Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.07.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mælastöðvar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4680 www.sturlaugur.is SKAUTBÚNINGI Laufeyjar Bjarnadóttur hefur verið komið fyr- ir í veglegum skáp í brúðarhúsi Gamla bæjarins að Laufási í Eyja- firði og verður hann þar til sýnis fyrir gesti safnsins. Laufey var fædd að Laufási 12. júlí 1857, yngst fjögurra barna pró- fastshjónanna þar, sr. Björns Hall- dórssonar og frú Sigríðar Einars- dóttur. Hún saumaði búninginn þegar hún dvaldi að Laugalands- skóla en honum ætlaði hún að klæð- ast er hún gengi í hjónaband með sr. Guðmundi Helgasyni sem vígst hafði til aðstoðarþjónustu á Hrafna- gili. Til stóð að þau gengju í hjóna- band síðari hluta ársins 1881, en nokkru áður fékk Laufey svæsna lungnabólgu og lést af hennar völd- um 17. nóvember það ár. Ekkert varð því úr brúðkaupinu og fékk Laufey aldrei tækifæri til að skarta hinum fagra búningi sínum. Laufey Stefánsdóttir færði Gamla bænum í Laufási skautbúninginn síðasta sumar til minningar um móður sína, Þóru Vilhjálmsdóttur frá Munkaþverá, en Þóra var bróð- urdóttir Laufeyjar Bjarnardóttur. Viðgerð stóð þá yfir á brúðarhúsi Gamla bæjarins og var búningurinn því geymdur í Minjasafninu á Ak- ureyri. Sannfærð um að búningurinn muni draga að gesti Nú er viðgerð lokið og búið að smíða utan um skautbúninginn skáp þannig að gestum gefst nú kostur á að skoða búninginn. Ingibjörg Sig- laugsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum, sagði að fleiri hlutum yrði komið þar fyrir, svo sem þvottaskál og sápu, enda hefðu konur notað brúðarhúsið til að skola af sér ferða- rykið er þær komu ríðandi til brúð- kaups síns í Laufási í eina tíð. „Ég er sannfærð um að fólk hefur áhuga á að skoða þennan fallega búning og við erum stolt af því að geta haft hann hér til sýnis,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að hann muni draga til okkar gesti.“ Sparisjóður Höfðhverfinga gaf skápinn, sem Kristján Pétursson smíðaði. Svo skemmtilega vill til að sparisjóðurinn var stofnaður í Lauf- ási eftir messu á nýársdag 1819 og er hann næstelsta starfandi pen- ingastofnun landsins. Mjög góð aðsókn að safninu í sumar Ingibjörg sagði að aðsókn að Gamla bænum í Laufási hefði verið mjög góð í sumar. „Þetta hefur verið fjörugt og gott sumar og mér sýnist sem aðsóknin muni verða meiri en í fyrrasumar. Þó hefur aldrei verið eins margt um manninn hjá okkur og þá,“ sagði Ingibjörg. Útlendir ferðamenn eru ríflega helmingur gestanna og er mikið um að sérhóp- ar af ýmsu tagi staldri við í Gamla bænum. Safnið er opið til 15. sept- ember næstkomandi og er opið dag- lega frá kl. 10 til 18. Í þjónustuhúsi er rekið veitingahús með þjóðlegum veitingum og þar er einnig lítil minjagripasala. Um 120 ára gamall skautbúningur til sýnis í Laufási Fékk aldrei tæki- færi til að klæð- ast búningnum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Laufey ætlaði að klæðast bún- ingnum við brúðkaup sitt en hún lést skömmu áður en að því kom og fékk því aldrei tækifæri til að skarta honum sjálf. Gestir í Laufási geta nú virt búning hennar fyrir sér í sýningarskáp í brúðarhúsi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skautbúningur Laufeyjar Bjarnadóttir er nú til sýnis í brúðarhúsi Gamla bæjarins í Laufási. Fyrsti gesturinn, Gunnar Þorvaldsson úr Reykjavík, skoðar búninginn, sem saumaður var árið 1881. RÓTARÝKLÚBBUR Akureyrar hélt sinn þrjúþúsundasta fund fyrir skömmu, en klúbburinn var stofn- aður 4. september 1938 og er annar elsti rótarýklúbbur landsins. Á þessum tímamótum var dr. Þor- steini Gunnarssyni, rektor Háskól- ans á Akureyri, og rótarýfélögunum Bernharð Haraldssyni, fyrrverandi skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, og Hauki Haraldssyni tæknifræðingi veitt Paul Harris orðan. Haukur var vant við látinn þennan dag og var honum afhent viðurkenningin seinna. „Ekki þarf að fara mörgum orð- um um þau jákvæðu áhrif sem Há- skólinn á Akureyri hefur haft á Ak- ureyri og landsbyggðina í heild. Þorsteinn rektor og aðrir starfs- menn HÁ hafa tíðum verið gestir á fundum klúbbsins og greint félögum frá uppbyggingu skólans og starf- semi hans. Þá hefur það vakið at- hygli hversu vel hefur tekist til