á svo mikið af góðum minn- ingum um ömmu mína og þær ætla ég að geyma í hjartanu allt mitt líf. Lóa Björk. Elsku amma. Ég saknaði þín um leið og að ég vissi að þú værir farin. Þú varst alltaf besti vinur minn þó að þú værir amma mín. Þá veistu það. En ég veit að þú vildir hafa þetta svona og ég man að þú sagðir fyrir löngu að þú héldir að þú vildir aldrei verða gömul og veik. Þú ert mjög heppin að fá ósk þína uppfyllta en mér finnst samt ósanngjarnt að við skyldum missa þig. Ég man kannski ekki eftir því en ég veit að mér leið vel að vera með rúmið mitt uppi hjá þér þegar ég var lítil. Þú varst alltaf svo góð við mig og aldrei eigingjörn eða frek. Þó að það sé erf- itt að þú sért farin veit ég að núna ertu örugg og það finnst mér mjög gott. Skilaðu kveðju til afa og allra hinna. Þinn eilífi vinur, Benedikta. Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur. Eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur. (Jónas Hallgrímsson.) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Lilja. Útbreiddur faðmur. „Ert þetta þú, elskan mín?!“ Þannig tók Benta móðursystir mín alltaf á móti mér á skörinni á Öldugötunni þegar ég kom í þessar allt of stopulu heim- sóknir síðustu árin. Benta og fjölskylda hennar hefur verið eins og hluti af fjölskyldu minni svo lengi sem ég man. Guð- laug, dóttir þeirra Bentu og Teits, var í sveit heima nokkur sumur og okkur Hausthúsafólkinu stóð heimili þeirra ætíð opið þegar til Reykjavík- ur var komið. Ég á þeim hjónum mikið að þakka því þau buðu mér að vera hjá sér þegar ég hóf framhalds- nám en það var ekkert sjálfsagður hlutur á þeim tíma að hægt væri að fara úr sveitinni í framhaldsnám til Reykjavíkur. Þennan vetur sem ég bjó hjá þeim heiðurshjónum var far- ið með mig eins og ég væri þeirra eigin dóttir. Góðlátlegar leiðbeining- ar fyrir óharðnaða sveitastelpu voru af hinu góða en samt varð þessi vet- ur aðeins einn og þá voru það þau Benta og Teitur sem aðstoðuðu okk- ur hjónaleysin að útvega okkur íbúð næsta vetur. Benta hélt sem betur fer sinni reisn til hins síðasta, eðlilega var lík- aminn farinn að gefa sig en hún tók því af miklu æðruleysi. Þó var eins og hún væri löngu tilbúin í þessa ferð. Öll minnumst við níræðisaf- mælis hennar fyrir tæpu ári sem var einstaklega góð stund með vinum og ættingjum. Ég er þakklát fyrir það að hún dreif sig með Guðlaugu og fjölskyldu í sumarbústað upp í Borg- arfjörð til okkar systkinanna síðustu verslunarmannahelgi. Gaf hún unga fólkinu ekkert eftir í að taka þátt í gleðinni og fannst heldur mikið fyrir sér haft þegar ég gaf henni eftir her- bergi okkar hjóna. Þannig var Benta. Síðast þegar ég hitti Bentu var hún að fagna afmæli dóttur sinnar í júnílok sl. og fékk hún þá tækifæri til að vera með ættingjum og vinum fjölskyldunnar. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að eiga ljúfar stundir með Bentu og gömlu myndaalbúmunum hennar frá yngri árum. Það var ólýs- anlegt að fá að kíkja inn í þennan tíma með henni frá fyrri hluta síð- ustu aldar. Benta hafði unnið mikið og víða og oft held ég að kaupið hafi ekki verið hátt á mælikvarða okkar í dag. Sögurnar sem ég fékk voru marg- víslegar og skemmtilegar. Þessar stundir veittu mér nýja sýn á menn og málefni liðinna tíma því Benta var ekkert endilega að fegra hlutina, hún gat verið hvatyrt en alltaf sann- gjörn. Allir voru jafnir í hennar aug- um og fordómar var orð sem þekkt- ist ekki hjá henni. Guði er fyrir að þakka að hún fékk að sofna svefninum langa heima, bú- in að fá að fylgjast með barnabörn- unum vaxa úr grasi og meira að segja fá einn yndislegan langömm- ustrák nú í vor. Elsku Guðlaug, Ársæll og stórfjöl- skylda, geymið í hjarta ykkar allar minningarnar um Bentu okkar, þær fara ekki frá okkur. Alda og fjölskylda. Fallinn er frá kær frænka, Bene- dikta móðursystir mín, sem reyndist mér oft á tíðum sem besta móðir. Hún fékk ósk sína uppfyllta að geta hugsað um sig sjálf til hinstu stund- ar, hún vildi ekki vera öðrum byrði. Hún var heima er kallið kom og einkadóttirin Guðlaug ekki langt undan. Hún hafði orð á því fyrir um ári síðan að enginn af sinni fjölskyldu, svo hún myndi, hefði orðið svo gam- all sem hún, og skildi hún ekki hvers hún ætti að gjalda. Benta var kona sem hafði ekki hátt um sína hagi eða fjölskyldu sinnar, og vann verk sín í hljóði. Það lék allt í höndunum á henni, var saumaskapur hennar sérgrein, og víst er að margar flíkur hafa farið um hennar hendur í gegn um árin. Hún var mikill náttúruunnandi og ferðaðist talsvert fótgangandi á sín- um yngri árum, um land sem óbyggt var. Ég bjó tímabundið hjá þeim hjón- um og vann jafnframt í söluturni þeirra við Gnoðarvog 46. Það var sem ég væri hjá foreldrum mínum, svo vel var við mig gert. Ég var ekki ein um að njóta gestrisni og velvild- ar þeirra hjóna. Guðrún systir mín minnist með sérstöku þakklæti, þeg- ar hún þurfti að vera með elstu dótt- ur sína hjá læknum og í sjúkraæf- ingum í Reykjavík, að heimili þeirra stóð henni opið til dvalar þó til lengri tíma væri. Minnist hún sérstaklega þess, þegar hún átti von á sínu öðru barni og dvaldi þar með Kristjönu sem þá var í æfingum hjá sjúkra- þjálfara, þá töldu þau ekki eftir sér að annast hana og koma henni í æf- ingar á meðan á sængulegu hennar stóð. Af hjartarými áttu þau hjón nóg að gefa. Ég minnist einnig er von var á nýjum fjölskyldumeðlim hjá mér að ég fékk að dvelja hjá þeim meðan beðið var komu barnsins, það var stjanað við mig og passað upp á allt. Það var eftirvænting hjá þeim líkt og mér. Þau vissu einnig hvað sorg var og barnsmissir, þar mættum við hjónin skilningi þegar á reyndi. Við Benta sátum oft og ræddum um lífið og tilveruna þegar við hitt- umst, og hefði ég gjarnan viljað að þær stundir hefðu verið fleiri sem við eyddum saman. Hún bar tilfinn- ingar sínar að öllu jöfnu ekki á torg. Hún ræddi við mig um hve fjöl- skylda hennar væri lítil og hve Guð- laug hennar yrði ein þegar þau væru fallin frá, það væri lítið að eiga að- eins eitt barn. Ég skildi hana vel, en bað hana að muna að hún hefði lagt inn fyrir góðri og mikilli frændsemi hjá mér og fleiri systkinabörnum sínum. Það var stundum eins og leyndur þráður væri á milli okkar, ég hafði hugsað mikið um að nú yrði ég að framkvæma að hringja í Bentu frænku, og viti menn hún varð á undan að hringja, hún kvaðst þá ekki hafa neitt sérstakt að segja mér, bara heyra í mér hljóðið, það gerðist ekki margt hjá sér. Hún var þakklát fyrir að geta búið í nánu sambandi við fjölskyldu sína og voru barnabörnin henni afar kær, þar var amma til staðar þegar börn- in komu heim úr skóla eða leik. Elsku Guðlaug, Ársæll og fjöl- skylda, við hjónin og systkinin frá Stakkhamri sendum ykkur samúð- arkveðjur. Blessuð sé minnig Bene- diktu Bjarnadóttur. Magndís Alexandersdóttir. Það verður hálftómlegt að koma á Öldugötuna og vita að amman er ekki lengur í húsinu. Amman, en um leið mamman, með brosið sem hafði tilhneigingu til að breiðast yfir and- litið og lýsa um leið allt umhverfið. Veislurnar á Öldugötunni; jóla- boðin, gamlárskvöldin, garðveislurn- ar, alltaf var amman nálæg, pen dama, þótt aldrei hafi hún tekið sér það orð í munn. En mannskapurinn reyndi að hegða sér skikkanlegar í hennar ná- vist. Benedikta Bjarnadóttir var ein þeirra sem gerir líf manns innihalds- ríkara en ella, margra hluta vegna. Þessi smávaxna og fíngerða kona er mér og örugglega fleirum góð áminning um það að mörgu er unnt að áorka án stóryrða. Oft á tíðum er það hægðin og ekki síst þrautseigjan sem úrslitum ræður. Trúlega segði Benta nú: Birna mín, heldurðu að sé ekki komið nóg! Elsku Gulla mín og Sæli, ömmubörn og langömmubarn og aðrir ástvinir. Ég og börnin mín minnumst ömm- unnar á Öldugötunni, góðrar konu með hlýtt hjarta og mjúkar hendur. Birna Þórðar. BENEDIKTA MAGNDÍS BJARNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.