við að byggja upp alþjóðastarf háskól- ans á skömmum tíma og þar er mik- ill samhljómur við starf rótarýhreyf- ingarinnar,“ segir í frétt frá Rótarýklúbbnum. Þorsteinn þakkaði fyrir þann heiður sem sér og starfsmönnum skólans væri sýndur með þessari viðurkenningu og eins þann áhuga og stuðning sem klúbburinn hefði sýnt skólanum. Bernharð Haraldsson gerðist fé- lagi í Rótarýklúbbi Akureyrar árið 1984 og hann var forseti klúbbsins starfsárið 1990–91. Haukur Har- aldsson gerðist félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar árið 1985 og var forseti klúbbsins starfsárið 1999–2000. „Bernharð og Haukur eru öflugir og virkir rótarýfélagar og hafa þannig sýnt öðrum rótarýfélögum gott for- dæmi,“ segir í tilkynningunni. Að loknum hefðbundnum fundi var síðan bæjarbúum boðið til opins fundar þar sem prófessor Bragi Árnason fjallaði um framtíðarvetn- issamfélagið og dr. Steinar Þór Guð- laugsson, sérfræðingur á Orkustofn- un, greindi frá rannsóknum á setlögum undan Norðurlandi og hugsanlegum möguleikum á olíu- vinnslu á svæðinu. „Fundurinn var fróðlegur og urðu miklar umræður í kjölfar erinda þessara ágætu vís- indamanna enda fundurinn fjölsótt- ur.“ Félagar í Rótarýklúbbi Akureyr- ar eru 39 og þar af þrjár konur, en klúbburinn varð með fyrstu rótarý- klúbbum landsins til að veita konum inngöngu. Alþjóðahreyfing Rótarý leggur mikla fjármuni til mannúðar- starfa um heim allan, en þar ber hæst vinnu við að útrýma lömunar- veiki og vonast menn til þess að því marki verði náð árið 2005 á 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Rótarý- klúbbur Akureyrar leggur þessu al- þjóðastarfi lið auk þess sem verk- efnasjóður klúbbsins styrkir ýmis þörf málefni í heimabyggð. Þrjúþúsundasti fundur Rótarýklúbbs Akureyrar haldinn á dögunum Viðurkenn- ingar veittar Morgunblaðið/Kristján Ólafur Jónsson, forseti Rótarýklúbbs Akureyrar, Bernharð Haraldsson, fyrrverandi skólameistari VMA, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA. BÖRN í Borgarsíðunni ráku upp stór augu á þriðjudaginn þegar við þeim blasti skreytt jólatré, jólakort í röðum og fjöldi pakka. Er farið að halda jólin í júlí? varð einhverju þeirra að orði, en svo reyndist ekki vera. Ástæðan var að húsfreyjan, Sigríður B. Albertsdóttir, varð fertug á þriðjudaginn og vinkonur henn- ar úr saumaklúbbnum höfðu skreytt jólatréð, vakið afmæl- isbarnið eldsnemma og sungið fyrir það. Sigríður segir konurnar í saumaklúbbnum, sem eru fimm, iðulega fara óhefðbundnar leiðir þegar mikið stendur til, t.d. á af- mælum. „Ein okkar varð fertug fyrir tæpum fimm árum og þá tókum við okkur til og skreytt- um bílinn hennar með borðum og settum síðan sellófan utan um allt saman.“ Vagninn varð sem sagt eins og innpakkaður brúð- arbíll. „Hún var reyndar þegar gift en okkur fannst hugmyndin bara svo góð. Svo ákváðum við að skreyta svolítið vel hjá henni; hún býr á þriðju hæð og við fyllt- um stigaganginn í húsinu af alls kyns upplýsingum um hana. Svo þegar hún hélt upp á afmælið nokkrum dögum seinna sendum við henni gjafir í nokkrum pítsu- kössum. Hún hugsaði með sér hvort andsk... stelpurnar héldu að hún yrði ekki með neitt að borða handa þeim, og neitaði að taka á móti kössunum. Hún hefði ekki pantað neinar pítsur. Send- illinn – sem við þekktum en hún ekki, sagði að því miður væru pítsurnar líklega orðnar kaldar því sprungið hefði á bílnum.“ Afmælisbarnið tók á endanum við kössunum og þá komu gjaf- irnar í ljós. Jólahald líka í júlí? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson AÐALSTEINN Vestmann verður með málverkasýninu í Brekkuskóla (gamla Barnaskólahúsinu) dagana 27. og 28. júlí og verður hún opin þessa daga frá kl. 14 til 18. Aðalsteinn sýndi fyrst fyrir hálfri öld í húsnæði Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og hefur síðan tekið þátt í fjölda samsýninga auk nokkurra einkasýn- inga á Akureyri og í Reykjavík. Aðalsteinn Vestmann sýnir DJASS verður á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudags- kvöldið 25. júlí, og hefjast tónleik- arnir kl. 21.30. Samnorræna hljóm- sveitin „Jónsson/Gröndal Quintet“ leikur, en hana skipa Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Kjartan Valdi- marsson og Morten Lundsby. Djass í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.